Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 23. júní 1954 þlÓOVIUINN 'ðtgefandl: Sameiningarflokkiir alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartanason (áb.), Sigurður Guómundsson, Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Asmundur Sigurjónssor.. ðjarnl Benediktsson, GuB- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafssoo. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiöja: Skólavörðustig 19. — Siml 7600 (S línur). Áakriftarverð kr. 20 é mánuði S Reykjavik og nágrenni; kr. 17 smnars staðar á landinu. — Lausasöluverð l kr. eintakið. Prentsmiðja ÞJóðviljans h.f. Samnircgarttir við Sovétríkin í^lendingar stunda einna mest milliríkjaviðskipti allra þjóða heims. Þær vörur sem þjóðin þarf að fá frá út- löndum eru miklar og margvíslegar, en til þess að geta gert slík kaup þurfa íslendingar að hafa örugga og góða markaði fyrir afurðir sínar, og þá fyrst og fremst sjáv- arafurðirnar. Þessi einfalda staðreynd er meginatriði 1 efnahagslífi íslendinga og afkoma þjóðarinnar hefur jafnan verið háð því hvernig til tckst í þessum efnum. Þess vegna hefur Sósíalistaflokkurinn jafnan lagt mjög mikla á- herzlu á stefnuna í markaðsmálum og háð harða bar- áttu fyrir því að rétt væri stefnt og skynsamlega. Hafa átök um þessi atriði oft mótað þjóðmálaumræðurnar að mjög verulegu leyti. Þannig fór t.d. þegar Bandaríkin tóku að hafa bein aískipti af afurðasölumálum íslendinga með marsjall- kerfinu, en eitt meginatriði þess var sem kunnugt er að leggja raunverulegt viðskiptabann á Sovétríkin. Þessi lenti haröast á íslendingum allra þjóða, sökum þess að í stríðslok hafði tekizt að fá mjög góða og trausta markaöi í Sovétríkjunum fyrir verulegan hluta af sjávar- afurðum íslendinga. En þessum hagstæðu viðskiotum var fórnað sökum valdboðsins að vestan, og Bjarni Bene- tíiktsson þáverandi utanríkisráðherra gekk að því verk- efni af venjulegu ofstæki. Mun þjóðin enn geyma í fersku minni hinar endalausu ræöur hans urn viöskiptin við Sov- étríkin og ruddalegar yfirlýsingar hans um að ekki væri hægt að verzla við þá þjóð. Afleiðingar þessarar stefnu urðu miög alvarlegar fyrir íslendinga. Þeir voru háðir því að reyna að koma sjávar- afurðum sínum út meðal keppinautanna í Vesturevrópu — og hinar ágætu samstarfsþjóðir lögðu á það mikið kapp um sömu mundir að auka fiskveiðiflota sinn og senda hann sérstaklega á íslandsmið. Var togarafloti Vestur- þjóðverja t.d. byggður upp á skömmum tíma með banda- rísku og brezku fjármagni. Síðan kom að því að Bretar lögðu viöskiptabann á íslendinga, og í Bandaríkjunum var stöðugt verið að þrýsta niður verði á íslenzkum sjáv- arafurðum, og var gengislækkunin m.a. rökstudd með því að þannig þyrfti aö gera íslenzkan fisk ,,sa,mkeppn- isfæran“ fyrir vestan haf. Afleiðingin af öllu þessu varð su að framleiðslan dróst saman, hin miklu tæki íslend- inga voru aðeins hagnýtt að nokkru leyti, árlega voru gefin út fyrirmæli um það að bannað væri að frysta og salta nema ákveðið lágmark af fiski o.s.frv. Gjaldeyris- tap þjóðarinnar af þessum sökum nam hundruðum millj- óna króna, en atvinnuleysi þjakaði íslendinga í vaxandi mæli. Eina viðbragð ríki.sstjórnarinnar ýað það að þiggja mútugjafir frá Bandaríkjunum til þess að vega upp nokkurn hluta af því tjóni sem hún hafði bakað þjóðinni •— en þær mútur voru keyptar hinu dýrasta verði, sjálfu fullveldi þjóðarinnar. Þetta var mikið niðurlægingartímabil í sögu þjóðarinn- ar. En það er fróðlegt að um leið og marsjalltímabilinu lauk og íslendingar voru ekki lengur bundnir af ákvæö- um þess samnings sá rikisstjórnin þann lcost vænstan að leita þegar í stað samninga við Sovétríkin, hagnýta þá markaði sem alla tíð höfðu staöið til boða. Stefna Bjarna Benediktssonar og félaga hans hafði beöiö algert skip- brot. sjónarmið sósíalista höfðu sannazt á eftirminnileg- a?ta hátt. íslendingar hafa nú haft viðskiptasamning við Sovétríkin í næstum því eitt ár, og hann heíur reynzt rnjög vel. Framleiðslutækin hafa verið hagnýtt miklu bet- ur en gert hefur verið árum saman, og í stað sjávarafurða höfiúh við fengið hinar dýrmætustu og nauðsynlegustu vörur á hagstæðum grundvelli. Og nú hefur þessi samn- ingur verið endurnýjaður í enn stærri stíl, og þaö er at- hyglisvert að Sovétríkin féllust þegar í stað á að kaupa cllt það magn sem íslendingar stungu upp á af freöfiski. Það sannar að möguleikarnir eru mjög víðtækir, að ís- lendingar geta nú stóraukið framleiðslu sína og veriö ör- uggir um sölu. Það opnar aftur ný viðhorf í íslenzkum atvinnumálum, sem nauðsynlegt er að ræða ýtarléga. Morgunbladinu þokkuS ágcef HSveizia viö söfnunina i SigfúsarsjóS Þegar ég um daginn sendi Þjóðviljanum hugleiðingar min- ar um söfnunina í Sigfúsarsjóð, skyldur launþeganna við Sós- íalistaflokkinn, viðbrögð Morg- unblaðsins og njósnir skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í þágu hernámsliðs Bandaríkj- anna, hélt ég að ég myndi ekki finna ástæðu til að skrifa niður hjá mér frekari hugleiðingar um þessi mál í bráð. En við- brögð Morgunblaðsins við þess- ari grein minni og öðrum grein- um í Þjóðviljanum undanfarna daga gefa tilefni til að biðja Þjóðviljann fyrir aðra grein. Þegar vinnufélagar mínir lásu grein mína í Þjóðviljanum, kváðu fylgjendur Sjálfstæðis- flokksins meðal þeirra strax upp úr með það, að Morgun- blaðið myndi áreiðanlega mót- mæla ýmsum staðhæíingum í greininni og þá fyrst og íremst þeim að Sjálfstæðisflokkurinn þægi fé af amerískum og að skrifstofa flokksins gæfi upr> nöfn „kommúnisla“ til sendi- ráðs Bandaríkjanna, auk þess myndi að sjálfsögðu verða mót- mælt ,,róginum“ um Holstein- happdrælti Sjálfstæðisflokks- ins og fleiri atriðum. En þeir hafa verið heldur I framlágir síðustu dagana þess- ir háttvirtu kjósendur Sjálf-j stæðisflokksins. „Svar“ Morg-j unblaðsins hefur nefnilega ^ hvorki fært þeim nein mótmæli | við því að Sjálístæðisflokkur-| inn lifi á erleridu fé né hinni I ógeðslegu njósnastarfsemi flokksins, aftur á móti hafa greinar blaðsins um söfnunina í Sigfúsarsjóð og rússagullið næstum sannfært þá alla um, að rússagullið til Sósíalista- flokksins sé þjóðsaga, sem eng- inn fótur sé fyrir og að sannað sé að Sjálfstæðisfiokkurinn stundi njósnir af óþverralegasta tagi fyrir bandaríska hernáms- liðið. Það er ekki að ástæðu- lausu að þessir fylgjendur Sjálf- stæðisflokksins hafa iesið þettaj milli línanna i Morgunblaðinu.J Það sem einkum kom þeim til að álykta, að sagan um rússa-, gullið væri uppspuni, voru hug- leiðingar í síðasta Reykjavíkur- bréfi blaðsins þar sem enn var íullyrt að söfnun „kommún- ista“ væri sjónarspil, en nokkru síoar í sömu hugleiðingum er látin furða í ljós hvers vegna kommúnistar séu svo smátæk- ir að þeir skuli ekki kaupa upp heil hverfi á beztu stöðum, þeg- ar þeir hafa nóg fé frá Rúss- landi. Höfundur Reykjavikur- bréfa hefur líklega séð, að hér er hann kominn á hálan ís. og heldur ekki á'ram að telja upn hvað „kommúnistar1* myndi, gera ef þeir hefðu nóg fé frá Rússlandi. En hað var einmitt það sem fylgiendur Sjálfstæðisflokksins meðal vinnufélaga minna gerðu.! Þeir byrjuðu á þvi að spyrjaj hvers vegna „kommúnistar“, hefðu ekki keypt upp allan bíla-j kost bæjarins í öllum undan-| fömum kosningum, hvers vegna, þeir réðu ekki heilan her af á- róðursmönnum, sem væru ó^ fullum launum, hvers vegnaj -þe-ir g.nofu ekki út blað sem. væri helmingi stærra og eftir- sóttara en Mogginn o. s. frv. Nei þeir urðu að álíta rússa- gullið þjóðsögu, sem ekkert mark væri takandi á. Þegar hér var komið umræð- um vinnufélaga minna greip framsóknarmaðurinn inn í þær og sagðist hafa sannanir fyrir að Sjálfstæðisílokkurinn fengi rússagull. Hann sagði það á- kveðið að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að fá ágóða og umboðs- laun í Rússlandi af sölu rúss- neskra bíla, sem ríkisstjórnin hefði nýlega fest kaup á í Rúss- landi, og hefði bílaverzlun Gísla Jónssonar alþm. verið fengin til að sjá um sölu bílanna. Fylgis- menn Sjálfstæðisflokksins setti nú næstum hljóða við þessa fregn, en við héldum samt áfram umræðunum í næsta kaffitíma. Þeir héldu því fram að sannað væri með þögn Morg- unblaðsins að forráðamenn Sjálfstæðisflokksins hefðu tek- ið að sér e.ð reka hér þær ógeðs- legustu njósnir sem hugsazt geta. Einn fyrrverandi fylgj- andi flokksins, sem dvaldi í Danmörku á hernámsárunum, átti engin orð tii að lýsa þeim mönnum, sem hafa ákveðið að gefa hernámsliðinu upp nöfn andstæðinga hernámsins, hann sagði: Þetta eru ekki menn, ekki dýr, þetta er sori og ó- þverri. I þessu sambandi tók hann fram að sér þætti ekki burðug. sú áskorun Morgun- blaðsins á Þjóðviljann að birta nöfn þeirra sem gefið hafa í Sigfúsarsjóð. Ekki væri ástæða til að hjálpa njósnadeild Sjálf- stæðisflokksins í glæpastarf- seminni, enda myndi hann ekki eftir að venja væri að birta nöfn gefenda í stórsöfnunum sem þessari. Skrif Morgunblaðsins og um- ræðurnar á vinnustaðnum mín- um gefa von um að 2 af 5 fylgj- endum Sjálfstæðisflokksins séu að snúa við honum bakinu og er það vel. 1. áfanga í söfnuninni í Sig- fúsarsjóð er nú lokið. Glæsileg- ur sigur hefur unnizt, líklega einn glæsilegasti sigur sem al- þýðan og flokkur hennar hefur unnið og óska ég okkur öllum til hamingju með þennan- árang- ur og þakka Morgunblaðinu á- gæta liðveizlu. Verkamaður. liötir e a imoréi Eins 'o* ö'Ium cr í' feróku minni gaf Gunri'ar Thoroddsen borgarstjóri hátíðlegt loforð um það rétt fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar í janúarmán- uði sl. að Reykjavíkurbær myndi úthluta og afhcnda á þessu vori byggingarlóíir und r e'gi færri en 1500 íbúð- ir. Gg borgarstjórinn tók enn dýpra í árinni. Ilann fullyrti að allar þessar lóðir vreru til- búnar tii afhendiugar þá þeg- ar. Þótt komið sé fram undir lok júní er var'a enn búið að úthluta lóðum unair helming } eirra 3500 íbúóa sem borg- arstjórinn gaf fyrirheitið um í janúarmánuði. H:tt er þó kannski ennþá verra, að fæstar lóðirnar scm úth'utao hefur verið í ár eru í afhendiigirhæfu ástandí Þsnnig hafa t d. bygginga- sanivinnufélög sem fengu til- kynningar um lóðaúthlutun snemma í jánúar ekki enn fengið Icðir sínar afhentar. Þanuig stendur slóðaskápur íiialdsins í vegi fyrir því að þeir eínstakiingar og samtök sem v’Ija gera tilraun tiUað halda uppi býggingarstarf- semi í bænum geti gert það Iiindrunarlaust 3f hálfu bæj- arins. Þa* er óþo'andi að bau hundruð Reykvílcinga og jafn- vel þúsundir sem hafa sótt um lóðir og vilia ráðost í byggingar skuli hindraðar í he:m fvrrætlunum af sama bæ iars tjórna rmelrihl u tanum scm sjálfur héfur geíizt upp v35 oð lev-ja húsnæðisvanda- rnál bæjarins. Það er cverjandi að hærin.n skuli neit.a mönrmm, sem vilja þrátt fyrir alla erfiðleika ráð- ast í íbúðabyggingar, um lóð- ir undir húsin. Með þessari framkomu er íhaldið enn einu sinni að koma í veg fyrir það að eðlileg og nauðsynleg byggingarstarf- semi geti átt sér stai. Þetta er' í reynd það ,.frelsi“ til íbúðabygginga, sem íhalds- blöðin lofuðu af innilegustum fjá’g’.eik þegar slakað var á höftunum af Alþingi sl. vetur. íhaldið hefur lag á að hag- ræða „frelsinu“ þannig að höftin haldi eftir sem áður í nýju formi. En þetta er ástand sem Reykvíkingar geta ekki þolað og mega ekki líða eins og ástett er í húsnæðismálum bæjarins. Það er með öllu óforsvaranlegt að bæjarfélag- ið sjálft standi í vegi fyrir þeim byggingarframlrvæmdum sem almenningur treystir sér til að ráðast í, þrátt fyrir lánsfjárbannið sem skipulagt er og fyr'rskipað af stjcrnar- völdunum. Reykvíkingar li’icta að krefjast þess að æðsti emb- ættismaður þeirra, sjálfur borgarstjórinn, geri sig ekki beran að því að hafá farið með fleipur eitt og blekkingar í sarnbandi við möguleika bæj- arins í þessum efnum. Loforð borgarstjórarts var tvímæla- laust og bví fylgdi enginn fyrirvari. Cg nú er komið að því að stenda við stóru orð- in, að úthluta og afhenda a.m.k. lóðir undir bær 1500 ibúðir sem Gunnar Thoródd- sen taldi engin vandkvæði á að úthluta fyrir meira en fhnm minuónm síðan.'. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.