Þjóðviljinn - 11.04.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.04.1954, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. aprííl 1954 — ÞJÓÐVTLJINN t- (5 Frökkum hólað aðstoðarmissi ef þeir hafni Evrópuhernum Knowiand og Bridges sýna þeim í tvo heimana Mestu áhrifamenn Bandaríkjaþings halda áfram að hóta hinum svokölluöu „vinaríkjum“ Bandaríkjanna öllu illu, ef þau láti ekki að vilja þeirra í einu og öllu. Enn er það Frakkland sem þeim þykir of tregt í taumi. Knowland, foringi repúbli- kana á þingi, gaf í skyn í síð- ustu viku, að Bandaríkin myndu í framtiðinni miða hernaðarað- stoð sína við útlönd við það, hve leiðitamir styrkþegar þeirra reyndust. Styles Bridges, for- maður fjáveitinganefndar öld- ungadeildarinnar tók daginn eftir í sama streng. I Nýjar hótanir í gær endurtók Knowland hótanir sínar og beindi nú máli sénu sérstaklega til Frakklands. Hann sagði, að Bandaríkjaþing mundi neyðast til að endurskoða fjárveitingar sínar til franska hersins, ef franska þingið full- gilti ekki samningana um Ev- rópuher. Eins og um samræmdar að- gerðir væri aðl [ræða, hljóp Bridges þegar til og tók í sama streng og Knowland. Hann var Kona heimsmeist- ari í vindlareyk- ingum Fimmtug húsmóðir í Bajern í Þýzkalandi varð um daginn heimsmeistari í vindlareykingum. Listin er að vera sém lengst að reykja vindilinn en þó má aldrei slokkna í honum. Húsmóðirin var tvo klukkútima og ’ 26 mínútur með vindil af venjulegri stærð. Hún varð hlutskarpari en þrjár aðrar konur og ellefu karlmenn, sem einnig kepptu. Eiísabet hótað bana Brezkir þingmenn hafa feng- ið nafnlaus bréf frá Spáni þar sem hótað er að Elísabet drottning verði drepin ef hún stígi fæti á land í Gíbraltar á hnattferð sinni um brezkar ný- lendur og sam veldislönd. Brezka stjórn- in hefur sent' þrjá af reynd ustu leyni- lögreglu- foringjum sínum til Gí- braltar þar sem þeir stjórna und- irbúningi und- ir lcomu drottn- ingar. Fjölgað hefur verið í leynilögreglu nýlendunnar og eftirlit tekið upp með ýmsum Spánverjum sem þar búa. Rík- isstjóm Francos á Spáni hefur skýrt þeirri brezku frá því að koma drottningar til Gíbraltar muni mælast illa fyrir á Spáni. Franco gerir kröfu til Gíbralt- ar, sem um aldir hefur verið ein helzta' flotahöfn Breta. Elísabet n. þó ómyrkari í máli, sagði fullum fetum, að ef Frakkland fylgdi ekki umsamdri stefnu gagnvart Evrópuhernum, myndi það þýða að hernaðaraðstoð Bandaríkj anna við það myndi stöðvuð í skyndi. Rödd hrópandans Aðeins einn öldungadeildar- maður hefur orðið til að mót- mæla þessum hótunum Kriow- lands og Bridges, það er Wayne Morse, sem oft hefur tekið sjálf- stæða afstöðu til mála. Hann sagði i gær, að hótanir þeirra félaga væru aðeins vatn á áróð- ursmyllu kommúnista, og það þýddi ekki fyrir Bandaríkin að loka augum fyrir staðreyndum í skiptum sínum við bandamenn sína. málanefnd þingsins hafði þegar’ frestað umræðum um Evrópu- herssamningana þar til 5. maí og þýðir þetta, að engar líkur eru til þess, að atkvæðagreiðsla um samningana fari fram fyrr en um miðjan júní. Fékk 0 atkvæði, | ••• ir Frakklandsþing í páskafrii Að loknum fundi í gær fór franska þjóðþirigið í páska- frí og mun ekki koma aftur saman fyrr en 4. maí. Útanríkis-! hinn slétt 0 atkvæði. Það má heita einstæður at- burður í Iran að frambjóðandi sem ekki nýtur stuðnings ríkis- stjómar nái kosningu á þing en svo fór þó í einu Igördæmi í kosningunum sem fram fóru um daginn. En ríkis.stjórn Sa- hedis hershöfðingja kunni ráð \ið því. Hún lét handtaka fimm bræður, sjni auðugs stór- jarðeiganda að nafni Solfag- hari, sem urðu efstir í kosn- ingunum. Síðan var lýst yfir að réttiíjömir þingmenn kjör- dæmisins væru frambjóðendur stjórnarinnar. Annar þeirra I»essi mlldl bókfel!ss.trangi er svonefndur tora, rolla sem á eru skráðar Mósebækur. Bókfellið er á tveim keflum og vafið af öðru á hitt iafnóðum og lesið er en torainn er notaóur \-ið guðs- þjónustur gyðinga. pessi tora var á sýningu í KaupmannahÖfn á bókUm úr sdfni mesta bókasafnara í sögu Iíana, Otto Thott gréifa, J tilefnl af þvi að 250 ár voru liðin 'frá fæðingu hans. Thott arf- leicldi Konunglegu bókhlöðuna að 200.000 bindum og voru þar á meðal ýmls ómctanleg handrit og prentaða.r bækur frá fyrstu ára- tugum prentlistarinnar I Evrópu. Vesturþýzkir vísindamcma hefja hezfeið gegn skotfulæknum sem vaða uppi Svikahrappur einn í Vestur-Þýzkalandi græðir um hafði fengið 104 atkvæði en þrjár milljónir króna árlega á því að selja trúgjörnu fólki hönk af rafmagnsvír í svörtum kistli. Komim síður hætt við leghálskrabfoa ef eiginmemi þeirra hafa verið umskornir Bandarískur krabbameinsfræðingur hefur nýlokiö rannsóknum sem 'nann telur sanna það að mjög myndi draga úr tíðleika krabbameins í leghálsi kvenna ef sá siður væri tekinn upp að umskera öll sveinbörn. Ákveðið hefur verið að halda danska vörusýningu í Moskva á þessu ári og verða þar sýndar bæði landbúnaðarafurðir og iðn aðarvörur. Sovézk vörusýning verður haldin , í Höfn á næst- unni. Umskurn er fólgin í því að yfirhúðin er skorin af og hef- ur aðgerðin tíðkazt af trúará- stæðum meðal gyðinga og ým- issa annarra þjóða síðan í fom- eskju. 85% umskorin á einkasjúkra- húsum. Á síðari ámm hefur umskurn breiðzt mjög út í Bandaríkjun- um vegna þess að læknar telja aðgerðina stuðla að bættum hollustuháttum og auknu hrein- læti. Er nú svo komið að 85 af hundraði aflra sveinbarna sem fæðast í bandarískum einka- sjúkrahúsum eru umskorin hvað sem líður trúarskoðunum foreldra. Fátítt meðal gyðingakvenna. Dr. Ernest L. Wynder, sem starfar við Memorial Center krabbameinsrannsóknarstöðina í New Yorir, segir að þessi þró- un sé fagnaðarefni. Dr. Wynd- er tók að rannsaka hjónabands- sögur kvenna með legháls- krabba eftir að sú staðreynd vakti forvitni hans að meðal gyðingakvenna er sjúkdómur- inn tíu sinnum til fimm sinnum fátíðari en meðal annarra bandariskra kvenna af sömu stéttum og aldursflokkum. Hálsinn er sá hluti legsins sem stendur út í leggöngin. Veldur dauða 14.000 kvenna árlega. Aðferð dr. Wynders var sú að hann átti langar viðræður við 1900 konur í sjúkrahtisum í fjórum bandarískum fyikjum um æviferil þeirra og hjóna- bandssögu. Af konunum var þriðjungur með leghálskrabba en hinar, sem teknar voru til samanburðar, höfðu aðra sjúk- dóma í getnaðar- og þvagfær- um. Krabbamein í leghálsi er a!- gengara meðal bandaríski-a kvenna en nokkurt annað krabbameinsafbrigði að krabba meini í brjóstum einu undan skildu. Árlega deyja um 14.000 bandarískar konur úr legháls- krabba en þar að auki er legið tekið úr mörgum þúsundum meo uppskurði. Hættan 2 % sinni meiri I viðtölum sínum komst dr. Wynder að þeirri niðurstöðu að munurimi á tíðleika krabba- meins meðal gyðingakvenna og aanarra kvenna getur ekki staf- að af tilviljun. Ekki reyndist heldur tala fæðinga, fóstureyð- ingar, fósturlát né skolanir hafa nein áhrif á það hve hætt konum er við að fá legháls- krabba. ílinsvegar 'kom það á daginn að giftri kcnu sem á ó- umskorinn mann er tveimur og hálfum sinni hættara við leg- hálskrabba en konu sem á um- skorinn eiginmann. Ósnortnar meyjar ekki öruggar. Dr. Wjmdcr komst að fleiri niðurstöðum um sambandið milli hjónabandssögu kvenná og tíðleika leghálskrabba. Til dæmis er sjúkdómurinn helm- ingi tíðari meðal kvenna sem giftast 16 ára en þeirra sem giftast frá tvitugu til 24 ára aldurs. Því seinna á æfinni sem konan fer að hafa mök við karl- menn því minni er hættan á að hún fái leghálskrábba. Tví- eða fleirgiftum konum er hætt- ara við sjúkdómnum en eingift um. Hjónaband og kynlíf eru þó ekki það eina sem áhrif hefur á leghálskrabba. Dr. Wynder komst að raun um það að ein kona af hundraði af þeim sem hann rannsakaði og höfðu sjúkdóminn höfðu aldrei karl- manns kennt. Sama sagan í Indlandi. Til samánburðar við sínar eigin niðurstoður aflaði dr. Wynder sér upplýsinga frá Ind- landi, þar sem múhameðstrúar- menn tíðka umskurn «q hindú- ar ekki, en fólk af báðum trú- flokkum lifir annars við mjög svipuð kjör og á sama hrein- lætisstigi. Þar var sama sagan, leghálskrabbi er langtum Uð- ari meðal kvenna af trúflokki hindúa en múhameðstrúar- manna. Reðurkrabbi meðal karl- mansia er mörgum sinnum fá- tíðari en leghálskrabbi hjá konum en óumskornum mönn- um er miklu hættara við sjúk dómnum en umskomum. Dr. Wjmder telur að umskurn in dragi svo úr tiðleika beggja sjúkdóma sem ráun ber vitíii vegna þess hve hún auðveldar og ýtir undir góð likamsþrif. Samtök sem nefnast Þýzka félagið til varnar gegn hjátrú sýndi blaðamönnum gripinn í veitingahúsi í Boná um daginn. Krefjast lágasetningar. Félagsskapur þessi rekur á- róðúrsherferð til að fá því framgengt að sett verði lög til að hindra athæfi prettvísra ná- unga. Dr. Otta Prokop, prófessor við læknadeild há- skólans í Eonn, sagði blaða- mönnunum að Vestur-Þýzka- væi-i eiaa ríkið í hinum sið- menntaða heimi þar sem engin leið er að koma lögum j-fir skottulækna og svipahrappa sem teyma fólk á asnaeyrunum. undir yfirskini gervivísinda sem þeir finna sjálfir upp. Geislunarbrjóstahöld og geislunarskyrtur. Nú veður uppi í Vestur- Þýzíkalandi sú della að ,,jarð- geislua“ valdi fjölda sjúkdóma en þó fyrst og fremst krabba- meisii. Á markaðinum er fullt af verndargripum gegn „jarð- geislunum", þar á meðal er kistillinn sem blaðamönniim var sýndur. Aðrar „jafðgeislúnarvarnir“ sem rerna út og hafa gert fram leiðendur stórauðuga eru brjóstahöld og skyrtur með í'- ofnum vír, slcór með „geisla- verjandi“ sólum og flíkur með „geislakrögum“. 5200% álagning. Dr. Hans Wenthe, fyrrver- andi dómari sem liefur kynnt sér „geislunarvarnatækin“, skýrði frá þvi að framleiðandi svaiúa kistilsins græddi um 800.000 mörlt á ári eða rúmrir þrjár milljónir króna á svika- tæki sínu. Kistillinn er úr plasti, framleiðslukostnaðurinn er 2,30 mörk en söluverðiö 120 mörk. Gróðinn nemúr því 5200%.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.