Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudagur — 23. júni 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Upphaf ýmissa þeirra styrj- alda er mannkynssagan grein- ir frá hefur verið óljóst. Sök- in hefur ýmist verið jöfn hjá báðum aðilum eða árásaraðil- anum hefur tek'zt að útrýma eða afmá sannanir fyrir sök sinni. Engu slíku er til ao dreifa um upphaf þeirrar styrjaldar sem nú er hafin gegn Guatemala. Um það er ókleift að endurtaka líkar áróðurslygar og upphaf Kór- eustríðsins. Árásarseggurinn hér er StcS rsta ríki heims- valdastefnunnar sem fer með ófriði á hendur þvínær 'varn- arlausu smáríki sem aldrei hefur sýnt neinum áreitni og aldrei brotið eina einustu lagagrein um sambúð þjóða. I hvers þágu er innrásin? Af hálfu Bandaríkjastjórn- ar er því haldið fram að stríð þetta sé innanríkismál Gua- ternala, það sé borgarastyrj- öid. En sú/fullyrðing er blekk- ing og rekur sig harkalega á staðreynd'r. Stigamannahysld það er gert hefur innrás í Guatemala frá Hondúras und- ir forystu Castilla Arrnas, er búið bandarískum vopnum, nýtur stuönings bandarískra flugsveita og sprengjur þiær sem þær dreifa yfir varnar- lausar byggðir Guatemala eru framleiddar í Bandaríkjunum. í hvers þágu er þessi glæp- uv? Svarið er ótvírætt. í einskis annars þágu en eins stærsta einokunarhrings heimsins, hins bandariska Uni- ted Fruit Co., en meðal hlut- hafa hans er utanríkisráð1- herra Bandaríkjanna, John Foster Dulle3. Árum saman hefur United Fruit Co. svæU undir sig stór svæði frjósainasta lands bæði í Guatemala og flestum öðr- um ríkjum Mið- og Suður- Ameríku og beitt til þess að- ferðum sem nútímalöggjöf myndi vart nefna öðru nafni en. rán. Síðan hefur hringur þessi söisað undir sig járn- brautir, hafn'r og önnur op- inber þjónustutæki hvers rík- is fyrir sig, og þannig náð yfirráðum yfir ríkisstjómum Ínridanna en þær hafa um árabil átt líf sitt undir náð og miskunn United Fruit Co. Réttlæti refsað Hið skefjalausa arðrán hrings þessa á yfirráðasvæð- um sínum hefur gert hann einn hinna voldugustu í heim- inum, Móti honiim dirfist nú smáríkið Guateina’a að rfea. Stjórn þess er frjálslynd, en ekki kommúnistísk. 1 henni eru nokkrir ráðherrar hlýnntir sósíalisma, en stjórnina sem stjórnarherranna í Washing- ton með því að gera slíkt veður út af vopnasendingu frá Tékkóslóvakíu sem kom Maya-indíár.akona í Guatemala sést hér vefa með frumstæðum vefstól, sem indíánarnir vefa á listilega mynztraða dúka. heild er ekki hægt að kalla kommúnistíska af þeim sökum frekar en ríkisstjórnir Frakk- lanös og Danmerkur sem tóku við völdum í stríðslokin og kommúnistar tóku þátt í. En þessi ríkisstjórn Guatemala hefur tekið sér bessa’eyfi að þjóðnýta stór óræktuð íand- flæmi sem United Fruit Co. „átti“ og skipta þeim milli fá- tækra og landlausra indíána- bænda en þeir eru rneira en þrír f jórðu hlutar íbúa lands- ins. Það er fyrir þetta — og „ einungis þetta sem stjórn i Guatemala tekur nú út refs- i ingu sína, vegna þesr. að þessi eina aðgerð hennar ógnar, ekki þjóðum Ameríku, friði þeirra né öryggi, he’dur ein- ungis „rétti“ og „fre'si“ bandarisks einokunarbákns t l að arðræna og mergsjúga náttúruauðæfi annarra landa og vinnandi fólk þeirra. Það sem gerzt hefur í Guatemala síðustu daga má í rauninni skýi'greina sem stéttabarátt- una, breytta í milliríkjadeiiu. Og í þeirri deilu telur hinn máttarme:ri aðilinn nauðsyn- legt að be'ta sjálfvirkum skot- vopnum cg nýjustu tegundum flugvéla gegn varnariausu fólki til vamar síuum óhreina málstaJ. Bönnuð vopna’iaup í Bandaríkiunum . Nú.verður augljós f'lgangur til Guatemala með sænsku skipi. En hann var sá að tryggja að 6000 manna her Guatemala væri óvopnaður er hin undirbúna innrás þeirra hæfist. Á þetta var bent í yfirlýsingu Guatemalastjórn- ar hinn 20. maí. Þar segir að stjónrn hafi í mörg ár reynt árangurslaust að fá herbún- að fvrir herinn keyptan í Bandaríkjunum, hún hafi ekki getað fengið skanyubyssur handa lögreglunni, jafnvel skot- og veiðimannafélög hafi ekki getað fengið hinn minnsta skammt af skotfær- um. Ennfremur segir í yfir- lýsingunni: „Stjórnarvöld Bandaríkj- anna hafa sýnt Guatemala fjandskap með því að hindra eða reyna að hindra stjórn Guatemala a5 taka á móti hergögnum til vamar landinu, og til að vísa á bug hverri árás gegn yfirráðasvæði þess. Bandaríkin hafa reynt að koma því til leiðar að landið standi óvopnað gagnvart innri og ytri fjandmönnum sínum og fjandsamlegum erlendum stjómarvöldum og koma með því í veg fyrir að stjórn landsins geti innt af hendi ema helztu skyldu sína, að verja sjálfstæði og fullveldi landsins. Siglingabannið, hið efnahagslega og hernaðarlega viðskiptabann eru einnig fjandsamlegar aðgerðir, jafn- alvarlegar vopnaðri árás“. I tilefni af vopnakaupunum vekur Guatemálastjörn at- hygli á að það sé löglegur og óskoraíur ráttur liennar að verzla frjálst við hvaða ríki sem er í heinr'num. — „Guatemala erx ekki nýlenda Bandaríkjanna né heldur bandálagsríki þc'rra. Það þarf því ekki að spyr ja Bandarík- in um Jeyfi til að óitvega sér þau tæki sem eru óhjákvæmi- leg til varna þess og og ör- yggis. Ríkisstjórn Guatemala fordæmir því tilraun'r Banda- ríkjastjórnar til að hintíra löglegar athafnir cháðrar rík- isstjórnar'þ Áskorim Guaíemalastjórnar Eftir ;að þessi ýfirlýsing hafði verið gefin út gerði Bandaríkjastjórn .tilraun til að þvinga sigiingaþjóðir Vest- ur-Evrópu, meðal þeirra þjóð- ir Norðurlanda, til að koma í veg fyrir vopnasendingar ti! Guatemala og leyfa að banda- rísk lierskip geri le:t í flutn- ingask:pum þeirra í rúmsjó. Eftir hina síðustu atburði sendi stjórn Guatemala út á skorun til þjóða allra landa um hjálp og fulltingi. Stétt- vísir öreigar um allan heim hljóta að styðja þá áskorun. Alþýða manna í hvaða landi * sem er hefur ekki og getur hvorki haft minnsta hag af né löngun til að viðhalda arðráni og kúgun United Fru't Co. í Gijatemala. heim allan rísa nýlenduþjcð- irnar upp og brjóta af sér hlekki arðráns og þrælkunar, stofna sjálfstæð menningar- ríki þarsem áður voru engin til. Hið sama gildir um Gua- temala og Guiana, um Indó- Kína og Kenya. Allir fram- farasinnaðir menn hvarvetna um heim hljóta að óska þess- um nýlenduþjóðum skjóts sig- urs í frelsisbaráttu þeirra. Framhald af 1. síðu. og aðgerðarleysi hennar er þeim mun athyglisverðara. 3/4 milljón gjald- eyristap á dag. Það mun láta nærri að hver nýsköpunartogari geti fært þjóð- inni um 9 milljónir króna i gjald- eyrisverðmætum á ári. Þeir 30 togarar sem nú eru stöðvaðir afla því um 270 milljóna á ári -— eða um 750.000 króna á dag. Það er kostnaðurinn í gjaldeyri af að- gerðarleysi og dugleysi ríkis- stjórnarinnar í þessu máli. Og af- leiðingarnar geta raunar orðið ennþá alvarlegri. Þessi sföðvun mikilvirkustu framleiðslutækja þjóðarinnar mun hafa í för með sér, verði henni ekki aflétt án tafar, að við getum ekki staðið við þá miklu samninga sem gerð- ir hafa verið við Sovétríkin og afhent það magn sem við höíum sjálfir boðið. Valdi hernaðar- vinnuna. Á framkomu ríkisstjórnarinnar í þessu máli er eklci nema ein skýring. Þeir stórfelldu markað- ir sem nú standa íslendingum opnir, þýða að hægt er að hag- nýta öll atvinnutæki þjóðarinnar til hins ýtrasta — en til þess þarf aukið vinnuafl. Ríkisstjórnin varð að velja á milli hernaðar- vinnunnar og íslenzkra fram- leiðslustarfa, og hún gat tryggt nægan mannafla í framleiðslu- störfin með þeim kjarabótum sem óhjákvæmilegar eru. Aðgerð- arleysi hennar sannar að hún valdi hernaðarvinnuna, fórnaði íslenzku atvinnulífi — eflaust samkvæmt erlendum fyrirmæl- um. Nú hefur málið verið dregið svo lengi að allar líkur eru á að meginhluíi togaraflotans verði stöðvaður þar til í haust, jafnvel Dagur ný’endukúgunarinn- ( þótt einhver viðunanleg lausn f á- ar er að kvqlái kominn. Um ist — og þá er markinu náð. varlar bifrslSseigendBr G? plast-lalkk, seai mynéajr ésýssilega veméai- hús á því, sem það es bessS á. I3LASTOCROM verndar krómið á bílnum yðar gegn ryði. ELASTOCROM þolir vatn og sjávarseltu. EIAlSTOCROM flagnar elcki af og þolir steinkast. Biít®iðáis:%di'éw?: IJ0TIÐ lliISTOCBÖM. Fæst á ölium benzínstöðvum BP í Reykjavík Olíuverzíun íslands h.f. >aa a« a« aii aaa **•«■■■« •■■■■••■■■«■■•■■■■•« ■■«•••■ ■•••■« uiataiut

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.