Þjóðviljinn - 16.05.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.05.1954, Blaðsíða 4
4) ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 16. mal 1954 Somir ferjnmcssiiislns 60 óra Neðarlega við Þjórsá, mesta vatnsfall á íslandi, á austur- bakka árinnar, er baerinn Sandhólaferja. Þar var ferju- staður í fleiri aldir, því engin brú var þá komin á hið mikla fljót. Einungis afburðamenn vóru valdir til ferjustarfa, því slíkt var þrekraun hin mesta. Þjórsá, sem þar er búin að sameina allt sitt mikla vatns- magn, veltur þar áfram með þungum straumi. Hún er þar oft hrikaleg og ægileg, líka stundum hæg og mildileg, en alltaf mikilfengleg. Ólafur Guðmundsson ferju- maður á Sandhólaferju var al- kunnur um allt Suðurland á síðasta áratug síðustu aldar fy;rir hreystisakir ' og karl- rpennsku. ^Þennan dag, 16. maí, fyrir 6fi árum fæddist drengur á Sandhólaferju, sonur Ólafs ferjumanns og Marenar Ein- arsdóttur. Hann var skírður Kjartan. Eg hygg að það nafn hafi verið valið á drenginn vegna minningar um ástsælan afreksmann frá Söguöld. Mér þykir ekki ólíklegt að Ólafi ferjumanni hafi stundum í baráttu sinni við hina miklu móðu flogið í hug íslenzki bóndasonurinn, sem ekki lét hlut sinn, þó við konung væri að eiga. En hvað sem um það er. Þessi sonur ferjumannsins, Kjartan Ólafsson, er 60 ára í dag, og það mun nú viður- kennt af öllum, að hann hafi borið þetta hafn eins glæsileg- asta afreksmanns sögualdar- innar með sæmd og prýði. Kjartan Ólafsson í Hafnar- firði er kunnugt nafn. Þar dvaldi þann og starfaði í 30 ár Áðúr vár hann á fæðingar- stöðvum sínum, en síðast á Stokkseyri. Nú býr hann í Hvík, á Háteigsvegi 42, ásamt konu sinni Sigrúnu Guðmunds- dóttur og tveimur börnum, Magnúsi ritstjóra og Álfheiði. í Hafnarfirði- gerðist sú saga hans, sem gerði hann að þjóð- kunnum manni. Hann var þar verkamaður, lögregluþjónn, bæjarfulltrúi, útgerðarmaður og margt fleira. En á félags- mála- og stjórnmálasviði var hann þó einna fyrirferðarmest- ur og þar gat hann sér mestan orðstír. Verkamannafélagið Hlíf, Málfundafélagið Magni, Alþýðuflokksfélögin og Al- þýðuflokkurinn áttu í Kjart- ani þann liðsmann og foringja, sem þau fá seint fullþakkað eða metið að verðleikum. Fyrir 10 árum, þegar hann var fimm- tugur, skrifuðu nokkrir félagár hans um störf hans, hæfileika og áhugamál og mun ég ekki fara að endurtaka það hér. Á það vil ég þó benda, að þó að Kjartan hafi verið glæsilegur baráttumaður og hafi orðið mest áberandi á þann hátt, eru hin friðsamlegu störf honum engu síður hugstæð. Róleg fræðimennska, t. d. í sögu, tungu eða bókmenntum þjóð- arinnar, hefði verið og væri honum engu síður hjartfólgið hugðarefni. En hans manndóms- ár hófust á þeim tíma sem hin- ar þjóðfélagslegu umbætur voru mest aðkallandi, og son- ur ferjumannsins var ekki þannig skapi farínn að geta setið hjá í þeim hildarleik. En glæsilegir foringjahæfileikar gerðu hann þar fljótlega að þeim öndvegismanni, sem sókn- in mest mæddi á. Fyrst þegar ég sá Kjartan Ólafsson í Hafnarfirði, komu mér í hug þessi orð úr Njálu, sem Guðmundur ríki viðhafði um Skarphéðin: „mikill vöxt- um ok ernlegr ok svo skjótlegr til karlmennsku at heldur vildi ek hans fylgi hafa en tíu ann- ara“. Síðan er fullur aldar- fjórðungur liðinn. Á þeim tíma hef ég kynnzt honum, unnið með honum og notið fylgis hans og vináttu. Enn í dag er hann „mikill vöxtum og ern- legr“ hvar sem hann sést. Enn í dag get ég endurtekið, eftir fulla aldarfjórðungskynningu, að ég tel hans fylgi betra og hollara bæði mönnum og mál- efnum, en tíu annarra. Hin síðustu ár hefur verið hljótt um Kjartan Ólafsson frá Hafnarfirði. Hann hefur af sjálfsdáðum dregið sig út af vígvelli hinna fyrri baráttu- mála. Samtök þess fólks er hann barðist með hafa á ýms- an hátt farið aðrar leiðir en hann óskaði, og hanrr mun ekki hafa haft skap né kaldlyndi til þess að halda áfram bar- áttu sem olli honum og fyrri samherjum sársauka, enda tal- ið sig með réttu hafa goldið Torfalögin. „Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót“. Eg fann fljótlega, við kynni mín af Kjartani Ólafssyni, „hans heimalands mót“. Hina mikil- fenglegu móðu, sem ferjumað- urinn faðir hans varð alkunn- ur fyrir að leiða menn farsæl- lega yfir. Kjartan Ólafsson hef- ur verið ferjumaður á öðrum vettvangi og reynzt þar far- sæll og mikilvirkur. f ljósi þeirra staðreynda er yfirskrift þessarar afmælisgreinar valin, sem á þessum heiðursdegi á að færa honum og fjölskyldu hans minar beztu þakkir fyrir liðna daga og árnaðaróskir um alla framtíð. Lifðu heill og lengi Kjartan, sonur ferjumannsins. Guðmundur Illugason. Krummi skrifar um viðkomustaði strætisyagna Nafngiít sem strandaði á framkvæmdaratriði Viðstöð, biðstöð, stanz og stcðull. EFTIRFARANDI bréf hefur Bæjarpóstinum borizt frá „Krumma“. — „Kæri Bæjar- póstur. f dag (9. maí) skrif- ar Sv. M. um biðskýlin svo- nefndu og vill endilega kalla þau biðtákn, og skoða ég það sem gamanmál, en vil þó koma þvi að, að ég tel að hvorugt þessara orða eigi að festast við þessa staði, af því að ég hef enga trú á að þau megni að útrýma hinni óhrjáiegu slettu „stoppi- stöð“ sem orðin er viðloð- andi í málfari manna, ekki sízt æskufólks og barna. Ég tel slettu þessa svo Ijóta og ósmekklega, að það sé eitt- ■hvað leggjandi í sölurnar til þess að útrýma henni. Það hafa að vísu farið fram um- ræður mn nafnið á þessum viðkomustöðum strætisvagn- anna bæði í blöðum og út- varpi. Voru þær um margt fróðlegar og skemmtilegar, en megnuðu þó ekki að því er virtist að útkljá mál þetta. Eða réttara sagt: Það strand- aði á fl’amkvæmdaratriði. Það var enginn ábyrgur aðili, í þessu tilfelli borgarstjórinn, sem falazt hafði eftir nafna- tillögunum, og því varð eng- inn til þess að velja á milli SKÁK Ritstjóri: Gudmundur Arnlaugsson v, Einvígið um heimsmeistarofignina VI Fjórtánda skákin. Kóngsindversk vörn, Hv. Botvinnik, sv. Smisloff. I. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0—0 5. Rc3 d6 6. Rf3 Rbd7 7. 0—0 e5 8. e4 c6 9. Be3 Sjaldgæft er að sjá Smisloff beita kóngsindverskri vörn. Byrjunin rennur annars gain- alkunna farvegu, nema hvað algengara er að leika h3 á undan Be3, þótt hitt sé einn- ig þekkt. 9. — Rg4 10. Bg5 Ðb8 En nú fer gamanið að grána, hér hefur f6 þótt svo sjálf- sagður leikur að annað kæmi ekki til mála. Leikur Smisloffs lýtur því að hvítur á kost á að leika Ra4 eða Be7 auk þess framhalds er hann velur; en Smisloff ætlar sér mótvægi á d-4 og drottningarvæng. Spurningin er þá sú, livort það sé nægilegt, en úr því verður reynslan að skera. II. h3 exd4 Spennan eykst! 12. Ra4 Ðaö 13. hxg b5 14. Rxd4 bxa 15. Rxc8! Riddarinn er friðhelgur vegna e4—-e5, og eftir Bb7 er sýnist líklegasta svarið kemst hann til d5 yfir b4 eða e7. En Smisloff kemur enn á óvart! 15. — Dxc6 Það er erfitt að meta þessa skiptamunarfórn sem Smisloff leggur út í af frjálsum vilja. En það er eins og honum sé um það eitt hugað að taflið verði sem villtast, og óhrædd- ur er liann við að brjóta all- ar brýr að baki sér. 16. e5 Dxc4 17. Bxa8 Rxe5 13. Hacl Frá öryggissjónarmiði er Bd5 einhver líklegasti leikurinn, en erfitt er að segja hvað bezt er. Sé dæmt eftir liðs- afla ætti hvítur að standa betur að vígi þótt svartur eigi eitt eða tvö peð fyrir skipta- muninn, en staðan er alla- vega opin og afar vandtefid. 18. — Db4 19. a3 Dxb2 20. Dxa4 Bb7 21. Hbl Hér nær baráttan hámarki. Leikur Botvinniks lítur vel út, virðist meira að segja vinna mann. En það er hatrömm blekking. Hitt er svo' annað mál eftir 21. Bxb7 Dxb7 er hvítui’ ekki öfundsverður, hót- unin Rf3 er ákaflega sterk og óþægileg. 21. — Rf3t 22. Khl Bxa8! 23. Hxb2 Rxgóf 24. Kh2 F.f3t 25. Kh3 Bxb2 Nú er mestu reykjarsvælunni að létta, svo að hægt er að glöggva sig á taflstöðunni. Þrír léttir menn hafa löng- um verið taldir á við eina drottningu og gefst hér færi á að prófa það. 26. Dxa7 Be4 27. a4 Kg7 28. Hdl Be5 29. De7 Hc8 30. a5 Hc2 31. Kg2 Hótunin Hxf2 er svo öflug að kóngurinn hættir sér aftur inn í fráskálcina (Hfl, Bd3, Hdl, Hxf2! Eða 32. Kg2 Bxfl+ 33. Kxfl Bd4, eða loks 33. Kxf3 Hc3t 34. Ke4 Bg2f og mát í næsta leik). 31. — Rd4t 32. Kfl Bf3 33. Hbl Rc6 og Botvinnik gafst upp. Hann er varnarlaus (t.d. 34. Dd7 Bd4 35. Dxd6 Hxf2f 36. Kel He2t 37. Kfl Hh2). Sjaldan eða aldrei hefur drottning sézt jafn máttvana gegn þremur léttum mönnum, og öll er skákin svo furðuleg, að hún á tæpast sinn jafn- ingja meðal þeirra skáka, er tefldar hafa verið um heims- meistaratign fvrr og síðar. Fiinmtánda skákin v Sikileyjarleikur. Hv. Smisloff, sv. Botvinnik. 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. d3 d6 6, Rge2 e5 Botvinnik bregður þegar út af því er hann lék í 13. skák- inni. Leikurinn lokaf biskups- Framhald á 6. síðu þeirra og bera fram til sig- urs. Þeir sem þarna eiga hlut að máli, það er borgarstjór- inn í Reykjavík, hafa sýnt vítavert tómlæti í þessu máli, og ber þá ekki sizt að hafa í huga að borgarstjórinn sjálf- ur hefur skrifnð sem mál- hreinsunarmaður. Þessum að- ilum ber tvímælalaust að leysa þetta mál, annaðhvort með nafngjöf frá eigin brjósti ..eða með því að auglýsa eftir tillögum um gott nafn og velja úr þeim, ef ekki sjálfir þá málhagir menn aðrir, síð- an á að festa orðið í sessi á þann hátt, að það sé letrað á alla viðkomustaðina. Og sjáum þá til hvort orðið kemst ekki á varir manna. Auðvitað með þeim varnagla að það sé viðkunnanlegt og ekki of langsótt. Að mínum dómi hafa komið fram mjög viðkunnanlegar tillögur, þar á meðal „viðstöð“ og „biðstöð“. Það má segja, að viðstöð bendi frekar til vagnanna. Þarna standa þeir við, bið- stöð til farþeganna, þarna bíða þeir. Már finnst bæði góð og alþýðleg, þó kýs ég held- ur viðstöð, semgagt að við- horf vagnstjóranna ráði nafn- gjöfinni. Þarna hafa þeir við- stöð á vagni sínum. Ég geri þessi tvö orð ekki að neinu kappsmáli, heldur hitt að þarna sé valið skilmerkilegt og þjált orð. Það má vera stanz (þótt það hafi þann galla að falla saman við boð- hátt sagnarinnar stanza) eða stöðull, en það sé ekki látið nægja að velja orðið, það lát- ið vera sjálfala og látið hlut- laust hvort það lifir eða deyr í hinni nýju þjónustu, heldur fái það fastan sess og stað- festu í málinu með því að það sjáist svart á hvítu eða í öðrum jafnglöggum litaand- stæðum á sínum stað. Þannig hafa líka mörg orð festst í málinu. Ég minni á orðin kaffibætir, smjörlíki ofl. er menn hafa tekið upp af því að þau blöstu við augum. Það er venja að hreinsa til fyrir þjóðhátíðina. Væri nú ekki sannarleg landhreinsun að kasta orðskrípinu „stoppi- stöð“ í glatkistuna og ganga svo frá læsingunni að það komist ekki aftur á kreik. — Krummi“. Tll itseni lEiDiK SÍV

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.