Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 12
Segulegt áframhalá árásaimálsms á ísEenzhn lögreglnna 133 mn B Á manmnn V! © g i Morðárás Bandaríkjamanna á ísíenzk.u lögregluna a Keflavíkurflugvelli s.l. sunnudágsmorgun virðist ,aetla að hafa óvænt eftirmál. Þegar íslendingurinn sem varð fyrir árás Banda- ríkjamanna fyrrneíndan morgun hafði ákveöið í gær að fara með'næsia bíl til Keflavíkurflugvallar, sam- kvæmt ósk ísl. lögreglunnar í lögsagnarumdæmi ut-| anríkisráðherra, lét dómsmálaráðherra taka íslend-j ing þenna íastan og flytia í steininn — til að sitja. aí sér tveggja ára gamla sekt!! . Fyrst ráðast Bandaríkjamenn á íslending þenna með flöskum, kústsköftum, hnífum og grjóíi — svo tekur Bjarni Ben. við og lætur loka hann i'nni í síeininum! Þjóðviljinn skýrði í gær frá árás Bandaríkjamanna á Islend- ing á Keflavíkurflugvelli s.l. sunniidag og síðan á íslenaku lögregluna þar. Lögregla utanríkisráðherrans vill láta hann bera vitni. í gær bárust íslendingnum er fyrir árásinni varð tilmæii lögreglunnar í lögsagnarum- dæmi utanríkisráðherra um að koma suður vegna rannsóknar árásármálsins, mun hann hafa átt að þekkja helztu árásar- mennina í hópnum. Lögregla dómsmálaráðherrans flytar hann í steininn. Þegar liann hafði ákveðið að fara suður á Keflavíkurflug- völl til fundar við lögregluna þar kom fulltrúi sakadómara dómsmálaráðherrans og lét flytja manninn í steininn. Gróf upp gamla seltt. í steininum á hann að af- plána sekt sem mun vera tveggja til tveggja og hálfs árs gömul, er hann mun hafa hlotið fyrir að kaupa ákavíti um horð í dönsku skipi liér. í tvö ár virðist ekki hafa verið tími til að kref ja hann um sekt þessa, — en þegar hann á að bera vitni í árásarmálinu, þá er fyrst tími til þess! Niður með Islendinginn! Þjóðviljinn hafði tal af Is- lendingi þessum, Guðmundi Þ. Elíassyni járnsmið, í fyrra- kvöld. Kvaðst hann hafa heim- sótt kunningja sinn á Kefla- að rækta hvelti Bandaríkjastjórn hefur skipað baendum í Bandaríkjunum að draga úr hveitirækt sem nemur 12% frá þessu ári. Eru settar strangar reglur til að tryggja að skipuninni sé framfylgt. Tvær milljónir bænda eiga að skerða hveitiakra sína um fjórar mill- jónir hektara. Orsök þessarar ráðstöfunar er að óseljanlegt hveiti hrúgast upp í vöru- geymslum Bandaríkjastjórnar. Fyrst réðust Bandaríkja- menn á hann með flöskum, hnífum og grjóti — síðan lét Bjarni Ben. loka hann inni í steininum. víkurflugvelli á laugardags- kvöldið. Á sunnudagsmorgun- inn varð honum gegnið inn í bragga nr. 16 í Seaweed, en þar voru ekki íslendingar fyrir heldur 18 Bandaríkjamenn í „blesspartíi“. Töluðu þeir þeg- ar um að henda íslendingnum út. Særður eftir viskíflösku. Réðust Bandaríkjamenn þar á hann, en eftir nokkurt þóf tókst honum að berja sér leið út úr skálanum, þrátt fyrir of- urefli hins bandaríska liðs. Var hann þá skorinn á höfði eftir viskíflösku sem einhver herra- þjóðarhetjan hraut á honum. Fór hann þar á lækningastofu og saumaði bandarískur læknir saman sárið eftir viskíflöskuna. Ráðist á íslenzku lögregluna. Þegar íslenzka lögreglan kom á vettvang fór liann með henni, en beið úti í bílnum er þeir fóru inn til að athuga málið. Bandaríkjamennirnir réðust ] j á íslenzku lögregluþjónana og kallaði einn þeirra á hann til aðstoðar, íslenzku lögregluþjón- amir komust út úr bragganum og héldu slagsmálin þar áfram. Kvað Guðmundur 3 Bandaríkja- menn hafa samtímis ráðist á Ólaf Thordarson, héldu tveir höndum hans en sá þriðji æti- aði að kyrkja hann. Kvaðst hann hafa losað ólaf við kyrkj- arann, en um leið hafa fengið stóran stein í hnakkann. Þeir hlóu! Þegar flugliðslögreglan banda- ríska kom á vettvang og mið- aði byssunum urðu hinir stríðs- óðu herraþjóðarmenn loks við- mælandi. Var nú farið með þá særðu •— en áverkum íslenzku lögregluþjónanna var lýst í gær — út í lækningastofu og gert að sárum og me:ðslum. Kvað Guímundur stjörnu- skrýdda liðsforingja hafa kom- ið á vettvang, horft yfir -hóp- inn og hlegið! („Við eitthvað verða blessaðir drengirnir að fá að skemmta sér!“) Framhald á 3. síðu. Miðvikudagur 23. júní 1954 — 19. árgangur ;— 136. f tölublað imgar mp ópnrafetefiiia verkalýfefé laganna íil versiáa? f riði Fyrri hluta þessarar viku er haldin í Berlín Evrópuráð- stefna til verndar frið'i. Boðar Alþjóðasamband verkalýös- félaganna til ráöstefmmnar, en hana sækja tveir íslend- ingar, Björn Bjarnason formaöur íðju og Helgi Hóseasson prentari. Verkefni ráðstefnunnar er að tókst að koma áformum sinum ræða friðar og öryggismál í álf- ] fram vegna sundrungar alþýð- unni, og sérstaklega sem virkasta _ unnar. þátttöku verkalýðssamtakanna í þeirri baráttu. Þátttaka er mjög mikil frá álfunni allri, enda er nú skilningur verklýðssamtak- anna á nauðsyn friðarbaráttunn- ar sífellt að aukast. Sést það m. a. á samþykktum fjölmargra verklýðsfélaga í Bretlandi, þar sem endurhervæðingu Þýzkalands er mótmælt og þess krafizt að kjarnorkuvopn verði bönnuð. Verkefni ráðstefnunnar eru fyrst og fremst að ræða leiðir til að sameina verklýðshreyfinguna til að koma i veg fyrir að ævintýri Hitlers endurtaki sig, en honum a á liefur verið meS afbri^ Héraði, 20. júní Vorið hér eystra hefur veriö meö afbrigðum gott. Al- veg sérstaklega var maí-mánuöur hlýr, enda voru vor- verk öll unnin hálfum mánuöi til þrem vikum fyrr en vandi hefur verið til aö undanförnu. Bregður mönnum mjög við frá hinum síðustu vorum, sem gengiö hafa yfir með kuldum og óáran hér eystra. Björn Bjarnason sækir ráð- steínuna samkvæmt fundarsam- þykkt Iðju, en hann mun siðan dveljast í Þýzkalandi um mánað- arskeið sér til heílsubótar eftir sjúkleika. Helgi Hóseasson sækir ráðstefnuna sem áheyrnarfulltrúi og mun hann væntanlegur heim upp úr mánaðamótum. íP* n / Nokkrum áhyggjum hefur það þó valdið bændum, að allmjög hefur borið á því, að ær hafi lát- ið lömbum, og hefur vágestur þessi stungið sér niður á mörgum bæjum. Einstöku bændur munu jafnvel ekki fá nema um þriðj- ung þeirrar lambatölu, sem þeir bjuggust við. Því miður virðist ekkert hægt að ráða við sjúkdóm þennan, sem er smitandi. • Á mörgum bæjum er nú hafinn sláttur, og hjá Sveini Jónssyni, bónda á Egilsstöðum er þegar bú- ið að slá talsverðan hluta af tún- inu. Grasspretta er að sjálfsögðu ágæt. Gera má ráð fyrir, að flest- ir bændur muni byrja að slá um 25. þ. m. Allir fjallvegir eru nú fyrir löngu orðnir bílfærir. Þannig hóf- ust t. d. áætlunarferðir til Ak- ureyrar fyrir viku, en það er um hálfum mánuði fyrr en venjulega. 1 kvöld fer Sjú Enlæ, forsæt- is- og utanríkisráðherra Kína, frá Sviss, þar sem hann hefur setið ráðstefnuna um frið í Indó Kína, með indverskri fiug- vél áleiðis til Nýju Dehli. Þar verður hann gestur Indlands- stjórnar í þrjá daga og mun ræða máiefni Asíu og skipti Asíuríkja og Vesturveídanná við Nehru, forsætis- og utan- ríkisráðherra Indlands. Fréttamenn í Nýju Ðehli segja að Sjú verði tekið þar með kostum og kynjum. Hann mun búa í forsetahöllinni. At- hygli er vakin á að fundur Sjú og Nehrus verður sömu daga og þeir Churchill og Eis- enhower ræðast við í Washing- ton. Talið er að Nehru muni bráðlega endurgjalda heimsókn Sjú með för til Peking í boði Kínastjórnar. L0F0RÐ BORGARSTJÓRANS UM 1500 LÓÐIRNAR óðir afhentar fyrír Fyrir bœjarstjórnarkosningamar í janúar lofaði Gunn- ar Thoroddsen borgarstjóri pví í nafni $jálfstœðisflokks- ins, að viðlögðum drengskap og heiðri flokksins og sjálfs síns, að úthluta lóðum undir 1500 íbúðir á pessu ári. Þegar fyrir kosningar var úthlutað lóðum undir um 1.40 íbúðir við Fjallhaga og ennfremur lóðum við Kapla- skjólsveg, alls lóðum undir nœr 200 íbúðir. En pessar lóðir eru ekki byggingarhœfar enn. Hefur $jálfstœðisflokkurinn með pessum svikum sín- um tafið um allt að einu ári að pessar íbúðir kœmust upp. Það er nú sem óðast að koma í ljós hvernig efndirnar á síðustu kosningaloforðum Gunnars borg- arstjóra ætla að verða. Það voru 5 aðilar, byggingar- féiög starfsmanna ríkisins, prent- ara, barnakennara, símamanna og Fjallhagi h.f., sem fengu út- hluiað lóðum undir 5 blokkir við Fjallhaga. Lóðunum var úthlutað í janúar — fyrir kosningar. Alls áttu að vera 140 íbúðir í húsum þessum. Sumir þessara aðila munu hafa verið tilbúnir að hefja fram- kvæmdir í marz, en almennt var reiknað með að hefja þær í apríl. En það er ekki enn byrjað á neinum framkvæmdum, vegna þess að bæjarstjórnarmeirihlut- inn hefur með öllu svikizt um að framkvæma nauðsynlegan undir- L búning þess að hægt sé að hefja byggingaframkvæmdir, — nema ef nú fyrst er að greiðast úr þvi að hægt sé að byrja framkvæmd- ir við eina blokkina. Við Kaplaskjólsveginn var einnig úthlutað byggingarlóðum og er þaðan sömu söguna að segja, nema byggjendurnir munu hafa tekið að sér að gegna sjálf- ir því hlutverki bæjarfélagsins að gera lóðirnar byggingarhæfar! Hefði verið hægt að byrja framkvæmdir í apríl í vetur myndu húsin hafa verið steypt upp í sumar og seunllega verið hægt að flytja í þau um ára- mót. Töfiu sem orsakast af svikum bæjarins verður hius- vegar til þess að úr því sem komið er tefst það um allt að ár að hægt verði að flytja þarna inní hátt á annað huudr- að íbúðir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.