Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÖÐVILJiNN — Miðvikudagur 23. júní 1954 - INNAN VIÐ MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN 31. an hann var að róast í skapi. Síðan sagði hann: ( „Þið unglingarnir þykizt hafa alla kostina. Það er gallinn á ykkur. Þið sjáið ekkert gott annars staðar. Ég þykist ekki vera neinn dýrlingur. En ég held þó fast við ýmsar hugsjónir. Og ein þeirra er sanngimi. Að vísu er mér meinilla við þetta mál yðar. En hamingjan góða, ég læt það ekki á mig fá. Ég tek skýrsluna með mér, opinbera hana í sjálfri fulltrúadeildinni. Og sem ég er lifandi, ég gef yður orð mitt upp á það, að ég hætti ekki fyrr en hún er komin í hendur innanríkisráðherr- ans.“ Páll leit upp. Svo óvænt var þessi ræða, svo snöggur sigurinn, að það var eins og herbergiö færi allt í éinu af stað. Hann reyndi að stama upp þakklæti sínu, en hann gat ekki bært varirnar, herbergið hringsnerist enn hraðar en áður. „Guö minn góður!“ Birley þreif í skyndi stóran ferða- pela upp úr vasa sínum, beygði sig áfram og hellti nokkr- um dropum upp í Pál. „Svona! Þetta er skárra. Hallið höfðinu fram“. Hann horfði á roðann stíga fram í kinnar Páls á ný, föðurlegur á svip og fékk sér á meðan drjúgan sopa úr pelanum. Geðshræring Páls rak síðustu leifar reiðinnar á flótta og hann fann notalega til valds síns. Og seinna meir, þegar hann hefði leiörétt þetta rugl um óréttlæti yrði þetta fyrirtaks saga til að segja í klúbbnum! — „ieið yfir hann fyrir framan mig, veslings piltinn”, heyrði harrn sjálfan sig segja. En tíminn leið; ,,Líður yður betur núna? Lestin mín fer klukkári átta“. Páll reis á gætur, tók í blindni í höndina sem Birley rétti fram, og andartaki síðar var hann kominn út á strætið með hljóm fyrir eyrunum og enn ríkari hljóm í hjartanu. Sextándi kafli Daginn eftir gerðist Páll áskrifandi að Courier í blaða- turninum á horninu. Blað þetta skýrði nákvæmlega frá öllu því sem gerðist í þinginu. Þótt Páll vissi áð ekkert mundi gerast á næstunni — Birley var'ð að bíða færis — las hann blaðið með ákefð á hverju kvöldi þegar hann , kom júr vinnunni. Hann var allvongóður, reyndi að sætta sig- við, kring- umstæður sínar og gera gott úr þeim. Þar sem hann bjó kynntist hann lauslega eina jafnaldra sínum sem þar átti heima — James Crocket skrifstofumanni, þung- lamalegum og hægfara, reglulegum eins cg klukku í venjum sínum, gekk með háa., stífa flibba og þverslauf- ur og mjög hlédrægur við Pál; en laugardagsmorgun einn þegar þeir hittust fyrir framan herbergi sín, tók hann hugsandi tvo miða upp úr veski sínu. „Kærið þér yður um þessa miða? Skrifstofustjórinn gaf mér þá. Hann er meolimur“. Páll virti miðana fyrir sér. „Ætlið þér ekki að nota þá sjálfur?“ „Vinkona mín er lasin“, svaraði Crocket, og þess vegna getum við ekki notað miðana. Það er mjög skemmtilegt þama. Það fá aðeins félagar og gestir að koma á sunnudögum“. Páll vildi ekki særa Crocket, tók því við miðunum, þakkaði fyrir sig og þaut af stað í vinnuna. Honum leið betur þessa dagana og leiddist ekki 1 vinnunni. öðru hverju skotraði hann augunum til Lenu Andersen og reyntíi að vinna bug á mótstöðu hennar. Það var engan veginn auðvelt — upp á síðkastið — eftir að hún hafði rabbað frjálslegar við hann, var eins og hún hefði horf- ið inn í skelina á ný og stundum varð hann var við þján- ingasvip í augum hennar. Honum sárnaði aö hún skyldi afþakka þá vináttu sem hann hafði að bjóða og um há- úag einn — það var á laugardegi -- fékk hann allt í einu hugmynd. „Lena“, sagði hann og gerði sér far um að vera alúð- legur. „Hvers vegna förum viö ekki út saman .... á morgun?“ Þegar hún svaraði engu, hélt hann áfram: „Piltur sem býr með mér gaf mér tvo miða í grasgaröinn. Það er ekkert sérlega spennandi en það er þó tilbreytni fyrir unglinga eins og okkur“. Svipur hennar hafði gerbreytzt, og andartak stóð hún grafkyrr. „Hvað er að?“ Honum gramdist en reyndi þó að gera að gamni sínu. „Haldið þér að brönugrösin bíti yður?“ Hún brosti dauflega. En svipur hennar var enn stirö- legur og óttasvipurinn, óttinn við heiminn og mennina, hvarf ekki úr augum hennar. „Þetta er mjög vingjarnlegt af yður“, sagði hún og sneri sér undan. „Ég fer ekki oft út ....“ Hann skildi ekki hvers vegna henni varö svona mik- ið um þetta meinlausa tilboð. Og viðskiptavinirnir voru farnir að streyma inn. „Hugsið yöur um“, sagði hann og sneri píanóstólnum við. „Þér látið mig vita ef þér viljið koma“. Lena gekk hægt aftur.að afgreiðsluborðinu og hún var í kynlegu uppnámi. í þéssa sex mánuði síðan hún kom til Worthley hafði hún ekki sinnt tilliti nokkurs manns. Að vísu hafði hún átt í erfiðleikum og þeim leiðum. Hari'is hafði til dæmis gengið á eftir henni með grasið í skónum fyrst eftir að hún fór að vinna í Bon- anza, en kuldi hennar og afskiptaleysi hafði að síðustu hrakið hann brott. Og það kom ekki sjaldan fyrir að hún væri ávörpuð og elt á götum úti þegar hún gekk Móðir og harn á sjúkrahúsi Nú er mikið um það rætt í Englandi og víðar hvort rétt sé að mæður fylgi bÖrnum sín-j um á sjúkrahús, þegar þau veikjast. Fólk skiptist í tvo hópa, og það er athyglisvert að fylgjast með þróun þessa máls í Engiandi, en þar hefur það lengi verið á dagskrá. — Enska læknablaðið Lancet Barn innan tveggja ára ald- urs sem þarf að mata og sinna á alia lund, er öruggara og ró- legra í návist móðurinnar, sem annast það á sama hátt og á heimilinu. Mæður sem hjúkrunarkouur Þess vegna hallast blaðið að því að mæður eigi að annast mselir sterklega gegn því í leið- ara að mæður og börn séu aðskilin og það er einkum eft- irtektarvert vegna þess, að Lancet er blað sem fer yfirleitt mjög varlega í sakirnar. Mæður eru ekki fífi Blaðið lýsir því yfir, að þeg- 'ar um meðferð sjúkra barna sá að ræða, hafi það til skamms tíma verið venja að ganga að því sem vísu að mæðurnar væru fífl. Það álit ber að forð- ast. Venjuleg móð:r er fjarri því að vera fífi; oft er móðirin miklu skynsamari en læknar og hjúkrunarkonur gera ráð fyrir að jafnaði. Auk þess hefur móðirin sérstaka þekk- ingu á sínu eigin bami, seni ókunnugt fólk getur aldrei afl- að sér á skömmum tíma. —■ börn sín og þær eigi að fá að gera allt sem þær geta mögu- lega gert. Flestar mæður láta vel að stjóm lækna og hjúkr- unarkvenna og barnið er ró legra og því batnar fyrr þegar móð'rin fær a'ð annast það. í Ástralíu hefur verið gerð slík tilraun á einu sjúkrahúsi, og þar býr móðirin í herbergi við hliðina á herbergi barnsins, býr til matinn handa því og þvær af þvi í sérstöku herbergi. Minni smithætta Ástæðan fyrir þessari tilhög- un er smithættan. Ungbarnið hefur ekki scr neitt móteitur gegn fjölda sjúkdóma og er því í nrkilli hættun á smitun. Ungbörn sem eru holgóma og gera þarf skurðaðgerð á eru einniigruð og aðeins móðirin og iStjórnmálamaður nokkur var að tialda ræðu. Hann fór mörg-um orðum um þjóðarfleyið og þá hættu sem það væri í. Sjómaður nokkur hlustaði á með mestu athyg’i. „Öldurnar belja yfir skipið“, sagði ræðumaður, „segl- in eru rifin, stýrishúsið brotið, og skipið stefnir beint upp að grýttri ströndinni". „Er þá ekkert tii bjargar?" Þá þoldi sjómaðurinn ekki leng- ur mátið. Hann stóð upp og lá við að eldur brynni úr aug- um hans. „Niður með akkerið, fíflið þitt", sagði hann og steytti hnefana að ske’.kuðum ræðumanninum. —O— Xnnbrotsþjófurinn við son sinn: Það var allt í lagi þótt þú stælir sultunni frá henni mömmu þinni, en hitt var lakara a,ð hún sá fingraförin þín á krukkunni. ■—O— Svo þér særðust í stríðinu — hvar særðust þér? 1 Bospórus. Hry'.li’.egt! —O— Þegar þér hreinsið riffiíinn — á hverju byrjið þér þá? Að líta á númerið. Og hvers vegna það? Til að ganga úr skugga um að það sé minn eigin riffill. ein cérstök hjúkrunarkona kemur í snertingu við það. Við þetta minnkar smithættan um helming. Barnið hefur mót- stöðuafl gegn smitun frá móð- urinni en ekki frá ókunnugu fólki. Þess vegna kemur það stundum fyrir að móðir ve:kist t.d. af inflúenzu en ungbarnið sleppur við veikina, endaþótt það hafi umgengizt mcðurina. Á myndini er röndóttur kjóll, sem er tilvalin hversdags- og vinnukjóll allt árið um kring. Rendurnar snúa langsum í öií- um kjólnum og löngu skyrtu- ermunum, en þversum í krag- anum, uppslögunum, hnappa- listanum og brjóstvasanum. I mittið er kjóllinn tekinn saman með breiðu, einlitu belti. Takið eftir að pilsið er styttra við hliðarsaumana og minnir á I herraskyrtu að neðan, en það er hægðarle'kur að breyta því i ef manni lízt ekki á það.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.