Þjóðviljinn - 20.06.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.06.1954, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. júní 1954 - INNAN vie MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN 29. aS anda að sér frjóum gróðurilmi jarðar, þramma yfir heiðar og skóglendi með þrem öðrum afbragðs náungum, sem einnig voru góðar skyttur, þótt þeir stæðu honum ekki á sporði. Hann var einnig með nýjan, vel vaninn hund sem hann hafði mikla trú á. Þjónninn kom inn, roskinn maður með vangaskegg, mjög kurteis og lotningarfullur. Georgi geðjaöist vel að andrúmsloftinu á gistihúsinu, það var virðulegt og gam- aldags, frábitið öllu nýtízku rugli, sem honum leiddist. „Það er ungur maður að spyrja eftir yður, herra.“ Birley leit upp úr blaðinu og yggldi sig. ,',Ég má ekki vera að því að tala við hann. Ég fer að fara eftir tíu mínútur.“ „Hann segist hafa sent yður viðtalsbeiðni. Hann fékk mér þetta bréf.“ Birley tók við bréfinu sem þjónninn rétti honum — bréf frá honum sjálfum skrifað á bréfsefni þingsins. Hann varð enn svipþyngri. Hvaða vandræði voru þetta! Hann hafði gengið frá þessu fyrir mörgum dögum, sem svar við óljósri viðtalsbeiðni og var svo búinn að gleyma öllu saman. En hann var maður sem stærði sig af því, að hann gengi aldrei á bak orða sinna. „Gott og vel,“ sagði hann. „Látið hann koma.“ Andartaki síðar var Páli vísað inn til hans. Birley var að kveikja sér í dýrum vindli, rétti honum höndina vingjarnlega; bauð honum sæti gegnt sér. „Jæja,“ sagði hann hjartanlega, og blés frá sér reyk- skýi. „Ég hef búizt við yður síðan þér skrifuðuð mér. Viljið þér kaffibolla?“ „Nei, þökk fyrir.“ Páll var fölur, en einbeittur svipur hans og beint bakið höfðu góð áhrif á Birley, sem hafði ánægju af því að hjálpa virðingarveðum og ein- beittum ungmennum. „Við skulum þá snúa okkur að efninu, ungi maður.“ Birley talaði með vingjarnlegum, eilítið glettnislegum hreim. „Ég hef mörgum hnöppum aö hneppa, skiljið þér. Þarf að fara á mikilvægan fund fyrir utan borg- ina. Fer með hraðiestinni til London í kvöld.“ „Ég gerði ráð fyrir að þér væruð tímabundinn, herra.“ Páll dró skjal upp úr vasa sínum. „Og þess vegna gerði ég vélritaða skýrslu um öll málsatriði." „Ágætt, ágætt!“ sagði Birley ánægjulega og bandaöi um leið út hendinni. Hann las helzt ekki skýrslur — hvað hefði hann annars átt að gera við tvo einkarit- ara? „Segið mér undan og ofan af þéssu.“ Páll vætti varirnar og dró djúpt andann. „Faðir minn hefur verið í fangelsi 1 fimmtán ár fyrir glæp sem hann framdi ekki.“ Birley galopnaði munninn; hann starði á Pál eins og hann væri einhver skyndilega ógeðfelldur hlutur. Páll gaf honum ekki tækifæri til að komast að, heldur sagði allt sem hann ætlaði sér að segja. Fyrst var eins og Birley ætlaöi að stöðva hann. En þótt svipur hans yrði kynlegur og hann liti hvað eftir annað með vanþóknun á Pál, leyfði hann honum að halda áfram. Hann hlustaði. Og það dó í vindlinum hans. Frásögnin stóð nákvæmlega í sjö mínútur, og þegar henni var lokið sat Birley eins og maður fastur í ó- þægilegri gildru. Hann ræskti sig. „Ég trúi þessu ekki. Mér finnst þetta fáránlegt. Og þótt það væri satt .... þá er þetta löngu gleymt og grafið.“ „Ekki fyrir manninn í Stoneheath fangelsi. Hann lifir hvert einasta andartak." Birley bandaði frá sér hendinni. „Mér lízt ekki á þetta. Og ég hirði ekki um að róta upp í forarpollum. Auk þess kemur þetta mér ekki við.“ „Eruð þér ekki þingmaður Wortleyborgar, herra.“ „Jú, vissulega. Ég er ekki þingmaður Stoneheath fangelsis. Ég er fulltrúi heiðarlegs fólks en ekki glæpa- manna.“ Hann reis á fætur og stikaði fram og aftur um her- hergið. sárgramur yfir skugganum sem fallið hafði á þennan góða dag. Ef hann hefði ekki álpast til að veita þessum strák viðtal! Ekki gat hann farið að reka höf- uðið niður í þessa mauraþúfu. Enginn maöur með heil- brigöa skynsemi gat léð þessu eyra. En þegar hann leit á Pál, sem sat grafkyrr við borðið varð hann gripinn einhverri óþægindatilfinningu. Hann leit á úrið sitt og sagði. „Jæja þá. Skiljið þessa bannsetta skýrslu yðar eftir. Ég skal líta á hana einhvern tíma í dag. Komið til mín aftur í kvöld um sjöleytið.“ Páll rétti honum vélritað skjalið og tautaði einhver þakkarorð; reis síðan á fætur og gekk hljóðlega út úr herberginu. Þegar út kom dró hann öjúpt að sér svalt morgunloftið. Ef hann gæti fengið þingmanninn til að hefjast handa í þinginu, hlyti málið að verða tekið upp að nýju. Þegar hann flýtti sér á vinnustaðinn var hann vongóður um að Birley mundi reynast sér hliðhollur. Dagurinn dragnaðist áfram með óþolandi seinlæti. Páll hugsaði um það sem væri ef til vill að gerast í huga þingmannsins og hann var alltaf að líta á klukkuna. Hvað eftir annað gekk Harris, forstjórinn, til hans og stóð fyrir aftan hann um stund eins og hann gerði sér vonir um að hann svikist um. En loks tók dagurinn enda. Rétt fyrir lokun fór Páll fram í snyrtiherbergið, þvoði andlit sitt úr köldu vatni og snyrti sig til. Hann ‘var kominn á gistihúsið klukkan kortér yfir sjö og eftir stutta bið var honum vísað upp á loftið. En þegar hann gekk inn í herbergið í þetta sinn var Birley engan veginn alúðlegur. Þingmaður Wortleyborg- ar sneri baki að arninum, ferðatöskur hans vorú tilbún- ar, þungur ferðafrakki lá á borðinu. Hann kinkaði kolli þurrlega í stað þess að heilsa, horfði síðan lengi rann- sakandi á unga manninn. Loks rauf hann þögnina. „Ég er búinn að lesa þetta plagg yðar .... hvert ein- asta orð. Las það 1 bílnum á leiðinni upp í sveit. Las þaö aftur þegar ég kom til baka. Þér megið eiga það að það er vel skrifað. En það eru alltaf tvær hliðar á hverju máli. Og þér lýsið aðeins annarri." „Aðeins önnur er hin sanna,“ svaraði Páll um hæl. Birley yggldi sig og hristi höfuðið'. GÍUAkf OC CAMN Ég hef mjög oft verið beðinn að giftast. Jœja, hafa það verið snotrar stúlkur? Nei. það voru pabbi og mamma. —O— Er maðjirinn þinn bókaormur? Nei, bara venjuiegur ormur. Konan mín hefur það ógur’eg- asta minni sem ég hef nokk- urntíma heyrt getið um. Gleymir ö lu? Nei, man allt. —O— Hljómvis eiginkona: >að er ein- kenni’egt, en ég' verð alltaf svo þunglynd þegar óg fer að spi'a á pianóið. Maðurinn: Það verð ég Hka, en raunar finnst mer það ekkert einkcnnilegt. —O— Við erum búin að vera í hjóna- bandi og okkur semur svo vel. Ef ágreiningur kemur upp milli okkar, og ég hef rétt fyrir mér, þá viðurkennir Frissi það al-taf. En ef hann hefur rétt fyrir sér? Eg man nú ekki eftir að það hafi komið fyrir. —O— Hún: Ó, ég þykist sjá að þú hafir spurt pabba? Hann: Nei, ég lenti í umferðar- slysi. —o— Hann skipulagði iif sitt injög ýtarlcga. Til dæmis skrifaði hann dagbókina sína alltaf viku fram i tímann. Hillá á 7Úminu Oft sér maður hillur festar upp á végg yfir rúmi, en sjalcf- gæfara er að hillan sé á sjálfu rúminu eins og sýnt. er ,á myndinni. Rúmið hér cr tiibú- ið sem legubekkur, ú.r Ijósum viði, hillan úr sams kónar viði og er með skemmtilegri rehni- - . j hurð úr dekkra tré. Sem rúm- teppi er notað vínrautt ullar- efni. Hillan er ætluð fyrir bæk- ur og tíma.rit,og bakvið renni- ihýr^ina má geyxna eitthvað af rúmfötum, og svo má láta lítið .útvárpstæki standa ofaná hill- unni ef vill. Annars er tilvaiið að hafa þar lampa. Þegar hvaSkfötið kemyr Súrsteik. 1 kg. frosið hvalkjöt látíð þiðna við venjulegan stofuhita, stungið revktum spikræmum og brúnað ölium megin. Síðan er bætt v ð salti og % 1 sjóð- andi vatni. Steikin steikt í 1— 1% klst. og út í soðið bætt 3 —4 dl súrri mjólk eða rjóma Sósan jöfnuð með hveitijafn- ingi, salt, soja'og syMjr látið í eftir smekk. Kjötkökur. .'. ■% kg þítt hyalkjöt óg ú kg nýtt flesk hakkað einu sinni í hakkavél, síðan er það hrært í fars með ca. % 1 mjólk og kryddað með salti, pipar og steyttu eng'fer. Farsið steikt sem. venjiilegar kjötbollur. Beinlausir fuglar. Hvalkjöt skorið í þunnar sneiðar þversum á tsgjumar og er barið léttilega. Á hverja sneið lögo lítíl fleskræma, salti, pipar og negul stráð á og sneiðarnar vafðar saman, bund- ið um þær og þær síðan brún- aíar í smjörlíki. Saltl og sjóð- andi vatni bætt á og „fuglarn- ir“ steiktú’ í ca. klukkustund. Sósan jöfnuð með hveitijafn- ingi, salti og pipar bætt í og henni hellt yfir „fuglana" áður' en þeir eru framreiddir. Tvöfaldir kjóíar Það lætur hlýlega i eyrum, og það er líka hlý tizka þegar tilheyrandi sokkapiis eru not- uð yfir léttan sumarkjól. Það á að koma í staðinn fyrir blússu og skokk, og til þess að allir sjái' áð þarna er .'4 ferðinni ný hugmynd og heill kjóll sé innanundir skokknum, þarf innri kjóllinn auðvitað að vera nokkrum cm síðari en skokkpdsið. Gulur fcunnur kjóll með svörtum doppum og svart skokkpils utanyfir, lítur mjög vel út þegar dop’>ótta efnið stendur dálítið niður fyrir svarta pilsið. En þetta er ekkí ódýr týzka og sjálfsagt væri hægt að fara sparlegar með efnið NÝJASTA nýtt í New York eru litacir hundar. Þeir eiga að vera í stíl við vordragtina og eru iitaðir í samræmi við hana. Stundum kemur röðin að húsmóður huhdsins og hún lætur lita hár sitt eftir hund- inum. Englendingar eru mjög hneykslaðir yfir þessu uppá- tæki og brezk dýraverndunar- félög hafa rætt hvað þeim beri að gera ef þessi tízka kynni að berast inn fyrir landamæri Stó ra-Bretlands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.