Þjóðviljinn - 24.06.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.06.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagnr 24. júní 1954 éMÍíé ' w>i msi Josephine Baker hefur nú haldið níu skemmtanir hér á vegum Tívolí. Er pað nœsta óvenjulegt, að einn skemmtikraftur geti hóað saman svo mörgum Reykvíkingum á nokkrum dögum, ekki sízt á slík- um góðviðriskvöldum, sem hér hafa verið að undan- förnu. En Josephine er líka óvenjuleg og engri annarri lík. Aðrir almenningstónleikar norrænu tónlistarhátíðarinnar fóru fram í Austurbæjarbíói 15. þ. m. Tónleikarnir hófust á „Nokk- urs konar sónötu“ (Quasi una sonata) fyrir lágfiðlu og pianó eftir ungt danskt tónskáld, Jan Maegaard, heldur þurrt, en ekki að öllu illa samið verk, þó að lágfiðluröddin virtist stundum af tónskáldsins hálfu nokkuð utangátta. Jón Sen og Viétor Urbancic fluttu verkið vel og samvizkusamlega. Ann- að í röðinni var píanóverk í þrem þáttum, „Spill og dans“, eftir Norðmanninn Johannes Midelfart Rivertz, og mátti þar nema ýmisiegt fallegt og söngv- ið við fyrstu heyrn. Verkið var prýðilega flutt af Jórunni Við- ar. Þar næst komu „Tígla- myndir í tónum“ (Mosaique musicalei eftir danska tón- skáldið Niels Viggo Bentzon, bráðskemmtiiegt verk, lifandi, glettið og gamansamt, líklega bezta verkið á þessum tónleik- um. Bentzon hefur lag á því að vera nýtízkulegur án þess að verða leiðinlegur, en á þeim boða farast fley margra nú- tímatónskálda. Verkið er samið fýrir flautu, fiðiu, hnéfiðlu og píanó og var stórvel leikið af Emst Normann, Ingvari Jónas- syni, E.inari Vigfússyni og Jór- unni Viðar. Nú varð ru^lingur á efnis- skránni. Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Norðmanninn Bjarne Brustad hafði verið nið- ur felld, hverju sem það sætir, — því miður, því að ýmsum mun hafa leikið hugur á að heyra þetta verk. Þessu næst var leikinn „Strengjakvartett nr. 3“ eftir Svíann Erland von Koch, einkar þyrrkingslegt verk eins og flest frá hendi þessa tónsmiðs, enda þótt hann njóti talsverðrar viðurkenning- ar í heimalandi sínu. Bjöm Ól- afsson, Jósep Felzmann, Jón Sen og' Einar Vigfússon fluttu verkið með snillí. Þeir léku einnig fiðluraddirnar í „Kvint- ett op. 5“ eftir Finnlendinginn Joonas Kekkonen, enda þótt aðrir leikendur væru tilgreind- ir á efnisskránni. Verkið er ekki heillandi. en einkar kröft- ugt og samið af mikill tækni, ekki sizt píanóhlutverkið, sem leikið var af tónskáldinu sjálfu á bann há1t. að ekki leyndi sér, að bmn er frábær píanó- leikari '“"i bessara tveggja slðastnefn'’” ve»-ka komu tvö sönglög eftir annan Finnlend- ing, Eino Linnala, fallega sung- in af Þuríði Pálsdóttur með undirieik Jónmnar Viðar, — ef til vili betri verk en virðast kann við fyrstu heym. B. F. Jónas Ilallgrímsson les £g bið að heilsa — Hvernig menn voru ásýndum nú á dögum — Yfirlæíi og rökvillur í-auglýsingum. FYRIR allmörgum árum hófst útvarpið handa um upptöku íslenzkra radda á plötur. Eiga Islendingar í framtíðinni að geta þar heyrt raddblæ löngu látinna manna, og er auðveld- ast að skýra ágaeti þessa fyr- irtækis með því að setja dæm- ið þannig upp: hvað mundum við ekki vilja gefa fyrir að geta heyrt ræðustúf eftir Jón Sigurðsson fluttan af honum sjálfum — eða heyra Jónas Hallgrímsson flytja eig:n rödd Ég bið að heiisa. Eftir hundr- að ár og þaðan af mun mörg- um þykja fróðlegt að heyra hvernig Halldór Kiljan Lax- ness talaði í útvarpið á fimmtugsafmælinu sínu; og þannig mætti lengi halda á- fram. Hljóðtökutæki eru nú orðm svo fullkomin að þau geta geypt raddir manna ó- brjálaðar um cilífar tíð:r. Það verður að kallast menningar- atriði. ★ EN HVERNIG er það þá um varðveizlu mannamynda ? —• Sjálfsagt þykir nú ekki fróð- lega spurt á þessum tímum þegar allir eru með mynda- vélar á lofti, allir hlutir eru myndaðir, og mörgum veitist erfitt að lesa annað en mynd- ir. En tímans tönn vinnur á filmræmum og myndamótum — nema eitthvað sé að gert. Og nú er spurningin þessi: hvað er gert hérna núna til að varðveita á fullkomnastan hátt myndir af mönnum og „atburðum? — Bæjarpóstinum skilst að Þjóðminjasafnið hljóti að vera réttur aðili þessa máls, og hann er þess einnig fullviss að fundin hafa verið verðmæt ráð til að geyma myndir óskemmdar handa ókomnum tímum. Hvernig er þessu þá háttað hjá okkur? Prentaðar myndir mást með tímanum, verða upplitaðar og dáufar. Hvað er gert til vemdar þeim myndum ýmsum sem eftir þúsund ár verða álílta for- vitnilegar og rödd Jónasar Hallgrímssonar væri okkur í dag? SVO KEMUR annað vers: yf- irlætisfullir menn sem ekkert kunna I lögfræði eru stund- um að slá um sig í tilkynn- ingum með svolátandi eftir- mála: Réttur, áskiiinn til að taica hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Þetta er. óþarfur eftirmáli, og veldur ekki öðru en auknum auglýsingákostn- aði, enda hefur yfirlætið og fáfræðin jafnan reynzt nokk- uð dýr. En þetta leiðir huga manns að rökviliu sem er mjög algeng einm:tt í auglýs- ingum. Núna síðast er happ- drætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna að auglýsa: Vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum er mönnum ráðlagt að draga ekki að kaupa miða þangað til allt er uppseit. Þetta er rökvilla. Segjum að miðamir séu þúsund ' talsinST Nú em 900 seldir, og vanda- menn happdrættisins sjá fram á að hinir hundfað rjúki út eins og skot. Þá rjúka þeir sjálfir ti! eins og skot og auglýsa eins og ofan getur. En — það eru ekki nema hundrað miðar eftir, og það fá þá í hæsta lagi hundrað menn. Ef þess:r kaupendur eru á næstu grösum, til hvers er þá að auglýsa eftir fleira fólki út um allar jarðir? Þetta kemur fram sem rökvilla, en blekking getur stundum búið að baki. Kannski er salan ein- mitt mjög dræm, og svo á að blekkja fólk með svona þvætt- ingi til að koma. Væntanlega seljast þó miðamir í þessu happdrætti upp — þrátt fyrir tilkynninguna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.