Þjóðviljinn - 29.04.1954, Síða 11

Þjóðviljinn - 29.04.1954, Síða 11
Fimmtudagur 29. apríl 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Hugleiðingar um Ijóð Framhald a£ 7. siðu, öll formföst ljóð. Fornmanna- kveðskapur var lengi án enda- ríms, svo ekki situr á íslend- ingum að tala um rímleysu- kveðskap í óvirðingarskyni. Stuðlar og höfuðstafir voru fyrrum í öllum norrænum og fornenskum kveðskap, en hafa nú síðast fallið niður nema á íslandi. Mér virðist reglubund- ið hljóðfall og samstöfufjöldi í vísuorði og skipuleg röðun vísuorða í erindi, aðaleinkenni bundinna ljóða. Nú er mér spurn: Hvað rak*menn til þess í öndverðu er þeir hófu að raða orðum frábrugðið mæltu máli og mynda hendingar og rím? Mér skilst að ákveðin til- hneiging til taktfestu og skipu- lags komi víða fram í viðleitni og háttum manna og veiti þeim yndi á ýmsan hátt. T. d. skipu- legar hreyfingár líkamans skipulegir hljómar i stað ó- reglulegra hljóða og bundið Ijóðaform. Hljóðfallið og klið- urinn í ljóði gefur orðum þess aukið seiðmagn og valda sefj- an, sem er göldrum lík og f jöl- kynngi forneskjunnar. í sum- um kveðskap hefur dýrleikinn og hljómurinn borið efnið ofur- liði, þannig var um rímurnar oft og tíðum. Stundum hafa niðjar bragarháttarins reynzt hugsuninni of þröngar eins og i dróttkvæðunum fornu. Er þó engan veg að lasta þá tamn- ingu sem iðkun dýrra hátta veitir. Enn í dag er það skemmtun margra íslendinga að kvecfa ferskeytlur undir dýrum háttum. Þær hafa sitt gildi fyrir höfunda og umhverfi þ.eirra, jafnyel þótt varanlegt og alménnt gildi þeirra sé lítið. Iijóð eru í 'eðli síriú gágnorð- ári en óbunðið mál. Þeim eru £■ ■■, éiginleg yms margbreytt hst- brögð til að vekja áhrif. Þau bregða upp myndum, tala í lík- ingum, tengja þær saman, gefa í skyn það, sem vart verður sagt til fulls, vekja hugboð með undarlegu orðalagi og hálfkveðnum hendingum, sefja méð endurtekningum, orka bæði á hugsun og tilfinningar í einu og segja fyrir vini sína það sem þeir vildu sagt hafa en gátu ekki. Þau eru gædd áhrifamagni likt og hljómlist eða litir lofts og lagar. Þau sýna okkur tengsl hluta áður ókunn og gefa okkur næmari skilning á sjálfum okkur og öðrum. Mér finnst t. d. að erindi eftir Shelley hafi hjálpað mér til skilnings á list Kjarvals. Öll þessi áhrif ljóða virðast mér sterkari í afmörkuðu formi með klið og hljóðfall að undir- leik. Allar geðshræringar okkar eru skammvinnar, eiga sér upphaf, hástig, endalok. Ljóð er 'sámanþj appað áhrifasvið, en öll innfjálg nautn er afmörkuð — eins og sonnetta. Öll mestu ljóðræn listaverk eru stutt. Þau sem eru löng vekja oft hjó lesanda þá hugs- un að meiri þétting hefði gert þau betri. Auðvitað veldur bundna formið erfiðleikum, það kostar að finna orð, sem fullnægja bæði tjáningunni og forminu. En hvaða erfiði, sem þetta kann að hafa kostað skáldið, þá finnst lesanda við lestur listaverks að þetta hafi allt komið jafn eðlilega og laufin vaxa á tré eins og Keats segir. Eg geri mér þó hugmynd, þó reynslu skorti af eðlilegum ástæðum, að átökin milli til- finninga og hugmynda annars vegar en formsins hins vegar skapi fullkomnust listaverk. En hvað er þá að segja um óbundin ljóð eða „atómljóð“ sem svo hafa verið kölluð fá- tæklegu nafni af andstæðing- um. Að minu viti skapast gildi þeirra á sama hátt og annarra ljóða. Þau hafa oft reglulegt hljóðfall á köflum en í þeim er þó sífelld tilbreytni. Á þann hátt eignast þau oft fjölbreytt- an klið sem fellur vel við efnið hverju sinni og orkar mjög á lesandann. Þessi tilbreytni í gerðinni gefur óbundnum ljóðum sérstaka töfra og ýmsa möguleika aðra en fasta form- ið hefur. Óbundin Ijóð eru hvert öðru mjög frábrugðin, að byggingu og meðferð efnis. Og mér finnst jafn erfitt að skilgreina í hverju veruleg list er fólgin í því formi eins og hinu. Sum kvæði taka mig þeim tökum að ■ ég hef ekki frið fyrir þeim fyrr en ég er búin að læra þau, önnur sé ég að vísu að eru vel gerð en ég er hlutlaus gagnvart þeim, en ekki gagnvart hinum og get því ekki dæmt á milli þeirra. Það er mjög auðvelt að setja téetingslegar setningar hingað og þangað á blaðsíðu með þankastrikum og upphrópunum og kalla þetta Ijóð. En orða- samstæður eru heldur ekki listaverk vegna þess að vera rímaðar, þótt þær hafi reyndar þann kost að hægt er að raula þær og læra. Eg held að' þvl vérði .’ékki neitað að Sorg og Landslag eft- ir Jóhann Jónsson, Ash Wédn- esday eftir T. S. Eliot eða White Symphony eftir J. G. Fletcher séu listaverk. Og séu það sem ljóð en ekki sögur, ritgerðir eða eitthvað annað. Og listaverk eiga alltaf rétt á sér. Hvort formið sem skáld nota, þá er ég viss um að sann- ur skáldskapur kostar mikla þjálfun og átök meðvituð og ómeðvituð, stranga hnitmiðun og afmörkun. En hvort sem þau átök eru meiri eða minni er það eingöngu árangurinn sem gildir. Eg met ljóð eftir áhrifum þeirra á sjálfa mig og er þakklát fyrir nýstárlegt, sterkt og áfengt ljóð, hvernig sem form þess er. Þórunn H. Guðmundsdóttir. ■-------------------*—~ ’s Clorox , Fjólubláa blævatnið „Clorox“ inniheldur ekkert klórkalk né önnur brenni- efni, og fer því vel með þvottinn. Fæst víða. KHAKI-efni, maigir lifiir HOLT, Skólavörðustíg 22 **>!* ttoi 616010 5i&uumcutrauðoiL Minningarkortin ern til sölu í skrifstofu Sósíalista* flokksins, Þórsgötu 1; af- greiðslu Þjóðviljans; Bóka búð Kron; Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðn- stíg 21; og í Bókaverzlun Þorvaldat Bjarnasonar 5 Hafnarfirði Þjóðviljann vantar nngling um næstu mánaðamót til að bera blaðið til kaupenda við KáisnesbrauL Talið við aigieiðslima, sími 7500 Sjn Enlæ Framhald af 12. síðu. Einnig krafðist Sjú fyrir hönd Kína að Bandaríkjamenn hættu að birgja nýlenduher Frakka í Indó Kína að vopnum og létu af þeirri ætlun sinni að hervæða Japani á ný. I Asía fyrir Asíumenn Tími er kominn til þess, sagði Sjú, að Asíuríkin sjálf taki vald- ið í málum álfunnar í eigin hendur. Allt erlent herlið á að verða á brott úr Asíulöndum og erlendar herstöðvar þar ber að leggja niður. Öll ríki Asíu þurfa að koma saman á ráðstefnu til að taka ákvörðun um að tryggja öryggi sitt með gagnkvæmum skuldbindingum. Hann kvaðst harma það að mál Asíu skyldu rædd í Genf án þess að fulltrúar Asíuríkja emg 'þg Iijdiands, Tndó- nesíu og Burmá fehgju^nærri að kom'a. . í dag tala Molotoff og Casey, utariríkisráðherra Ástralíu, í Genf. Bilieiðastöðui banuaðai Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 27. þ. m. að mæla með því við bæjaratjórn að bifreiða- stöður verði eftirleiðis bannað- ar við sunnanverða Vestur- götu frá Garðastræti að Ægis- gÖtU. ’i & I* M.s. Dronning Alexandrine fer frá Kaupmannahöfn 15. júní til Færeyja og Reykjavík- ur (en ekki 4. júní til Græn- lands). Ennfremur mun m.s. Dronning Alexandrine koma í stað áður auglýstrar ferðar s.s. Frederikshavn frá Kaupmanna- höfn 1. júní. Skipaafgreiosla Jes Zimsen — Erlendur Pétursson — 5 ö£RGt>. GAJA ÞORSTEINN ÁSGRÍMUR -r NJÁLS gatá: •GíiiLSMIBIR- o 1 Sj 1 VIIA L7, \ GATA . NJÁiSG.«-SÍMI 81526 [.L ly' ' i | IAUGA | VfSUR Frá Skóla Isaks lénssonar (Sjálfseignarstofnun) Ákveðið hefur verið að hefja kennslu í hinu nýja skólahúsi stofnunarinnar við Bólstaðahlíð á komandi hausti. Vegna aukins húsrýmis er hægt aö innrita nokkur börn til viðbótar. Þeir, sem eiga börn, fædd 1948, og ætla að láta þau sækja skóla n.k. vetur, þurfa að láta innrita þau nú þegar. Viðtalstími daglega frá kl. 5-7 e.h. í Grænuborg og heima eftir kl. 8.30 e.h. Skéfasfjéri i Auglýsing Fra og með í. maí 1954 ber ölium umsækjend- um um, lóðir úr landi ríkisins í Kópavogshreppi að snúa sér tirtrúnaðarmanns Jarðeignadeildar rík- isins, Hátroð 9, Kópavogshreppi. Skrifstofan veröur opin í Hátröð 9 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, kl. 5-7 síðdegis. Dóms- og kirkjumálaráðuneytiö — Jarðeignadeild ríkisins — hefur ávallt reynzt húsmóðurinni bezta hjálpin, enda hin fullkomnast, sem völ er á. Skálar og öll hin marg- víslegu áhöld er henni fylgja eru framléidd úr ryðfríu stáli og aiuminium og eykur það kosti þessarar einstöku heimilisvélar, því húsmóðirin þarf ekki að hafa áhyggj- ur af brotaskemmdum á skálum og öðrum áhöldum vél- arinnar. Munið að hið bezta verður ávallt ódýrast. Skoðið „ROBOT“ heúmlisvéiarnar hjá Járnvöruverzlun Jes Zimsen li J. R. JóhannessoBi h.f. NÝJA BIÓ-HÚSINU, SlMI 7181 Karlakórinn Fóstbræður KVÖLDVAKA í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 9. Gamanþœttir. Eftirhermur. Gamanvísur. Söngur o. fl. — Dansað til kl. 1. Aðgöngumiðasala 1 Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 4-7. Borð tekin frá um leið. — Sími 2339. Bezta shemmtiM ársins

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.