Þjóðviljinn - 16.05.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.05.1954, Blaðsíða 6
C) — Í»JÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. maí 1954 þióoyiuiNii Ctgcfandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (á.b.), Sigurður Guðmunds3on. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarni Benedlktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustí* 19. — Sími 7600 (3 línur). Askriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Frentsmlðja Þjóðviljans h.í. * Einn af þeim stóru og björtu draumum sem þjóðina dreymdi tipp úr lýðveldisstofnuninni 1944 var að byggja i landi sínu vönduð, hlý og vistleg íbúðarhús í stað gamalla og ónothæfra húsa sem notazt hafði verið við vegna þess að annars var ekki kostur. A íslenzkan mælikvarða var þjóðin vel efnum búin og það sem meira var um vert: Gert var stórkostlegt átak til auk- innar framleiðslu, ný og fullkomin tæki keypt inn í landið, af- kastameiri verksmiðjur og iðjuver reist en áður þekktust. Ör- nggra markaða var aflað fyrir framleiðslu þjóðarinnar og á öllum sviðum virtist velmegun og aukin farsæld blasa við. Út- rý'ming húsnæðisskortsins og heilsuspillandi íbúða voru því sann- arlega engir óraunhæfir loftkastalar enda yfirlýst sem eitt helzta stefnumið nýsköpunarstjórnarinnar með setningu hinna stórmerku lagafyrirmæla frá 1946 um virka og raunhæfa fjár- hagsaðstoð hins opinbera til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði í landinu. Þessi stefna í húsnæðismálum var mörkuð fyrir frumkvæði Sosíalistaflokksins eins og flest önnur merkustu nýmæli ný- sköpunaráranna. Með styrk sameinaðrar og sterkrar verk- iýðshreyfingar að baki knúði Sósíalistaflokkurinn umbæturnar fram, oft við takmarkaðan áhuga og lítinn skilning samstarfs- flokkanna. Það varð hinsvegar eitt fyrsta verk afturhaldsstjórn- ar Stefáns Jóhanns, Bjarna Benediktssonar og Eysteins Jóns- sonar, sem mynduð var eftir að Keflavikursamningurinn var gerður haustið 1946, að koma í veg fyrir framkvæmd laganna. Kafa sósíalistar hvert þingið eftir annað krafizt þess að lögin kæmu til framkvæmda eins og til var ætlazt við samningu þeirra og afgreiðslu á Alþingi. En það hefur verið eins og að klappa í steininn. Afturhaldið og ríkisstjórnir þess hafa hunzað allar kröfur um framkvæmd laganna. En afturhaldið sem þannig hefur eyðilagt eina gagnmerkustu lagasetningu nýsköpunaráranna lét ekki nægja þann verkn- að einan. Það hefur auk þess lagt á það alveg sérstaka áherzlu að draga úr íbúðahúsabyggingum og torvelda þær með öllu hugsanlegu móti. Til þess var Fjárhagsráð stofnað á sínum tíma og í sama tilgangi hefur lánsfjárbannið verið skipulagt af Etjórnarvöldunum. Þetta var einn þátturinn í framkvæmd banda- rísku stefnunnar sem afturhaldsfylkingin undirgekkst með Keflavíkursamningi 1946, Marsjallsamningi 1948, Atlanzhafs- handalagssamningi 1949 og herverndarsamningi 1951. Hús- bændurnir vestra kröfðust þess að fjárfesting yrði stórlega minnkuð á Islandi til þess m.a. að draga úr atvinnunui og kenna þannig undirþjóðinni að þiggja mola hernámsvinnunnar rneð hugarfari þess sem þakkar fyrir saðninguna hvernig sem máls- verðarins er aflað. Það er þessi framandi stefna í byggingamálum, fyrirskipuð af bandarísku auðvaldi en framkvæmd af auðsveipum leppum bess hér heima, sem er undirrót þess hörmungarástands sem rikjandi er í húsnæðismálum höfuðstaðarbúa og fjölmargra annárra Islendinga í dag. Og hvað Réykjavik áhrærir sér- efaklega hefur það sízt bætt úi skák að með völdin hefur farið þröngsýnn og afturhaldssamur íhaldsmeirihiuti, sem ekkert varanlegt úrslitaátak fæst til að gera í húsnæðismálunum. Hefði stórhugur og framsýni nýsköpunarstefnu Sósíalista- fiokksins fengið að njóta sín á sama hátt í húsnæðismálunum og tókst að því er snerti uppbyggingu sjálfs atvinnulífsins með tilkomu togaraflotans, bátaflotans og hinna nýju og fullkomnu fiskiðjuvera, eru allar horfur á að húsnæðisbölinu væri í dag létt af íslenzkri alþýðu. Það eru engar líkur til að þurft hefði lengra tímabil en þau átta ár sem liðin eru frá setningu húsnæðis- Jággjafarinnar til þess að láta drauminn um hlý og vistleg heim- ili allri alþýðu til handa rætast. I stað þess hefur íbúum bragga og annarra óhæfra og heilsuspillandi íbúða faríð fjölgandi ár frá ári og fjöldi heimila er í upplausn af völdum húsnæðisskorts- ins. Slíkir eru ávextir bandarísku stefnunnar sem leidd var til öndvegis í íslenzkum stjórnmálum og efnahagsmáium um leið og hugajónir lýðveldisstofnunarinnar og nýsköpunarstefnunnar voru' sviknar af stjórnmálaforkólfum íslenzkrar áuðmannastéttar. Til þess að létta af sér oki húsnæðis3kortsins þarf alþýðan að sameina alla krafta sína. Eining alþýðunnar og öflug forustu- aðstaða hennar í þjóðfélaginu er lykillinn að lausn þessa mikla vendamáls eins og annarra sem úrlausnar bíða meðan alþýðuna skortír afl til að tryggja hagsmuni sína og hugsjónum sínum sigur á vettvangi þjóðfélagsmálanna. L ÍSLENZKRA SÚSÍALLSTA Sósíalistaflokkurinn hefur á fimmtán ára ferli sínum átt við tilfinnanlegan húsnæðisskort að búa — eins og raunar alþýða þessa lands. Erfiðleikar þessir hafa kom- ið hart niður í allri starfsemi hans og skorið henni þrengri stakk en önnur efni hafa stað- ið til. Það má óhikað fullyrða, að Sósíalistaflokkurinn og önnur sósíalistísk samtök stæðu nú enn sterkar að vígi, hefðu þau haft eigin samkomustað til um- ráða. Það er því orðin brýn nauð- syn, pólitisk og menningar- leg, fyrfr hina sósíalistísku hreyfingu að eignast eigin samastað, er fullnægi starfs- kröfum hennar og vaxtarskil- yrðum. Á þessari forsendu hefur Sósíalistaflokkurinn nú fest sér eina af beztu eignarlóðum Reykjavíkur, Tjarnargötu 20, ásamt myndarlegu timburhúsi. Formlegur aðili að kaupun- um er Minningarsjóður ís- lenzkrar alþýðu um Sigfús Sig- urhjartarson, en sá sjóður var stofnaður fyrir tveimur árum til þess að heiðra minningu þess ágæta forystumanns ineð því að reisa flokki hans veglegt starfs- og menningarheimili í höfuðborg landsins. Það er ætlunin, að þetta nýja hús rísi eins fljótt af grunni og tök verða á, en það hús, sem fyrir hendi er, verði nýtt um sinn svo sein kostur er. En til þess að eignast þessa lóð oe það hús, er á henni stendur nú, og til þess að kljúfa kostnað við breytingar á því, þarf eitt hið mesta fjár- hagslega átak, sem íslenzk al- þýða og flokkur hennar hefur ráðizt í. Við höfum sett okkur það mark að hafa safnað kr. 1000.000.00 —■ einni milljón króna — þann 17. júní. Þessi frestur er svo stuttur vegna þess að reynslan hefur sýnt okkur, að í slíkum tilfell- um gefur skammur timi bezta raun. Ákvörðunin um þessi eigna- kaup hefur vakið mikla ánægju og áhuga sósíalista og annarra alþýðumanna um allt land. Undirtektir þeirra hafa þegar sýnt, að þetta var einmitt það, sem þeir vildu og höfðu beðið eftir, að gert yrði. Aldrei fyrr hefur það skeð, að íslenzk alþýða legði á einni viku 150 þúsund krónur á borðið, þótt oft hafi hún lyft fjárhagslegum Gettistökum. Láglauna verkamaðurinn, sem lét þau orð fylgja 1000 króna gjöf sinni, að þessu máli til framdráttar væri hægt að spara við sig. í fæði, sjó- maðurinn, sem ætlaði að kaupa nýtt gólfteppi, en komst að þeirri niðurstöðu, að gamla teppið gæti vel dugað í eitt eða tvö ár enn, starfsstúlkan, sem varð sér úti um lán til þess að leggja í sjóðinn, kennarinn, sem afhenti 10 þúsund krónur af samanspöruðu fé sínu og blaðburðardrengurinn, sem ákvað að leggja fram mánaðar- kaupið sitt — allt eru þetta dæmi þess hugumstóra vilja og fórnarlundar, sem þetta hug- T stæða mál hefur mætt og sem einkennist af þessari megin hugsun: hvað get ég gert bezt og mest til þess að koma millj- óninni í höfn þann 17. júní? Það segir sig sjálft, að meg- inhluti þessa mikla verkefnis hlýtur að hvila á framtaki reykvískra sósíalista. En mig langar jafnframt til að vekja athygli ykkar, sem búið utan Reykjavíkur, á því, að hér er um að ræða sameign flokksins um land allt. Hús það, sem bera á nafn Sigfúsar Sigurhjartarsonar, á að verða öflug starfs- og menn- ingarmiðstöð fyrir alla sósíal- istíska hreyfingu í landi okkar og alhvarf félaganna, er þeir heimsækja höfuðborgina. Þess vegna vona ég, að það verði ekki aðeins metnaðarmál heldur jafnframt ánægjulegt verkefni hvers einasta sósial- ista hvar sem hann er búsett- ur, að leggja fram sinn skerf, smáan eða stóran, til hins sam- eiginlega verks og eignast þar með hlutdeild í sameiginlegu heimili hreyfingarinnar. Það yrði málinu til ómetan- legs gagns, að .alþýðan í sem flestum bæjum, kauptúnum og héruðum landsins legði hönd að hinu nýja Grettistaki ís- lenzkrar alþýðu. Einmitt það myndi hafa glatt mest þann Framhald af 4. síðu. línunni en festir stöðuna á miðborði. 7. Ed5 Ege7 3. c3 Rxdö 9. exd5 Re7 10. 0—0 0—0 11. f4 Möguleikar hvits eru ták- markaðir, d4 mundi opna biskupslínuna á ný eða jafn- vel gefa svarti færi á .peða- meirihluta drottningarmegin (d4,exd,cxd,ci). V7ið Be3 á svartur RÍ5. 11. — Bd7 Cerir sig líklegan til að veikja stöðu hvíts með DcS, Bh3 og Bxg2. Hvítur kemur i veg fyr- ir ’petta. 12. Ii3 Dc7 13. ÍIae8 Botvinnik ætlar sér sýnilega að berjast kóngsmegin fyrst og fremst. Hann hótar nú að leggja undir sig e-línuua með Rf5,Bf2,exf,Rxf4,Re3,Bxe3, Hxe3,Kh2,Hfe8. 14. Dd2 Rfö 15. Bf2 hó Treystir stöðu riddarans, 16. g4 væri nú ekki gott vegna hxg, 17. hxg Rh6, og hvítur ♦neyðist til að leika gö. 1.6. Kacl D(18 17. Kh2 Bh6 Svartur styrkir aðstöðu sína með hverjum leik, en hvitur getur lítið aðhafzt. Næsti leik- ur Smisloffs er ekki góður, mann, sem verk okkar er tengt við. Okkur er sagt, að við séurn að kaupa og ætlum að byggja fyrir erlent gjafafé. Þannig tala menn, sem af- neita íslenzku framtaki, líta niður á íslenzka alþýðu og geta helzt ekki hugsað nema með erlendri aðstoð. Þetta er ekki aðeins áróð- ursbragð til þess að spilla fyr- ir söfnuninni, heldur endur- speglar það jafnframt vanmat á alþýðunni og íslenzku þjóð- inni yfirleitt. Okkar sósíalistanna bíður nú það ánægjulega verkefni að láta þetta vanmat enn einu sinni og rækilega sér til skamm- ar verða. En til þess að valda því verkefni, sem við höfum tekið að okkur, höfum við nú aðeins þrjátíu daga. Og við skulum ekki gleyma því, að alla þessa daga verður árangur starfs okkar undir smásjá alþýðunnar jafnt sem andstæðinganna. Við verðum að setja allan okkar metnað í það að hafa leyst verkefnið af hendi á til- skildum tíma. Þann 17. júní verða íslenzkir sósíalistar að hafa unnið þann pólitíska og siðferðilega sigur að safna heilli milljón króna í hús flokksins, hús Sigfúsar Sigurhj artarsonar. Sameinumst sem einn maður um að vinna þennan sigur. Búum okkur af kappi undir það að geta heilsað 17. júní með sæmd. Eggert Þorbjarnarson. hann er einn þeirra vandræða- leikja, sem mönnum vei’ða á, næstum ósjálfrátt, þegar góöa leiki skortir. 18. h4 Dfö! Eftir þennan leik ógnar Bot- vinnik með drápi á i'4 og við því er engin vörn. 19. Be4 exf4 20. Kxf4 Rxhl! 21. Be3 Kfö 22. Bxfó Dxfö 23. Dg2 Hvítur váldar h3. Hér virtist 23. Re6 sterkur leikur, en ljóminn er fljótur að fara af honum, ef nánar er gætt að: 23. Re6 Bxe3 24. Dxe3 Dxdö! og fangarinn er fangi sjálfur. 23. — Dgl 24. De2 Dxc2 25. Hxe2 He5 26. IIe2—el Ht'eS 27. Bf2 h4 28. Hxeá líxeö 29. d4 hxgf 30. Kxg3 Hgöt 31. Iíh2 Hf5 32. Be3 Eini leikurinn: 32.Rh3,Kh5; 32. Rg2,eða Re2 eða Rd3, Bb5; 32. Bg3, g5 og vinnur. En nú getur svartur svarað g5 me.ð Hgl. 32.— exd 33. evd Kh7 34. Hf2 g5 35. Re2 Hxf2f .36. Bxf2 f5 og Smisloff gafst upp. Staðan eftir 15. skákina: Botvinnik 8 — Smisioff 7;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.