Þjóðviljinn - 20.06.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.06.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN - • Sunnudagur 20. júní 1954 Samnorræn imglmga- keppni í frjálsum íþróttmn Á þingum þeim, sem hin nor- rænu Frjálsíþróttasambönd hafa efnt tii, hafa oft verið ræddir möguleikarnir á því að koma á fót meistaramótum fyr- ír unglinga. Vegna fjármála- legra erfiðleika hefúr reynzt ó- mögulegt að stofna til slíkra móta. Á síðasta þingi sambandanna urðu fulltrúarnir' sammála um að efna til samnorrsennar keppni í frjálsum íþróttum fyr- ir unglinga. Ætlunin er sú, að félög hvar sem er á Norðurlöndum geti efnt til keppni fyrir unglinga og einnig má taka árangra, sem unglingar ná á öðrum mótum t.d. héraðsmótum. Hin Norðurlöndin ákváðu að umrædd mót skyldu fara fram dagana 18.—20. júní og þá einnig að árangur sem ungling- ar næðu á öðrum mótum, sem fram færu þessa daga skyldi tekin með. Frjálsíþróttasamband Islands bað um að fá helgarnar 3.—4. júlí og 10.—11. júlí sem keppn- isdaga og var orðið við þeirri beiðni. Iþróttagreinamar, sem keppa skal í á þessu samnorræna ung- lingamóti eru: Hlaup: 100 m. og 1500 m. Stökk: Hástökk og langstökk. Köst: Kúluvarp og kringlukast. (Nota skal við köstin fullorð- ins kúlu og kringlu). Þeir unglingar, sem fæddir eru 1934 og síðar eru hlutgeng- ir til keppninnar. Þess er ósk- að að unglingar fæddir 1939 og síðar séu ekki látnir keppa í 1500 m. hlaupi. Unnið skal að því að fá sem flesta unglinga til þess að keppa og skal skrá og tilkynna árang- ur hvers þeirra. Þegar skrásettur árangur allra mótanna hefur borizt Frjálsíþróttasambandi íslands verður árangur hinna ýmsu unglinga í hverri íþróttagrein raðað. Meðaltal af árangri 15 beztu íslenzku unglinganna telst hinn opinberi árangur ís- lands. Meðaltal af árangri 25 beztu unglinga hinna Norðurlandanna telst hinn opinberi árangur þeirra hvers fyrir sig. Sú þjóð, sem fær beztan með- alárangur í einni grein fær 5 st. fyrir þá grein. Sú sem á næst- bezta árangurinn fær 4 stig o.s.frv. Sú þjóð sem e:gi nær fullum þátttakendafjölda í einni grein fær fyrir þá grein 0 stig. Nauð- synlegur þátttakendafjöldi Is- lands í hverri grein er 15. Fyrir getur komið að fleiri en 15 — þátttakendafjöldi Is- lands — eigi beztu afrekin í sinni grein og skal þá telja alla þátttakendur en þó finnst meðaltalið með deilingu tölunn- ar 15. Sú þjóð, sem hlýtur hæstu samtölú meðaltalanna keppnina. Gert verður sérstakt ’sameig- inlegt heiðursmerki vegna þess- arar keppni. Hver á unglingur sem nær slíkum árangri að hann telst með við útreikning meðaltals hlýtur heiðursmerki. Stjórn Frjálsíþróttasambands Islands hefur skipað þá Lárus Halldórsson, Hermann Guð- mundsson og Þorsteinn Einars- son í nefnd til þess að ann- ast alla framkvæmd þess- arar keppni. hér á landi. Nefndin hvetur alla þá sem koma til þess að standa fyrir mótum þessar keppnishelgar, hvort sem um sérstök unglinga- mót eða ekki er að ræða að senda sem ýtarlegastar móta- skýrslur og strika undir nöfn unglinga. Skýrslur þessar þurfa að hafa borizt nefndinni fyrir 1. ágúst n.k. Skoða skal keppni þessa sem hverja aðra lands- keppni. Hún hefur þá sérstöðu, að eigi er fáum afreksmönnum safnað saman til eins íþrótta- vallar, heldur fer hún fram á öllum þeim völlum Norður- landanna, sem uppfylla settar leikreglur um hverja íþrótta- grein og þátttakendur eru allir unglingar Norðurlanda. # ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON Sundmeisfaraméf Islands á Úlafsfirði Fiá Iþréttavellinum: Fjéiði leikui íslcmdsmótsins í knattspymu fer fram á Iþróttavellinum í kvöld kl. 8.30. FRAM og KR keppa. Dómari: Hrólfur Benediktsson Fimmti leikurinn verður annað kvöld kl. 8.30 milli VALS og VlKINGS Dómari: Haraldur Sigurðsson Fjölmennið á Völlinn! Sjáið skemmtilega leiki! MÓTANEFND. Að þessu sinni fór sund- meistaramót Islands fram í ÖI- afsfirði- Eru í ár liðín 20 ár síðan sundmeistaramót IsIandS hefur verið haldið norðanlands, en það var haldið á Akureyri 1934. Fer vel á því að landsmótin í sundi séu haldin hér og þar um landið; það örfar áhugann bæði hjá forustumönnum og eins sundfólkinu, Við það bæt- ist að framfarir hafa orðið svo miklar út uin landsbyggðina, og því eðlilegt að mótum sé dreift eftir því serti aðstæður leyfa. Skráðir voru keppendur til vmnur móts þessa frá 8 aðilum, sam- tals 51, og komu flestir til leiks. Þessir aðilar voru: Sund- ráð Reykjavíkur 18, Knatt- spyrnufél. Keflavíkur 10, Umf. Keflavíkur 2, Iþróttabandalag Akraness 8, Umf. og Iþrótta- samband Austurlands 3, Sund- félag Hafnarfjarðar 1, Haukar, Hafnarfirði 1 og Leiftur Öl- afsfirði 8. Iþróttasíðan hefur hitt að máli Jón D. Jónsson, en hann var staddur á mótinu, og spurt hann um mót þetta. Honum fórust orð á þessa leið: I fá- um orðum sagt var undirbún- ingur allur og móttökur með þeim myndarbrag að vart verð- ur á betra kosið. íþróttabanda- lag Ólafsfjarðar sá um mótið, og naut skilnings og stuðnings bæjarstjómar ólafsfjarðar sem, gerði allt sem hún gat til þess að gera móttökurnar og dvöl- ina sem skemmtilegasta. Höf- uðþunginn af undirbúningnum mun þó hafa hvílt á herðum Hartmanns og Björns Stefáns- sonar form. IBÓ, sem lögðu, ef svo mætti segja, nótt við dag sólarhringana áður. Laugin, sem er ein glæsileg- asta útisundlaug á landinu, var í sérlega góðu ástandi og skil- yrði því góð fyrir sundfólkið- Mótið setti form IBÓ, Björn Stefánsson. Við setninguna flutti Erlingur Pálsson form. SSl einnig mjög góða ræðu. Að loknu mótinu hafði bæj arstjóri ÓlafsfjarSar boð inni fyrir lceppendur og gesti. Ás grímur Hartmars bæjarstjóri setti hófið með stuttri ræðu. Björn Stefánsson, Erlingur Pálsson og Benedikt G. Wáge fluttu ávörp og þökkuðu fyrir hönd keppenda og gesta. Að lokum flutti forseti bæjarstjórn arinnar, Þorvaldur Þorsteins- son, afburða snjalla ræðu. Allir þátttakendur luku upp einum munni um það að allar móttökur hafi verið svo góðar að varla hafi verið hægt að gera betur; þess má geta hér, að bæjarstjórn Ólafsfjarðar af- henti Ben. G. Wáge fagra mynd af Ólafsfirði í tilefni af 65 ára afmæli hans sem þá stóð yfir. Árangur sundfólksins væri gaman að ræða nokkuð, en af- rekaskráin talar sínu máli, sagði Jón að lokum. Það kemur greinilega fram í móti þessu hve sundfólki ut- an af landi fer ört fram, og að Reykjavík má hafa sig alla við áð verða ekki undir í þeirri sundkeppni. Það vekur líka nokkra furðu að hin stóru sundfélög úr Reykjavík skuli ekki koma til leiks í meistara- móti undir eigin nafni, en keppa undir nafni sundráðsins. Úrslit urðu þessi: lOOm skriðsund Pétur Kristjánsson SRR 1;016 Ari Guðmundsson SRR 1;04,9 Ólafur Guðm. Haukar 1:05.8 400m bringusund Magnús Guðm.: KFK 6; 19.0 Ólafur Guðm.ss. SRR 6;38.0 Lindberg Þorst. UÍA 6:42.5 400m bringusund Helgi Sigurðsson SRR 5;10.5 Ari Guðm. SRR 5;18.9 Pétur Hansson KFK 5;48.8 lOOm baksund Jón Helgason lA 1;16.0 Ólafur Guðm. Haukar 1;19.4_ Sig. Friðriksson UMFK 1;20.2 200m bringusund Magnús Guðm. KFK 2;58.7 Ólafur Guðm. SRR 3;02.4 Hjörleifur Bergst. SH 3;07.7 lOOm flugsund Pétur Kristjánsson SRR 1;19.9 Jón Otti Jónsson SRR 1;33.6 4xl00m fjórsund Sveit manna utan Rvk 5;11.5 Sveit Reykvíkinga 5;14.2 4x200m skriðsund Sveit SRR 9; 49.8 Ðrengjasveit frá KFK 11;14,9 K V E N N A S U N D 200m bringusund Inga Árnadóttir KFK 3; 24.4 Vilborg Guðleifsd. KFK 3:29.0 Sigriður Guðm.d. IA 3:38.6 lOOm skriðsund Inga Árnadóttir KFK 1;16.5 Inga Magnúsdóttir lA 1;31.1 Lilly Walderhaug Leift. 1;31.4 lOOm baksund Helga Haraldsd. SRR Inga Magnúsdóttir IA Auður Brynjólfsd. ÍA 1;25.4 1;52.3 2;00.4 2;03.5 2;03.5 3x50m þrísund Sveit SRR Sveit KFK Sveit lA Sveitir SRR og KFK urðu að synda t.visvar og urðu jafnar að tíma í bæði skiptin, en sveit ERR úrskurðuð sigurvegari! DRENGJASCND Helgi Hannesson ÍA 1;06.0 Steinþór Júlíusson KFK 1;07.9 Sig. Friðriksson UMFK 1;12.0 lOOm bringusund Magnús Guðm. KFK 1;22.7 Björn Óskarsson ÍA 1 ;29.2 lOOm baksund Sigurður Friðriksson 1;21.S Birgir Friðriksson 1;26.5 TELPN AS UND 50m bringusund Inga Árnadóttir KFK 43.4 Vilborg Guðleifsd. KFK 44.7 Sigríður Guðmundsd. ÍA 44.8 Marciaao hélf meisbratitlinam Bandaríski hnefaleikarinn Roéky Marciano, heimsmeistari þungavigt, varði meistaratitil sinn s.l. fimmtudag á Yankee- stadium í New York. Andstæð- ingUrinn var að þessu sinni landi hans, blökkumaðurinn Ezz- ard Charles, sem var heims- meistari í þessum sama þyngd- arflokki frá því í júní 1949 fram júlí 1951. Marciano sigraði Charles á stigum og stóð leikur- inn í 15 lotur: 45 mínútur. Márciano hafði nokkra yfirburði þó að Charles sýndi meiri leikni og skemmtilegri hnefaleika. Dæmdu dómaramir heimsmeist- aranum sigur í 8 lotum en Charl- es í 5 en 2 voru jafnar. Þetta var 46. hnefaleikakeppni Rocky Marcianos síðan hann gerðist atvinnumaður 1948. Af þessum 46 leikjum hefur hann unnið 40 á rothöggi og aðeins einu sinni hefur hann verið sleg- inn í gólfið og tekið talningu. Það var í fyrsta leiknum við Joe Walcott. Marciano tókst þó síðar, í 13. lotu leiksins, að slá Walcott óvígan. í marz 1953 hittust þeir aftur á hne(aleika- pallinum og þá tók það Marciano ekki nema 1 mínútu og 25 sek. áð Ijúka keppninni — á þann hátt sem myndin sýnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.