Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 11
Miðvikudagyr — 23. júni 1854 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Gjafir flð Dvaðorheðmilisins Framhald af 4. síðu. ýmsum fyrirtækjum hér í bæ og víðar svo sem Eimskipafé- lagi íslands, Skipaútgerð ríkis- ins, Matsölunni á Keflavíkur- flugvelli, Liverpool, Rafha, Hafnarfirði, Oí'nasmiðjunni og ýmsum fleiri. Það má segja að hvar sem dyr voru knúðar, var alls staðar sami góðviljinn, og allt sem um var beðið lánað með Ijúfu geði og endurgjalds- laust. Þetta mikla átak, sem „sjó- mannakonur" gera til að koma þessu í framkvæmd er svo stór- kostlegt, að það er næstum því ótrúlegt, að slíkt megi takast. En stórhugur, fórnfýsi og sterk- ur vilji .þeirra ér. svo mikill, að engin Grettistök' eru svo' mikil. og þung, að þær velti þeim ekki úr vegi, og það er ekki síður hlýhugur allra til þessa málefn- is, sem til er leitað, sem gerir úrslitin glæsileg. Þess ber einn- ig að geta, að óteljandi fjöldi af öðrum „sjómannakonum“ og velunnurum sjómanna gaf allar þær kökur og brauð er til veit- inganna fór, og var það ekkert smáræði, því að hver gestur fékk kökur og annað með kaff- Enda þótt getið væri um í blöðum fyrir nokkrum dögum gjöf skipverja af m. b. Svanur frá Reykjavík, er hún svo sér- stök, að ég vil minnast hennar með nokkrum orðum og leyfa mér að endurtaka nokkra kafla úr bréfi þeirra. Eftir að einn skipverja hefur stungið upp á því, að gaman væri eftir vel heppnaða vertíð, að minnast einhvers góðs mál- efnis með lítilsháttar sameigin- legri gjöf — og allir urðu sam- mála um, að það sé Dvalarheim- ili aldraðra sjómanna — sjá þeir hvað hugmynd þeirra er stórmerkileg og gæti orðið til mikilla hagsbóta og flýtt fyrir framkvæmd þessa mikla máls, því að eins og þeir segja „vinna margar hendur létt, það sem fáum er um megn“. Svo halda þeir áfram: „Á svæðinu frá Vestm.eyjum að Horni munu í vetur hafa verið gerðir út á 4. hundrað bátar. Ef skipverjar allra þessara báta hefðu tekið málið til athugunar, sjá allir að framlagið þurfti ekki að vera mikið frá hverjum einum til að um munaði, þegar allt kæmi í eitt. Hvaða skilnaðarskál mundi veita meiri ánægju, en . a , - *. þetta litla framlag til, ef til vill, okkar framtíðarheimilis? Við höfum mörg séð stóra hóla við ýmsa fjallvegi, sem mynd- azt hafa af því einu að einhver ólánsmahneskja hlaut þar sína síðustu hvíld, og forneskja þeirra tíma lagði þá skyldu á vegfarendur, að hver kastaði þar steini, sem að framhjá gengi. Þannig byggðu margar hendur upp þessa hóla, hver með sínu litla framlagi, Við skipverjar á m. b. Svanur vilj- um nú láta stein í Dvalarbeim- ili aldraðra sjómanna, ekki til ásteitingar, heldur til upx>bygg- ingar, og væntum við að fleiri " í t i. .■■■,' sjómenn komi og Iáti sinn stein til byggingar þessarar borgar, okkar eigin borgar, Dvalarheim- ilis aldraðra sjómanna. Vegna þessarar hugsunar áræðum við að senda þessa litlu gjöf okkar“. Þetta eru svo falleg og vel sögð orð að ég get engu við þau bætt öðru en þessum hvatning- arorðum til allra sjómanna: Sjómaður góður, far þú og gjör slíkt hið sama. Fyrir allar þessar miklu gjaf- ir, stórhug, fórnfýsi, hlýhug og árnaðaróskir bæði fyrr og nú, til þessa mikla velferðarmáls sjómannastéttarinnar þökkum við að hrærðum huga, og megi það verða hvatning til fram- taks og dáða þeim er með mál þetta fara. F. h. Sjómannadagsráðs og byggingarnefndar Dvalarheim- ilis aldraðra sjómanna Þorv. Björnsson. /*“ \ r r Iþréfiir Framhald af 8. síðu. hlaup við og við en flest voru þau hættuiaus. 3:0 hefðu því gefið réttari mynd af leiknum. Eigi að síður reyndu Víkingar oft samleik en hann var of þver og ganglaus, að því er snerti for knattarins að marki. •Hitt virðist manni eins og hraði hafi verið of mikil miðað við þá æfingu og leikni og staðsetn- ingarhraða sem menn þessara liða ráða yfir, og til þessara orsaka má rekja þá sorglegu staðreynd að riærri annað hvert spark fer á skakkan stað. — Dómari var Halldór Sigurðs- son. Suðvestan kaldi var og sæmilegt veour, . > 'i » fk V., Ein lögregluþjónssta'ða í Hafnarfirði er laus til umsóknar nú þegar. Umsóknarfrestur er til 12. júlí n.k. og sé umsókn- um skilað fyrir þann tíma til lögreglustjórans í Hafnarfirði. Umsóknir skulu ritaðar á sérstök eyðublöð, er fást á lögreglustöð Hafnarfjaröar. Nánari upplýsingar hjá yfirlögregluþjóninum. Lögreglustjórinn í Hafnarfiröi 22. júní 1954 Guðmundur í. Guðmundsson. .________________________:_________________________j —— —— - Úfboð Tilboö óskast í eftirfarandi verk vegna byggingu 2ja leikskóla. 1. Hita- og hreinlætistækjalagnir. 2. Rafmagnslagnir. Útboðslýsingar og uppdrætti afhendir Gísli Teitsson, Austurstræti 16, 3. hæð, gegn 50 króna skilatryggingu. Borgarstjórinn. Æskulýðsliflkmgm gengst fyrir í Botnsdal í Hvalfirði uiu Jónsmessuna 26. og 27. þ.m. á laugardagskvöld veiðnr dauslcikur á palíi. k suRimdag verðnr útiskeisimtun me3 ijölbreyttum skemmtíatriCiim og dansi Séð verðilr íyrir góðum tjaldstæðum Sætaíerðir verða íram og til baka á laugardag og sunnudag Nánar anglýst síðar um íerðir og aðra tiHiögun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.