Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudagur — 23. júuí 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5 að verða sendur feeim iimanríkisráðuneytið býst til aS rjiiía griS a migiim ÞaS hefur vakið öflug mctmæli í Bretlandi, að brezka innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að vísa úr landi ung- um bandarískum vísindamanni, sem hefur verið búsett- ur þar síðan 1951 á flótta undan ofsóknaröldunni í Bandaríkjunum. Vísindamaðurinn heitir Joseph II. Cort. Hann kom ásamt konu sinni, Ruth, sem er læknir að menntun, til Bretlands í júní 1951 og hóf þá að stunda nám við háskólann í Cam- bridge. Þremur mánuðum eftir að þau hjónin komu til Bretlands krafðist bandaríska sendiráðið í Bretlandi þess af honum, að hann afhenti vegabréf sitt og héldi sjálfur til Bandaríkjanna þegar í stað. Hann neitaði því. I júní 1952 var gildistími vegabréfsins runninn út, en brezka utanríkisráðuneytið veitti honum engu að síður dvalarleyfi í Englandi og leyfi til að taka að sér kennslu- störf í lífeðlisfræði við háskól- ann í Birmingham. Kona hans varð um leið læknir við sjúkra- hús i sömu borg. „1 leynifélagsskap kommúnista“ En bandarísku stjórnarvöld- in voru ekki af baki dottin. í desember sl. var dr. Cort stefnt fyrir rannsóknarlögregiuna í Birmingham og þar var lesið upp fyrir honum íbréf frá bandaríska sendiráðinu. í bréf- inu var honum gefið a5 sök að hafa svil-dzt undan herþjón- ustu, að hafa farið úr Banda- ríkjunum í leyfisleysi og að hafa neitað að hlýða lögmætri herkvaðningu. Þá var hann sakaður um að hafa verið ,,í leynifélagsskap kommúnista" meðan hann stundaði nám við Yale-háskóla. Fékk leyfi til að fara úr landi Dr. Cort svarar þessum ásök- unum á þá leið, að hann hafi farið úr Bandaríkjunum með gildandi vegabréf, að hann hafi boðið sig fram til herþjónustu á réttum tíma og hafi þá verið veitt leyfi til að fara úr landi. Auk þess hafi hann aldrei verið kvaddur í herinn meðan liann var í Bandaríkjunum og engin lagahemild sé fyrir því að kalla menn til herþjónustu, sem dveljist erlendis. Dr. Cort neitar því ekki, að hann hafi um skeið á námsár- um sínum verið í flokki banda- rískra kommúnista, en segist Salah Ben Youssef, landflótta aðalritari sjálfstæðisflokksins Neo Destour í Túnjs, sagði í gær í Karachi að öflugur skæruher undir einni stjóm væri að byrja baráttu gegn nýlendustjórn Frakka í Túnis. Sjálfstæðisbar- áttan yrði nú háð með vopnum úr því að Frakkar hefðu engu sinnt sjálfstæðiskröfum, sem fram voru bornar á friðsamleg- an hátt. Hét Ben Youssef á Pak- istan og önnur ríki Múhameðs- trúarmanna að veita trúbræðrum sínum í Norður-Afríku. hafa sagt skilið við öll stjórn- mál og taki nú engan þátt í neinum stjómmálasamtökum. Atvinnnmissir og fajngelsisvist Hann segist hafa farið frá Bandaríkjunum vegna þess að hann vissi að vísindaferli hans þar var lokið, eftir að „óam- eríska“ nefndin hafði höfðað mál gegn honum. Ef hann verði nú sendur aftur til Bandaríkj- anna, muni hann ekki e;nungis missa atvinnu sína., heldur einn- ig geta átt á hættu að missa bandarískan þegnrétt og verða dæmdur í 5-10 ára fangelsi. Mikil gremja í Bretlandi í Bretlandi hefur sú ákvörð- un innanrikisráðuneytisins að láta undan mccarthyistum í þessu máli vak’ð mikla gremju, enda brýtur það algerlega í bága við aldagamla hefð brezkra stjómarvalda að veita pólitískum flóttamönnum grið- !and. Þingmenn Verkamanna- flokksins hafa látið þetta til eín taka á þángi, fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Birming- ham hefur mótmælt ákvörðun innanríkisráðuneytisins og fjöldi 'annarra samtaka hefur tek:ð undir þau mótmæli. Ein af stórframkvæmdum kommúnismans, sem nú er unnið að í Sovétríkjunum, er virkjun stórfljótsins Dnépr ríð bæina Kakhovk. Myndin sýnir grunn raforkuversins í smíðum. rki €. vpp Laumuðust yíir landamærin að nóttu til og rændu 100 riíílum Nokkrir hermenn úr írska lýöveldishernum (IRA) brutust aðfaranótt fyrra sunnudags inn í eitt vopnabúr brezka hersins í Norður-írlandi, skammt frá landamær- um Eire, og höfðu á brott með sér 100 riffla. Irski lýðveldisherinn er leyni- mærin í skjóli náttmyrkmfeihaHf' félagsskapur, sem hefur það markmið að leysa Norður-Ir- land undan brezkri stjcm og sameina það Eire. Hermennirnir voru klæddir í einkennisbúninga lýðveldishers- ins. Þe'r laumuðust yfir landa- ka|élslra biskupa Sósíaldemokrataflokkur Hol- lands lýsti nýlega yfir baráttu gegn þehn rómverslc-kaþólsku b:skupum sem hafa bannað sóknarbörnum smum að vera félagar í sósíaldemókratískum félagsskap eða hlusta á áróður þeirra í útvarpi. Þessi ákvörð- un mun óhjákvæmilega hafa á- hrif á samstarf flokkanna sem standa að ríkisstjórninni, en það er samsteypustjórn ka- þólskra og sósíaldemókrata. 1 yfirlýsingu flokksins segir m.a.: Við lítum á þessar að- gerðir hinna rómversk-kaþólsku biskupa. sem baráttuáskorun er ekki verður látið ósvarað. Framhald af 1. síðu. mala. Flugmaðurinn, sem særð- ist mikið, reyndist vera banda- rískur. Guatemalastjórh segir að í þrem orustum hafi innrásarher- inn beðið slíkt afhroð að her landsins muni geta ráðið niður- lögum hans án þess að kalla þurfi varalið til vopna né vopna fjölda óbreyttra borgara sem hafa boð- izt til að berjast gegn innrásar- hernum. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið tilkynnti í gær að því hefði borizt vitneskja um að verið væri að vopna meðlimi „hinna komm- únistisku verklýðsfélaga" í Gua- temala. Þing ríkisins Uruguay í Suð- ur-Ameríku samþykkti í gær ályktun þar sem Iýst er yfir samúð með baráttu Guate- malabúa gegn innrásinni í land þeirra og ríkisstjórn þeirra beitið öllum þeim stuðn- ingi, sem Uruguay má í té láta. Uruguay er eina ríkið í rómönsku Ameríku, þar sem áratugum saman hefur ríkt traust, borgaralegt lýðræðis- stjórnarfar. Kiiarnorlajfallbyssisr Framhald af 1. síðu. Að sögn Frankfurter Neue. Presse eru sovézku kiamorkr fallbyssurnar hlau'víðari 05 langdrægari en þær bandc rísku CBIaðið segir að bandarísku bys: urnar vegi 80 tonn, hafi 2f sm hlaupvídd og dragi 32 km Af þeim komu sex til Vestur Þýzkalands fyrir hálfu ári. Sovézku byssumar vega hins vegar að sögn blaðsins 100 tonn, hafa 30 sm hlaupvídd og draga 45 km. ausiei' Barcelona látinn laus Lopez Raimundo sleppt úr íangelsi og íær griðland í Mexíkó Spænski verkalýðsleiðtoginn, Gregorio Lopez Rai- mundo, sem vann sér heimsfrægð í hinu mikla verkfalli í Barcelona, hefur veriö látinn laus og hefur fengið grið- land sem pólitískur flóttamaöur í Mexíkó. Otvarpsstöð Francoandstæð- inga, Radio Independiente, hef- ur skýrt frá þessu. Raimundo var handtekinn í júní 1951 á- sem hann var uðum saman. pyndaður mán- og komu varðmönnunum í brezku vopnabúri í Armagg, 16 km frá landamæranum, al- gerlega á óvart. Varðmennimir voru afvopnaðir, keflaðir og bundn'r, en írarnir óku vöm- bifreið gegnum hliðið. Brezk- um hermönmnn, sem á vegi ír- anna urðu, vr.r hald'3 í skefj- um með skammbyssum, meían vopnunum var h!aðið á bílinn. Þegar Irarnir vora famir, kom- ust brezku liðsforingjarnir að því, að allar símalínur til vopnabúrsins höfðu verið skorn- ar í sundur. Honum var löngu eftir að haldið föngnum hann hafði af- plánað þann dóm, sem hann hlaut fyrir þátttöku sína í verk- fallinu, en víða um heim voru mynduð samtök til að knýja fram lausn hans. Þau samtök liafa nú borið árangur. Leitað I f jöllum Mikil leit var gerð að írun- nm í Mournefjöllum á landa- mærunum um nóttina, en þeg- ar síðast fréttist, hafði Bret- um enn ekki tekizt að finna þá. Allt bendir til þess, að árásin á vopnabúrið hafi verið skipu- lögð af háttsettum foringjum í lýðveldishemum og Bretar gruna írska föðurlandsvini, sem búsettir em í Norður-trlandi, um að hafa verið í vitorði með árásarmönnunum- Berklar loo sínnum banvænni á Grænlandi en í Danmörku Berklarannsókn, sem gerð hefur verið í einu læknishéraðinu á Grænlandi, leiddi í ljós, að hverjum 1000 mannslátum stöfuðu af berklum. Rannsóknin var gerð árið 1951, húsnæðisrannsókn, stærsta 11,2 af Kaimundo. samt 33 öðrum leiðtogum alls- herjarvei'kfallsins í Barcelona, sem sýndi öllum heiminum að andstaða spænskrar alþýðu gegn Francostjórninni hefur enn ekki verið brotin á bak aft- ur. 1 október 1952 var Raimundo fluttur í hið illræmda fangelsi Penal Duesco í Santander, þar en niðurstöðurnar hafa nýlega verið birtar. Samkvæmt þeim er sjúkdómurinn um 100 sinn- um banvænni á Grænlandi en í Danmörku. Milli 26 og 45% af öllum manndauða stafa í sumum byggðarlögum af lungnaberklum. Samsvarandi tála var 1,3% í Danmörku sama árið. Læknirinn sem gerði rann- sóknina, Oskar Jensen, segir a5 slæm húsakynni eigi höfuð- sökina á hinni miklu útbreiðslu sjúkdómsins og bendir á, að sem gerð var í bessu sama læknishéraði árið 1952, leiddi í ljós, að fjórðungur íbúanna bjó í þröng- um húsakynnum ásamt fólki með smitandi berkla. Grænland er nú orðið amt í danska ríkinu og á m.a. full- trúa á danska þinginu. Dönum hefur orðið mjög mikið ágengt í baráttunni gegn berklaveik- inni heima fyrir og þessi rann- sókn er því ljótur vitn;sburð- ur um óstjóm danskra stjóm- arvalda á GrænlandL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.