Þjóðviljinn - 20.06.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.06.1954, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. júní 1954 ÞJÓÐVILJINN (7 Jónas Árnason: Við byrjuðum að draga línuna klukk- an fimm um morg- ■ uninn. Það var sæmi- leg ástaða til að byrja með, talsvert af ýsu, en minna af þorski, óg hann smár. Ysan er iystugur fiskur svona nýdregin úr sjó með alla ugga spennta, og oft óskar maður þess að eitthvað af henni væri komið heim i pottinn hjá konunni. Við Jói skiptumst á að blóðga fiskinn og draga af spilinu. Maður hringar línuna beint af spilinu niður í stampana. Þor- steinn goggaði innfyrir. Hjálm- ar andæfði. Á línunni voru líka öðru hverju múkkar, eins og Þorsteínn hafði spáð. Það er dálítið ónotalegt að sjá fugl koma á veiðarfæri sem ætluð eru fiski. Þó var það talið góðs viti að fá svartfugl í netin i vetur, því að þar sem er svart- fugl er síli, og þar sem er síli er sá guli. Þegar leið á línuna varð 'smámsaman „lengra á milli bæja“, eins og gömlu mennirn- ir sögðu. Þá leyíði Þorsteinn mér að spreyta mig á því svo- litla stund að gogga innfyrir. Það getur orðið erfitt verk í miklu fiskríi, og þarf hand- fljóta menn og handvissa til að, rækja það með fullum sóma þegar kannski stendur á hverju járni. Fiskurinn er goggaður innfyrir áður en hann fer upp á rúlluna. íslendingar slíta hann láusan. En aðrar þjóðir, tíl dæmís Færeyingar, losa hann af króknúm. Sá sem goggar inn- fyrir er gjarnan spurður hvað mikið sé að sjá fyrir utan, því að hann einn getur fylgzt méð því. Þó mun þetta hafa verið algengara hér áður með- an enn var dregið á höndum og spilin voru ekki komin með allan sinn hraða. En gömlu mennirnir vildu vera ör- uggir um að móðga ekki með gáleysistali þau máttarvöld sem ráða aflasæld skipa, og þessvegna var notað sérstakt dulmál unair slíkum kringum- stæðum. Sæist einn fiskur fyr- ir utan, var sagt: „Fór einn frá botni“. Sæjust tveir, var sagt: „Tveir hafa það verið“. Sæjust þrír, var sagt: „Það er andinn". Sæjust fjórir, var sagt: „Það er prikið“. Sæjust fimm, var sagt: „Það ér broddurinn". Siðan komu: húnninn, veðr- urnar og seilin. Þá var orðið m.iög gott fiskirí. Loks komu: röðin. strollan og hringatroll- an. Þá var orðið afbragðsfisk- irí. En einstöku sinnum fengu menn þó þvílika ástöðu, að jafnvel hringatrollan nægði ekki til að kunngjöra hana. Þá var sagt: „Hvitt fyrir neðan hvitt“. Þetta sagði mér sá margfróði maður Jón Bach þegar við sát- um á skrifstofu Sjómannafé- lagsins í vetur og höfðum eftir- lit með stjómarkjöri, hann fyrir stjórnina, ég fyrir stjórn-, arandstæðinga. Og vorum við famir að nota þessi orð til að — 5 ’ . '_ Seinni hluti svara spurningum maúna um kjörsókn. Einn sunnudag gerði stjórn- in harða atrennu og smalaði einhverjum ósköpum af stuðn- ingsmönnum sínum á kjörstað. Þá sagði ég við Jón: „Það er bara hvítt fyrir neð- an hvítt“. Og Jón brosti undirfurðulega. Sarnt grur.ar mig honum hafi ekki fundizt þetta vera nema seilin. o 5-T Við vorurn tæpa sex tima að draga lín- una og alls munu hafa verið á henni um þrjú tonn, drjúgur helm- ingur ýsa, hitt þorskur, að und- anteknum f jórum hlussustórum skötum. Fátt um hina eðlari fiatfiska. Þó fengum við eina „kurteisa“ smálúðu á seinustu lóðina. Var Hún tafarlaust skor- in af lítilli kurteisi, og höfð í Vinkonan hádegismatinn. Síðan hélöum við f-yrir nesið, og urðum að fára varlega, því að þokan var ennþá dimm. A leiðinni var tekið innanúr; það var seinunnið verk sÖkum smæðar fisksins. En nú gerðist líflegra, kringum bátinn, þegar það spurðist út á meðal fugla umhverfisins að við værum farnir að fleygja slógi fyrir borð. Jafnframt létti þokunni nokkuð. Eg var dálítið hissa að sjá þarna súlu; hafði ekki hald- ið að hún færi svona langt vest- ur; bæði hissa og feginn, því að fátt er meiri skemmtun á sjó en horfa á súluna. Hún glatar ekki virðuleik sínum eins og öðrum fuglum hættir til mörgum hverjum í æsingn- um að ná í slógið. Hún er á tignarlegu sveimi út um allan sjó, og hvarflar aðeins við og við að bátnum, eins og af til- viljun, stingur sér leiftursnöggt, gleypir fallegasta slógið í einu lagi á uppleiðinni, flýgur burt á ný, — og svo ekki meira rex með það. Hinir fuglarnir ná ekki slóginu nema það fljóti, og eiga í stöðugum slagsmálum út af því, en slíkt lælur súlan aldrei um sig spyrjast. Oft þegar ég sé hana sveima burt frá allsnægtum og rifrildis- gangi samkvæmisins við bátinn, þá detta mér í , ’ hug dannaðar hefðar- konur sem hafa aldrei gifzt og eru orðnar þreyttar á öllu selskaps- lífi. Þó verður ekki með sanni sagt að súlan sé yfirleitt þréytuleg, allra sízt þegar 'nún stingur sér. Þar er hún í „sér- flokki“, eins og iþrótta- menn segja. Hún sting- ur sér eins og byssukúlu sé skotið" í kaf, ekkert skvamp, aðeins örsmáar loftbólur. Það er sagt hún geti stungið sér tóli faðma niður, og venju- lega er hún búin að gleypa ætið áður en hún kemur aftur upp. Enda veit hún af gam- alli reynslu, að ella er svartbakurinn vis til að ræna því frá benni. Eitt sinn sá ég súlu koma upp með æti í nefinu, og á sama augnabliki réðist á hana svartbakur og •rændi því útúr henni. En hún ;sat eftir gargandi og skók sinn gtda Jiay.S;,Er það í eina skiptið sem ég hef séð þenna virðu- lega fugl verða sér tii skamir.% Þokunni iétti ekki alveg fyrr en seint um daginn, og vorum við þá komnir á Skarðs- víkina. Það eru forn- fræg mið, og kunna sjómenn margar sögur um dýrðlegt fiskirí á Skarðsvíkinni meðan hun var og hét og landhelgisregíur voru frjálsari snurvoðinni. Einkum var vist kol- inn þar annálaður. , „StundUm fyílti mað- ur dekkið af honum, grallarar stórir eins og hlemmurinn á lifrarfatinu þarna“. En ör- tröðin var ægileg, og þessi ágætu mið höfðu spillzt mjög undir það síðasta. Hinsvegar má gera ráð fyrir að þau lifnl nú aftur með strangari land- helgisreglum. Svo mikið er vist, að Faxaflói virðist vera að fyll- ast af skarkola og smálúðu. Þeir eru jafnvel farnir að fá dálítið af kola i hrognkelsanet- in, eftir því sem vinur minn Pétur Hoffmann Salómonsson segir mér, en slíkt var nær óþekkt síðustu árin. Afíur á móti segir Pétur að Bugtin hafi verið full af flatfiski frá önd- verðu og þangað til „nýmóðins fólk fór að plægja hana með trolli og snurvoð, endá var þá algengt að stórlúður dæju úr elli í Hvalfirði. Og mundi Hörður varia hafa verið í vandræðum með að halda uppi soðningu í Hólmanum, ef hann hefði haft haukalóð eins og Guðmundur sál. Helgastaða; já, og meira að segja getað rekið clearingverzlun við bændur, í stað þess að ræna þá. En þá hefði sagan líka orðið fátæk- iegri, blessaður vertu, það er ekki allt fengið með þessum svokölluðu framförum. Mikið af þessu er úrkvnjun“. 1— En hvað um það. Flóihn virðist vera að fyllast af kola. Galiinn er bara sú, að bátarnir ná hon- um ekki: Það vantar veiðarfær- ið. Það er ekki hægt að koma við kolanetjum, og snurvoðin er harðbönnuð allan ársins hring. Við létum fiskinn ofan í lest og settum á hann ís. Að svo búnu renndum við færum. Það er straumasamt þarna á Skarðsvíkinni, og freyðir í röstunum. Við urðum sæmilega varir, einkum í nánd vlð rast- irnar, og Hjálmar taldi ekki ósemhlegt að við fengjum vilja á honum í nótt. Þangað til skvldum við hvíla okkur. En þegar hér var komið sögu, gripu óviðkomandi öfl í taumana og breyttu öllum áætl- unum varðandi sjómennsku mína i bili. Gamall innan- kvilli tók sig upp, og ég var ekki lengur til stórræðanna. Eða, eins og segir í kvæðinu: Ma5ur eiirn fór út á sjó og ætlaöl sér að dratra flyRrur stórar 05 fiska nóg en fékk þá illt i maga. Þa8 sást á öllu aB bann var í ómögulegu standi, svo báturínn bélt í brajrBI snar að brjggju á Ketlissandk Skúli oddviti Eg dvaldist. nokkra daga á Sandi og naut hinnar ágætustu gestrisni á heimili skólastjóra- hjónanna Teits Þorleifssonar og Ingu Magnúsdóttur. Að vísu varð ég lengstum að halda kyrru fyrir, en nógu mikið sá ég af umhverfinu til að sann- færast um að þarna mundi gott að njóta sumarfriðar, fegurð- ar og fjallatignar. Eða, eins og segir í kvæðinu: Á meðan auðvaldið ár og síð iðkar blóðug og vonlaus stríð lun dollara, pund og peunies. þá heyrist svanurinn syngja oft, og Sjálfan jökidinn ber við loft, í Nesbreppi utan Ennls. Eitt kvöldið kom Skúli Alex- aridersson og bauð okkur Teiti að aka með sér í éppa spotta- korn út nesið. Skúli er oddviti í Neshreppi utan Ennis síðan í vetur að vinstri samfylking sigraði þar glæsilega í hrepps- nefndarkosningunum. Hann er aðeins 27 ára gamall, en þó að allir oddvitar landsins séu að líkindum eldri en hann, þá ef- ast ég um að þeir séu margir athafnasamari. Þarna var allmarga bæi að sjá, og sumir hinir reisulegustu. Gamall jálkur hafði klöngrazt upp á eitt fjósið og lagt sig þar í kvöldkyrrðinni. Á öðrum stað var tveggja hæða steinhús, og sá ég ekki betur en kindarhöf- uð gægðist út um stofuglugg- ann uppi. Á túnunum sátu flestir fuglar lands og sjávar, að undaníeknum hænsnum. Þessir bæir eru nefnilega allir komnir í eyði. Við 'ókum niður túnið á ein- urn bænum og ofan í fjöruna. Selhaus kom þar upp úr sjón- um og glápti. „Á hvað ertu að glápa kobbi?“ spurði ég. En auðvitað var hann að glápa á éppann, fagurlega málaðan rauðan og bláan. Helzt hefði hanh viljað ganga á land og skoða éppann soldið alminlega, vélina og allt, — skorti aðeins kjarkinn. Á leiðinni til baka hittum við ref. Hann sat á, veg- inum eins og hundur og glápti á okkur. AIls staðar sama hrifn- ingin af éppanum. Skúli stöðv- aði éppann og ég steig út og kastaði steini að rebba. Rebbi varð ofurlítið ergilegur á svip- inn og labbaði nokkra metra áfram veginn. Eg elti hann og kastaði öðrum steini að honum. Þá varð rebbi svolítið meira ergilegur á svipinn og horfði á t !..KJ -V.. mig eins og hann vildi spyrja; Framhald á 11. síöy.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.