Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagnr 23. júní 1054 % tv ý\ wm -, jr: 1 Lenínbókasafnið í Moskva. Bókasafnið getur rakið sögu sína t(l árs- ins 1862, en það var til 1917 lokað almenningi. Eftir byltinguna hef- ur hvað eftir annað verið aukið við það. Stærsta bókasofn heims Á sjómannadaginn 13. þ. m. var mannmargt við byggingu Dvalarheimilisins á Laugarás- hæð. Úti og inni hafði allt verið gert eins vistlegt og ástæður frekast leyfðu. Sólin skein í heiði, vor í lofti og ánægja skein úr hverju andliti þess mikla fóiksfjölda er þar var mættur. Helgiblær sá, er hvíldi yfir athöfninni er þar fór fram gleymist ekki, hann yljar hug- ann ' á erfiðum stundum og hvetúr til dáða. Margar kveðjur og gjafir bárust þann dag, og sýnir það bezt hug almennings til þeirrar hugsjónar, sem þarna er að" verða að veruleika. Margir tóku hlýlega í hönd formanns Sjó- mannadagsráð^ og lögðu gjafir sínar í „lófa karls“. Þó þær væru ekki allar stórar, fylgdi þeim öllum hlýr hugur og árn- aðaróskir. „Ánægð móðir“ gaf 25 kr. Einn gaf 100 krónur, ann- ar 200 krónur, og ég er viss um, að margir fleiri hefðu látið í „lófa ' karls“, ef þeir hefðu náð til hans. Á sjómannadaginn bárust ■ennfremur margar veglegar gjafir, sem hér verða taldar upp. Frú Helga Guðmundsdótt- ir, Rej’kjaveg 24 hér í bæ gef- ur krónur 10.000.00 til mmning- ar um bróður sinn Guðjón Guð- mundsson frá Núpi í Hauka- dal í Dalasýslu. Hann andaðist 16. janúar 1954. Var hann áður fyrr sjómaður á Suðurl. í marg- ar vertíðir. Sú ósk fylgir þessari gjöf, að eitt herbergi heimilisins berf nafn hans. Frú Ingibjqrg Þorsteinsdóttir Líndal, Skipa- sundi 19, gefur krónur 10.000.00 Saman'ögð lengd bókahillnanna í Lenínbókasafninu er 150 km og þar eru bækur á livi tungumálum. og 21. september. Þá skín sólin lóðrétt á miðbik jarðar. Veltingurinn á jarðkringlunni — Pinninn sem aldrei getur stacSið lóðréttur — Annars væri ísland iítt byggilegt til minningar um mann sinn Benedikt Kristjánsson skip- stjora, sem fórst með m. s. Ey- firðingi 11. febrúar 1952. Sú er eindregin ósk hennar, að eitt herbergi í Dvalarheimilinu beri nafn hans. Frú Gróa Jónsdcttir, Sólbergi Seltjarnarnesi, gefur til minningar um foreldra sína, þau Salóme Málfríði Þórarins- dóttur og Jón Jónsson kaun- mann frá Súðavík krónur 2000. Þá koma gjafir frá nokkrum konum sem kalla sig „sjó- mannakonur“ krónur 25.000.00 og er það herbergisgjöf. Auk þess gáfu þær á sjómannadag- inn gestum Sjómannadagsráðs kaffi fyrir um 2100.00 krónur. Einnig hafa þeSsar „sjómanna- konur“ tvö undanfarin ár gefið samt.als 26.000.00 kr. og er það einnig herbergisgjöf. Peningum þessum hafa hinar stórhuga og fórnfúsu „sjó- mannakonur" safnað með kaffi- sölu á sjómannadaginn undan- farin ár í Iðnó og Sjálfstæðis- húsinu. Þessi hús lánuðu öll áhöld sem með buríti t-il kaffi- sölunnar ókeypis.. einnig hús- næðið, og má segja að þá hafi verið tiltöiulega auðvelt að framkvæma betta, en nú í ár fer kaffisalan fram í byggingu Dvalarheimilisins sjálfs en þar er ekki n-:*' slíkra hluta, að- eins berir ver- 'rnir og að mestu leyti opnir glurrear, má segja að átök hafi þurft til að koma þessu í framkvæmd, en allt tókst þetta með prýði hjá hin- um hugdjörfu og fórnfúsu „sjó- mannakonum". Allt sem til þessa þurfti fá þær lánað hjá Framhald á 11. síðu. NÚ ERU ÞEIR dagar hjá okkur að við vitum varla hvort við eigum heldur að segja sumar eða vor: sumarið er alveg að byrja, vorið er alveg að enda. Það er að jafnaði hlýjast hjá okkur í júlí, og landið er kannski í fyllstum blóma í önd- verðum ágúst. Þessvegna er tæplega von til þess að við veit- um því athygli að dagana er aftur farið að stytta. Lengsti dagur ársins var í fyrradag, dágurinn í dag er jafnlangur laugardeginum 19., morgundag- urinn jafnlangur föstudeginum 18. — og þannig áfram þangað til endarnir koma saman 21. desember í vetur. Hvað er það sem veldur árstíðaskiptum, mismun daganna? Það er velt- ingurinn á jarðkringlunni. SVO ER IvíÁL með vexti að jörðin gengur eftir sporbaug umhverfis sólina. Og er þessi baugur svo langur að þótt með- alhraði jarðarinnar á ferðalag- inu um geimdjúpin sé um 30 kílómetrar á sekúndu, þá tekur hana 365 daga að komast þessa vegalengd: það er sá tími sem við köllum ár. En að auki snýst jörðin um sjálfa sig, einn hring á 24 stundum: það er sá tími sem við köllum sólarhring. Þó kemur þetta árstíðaskiptunum ekki við, heidur þriðja atriðið, sem mönnum verður þó(sjaldn- ast hugsað til: veltingurinn, eða rorrið, á þessum hnetti. Hugs- um okkur að jörðin standi nú á umferðarbraut sinni um sól- ina þannig að ef við tækjum mynd af henni vissi norður- skautið þráðbeint up'p, suður- skautið þá þráðbeint niður. Hugsuro okkur ennfremur að standur gangi gegnum jörðina, og köllum við hann. vísindalegu nafni: jarðmöndul. En það er einkennið á þessum hugsaða möndli að hann getur aðeins tvisvar á ári staðið lóðréttur á sporbaugnum, með því sem ut- an á hann hefur hlaðizt: jarðar- hnettinum. Það er á svonefnd- um jafndægrum, um 21. marz ÞESSA DAGA má segja að jörðin standi á réttum kili, eins og þegar skip stendur rétt ör- skotastund meðan bað er á leið úr vinstri hallanum yfir í þann hægri. Frá 21. marz til 21. júní hallast jarðmöndullinn æ meira að sólu, eins og hann stendur þar í sporbaugnum í hug okk- ar með norðurendann upp í loftið. Þá fer hann aftur að rétt§. sig af, stehdur lóðréttur og pinnstífur 21. september, heldur síðan áfram að hallast meira og meira frá sólu, með vaxandi sóldýrð á suðurhveli jarðar, uriz hámarki er náð 21. desember. SVONA HELDUR þetta áfram um allar eilífðir, og væri ekki fyrir þennan velting á jarðkúl- unni rríundi erfitt að byggja ís- land. Meðalhitastigið hjá okk- ur mundi vera som næst meðal- talið af hita hinna tveggja jafn- dægra: 21. marz og 21. septem- ber. Þess má aðcins geta að lokum að nú um mánaðamótin verður jörðin st.ödcl í öðrum enda sporbaugsins, það er eins langt frá sólu og komizt, verð- ur — og kemur mönnum það kannski á óvart. Eðlilegt væri að ímynda sér að við værum einmitt núna í næáta námunda við ylgjafann mikla. Minning’ Leníns hefur verið heiðruð í Sovétríkjunum með því 'að teng-ja nafn hans borg- um öig'.bæjum, verksmiðjum og samyrkjubúum o. s. frv. Stærsta bókasafn heims, r'kisbókasafnið í Moskva ber einnig nnfn hans. 1 því eru um 15 mii.lj. bindi, þ.á.m. mikið af sjaldgæíum bók- um og vísindamenn hvaðanæva að leita þar fróðleiks. Árlega koma þangað um 2 millj. manna. Bækur eru yfirleitt ekki lánaðar einstak'ingum, heldur aðeins öðrum bókasöfnum og vísinda- stofnunum, og fiestir þeir, sem þangað kortia, fá bækurnar. lán- aðar í lestrarsaiina, sem eru t’u talsins, eða þá aðeins til að fá vitneskju um einhvern ákveðinn hlut. en safnið hefur upplýsinga- dei’.d, sem veitir svör við alls kono.r spurningum. Auk þess he'dur það við og við bókasýn- ingar og gengst fyrir fyrir estr- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.