Þjóðviljinn - 20.06.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.06.1954, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. júni 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5 iild ísknds.Noregsog Dcmmerkur að - segir ilndén, utanrikisráSherra Svia, sem halda fast við hlutleysisstefnu sina Östén Undén, utanríkisráðlierra Svía, sagði í ræðu sem liann flutti nýlega á þingi æskulýðssamtaka sósíaldemó- krata á Noröurlöndum, sem haldiö var; í Karlstad, að hann áliti, að Norðurlönd hefðu haft mikilvægara hlut- verki aö gegna á alþjóöavettvangi, ef þau hefðu öll tekið þanrt kost að hafna þátttöku í stórveídabandalögum. Það er hægt að tala niðrandi um hlutleysisstefnuna, sagði Undén, og kalla hana úrelta. Það er hægt að skírskota til þeirrar samhygðar sem skapar eðlileg tengsl milli þjóða, sem lfeggja sömu merkingu í hugtök eins og lýðræði og mannréttindi og við gerum. Það má halda því fram, að friðurinn sé ódeilanlegur. Allar þessar röksemdir hafa ver- Sfaiftsað á öii“ iim Béitár Bráðlega verður opnaður í Búdape^t, höfuðborg Ungverja- lands, fljótandi veitingastaður. Hann er reistur á flekum úti á miðri Dóná og þar geta allt að 900 gestir skemmt sér við dans og drykkju. Dansgólfið snýst í sífellu svo að dansend- ur þurfa ekki að færa sig veru- lega úr stað til að njóta útsýn- isins til hinnar fögru borgar. Arfi haldiS fyrir Sovét- borgurum Það hefur ekki farið fram hjá mörgum, að réttarfarið í Bandaríkjunum er nú orðið næsta annarlegt. New York Times skýrði frá því nýlega, að aldraður maður af rússneskum ættum hefði lát- ið eftir sig 45.000 dollara við andlát sitt, en hins vegar ekki gert neina erfðaskrá né heldur átt neina ættingja á lífi í Bandaríkjunum. — Hins vegar eru margir nánir ættingjar hans á lífi í Sovétríkjunum, þ.á.m. systir hans. Skiptaráðandinn kvað upp þann úrskurð, að arfurinn yrði ekki sendur réttmætum erfingj- um í Sovétríkjunum, enda þótt skýlaus ákvæði séu fyrir því, í gildandi bandarískum lögum að ættingjar eigi einir tilkall til arfs, sem ekki hefur verið ráðstafað á annan hátt. Skipta- ráðandinn, mr. S- J. Ciancim- ino, gaf þá skýringu á úr- skurði sínum, að „hann vildi ekki, að kommúnistarnir fengju þessa peninga!“ Hann hefur neitað að skýra sendiráði Sovétríkjanna í Was- hington frá nöfnum erfingjanna og segir: ,,Ég mun aldrei láta þeim í té þessar upplýsingar, af því ég veit, að þeir munu gera féð upptækt og jafnvel refsa erfingjunum. Ef sovézk stjómarvöld fá þetta fé, verð- ur það notað til að drepa drengina okkar og saklaust fólk í Suðaustur-Asíu (!).... Það verðuf. að vinna gegn komm- únistunum á öllum sviðum. Þeir verða áð kynnast því að hér ríkja :iýðræðisreglur(!)“ ið þungar á metáskálunum hjá frændþjóðum okkar, sem' i hafa sína reynslu úr síðustu heims- styrjöld. En hér í Svíþjóð rikja önn- ur sjónarmið, sem okkur virð- ast mikilvægari, hélt Undén áfram. Eykur það til ðæmis friðarhorfur, að öll ríki taki afstöðu og safniSt undir merki tveggja öflugra hernaðar- bandalaga? Gagnar það mál- stað friðarins, að nokkur heimsveldi fái vegna hernaðar bandalaganna æ meiri völd í hendur og stjórni í rauninni allri þróun alþjóðamála vegna yfirgnæfandi áhrifa innan hinna ýmsu samtaka? Við vitum, að atlanzbanda- lagsríkin eru full af tortryggni í garð Sovétríkjanna og óttast um öryggi sitt vegna útþenslustefnu kommúnismans. En við þurfum ekki að efast um að Sovétríkin telja sér ógnað af innikróunar- stefnu Bandarikjanna. Færri ásteytingarsteinar Það er vist síður en svo skaðlegt fyrir friðinn, að auk Austurblakkarinnar og Atlanz- bandalagsins-skuli vera enn til lönd í Evrópu, sem ekki hafa tengzt neinum bandalögum. Á þann hátt er ásteytingarsteinum fækkað og • hagsmunir þessara tveggja aðila eru ekki jafn ósam- ræmanlegir. Það er engin gagnrýni á bandalögin að slá því föstu, að slík „svæðabandalög" sem mynd- uð eru utan SÞ og standa á önd- verðum meiði, byggja tilveru sína ekki á grundvallarlögmálum gagnkvæms öryggis, heldur eru þau afleiðing af jafnvægislög- málum stórveldaátakanna. Hlutleysi á fullan rétt á sér Sú skoðun er ríkjandi í Sví- þjóð, að hlutlausar þjóðir hafi fullan rétt á sér í þessum heimi jafnvægisstefnunnar, sagði Und én. Sumir halda því fram, að þróun hernaðartækninnar hafi gert hlutleysisstefnuna ófram- kvæmanlega. Að óreyndu þurfum við þó ekki að vera svo svart- sýnir að halda, að öll jörðin verði styrjaldarvettvangur, ef til stríðs kemur. Á kjarnorkuöld getur eins farið á hinn bóginn að vettvangur stríðsins dragist saman og hernaðaraðgerðir verði takmarkaðar við minni svæði-en áður. Stjórn Indónesíu ákvað i síð- astliðinni viku að senda nefnd til Hollands seinna í þessum mán- uði til að ræða alger sambands- slit þjóðanna og sjálfstæði Indó- nesíu. Nefndina skipa þrír ráð- herrar: Utanríkis-, menntamála- og viðskiptamálaráðherra. Indó- nesía hefur tilheyrt hinni hol- lenzku krúnu allt til þessa, en 1949 varð það fullvalda ríki inn- an hollenzka ríkjasambandsins. i# ’JTf- , • :i •:n"pá ... ■•...: v VaUemttartai'HS v&rt Bær sá sem á myndinni sést hefur verið reistur yfir þá verka- menn sem vinna við Kúíbíséffvirkjunina við Volgu. Haustoppskeraii í Kína í íyrra varð sú mesta í sögu landsíns í Kína hafa skýrslur urn haust-] uppbyggingar atvinnuveganna. uppskeruna 1953 nýlega verið birtar. Uppskeran varð hin mesta í sögu Kína: 165 milljónir lestir. 1949 er óstjórn Kúómíntang ríkti enn í landinu var uppsker- an 110 millj. lestir. 1950, er al- þýðustjórnin hafði tekið við, var hún 130 millj. lestir, 1951 140 millj., 163 millj. lestir 1952, og 1953 varð hún enn*2 millj. lest- um meiri, þrátt fyrir óhagstæð veðurskilyrði. Þessi góða uppskera auðveldar Kína að halda áfram og auka hinar miklu framkvæmdir til Síal mé f •• i Manntalsskýrslur sýna, að tala þeirra íbúa Kínaveldis sem hafa atvinnu af öðrum atvinnugrein- um en landbúnaði er nú 200 millj. af 500 millj. heildaríbúa- tölu landsins. Iðnvæðingaráætl- anir kínversku stjórnarinnar og áætlanir um vélvæðingu land- búnaðarins gera ráð fyrir að ] mikill hluti þeirra sem hafa framfæri sitt af landbúnaði nú gangi í þjónustu iðnaðarins. Mikilvægt atriði í vélvæðingu landbúnaðarins er samvinna bændanna í sveitaþorpunum. Þvínær helmingur bændafjöl- skyldna Kína eru nú meðlimir í samvinnufélögum og gagnkvæm- um hjálparnefndum iandbúnað- arins. P. H. Fawcett. Leilar bróð- ur síns Brian Fawcett, sonur brezka landkönnuðarins Percy H. Fawcett ofursta, sem týndist í frumskógum Brasilíu fyrir 29 árum, ætlar í sumar að reyna að hafa upp á honum eða a.m. k. ráða gátuna, hver afdrif föð- ur hans urðu. Það er í annað skipti sem hann freistar þess. Hann reyndi það fyrst fyrir tveim árum en varð einskis vís- ari. Hann gerir sér ekki vonir um að finna föður sinn á lífi nú, en er ekki vonlaus um að finna bróður sinn, Jack, sem var í för með föður þeirra í síð- ustu ferðinni. Brian mun m.a. nota flugvél til leitarinnar. VerkfalIscsSdci Um 2000 argentínskir járn- iðnaðarmenn i Buenos Aires, er eiga í verkfalli um þessar mundir dvöldu heila nótt fyrir nokkru undir beru lofti nálægt aðsetri Perons forseta. Með þessu vildu verkamennirnir mótmæla handtöku verkfalls- foringjanna, sem handteknir voru daginn áður í óeirðum. en tveir menn biðu bana. Annar þeirra var ritari fé- lags járniðnaðarmanna í Mor- on, nálægt Buenos Aires, en þar voru verkamenn stórs járn- 15naðarfyrirtækis í verkfalli. í óeirðum sem þar urðu misstu þrír menn lífið og 48 særðust. Höfuðorsök þessarar ókyrrð- ar er óánægja 150000 járniðn- aðarmanna yfir því að foringj- ar samtaka þeirra undirrituðu launasamninga er þeir telja ó- fullnægjandi. Verkföll geisa einnig'í tóbaks-, togleðurs- og trjávöruiðnaði, ennfremur í flutmngafélögum í einkaeign. ítalska lögreglan hefur hand- tekið vasaþjóf sem beitti hingað til óþekktu bragði til að tæma vasa annars fólks. Hann gekk sjálfur ætíð með hendumar á kafi í frakkavösunum. Lögreglan hafði lengi haft ill- an bifur á þessum manni og hafði auga með honum er hann blandaði sér einn dag í fólks- f jöldann á torginu í Alessaridria. Hann tók ekki í éitt skipti hend- umar upp úr vösunum, en brátt fráneygur lögreglumaður j ráða til að útvega-sér þak yfirj auga á bragð hans. Á vasafóðr-J höfuðið. Ungt par auglýsti eigi inu hafði hann göt sem hann alls fyrir löngu að sá sem gæti stakk höndunum út um og fólj útvegað þeim íbúð væri velkom-^ í vasa náungans. Þegar hann Var] inn sem heiðursgestur í brúð- gripinn var ha..n úttroðinn a‘ j kaup þeirra. | seðlaveskjum og buddum. | Veizlaboð fyrir íbúð í húsnæðisskortinum í Sví- þjóð grípa menn til ólíklegustu kom i keupbofl" New York síSon áriS 1950 A miðvikudag í fyrri viku féll verð á hlutabréfum i káuphöll New-York-borgar meir en nokkru sinni síðan Kóreustyrjöldin hófst. Verð- fallið útskýra víxlararnir sem „eðlilega afleiðingu" af því að markaðsverð hafði stigið stöð- ugt í síðastliðna níu mánuði og hafði náð hæsta meðallagi síðan í október 1929. Allmarg- ir álita þó að verðfall þetta eigi að miklu leyti rætur sín- ar í auknum friðarhorfum í Indó Kína. Þennan dag seldu kauphall- ir borgarinnar yfir 2,5 millj. hlutabréf og tap var einn til fjórir dollarar á hvert bréf. Hlutabréf í stál-, olíu- og járn- brautafélögum, flugvéla- og vélaverksmiðjum urðu harð- ast úti. Sölualdan var svo öfl- ug að hin sjálfvirku ritáíma- tæki kauphallanna önnuðu ekki ösinni. Er leið að kvöldi dró úr verðfallinu en lauk með skráningu lægsta verðs: dagsins. Meðal þeirra félaga er áföll hlutu eru: United States Steel, Standard Oil, DÖuglas Air- craft, Dupont Chemicals, Goodyear Rubber.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.