Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.06.1954, Blaðsíða 8
&) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 23. júní 1954 Frá íþróitavelimum: 6. leifeur Islcmdsmótsms í knattspyrnu fer fram á íþróttavellinum í kvöld kl. 8.30, þá keppa AKRANES og ÞRÓTTUR Dómari: INGI EYVINDS. Fiölmennið á VöIIinn! Móianefnd Umboðsmenn fyrir KODAK LIMITED, Verzlun Hans Petersen h. I.. Bankastræti 4. Kodak er skráð vörumerki. . i ---— - ... ----— /-------------------— BEZTU MYNDIRNAR - fást á: Kodak filmur > | Tilhynnmg Vegna sumarleyfa verður skrifstofu og af- greiðslu vorri lokað frá 12. til 28. júlí að báð- um dögum meðtöldum. Tóbafeseinfeasala ríkisins ' *----------------------------------\ * Hressingarheimili og | gistihús verður starfrækt að HLÍÐARDALSSKÓLA f ÖLFUSI frá 1. júlí. Nýtízku finnsk baðstofa, medisinsk böð og nudd, heilnæmt fæði. Læknir heimilisins verður GRÍMUR MAGNÚS- j SON. Pöntunum veitt viðtaka í síma 82820. % ÍÞRÓTTIR RlTSTJÓRl. FRtMANN HELGASON Valur vann Víking 1:0 eftir frem- ur tilþrifalítinn leik Eftir ófarirnar við Þrótt hafði Valur gert 9 breytingar á liði sínu, og margar þeirra virtust gefast allvel. Sveinn Helgason var nú vinstri bak- vörður með allgóðum árangri. Sveinn er að vísu búinn að missa nokkuð af fyrri hraða, en spörkin voru hrein. Einar var nú miðframvörður og var langfrískasti maður liðsins. Jón Þórarinsson lék nú aftur með og slapp sæmilega frá viður- eign sinni við Reyni. Gunnar Sigurjónsson lék nú sem inn- herji en Sigurhans Hjartar- son var framvörður. Vinstri útherji var nýr maður, Guðni Sigfússon, í stað Sigurðar Sig- urðssonar; nokkuð kvikur mað- ur en hann vantar æfingu. Árni Njálsson var innherji en fann sig ekki heima þar í fyrsta sinn, var of framarlega; en hann er baráttumaður. Gunnar Gunnarsson hefur mikla yfir- ferð en oft skilja samherjar hans hann ekki. Gunnar fær því ekki það útúr leik sínum sem efni standa til, og það spillir fyrir honum að hann virðist stundum kærulaus í at- höfnum sínum. Hörð Felixson vantar allan baráttuvilja nema ef hann hefur knöttinn við fæt- uma, þá getur hann vel hugsað sér að fara með hann þveran og endilangan völlinn, en það er einleikur; knattspyrna er flokkaleikur. I heild var liðið betra en móti Þrótti, þó óná- kvæmni væri mikil í sendingum og staðsetningum. Víkingsliðið vantaði Bjarna Guðnason sem er meiddur í Skeamtilegar knattspyrnu- myndir sýndar í Gamla bíéi I gær hóf knattspyrnusam- band íslands sýningar í Gamla bíói á tveim ungverskum kvik- myndum af hinum margumtöl- uðu knattspyrnukappleikjum, sem landslið Englendinga og Ungverja háðu í nóvember í fyrra og í maí s.l. Leikjum þessum lauk sem kunnugt er með sigri ungverska landsliðs- ins, fr—3 í London, 7—1 í Búdanest. Kvikmyndirnar eru mjög skemmtilegar, en sýningartími þeirra er um 1 klst. Sýna þær glöggt hina frábæru leikni ung- versku knattspyrnumannanna, ekki hvað sízt félaganna Pusk- as og Kocsis. Einnig eru sýnd nokkur atriði frá undirbúningi að leikjunum, för Ungverjanna til Englands, æfingaleik i París o.fl. KSl hefur látið útbúa skýr- ingar sem fluttar verða með myndunum. Kvikmyndirnar verða sýndar í Gamla bíói næstu daga. fæti, og lék Gunnlaugur Lárus- son í hans stað. Er Gunnlaug- ur ekki búinn að gleyma göml- um „töktum“ en skorti úthald. Sama höfuðveilan var hjá Vik- ingi og Val: ónákvæmni í sendingúm og þó að baráttu- vilji væri fyrir hendi voru staðsetningar slæmar bæði í sókn og vörn. Helgi var bezti maður varnarinnar. Hægri framvörður var líka duglegur og fylginn sér. Fyrri hálfleikur var þóf- kenndur í meira lagi og fáar aðgerðir sem vöktu hrifningu, og segja má að aðeins eitt skot hafi komið á mörkin all- Það er öruggt að við munum eftir Jesse Owens. En hvað varð af honum? Eftir ÓL í Berlxn félck mað- ur af og til fréttir af honum, m.a. að hann væri orðinn at- vinnumaður, að hann hefði tek- ið þátt í nokkurskonar sirkus- sýningum t.d. í kapphlaupi við veðhlaupahesta. Sagnir gengu og um það að hann mundi brátt lenda í sömu stöðu og þegar hann byrjaði sem fátæk- ur svertingi í Harlem. Áfrek Jesse Owens í Berlín höfðu gert strik í reikninginn hjá þeim sem ekki höfðu gert ráð fyrir að það yrði þeldökk- ur þátttakandi sem hlyti titil- inn „bezti þátttakandi leikj- anna“ með því að vinna gull- verðlaun í lOOm, 200m og 4xl00m hlaupxrm og langstökki, og það á nýju ÓL-meti í hverri grein. Þegar á fyrsta ári sínu sem skólaíþróttamaður 1933 náði hann frábærum árangri í 100 yards hlaupi: 9.4 sek.; 220 yards: 20.7 og 7.57 í lang- stökki. Sérstaklega mun þó íþróttasagan minnast ' afreka hans 25. maí 1935 þegar hann á fáum klukkutímum hljóp 100 yards á heimsmettíma, hljóp 200m undir heimsmeti (20.3, sem þó var ekki staðfest) og setti nýtt lieimsmet í lang- stökki (8.13) og 200m og 220y grindahlaupi (22.0). Persónu- leg met Owens eru lOOy: 9.4, lOOm: 10.2, 220y (200m): 20.3 og langstökk 8:13. Stærsti sigur hans Eins og getið hefur verið hefur lengi verið hljótt um Jesse Owens. En nú ekki alls fyrir löngu hafa komið fréttir af honum aftur. Hann er nú atkvæðamikill æskulýðsleiðtogi í Chicago. Á árunum eftir stríð- ið var Chicago sú borg í Banda- ríkjunum sem verst var á vegi stödd hvað snerti afbrot ung- linga. Auk allra afbrotanna meðal þessa æskufólks voru bardagar milli svartra og hvítra vandræðaflokka. Við þessi skil- an hálfleikinn, en það var þegar Gunnar Gunnarss. skaut á 43. mín föstu skoti, sem Ól- afur varði. Á sömu mín. átti Gunnar Sigurjónsson mjög gott tækifæri en skaut yfir. Síðari hálfleikur var mun betri hjá Valsmönnum, og skoruðu þeir mark sitt á 9. mín. Gunnar Gunnarsson var kominn út til hægri, nær knettinum við enda- mörk og sendir hann fyrir en Gunnar Sigurjónsson er þar fyrir og skallar í mark. Sigur- hans átti gott skot í þverslá og Gunnar G. skot rétt fyrir ofan slá. Víkingar gerðu á- Framhald á 11. síðu. yrði gekk Jesse Owens til starfs. Með aðstoð frá ýmsum aðilum byrjaði hann skipulags- starf sitt: stofnaði æskulýðs- Jesse Owens félög fyrir drengi og stúlkur þar sem þau gátu hitzt í fé- lagslegu samstarfi. Þar voru íþróttir mikill þáttur í starfi þessa unga fólks. Nafn Jesse Owens eitt saman átti mikinn þátt í að draga æskuna með í starfið og brátt urðu félög þessi áberandi þáttur í lífi æskulýðs borgarinnar. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að afbrot unglinga hafa stór- um minnkað og þeir sérfræð- ingar sem rannsakað hafa telja það að mjög miklu leyti að þakka starfsemi Jesse Owens. Þrátt fyrir frægð og sigra Owens í Berlín 1936 hefur með réttu verið sagt að árangur sá sem hann hefur náð varðandi þetta afvegaleidda æskufólk, og það afrek sem hann hefur þar unnið, sé stærsti sigur Jesse Owens. —• (Ur Norsk Idrett). Jesse o sigur esse wwens

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.