Þjóðviljinn - 16.05.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.05.1954, Blaðsíða 12
Mmmst ntæðro fkkar í dag KMJPK) MÆmMlÚWtW} ÖG LESGIB YKMR SKERF TIL &Ð ÞiEYTTHR MEÐV'A GETI KÖTIB SUMRSS, HVÍLMB OG SÖLAR I EIM YIKU í tuttugu ár hefur mœðraúyrksnefnd haldið hátíðlegan einn dag á ári, sem eingöngu er helgaöur mæðrum. Tekj- um af fjársöfnun dagsins er varið tíl að kosta eina hvíld- arviku fyrir preyttar og fátœkar mœður. Það var 22. maí 1934 sem mæðrastyrksnefncl ákvað að halda hátíðlegan einn dag á ári helgaðan mæðrum. Viða í lönd- um hefur mæðradagur verið haldinn hátíðlegur, en aðallega helgaður -einkalífinu, mæðrum voru færð blóm og þær gladdar á ýmsan hátt. En til þess að geta gert éitt- hvað sem að verulegu gagni gæti komið fyrir þreytíar mæður var ákvcðið að selja mæðrablómið og verja því sem inn kæmi til sumardvalar fyrir þær. t tuttugu ár hefur mæðra- styrksneínd notið sívaxandi skilnings og öriætis Reykvíkinga og það hefur gert henni fært að veita fátækum mæðrum og börn- um sumardvöl í sveit. Fáir hafa meiri þörf fyrir hvíld en konur með atóran barnahóp, og engir eiga jafn- erfitt með að veita sér hana. Þær vinsældir sem nefndin hefur notið hafa gert henni fært að starfrækja sumarheimili fyrir mikinn fjölda kvenna og barna, og hafa hvíldarviku sem er sann- kölluð sæluvika, enda kölluð það af þeim sem hennar hafa notið og er eins og sólskinsblettur í lííi þeirra. Óskadraumur mæðrastyrks- nefndar er að geta byggt hús fyrir sumarstarfið Síðustu árin hefur nefndin átt erfitt með að fá húsnæði fyrir sumarheimilið og ákvað hún því að reyna að koma sér upp húsi fyrir sumarstarfið. Reykjavíkur- bær lét nefndinni i té einn hekt- ara af landi í Hlaðgerðarstaða- koti í Mosfellssveit. Á síðast- liðnu hausti var svo byrjað á byggingu þar, og það er von nefndarinnar að nokkur hluti hússins verði tilbúinn til afnota í sumar. Mæðrastyrksneínd vonar að bæjarbúar láti hana njóta ör- lætis og vinsemdar í þetta sinn eins og undanfarin ár, það eitt getur gert henni fært að veita fátækum mæðrum hvíld og hressingu í sól og sveitalofti. Kaupið mæðrablómið í dag. Nýr sveitarstjóri íHveragerði Efir kosningarnar í janúar í vetur ákváðu Hvergerðingar að ráða hjá sér sveitarstjóra. Á- kvörðun þessi er nú komin til framkvæmda og tók Oddgeir Ottesen við sveitastjórastarfinu um s.l. mánaðamót. Gcrður HeSgadóiiir heldur járnmyndasýningu í París Á fimmtudaginn opnaði Gerður Helgadóttir mynd- liöggvari sýningu á nýjum verkum sínum í Galerie Arnoud í París. Hin nýja sýning Gerðar mun vera 4. eða 5. sjálfstæða sýning hennar í „höfuðborg listanna". En hún hefur að auki tekið þátt í mörgum samsýningum í Frakk- landi; sjálfstæða sýningu hélt hún í Brússel í fyrra og enn- fremur hér í Reykjavík haustið 1952. Þá er nýlokið í Þýzka- landi sýningu sem hún tók þátt í ásamt frönskum málurum. Á sýningunni sem hér um ræðir eru aðallega járnmyndir, og eru þær allar gerðar í vetur og vor. Nýlega skrifaði listdómarinn Michel Ragon grein um Gerði í listatímaritið Cimaise. Lauk þeirri grein með þessum orðum: „París hefur ekki viljað láta sitt eftir liggja, og þegar tekið Gerði í fóstur, og álítur hana ó- umdeilanlega einn sinna beztu myndhöggvara“. Það er ástæða til að gleðjast yfir slíkri viðurkenningu. ' Alvarlegt bílslys í gærkvöld Tíu sendir á Evrépumeistaramótið Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum verður hald- ið í Bern í sumar dagana 25.—29. ágúst. Ákveðið er aö senda allt að 10 þátttakendur héðan. Stjórn FRÍ héfur skipað eftir- talda menn í nefnd til þess að sjá um undirbúning að þátttöku íslands í E.M.: Formann Erlend Ó. Pétursson, Braga Kristjáns- son, Brynjólf Ingólfsson, Konráð Gíslason og Oliver Stein Jó- hannsson. 29 þjóðum hefur verið boðin þátttaka í E.M. Fangaflufn- ingar tefjast Brottflutningur særðra fanga úr franska hernum frá Dienbien- phu hefur tafizt sökum slæmra veðurskilyrða. Franska her- stjórnin í Indó Kína beindi þeim tilmælum til sjálfstæðis- hersins í gær, að hann léti gera við flugbrautina við Dienbien- phu svo að hægt yrði að nota aðrar flugvélar við brottflutning fanganna en kopta. í gær höfðu aðeins 16 fangar verið fluttir frá Dienbienphu af þeim 450 sem ráðgert var að flytja í fyrstu lotu. Kópavogsbúar Munið X G-listinn E.M.nefndin í Bern hefur þeg- ar sett ákveðin lágmörk fyrir því að komast í aðalkeppnina, eru þau þessi: Karlar Konur Kúluvarp 14,50 12,30 Kringlukast 45,00 40,00 Spjótkast 63,00 40,00 Sleggjukast 51,00 Hástökk 1,90 1,50 Langstökk 7,10 5,30 Stangarstökk 4,05 Þrístökk 14,50 Þó munu aldrei færri en 9 þátttakendur fara í aðalkeppn- ina. Stjórn FRÍ hefur þegar rætt þetta mál og álítur að ekki sé unnt að setja markið neðar en hér er gert, en mun annars taka ákvörðun síðar í samráði við E.M.nefndina hér, því á hennar dugnaði við fjáröflun byggist það, hve marga verður hægt að senda. í gærkvöldi varð alvarlegur árekstur á Keflavíkurveginum skammt innan við Vogana. Rákust á tveir íslenzkir bilar: völubíll og jeppi. Fjórir menn meiddust, þar af einn lífs- hæftulega. Bílarnir skemmd- ust einnig mikið. Hinum slösuðu var ekið á Landsspítalann. Hringdi blaðið þangað rétt áður en það fór í pressuna, en það var með fyrra móti; og voru þar ekki frekari upplýs- ingar fyrir hendi. Flóð í írak Frá Bagdad berast fréttir um, að Efrat hafi flætt yfir bakka sína í suðurhluta íraks. Enn er ókunnugt um manntjón, en a.m.k. 70.000 manns eru heimilislausir og hafa misst al- eigu sína. Þ’yrir öðrum tugum þúsunda hefur uppskeran eyði- lagzt. Það eru aðeins nokkrir mán- uðir síðan, að annað höíuðfljót Iraks, Tígris, flæddi yfir bakka sína og olli miklum usla, m a. í höfuðborginni, Bagdad. Fulltrúaráðs- og trúnaðar- mannafundur annað kvöld Fulltrúaráðs- og trúnaðarmannafundur í Sósíal- istafélagi Reykjavíkur verður haldinn annað kvöld kl. 8.30 e.h. í Baðstofu iðnaðarmanna við Vonar- stræti. — FUNDAREFNI: Söfnunin í Sigfúsarsjóð o.fl. Mjög áríðandi er að allir fulltrúaráðsmenn og trúnaðarmenn félagsins mæti. Finnáa ifepigin opatið í pr Finitianá er ná fjérða mes!a viðskipía- laná Isicndinga Finnska iðnsýningin var opnuð í gær með samkomu i Tjarnarbíói, en þar tóku m.a. til máls Ásgeir Ásgeirs- son forseti íslands og Pervo ráðherra Finnlands. Vilhjálmur Þór forstjóri SÍS setti samkomuna oh stjórnaði henni, en næstur flutti forseti á- varp. Minnti hann á hin ágætu tengsl íslands og Finnlands og Hvernig viðskipti hefðu marg- faldazt á undanförnum árum, þar til Finnland væri nú fjórða mesta viðskiptaland íslendinga, hvað útflutning héðan snerti. Þá talaði Eggert Kristjánsson for- maður Verzlunarráðs fslands, Pervo ráðherra sem einnig mælti nokkur orð á íslenzku og loks Kristinn Guðmundsson utanrík- isráðherra og lýsti sýninguna opnaða. Dómkirkjukórinn söng þjóðsöngva landanna beggja en verzlunar- og iönaðarmála- loks voru sýndar tvær kvik- myndir, önnur af för íorseta- hjónanna til Finnlands, hin kynning á Finnlandi. Að samkomunni lokinni gengu gestir í Listamannaskálann og sannfærðust um að sýningin er skemmtileg og fróðleg og öllu haganlega fyrir komið. KJukkan 18 í gær var sýningin svo opn- uð almenningi, og verður hún opin til mánaðamóta kl. 14—22 daglega og kl. 10—22 á helgi- dögum. Sýningargestir fá einnig ókeypis aðgöngumiða að kvik- myndasýningum sem daglega verða í Tjarnarbíói kl. 14,30 og 15,30. Samnorræn unglmgakeppni í jiilí Dagana 3.—4. eða 10.—11. júlí í sumar er ákveðið að íram fari á öllum Norðurlöndunum unglingakeppni í frjálsum íþróttum. Á norræna frjálsíþróttaþinginu í Stokkhólmi s.l. haust kom fram hugmjmd um norræna unglinga- keppni í svipuðu formi og sam- norræna sundkeppnin var. Sví- ar tóku að sér að skipuleggja keppni þessa og semja reglur um hana. FRÍ voru svo sendar til- lögur Svíanna. Stjórnin kaus þegar 3ja menna nefnd í málið, skipaða: Þorsteini Einarssjmi, í- þróttafulltrúa, Hermanni Guð- Ástarsevintýri lokið í vetur sem leið birtu blöð víða um heim nákvæmar frá- sagir af viðureign ungra elskenda við föður stúlkunnar. Stúlkan hét ísabella og faðir hennar var einn auðugasti maður heims, til- kóngurinn Patino frá Bolivíu. fsabella og ungur sonur brezks hóteleiganda höfðu fellt hugi saman og höfðu þau flúið Patino gamla sem lagði bann við gift- ingu þeirra. Þeim tókst að kom- ast undan til Skotlands, þar sem þau voru loks gefin saman. í gær lauk þessu ástarævintýri. Frétt frá París hermdi, að fsa- bella hefði látizt þar á sjúkra- húsi. Elísabet kom- in heiin Elisabet Englandsdrottning kom heim til sín í gær eftir sex mánaða ferðalag um brezka sam- veldið. Hafði ferðin gengið að óskum og bauð ógrynni manns drottningu og mann hennar vel- komin heim í ríki þeirra, þegar þau óku í opnum vagni eftir strætum London til Buckingham- hallar, þar sem þau munu kasta mæðinni. mundssjmi, framkv.stj. Í.S.Í. og Lárusi Halldórssyni, form. FRÍ, Þetta er stigakeppni milli Norð- urlandanna. Vérður tekið meðal- talið af 25 beztu (ísland 15 beztu) afrekum í hverri grein hjá hverri þjóð og stig reiknuð samkvæmt því. Aldurstakmark er 15—20 ár að báðum meðtöld- um. Óvíst enn nm landskeppni í ár Stjórn FRÍ skýrði blaðamönn- um frá því í gær að allt væri enn óráðið um hvort nokkur landskeppni í frjálsíþróttuin færi fram hér í suinar. Beðið er eftir svari frá Hol- lendingum, en þeir höfðu áður lýst sig reiðubúna að koma hingað til landskeppni. Spán- verjar myndu einnig fást til að koma, en kostnaður af slikri för yrði FRÍ ofviða. 3 menn til Búkarest Þrír íslenzkir íþróttamenn eru boðnir á alþjóða íþróttamót í Búkarest er fram fer þar 24.— 26. sept. Þátttakendur þurfa eng- an kostnað að greiða. Til Noregs í júní Þá stendur íþróttamönnum til boða að fara á unglingaleikmót sem háð verður í Noregi 25.— 26. júní. Þá för yrðu þátttakcnd- ur héðan að kosta. Til Englands í júlí Ennfremur hefur borizt boð um þátttöku í brezka mefstara- mótinu sem fer fram 9.—10. júlí. Yrðj af þeirri þátttöku verða íslendingar að kosta hana sjálfir. Loks er þess að géta að meid- aramót fslands í frjálsum íþrótt- um fer fram 7.—8. ágúst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.