Þjóðviljinn - 16.05.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.05.1954, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16. maí 1054 — ÞJÓÐVILJINN — v(5 Lög Eeikin á helluE hk Indó Kína, elzta lilfóðtæii sem þekkist Fyrir um fimm áraþúsundum bjó í Indó Kína stein- aidarþjóö, sem stóð á svo háu tónmenningarstigi aö nún gat stillt hellur og fengiö úr þeim hreina tóna. IlljóÖfæri sín geröi hún meö því aö raöa hellunum í tónstiga. Franskir forsógufræðingar, sem fengið hafa í hendur þess' fornu steinhljóðfæri, eru sann- færðir um.að. þau séu hin elztu sem fundizt hafa til þessa. Vegavinnnmenn fundu hellurnar. Franski þjóðfræðingurinn Georges Condominas kom með hellurnar til Parísar frá Indó Kína, þar sem þær kojna úr jörðu við vegagerð. Alls eru hellurnar ellefu, sú stærsta er 102 sentimetrar á le.ngd en sú minnsta 52 sentimetrar. Fijnm tóna stigi. Af tilviljun sló Condominas í eina helluna, sem kvað við hátt. Hinar reyndust einnig hljóma við áslátt. Það kom í ljós að sjö mynduðu saman fullkominn fimm tóna tónstiga eins og þann sem enn tíðkast í tónlist Java- búa. Hinar hellurnar voru hluti af öðrum tónstiga. líi'ot úr verkum Debussy. Nú eru steinarnir komnir í mannfræðisafnið Musée de l’Homme í Paris þar sem tón- listarfræðingar hafa komið þeim fyrir á tréslám eins og Nýlega birtist hér á síðunni mynd af dönskum plastbíl, þeim fyrsta af sinni gerð. — .Fyrir noklirum dögum komu á markaðiun i Danmörku fyrstu keiparnir og kænurnar úr plasti. Fyrirtækið sem fram- leiðir bátana. hefur unnið að undirbúningi framleiðslunnar um noklcurt slceið og er nú til- búið til fjöldaframleiðslu á þeim. Þeir hafa þann höfuð- kost, að þeii- þurfa ekkert við- hald. Scliweiízer um vetnisspreiigjtma Hinn heimsfrægi læknir og mannvinur, dr. Albert Schweitzer, sem nýlega var sæmdur friðar- verðlaunum Nobels, segir í viðtali við blað brezka Verkamanna- flokksins, Daily Hcrald: „Verkanir síðustu kjarnorku- sprenginga eru geigvæn- legar. Vísindamennirnir verða að gera mannkyninu ljósan hinn hræðilega sannleika um ógnir vetnissprengjunnar og taka af skarið um að þeir geti ekki leng- ur borið ábyrgð á þessum til- raunum“. ' Albert r~) Schweitzer þeir telja að steinaldarmennirn- ir hafi gert. Líkist hljóðfærið að gerð sílófón. Steinarnir hljóma við mjög, léttan áslátt. Þarna í safninu hafa verið leikin á þá lög allt frá glefsum úr verkum Debussy til einföldustu barnalaga. Höggnir úr bergi. Forsögufræðingar þykjast þekkja á.steinupum handbragð steinaldarþjóðar sem þeir nefna Bacsona og þyggði InJó Kína í þrjár til fjórar þúsundir ára og virðist hafa liðið und- ir lok fyrir um 5000 árum. Hljóðfærissteinarnir eru úr harðri bergtegund og talið að þeir hafi verið höggnir úr föstu bergi og síðan stilltir eins ná- kvæmlega og raun ber vitni með því að kljúfa úr þeim flís- ar. Elztu hljóðfærin sem áður voru kunn eru hljóðpípur frá yngri steinöld, sem fundizt hafa í staurakofum í Sviss og hörp- ur frá dögum Kaldea sem fundust í Úr í Irak. Bretar íor- try«g|a USA Brezka blaðið Daily Mirr- or, útbreiddasta dagblað heimsins, hefur birt bækling um sambúð Bretlands og Bandaríkjanna. Blaðið fylgir hægriöflum Verkamanna- flokksins að máli og mark- miðið með bæklingnum er að benda á leiðir til að draga úr óvild Breta á stefnu Bandaríkjastjórnar. Viðurkennt. er í riti þessu, að andúð á Bandaríkjunum fari vaxandi í Bretlandi og það stafi af því að fjöldi Breta „óttast að Bandaríkja- menn muni teyma þá út í nýja styrjöld. Líklega er þessi ótti nú ríkari í hugum Breta en sú skoðun að Bandaríkin hafi komið í veg fyrir að kommúnistar bryt- ust til valda í Vestur-Ev- rópu“. Afengi frá gerhun í Móðino þótt ekkert sé drukkið Danska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að láta fara fram rannsókn á því, hve áreioan- legar þær aðferðir eru, sem notaðar eru til að ákveða á- fengismagn í blóði. Rannsóknin var ákveðin eftir að einn af blaðamönnum Kaup- mannahafnarbiaðsins Informa- tion lét lækna fylgjast með því í sólarhring að hann neytti einskis áfengis. Að því búnu var honum tekið blóð og sýn- ishornið rannsakað í rann- sóknarstofu lögreglunnar. Keyndist áfengisinnihald í blóð- inu vera 0.16 af þúsundi, en það inagn er talið eðlilegt klukkutíma eftir að neytt hef- ur verið einnar flösku af sterkasta öli. Danskir og sænsk- ir læknar hafa haidið því fram að þó nokkuð áfengismagn geti verið í blóði manna án þess að þeir hafi nokkurs á- fengis neytt og stafi það af því að gerlar í líkamanum gefi frá sér áfengi. Baðkútur sprakk, hæða hús hrundi Sjö menn biðu bana og átta særðust hættulega þegar fjög- urra hæða hús í Köln í Þýzka- landi hrundi á sunnudaginn við það að sprenging varð í bað- vatnsgeymi. Vatnið i geyminum var hitað með gasi. Þegar geymirinn sprakk hrundi húsið, sem var nýbyggt, með miklum gný og brak og steinar þeyttust viðs vegar. Nærliggjandi hús skemmdust, gluggar brotnuðu og innveggir sprungu. Þegar björgunarlið kom á vettvang var engu líkara en að húsið hefði orðið fyrir sprengju í loftárás. Nútíinahernaður er svo fiókinn að kenna þarf hermönnunum ýmislegt, sein fyrirrennarar þeirra þurftu ekki endilega að vita. Til dæmis hefur brezki herinn stofnað skóla til að kenna nýliðum að telja. Byrjað er á því að kenna þeim að telja upp að tíu og sýnir inyndin hvernjg farið er að því. Fyrir framan hermennina eru spjöld með töluin frá einum til tíu og svo eru þeir látnir taka tíu skref í áttina til spjaldanna og allur hópurinn telur upphátt \ið hvert skref. Herstjórnin segir að þessi aðferð tald því injög fram að telja á fingrum sér. Oi’íita banar fleimm en berldaveiki og ofdrykkja í Frakklandi veröur offita fleira fólki a'ö' bana en berklaveiki og ofdrykkja. Einn kunnasti næringarsjúk- dómafræðingur Frakka lýsti þessu yfir á læknaþingi í París um daginn. „Offita er hættulegur sjúk- dómur,“ sagði dr. Alexandre Herschberg. „Hún gerir hægt en öruggléga útaf við fólk. Eftir að menn eru orðnir fer- tugir stýttist ævi þeirra eftir það um fjórðung ef þeir eru 11 kílóum þyngri en eðlilegt er. Sé líkamsþunginn 36 kílóum meiri en eðiilegt er á sama aldri styttist ævi manna eftir það um helming“. Dr. Plerschberg kvaðst á síðustu árum liafa rannsakað 2000 offitusjúklinga. Hjá sjö Lofað griðum — hlaut 10 ára fangelsi L*ðþjálfi reynir orðheldni bandarísku herstjórnarinnar Bandarísku herréttur hefur dæmt Edward C. Dicken- ;3on liðþjálfa í 10 ára hegningarvinnu fyrir aö hafa „geng- ið kínversku kommúnistunum á hönd“. af hverjum tíu stafaði offit- an af ofáti en hjá hinum þrem- ur var tilhneigingin til offitu arfgeng. Lælcnirinn kvaðst hafa getað megrað sjötíu af hverjum hundrað sjúklingum með því að láta þá hafa sérstakt matar- æði, mikla hvíld og megrunar- íyf. Diclcenson var einn þeirra bandarísku stríðsfanga í Kóreu, ulles segiœr vilja ^etnisémslr á Kína Mörg af vikublöðum Parísar sem komu út um síðustu lielgi r.öfðu þá sögu að segja að ÐuHes, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefði gert það að tillögu sinni á fundum hans og Bidaults og Edens fyrir Genfarráðstefnuna, að Bandaríkin skyldu láta flugher sinn varpa vetnissprengjuin á þrjár kín- verskar borgir. Blöðin segja, að Bidault hafi sagt frönsku stjórninni frá þessari tillögu á síðasta ráðuneytisfundiuum sem hann tók þátt í áður en hann fór til Genfar. Frásögn blaðanna hafði ekld verið borin til balca af réttum aðilum þegar síðast fréttist. sem á síðustu stundu tók boði Bandaríkjastjórnar um að hverfa heim, þótt hann hefði áður á- kveðið að verða um kyrrt í Norður-Kóreu. Þeim var að sjálf- sögðu lofað griðum ef þeir héldu heim, en engu að síður var Dick- enson hnepptur i fangelsi og hef- ur nú eins og áður segir verið dæmdur í langa hegningarvinnu. Yfirstjórn bandaríska flughers- ins hefur tilkynnt, að lokið sé ranpsókn í málum 83 fyrrv. stríðsfanga, sem kærðir höfðu verið fyrir drottinsvik meðan þeir voru í fangabúðum r.orðan- manna í Kóreu. Hefur .verið á- lcveðið að höfða mál. gegn 14 þeirra. g sem Goethe gal stoIiS Dýrmætum hring, sem þý2ka skáldið Goethe gaf á sínum tíma unnustu sinni, Charlotte Kestn- er, hefur verið stolið úr íbúð í Kaupmannahöfn. Mörgum öðrum skartgripum var stolið og verð- mæti þeirra skipti þúsundum króna. Enda þótt gullverð hrings- ins sem unnusta Goethes bar sé ekki meira en 50 kr„ var þó eig- andanum einna sárast um hann. (wéHur ttirssiig* ur i Geul Ráðstefnu Efnahagsnefndar SÞ í Evrópu um viðskipti milli Austur- og Vestur-Evrópu er nú lokið i Genf. Þórhallur Ás- geirsson skrifstofu- stjóri sat ráðstefnuna íyrir hönd ís- lands. Gunnar Myrdal, fram- kvæmda- Myrdahl stjóri nefndarinnar, sagði að ráðstefnunni lokinni, -að hún hefði borið mjög góðan árang- ur. Vonir stæðu nú til að við- skipti milli austur- og vestur- hluta álfunnar mundu aukast og ganga greiðlegar en áður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.