Þjóðviljinn - 20.06.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.06.1954, Blaðsíða 12
Bjarni Benediktsson óttast að baráttan gegn her- námiim beri fullan árangur þegar á næstu árum Æskulýösiiiót í Osló Bjarni Benediktsson beitti alkunnri smekkvísi sinni í ' Morgunblaöinu á tíu ára afmæli íslenzka lýöveldisins meö því aö bera fram kröfuna um stofnun fslenzks stéttarhers á afdráttarlausari hátt en nokkru sinni fyrr. Er augljóst af greininni að hann óttast að baráttan gegn hernáminu j geti boriö fullan árangur þegar á næstu árum og vill I að fyrst veröi gengið frá því að vopna Heimöellinga og aðra agenta hernámsliðsms. Bjarni Benediktsson kemst þannig að orði í grein sinni: „Öll ríki scm spurnir fara af, iinnur en ísiand, hafa hvort sem þau eru í bandalagi við aðra eða 'ekki, leitazt við eftir ýtrustu getu að koma upp og efla eigin varnir ... Ef flugvellirnir, sem í alþ.jóðabraui liggja væru ger- samlega varnarlausir, mundu fá- einir vopnaðir bófar geta tekið þar öil völd og gert óumræðan- legt tjón. Ef við íslendingar viljum halda sjálfstæði okkar og metum það nokkurs verðum við að koma okkur upp hliðstæðu gæzluliði í landi okkar við það, sem uú er búið að gera á sjón- um með landhelgisgæzlunni. Slíkur viðbúnaður, sem á ekk- ert skylt við lierskyldu, er ó- lijákvæmilegur hverri þeirri þjóð, sem vill halda uppi sjálf- stæðu ríki, jafnt út á við sem inn á við. í innri málum þjóð- arinnar er það eðli ríkisins, að það verður að vera öflugasta valdið í landinu. Ef ekki, þá er upplausnin, glundroðinn og voð- inn vís ... Við getum ekki frem- ur en aðrir skotið okkur undan því Iögmáli, enda ríður nú á fáu meira en að þjóðin átti sig á þeirri staðreynd“. Lýðveldishátíðin í Neskaupstað Neskaupstað. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Lýðveldishátíðahöldin liófust með almennri samkomu við barnaskólann kl. 4 e.h. Aðalsteinn Halldórsson, form. liátíðarnefndar, setti samkom- una og stjórnaði henni. Ræður fluttu Vilhjálmur Hjálmarsson alþm. og Bjarni Þórðarson bæj- arstjóri. Auður Þorleifsdóttir og Stefán Þorleifsson lásu há- tíðarljóð Huldu og Jóhannesar úr Kötlum. Samkór Neskaup- staðar söng, og Lúðrasveit Nes- kaupstaðar lék undir stjórn Höskuldar Stefánssonar. Að samkomunni við barna- skólann lokinni hófst samkoma við sundlaugina, voru þar sýnd- ir þjóðdansar undir stjórn -Önnu Jónsdóttur og síðan fóru fram íþróttir. Voru sett 2 ný Austurlandsmet í sundi. í 50 m. baksundi karla setti Eiríkur Karlsson nýtt met á 37.1 selc., eldra Austurlandsmetið var 45.6 sek. Steinar Lúðvíksson setti nýtt Austurlandsmet í 50 m. skriðsundi karla á 29.1 sek., eldra metið 30.9 sek., átti hann sjálfur. Mjög mikil þátttaka var í hátíðahöldunum. — Sæmilegt veður var meðan hátíðahöldin fóru fram, en lítilsháttar rign- in var fyrri hluta dagsins. Ann- íirs hefur verið hér þurrkasamt mn of og hefur það háð gróðri. • Her gegn verk- lýðshreyfingunni | Eins og menn muna var kraf- ! an um innlendan her borin fram af fullum þunga eftir desember- verkföllin miklu og þá af Her- manni Jónassyni. Var sú tillaga þá rökstudd opinskátt með því að nauðsynlegt væri að geta beitt slíkum her gegn verklýðs- samtökunum. Jafnframt var haf- inn undirbúningur að slíkri her- stofnun í kyrrþey, með „örygg- isverðinum" svonefnda á Kefla- víkurflugvelli. Sú tilraun hefur nú mistekizt á herfilegasta hátt, öryggisverðirnir neituðu lang- flestir að láta fara með sig eins og hermenn, og hefur sú saga verið rakin ýtarlega hér í blað- inu undanfarið. • Valið lið Síðan hefur verið næsta hljótt um íslenzka herinn, þar til Bjarni Benediktsson óvirðir nú íslenzka lýðveldið einu sinni enn. Ráðherrann segir að slík herstofnun eigi ekkert skylt við hersetu, og er það loforð að sjálfsögðu jafn mikils virði og fyrri orð þess manns, ef önnur fyrirmæli kæmu frá húsbændun- um. En þetta fyrirkomulag er auðvitað hugsjón . Bjarna Bene- diktssonar. í hernum á að vera valið lið, þetta á að vera stéttar- her, og efstir yrðu á blaði menn eins og Guðmundur Arngríms- son, Daði Hjörvár og Hilmar Biering. Lýðveldishátíðin á ísafirði ísafirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Lýðveldisliátíðahöldin hér hófust kl. 1 nieð leik Lúðra,- sveitar Isafjarðar við Skáta- liúsið. Kl. 1.30 hófst skrúð- ganga að gagnfræðaskólaliús- inu, þar sem aðalhátiðahöidin fóru fram. Þar fluttu ræður Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarfógeti, Birgir Finnsson forseti bæjar- stjórnar og Kjartan Jóhannes- son alþm. Karlakór Isafjarðar söng, einnig var f jöldasöngur. Þá flutti Selma Samúelsdótt- ir ávarp fallkonunnar: kvæði efir Davíð 'fetefánsson, hið sama og flutt var í Reykjavík. Þvi- næst var hlé, en að því loknu hófst hátíðin á ný með leil; Lúðrasveitar Isafjarðar en síð- an var fornmannasýning: Lög- sögumannskjör á Alþingi. Veð- ur var ágætt og þátttaka geysi- mikil. — Um kvöldið var dans- að í Alþýðuhúsinu og Góðtempl arahúsinu. 18.-25. júlí Fararstjórnir sendinefndanna á Búkarestmótið komu saman í Búkarest síöastliðið sumar til að ræða mögu- leika á norrænu æskulýðsmóti sumarið 1954. Ríkti mikill áhugi fyrir því máli og eftir að komið var heim hófust raunhæfar undirbúningsathuganir. Er nú full ákveðið, að slíkt norrænt æskulýðsmót verður haldið dagana 13. júlí til 25. júlí í surnar. Mótstaðurinn verður á Ekebergs- sléttu við Osló. Fjöldinn allur af æskulýðsfélögum í Nor- cgi stendur fyrir mótinu, sem er haldið undir kjöroröinu „með kynningu skapast vinátta“. Lögreglan hlið- stæð landhelgis- gæzlunni Það er athyglisvert dæmi um rökfærsluna er ráðherrann seg- ir að nú „verðum við að koma upp hliðstæðu gæzluliði í landi við það, sem nú er búið að gera á sjónum með landhelgisgæzl- unni“. Þetta gæzlulið er til og eldra en landhelgisgæzlan: ís- lenzka lögreglan! Ef eitthvað þarf sérstaklega að gæta flug- vallanna er það auðvitað á verksviði lögreglunnar, eins og tíðkast hér á Reykjavíkurflug- velli. Til þess þarf vissulega enga herstofnun, þótt ráðherr- ann segist vera hræddur við „fá- eina vopnaða bófa“!! • Fyrirmyndin frá Suðurameríku Slíkar falsröksemdir eru Framh. á 11. síðu. Margir gestir Enda þótt hér sé um norrænt mót að ræða, verður þar ungt fólk frá flestum löndum Ev- rópu. Vitað er um þátttöku frá Englandi, Frakklandi, Italíu, Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu, Hol- landi, Póllandi og Sovétríkjun- um auk gesta frá öllum Norð- urlöndunum. Á Ekebergssléttu verður sleg- ið upp miklum tjaldbúðum, þar sem mótsgestir geta fengið ó- dýra gistingu og veitingar. Þar fara fram alla daga þjóðleg menningarprógrömm í líku sniði og á hinum miklu mótum heimsæskunnar. Þátttalcan liéðan Alþjóðasamvinnunefnd ís- lenzkrar æsku hefur verið boðin þátttaka í Oslóarmótinu og hafa þegar verið gerðar ýmsar undirbúningsráðstafanir. Farið yrði héðan með flugvél-til Osló- ar 16. eða 17. júlí, dvalizt í Osló eftir mótið og ferðazt um Noreg til mánaðamótanna. Síð- an haldið til Kaupmannahafn- ar og komið með Dr. Alexandr- ine, sem leggur af stað þaðan 240 iiemendur voru í Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar Gagnfræöaskóla Vesturbæjar var sagt upp hinn 11. þessa mánaöar. í skólanum voru í vetur 240 nemendur. Þar af voru 140 í unglingadeild (1. og 2. beklc) en 100 í gagnfræða- og landsprófsdeild (3. og 4. bekk). Undir unglingapróf gengu 60 nemendur, og hafa þeir þar með lokið skólaskyldu sinni. Hæstu einkunn á ungiingaprófi hlaut Sigríður Lára Guðmunds- dóttir 1. ág. einkunn 9.16. Undir gagnfræðapróf úr 4. bekk gengu 16 nemendur og stóðust þeir allir. Hæstu ein- kunn á því prófi hlaut Sigríð- ur Á. Hannesson 1. einkunn, 8.62. Undir landspróf gengu 53 innanskólanemendur. Af þeim náðu 35 þeirri einlcunn sem krafizt er til framhaldsnáms i menntaskóla. Þrír nemnedur hlutu 1. ág. einkunn á landsprófi: Björn Ólafsson 9.43, Guðjón Guð- mundsson 9.10 og Þórólfur Sig- urðsson 9.03. Árangurinn sem prófið sýndi var í heild sinni mjög góður. Félagslífið í skólanum stóð með allmiklum blóma á síðastliðn- um vetri. Þrjú tölublöð komu út af skólablaðinu ,,Þjóðólfi“ og málfundir voru haldnir mán- aðarlega og stundum oftar. Reyðarfirði. Frá fréttaritara' Einnig starfaði taflfélag í skól- Þjóðviljans. | anum. Farnar voru nokkrar Hátíðahöldin að Grænafelli skíðaferðir, sem heppnuðust vel féllu niður vegna veðurs. Inni^ og eftir prófin fóru nemendur samkoma var um kvöldið og þar^ skemmtiferðir í fylgd með flutti Gísli Sigurjónsson ávarp, ^ könnurum. Meðal annars fóru Jón Kjerúlf hélt ræðu, Sigfús Jó- gagnfræðingar og landsprófs- elsson las upp. Einnig var söng- nemendur í fjögurra daga ferð norður um land. Kennarar við Þjóðhátíðarhöld á Reyðarfirði ur með gítarundirleik, almenn- ur söngur, kvikmyndasýning, skrautsýning og dans. Mikið fjölmenni var á Samkomunni, að- gangur og veitingar voru ókeypis. Gagnfræðaskóla Vesturbæjar eru alls 20 að meðtöldum stundakennurum. Skólastjóri er dr. Guðni Jónsson. 6. ágúst. Fargjald er ekki á- kveðið enn. Þó má reikna með, að það verði einlivers staðar d mílli 2500 — 3000 kr. og er þá allt innifalið. Nánari uppiýsingar gefur skrifstofa Alþjóða samvinnú- nefndarinnar Skólavcrðustíg 45, sími 82207, en þangað þurfa skriflegar þátttökutilkynningar að hafa borizt fyrir næstu mán- aðamót. Fjölhreytt hátíða- höld á Seyðisfirði Seyðisfirði. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. 17. júní hátíðahöldin hér hóf- ust með skrúðgöngu frá Val- höll kl. 1.30. Var gengið til kirkju og hlýtt messu. Þvínæst var gengið til hátíðasvæðisins, og var þar fyrst fánahylling. Fjallkonan, Regína Stefánsdótt- ir, flutti erindið Rís, íslands fáni og ávarp Fjallkonunnar eftir Tómas Guðmundsson. Tvöfaldur kvartett úr samkórn- um Bjarma söng. Erlendur Björnsson bæjarfógeti fiutti lýðveldisræðu og samkórinn Bjarmi söng undir stjórn Steins Stefánssonar. Gunnlaugur Jóns- son flutti ræðu fyrir minni Seyðisfjarðar og Bjarmi söng enn nokkur lög, þar á meðal lagið Seyðisfjörður eftir söng- stjórann við kvæði Karls Finn- bogasonar. Eftir það hófust íþróttir, fim- leikar og sundkeppni. Stúlkur kepptu í handknattleik. Um kvöldið hófst dans á palli, en um 11-leytið var dans- inn fluttur í barnaskólann. Veður var ekki ákjósanlegt, en fór þó batnandi er á daginn leið. Fyrstu skemmtan- ir Baker í gær Josephine Baker hélt fyrstu skemmtanir sínar í Austurbæjar- bíói í gær. Tvær skemmtanir verða í dag og tvær á morgun, kl. 7.15 og 11.15 báða dagana. Ef unnt verð- ur mun Bak- er koma fram á sérstakri barnaskemmtun og einnig hefur hún ráðgert að skemmta sjúkl- ingum á sjúkrahúsum eftir því sem timi vinnst til. JoMphin* Bafcar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.