Þjóðviljinn - 15.08.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.08.1954, Blaðsíða 1
Sutinudagur 15. ágúst 1954 — 19. árgangiir — 182. tölublað Stórlelld verd- hækkun á kaffi Búizt viS aS kilóiS hœkki úr 44 k*0. í 60—70 kra Stóríelld veröhækkun er nú yfirvofandi á kaffi, og er búizt við aö hún komi aö einhverju leyti til framkvæmda á morgun. Ekki reyndist unnt aö fá örugga vitneskju um nýja kaffiveröiö áöur en blaðið fór í prentun í gær, en búizt var viö aö kílóiö myndi komast upp í 60—70 kr. Undanfarið hefur kílóiö kostað 44 kr. Þessi verðhækkun fór að kvis- ast fyrir helgina, og hófust þá mikil kaffikaup í verzlunum, þannig að margar urðu uppi- skroppa þegar i gærmorgun. , O. Johnson & Kaabcr haekka á morgun Þjóðviljinn hafði í gær tal við stárfsmenn O. Johnson & Kaab- er og spurðist fyrir um nýja kaffiverðið. Kváðust þeir ekki vita endanlega hvert verðið yrði en bjuggust við að kílóið myndi hækka i 60—70 kr., eða pakkinn yrði sem næst 6 kr. dýrari. Bjuggust þeir við að verðhækk- unin kæmi til framkvæmda þeg- ar á morgun. • Sambandið hækkar ekki Þjóðviljinn hafði einnig sam- banö við innflutninesdeild SÍS og spurði um hið sama. Þar var honum tjáð að Sambandið ætti ekki von á kaffifarmi fyrr en eftir þrjár til fjórar tdkur og fyrr myndi kaffið ekki hækka hjá Sambandinu. Þessi nýi farm- ur reyndist um 45% dýrari fob. en síðustu kaup, en verðhækk- unin í útsölu yrði þó nokkru minni. Samkvæmt því ætti kaff- ið þar ekki að verða dýrara en ca. 60 kr. kílóið. Verðgæzlan veit ekkert Einnig hafði Þjóðviljinn sam- band við skrifstofu verðgæzlu- stjóra í gær oe spurðist fyrir um kaffiverðið. Þar var svo frá skýrt að skrifstofan hefði ekki hug- mynd um hvert verðið yrði; kaff- ið væri óháð verðlagseftirliti! Furðuleg ringfilreið Verðmyndtm á kaffi virðist þannig fara eftir næsta undar- legum leiðuni hérlendis oe næsta kynlegt ef einn innflytjandi sel- ur kaffið á 60—70 kr. næstu vjkurnar en anpiár á 44. Slíkur verðmunur virðist einnig opna leið til hinna kynlegustu verzl- unarhátta. Loforð rikisstjórnarinnar Enda þótt kaffiverð sé ekki háð verðlagseftirliti á verð á því samt að vera bundið af samn- ingi ríkisstjórnarinnar og verk- lýðshreyfingarinnar eftir desem- berverkföllin miklu 1952. Rikis- stjórnin lofaði bá að lækka kaffi- verð úr kr. 45.20 í kr. 40.80, Og á þeim forsendum m. a. voru samningar gerðir. Ríkisstjórnin sveik þessa skuldbindingu síná s. 1. vor er kaffið hækkaði í kr. 44 og var því þá mótmælt mjög eindregið af verklýðshreyfing- unni og hefur staðið í þófi síð- an. Sú verðhækkun sem nú yirð- ist eiga að koma til fram- kvæmda er hins vegar margfalt stórfelldari, þannig að ærin á- stæða er fyrir verklýðshreyfing- una að taka málið til alvarlegr- ar athugunar. Vísitalan Það er atliyglisvert að þessi verðhækkun er látin dynja yfir nokkrum dögum cftir að búið er að birta visitölu sem bindur allt kaup næstn þrjá mánuði. Verð- hækkunin á kaffi cr það stór- felld að hún hefði áreiðanlega liaft í för með sér kauphækkun ef tíminn hefði ekki verið valinn á svona lieppilegan hátt. Og áð- ur ch næst kemur tU þess að vísitalan breytist verður cflaust búið að finna unp önnur ráð til að lialda henni í skefjum. Þrír ráðherrar gaullista úr stjórn Mendés-France Þrír af ráðherrum gaullista í stjórn Mendés-France hafa sagt af sér í mótmælaskyni við tillögur hans um fullgildingu samninganna um Evrópuher. Þessir ráðherrar eru Koenig rópuherinn á þinginu nú um lanövarnaráðherra, Lemaire við- mánaðamótin. reisnarráðherra og Ghaban- Delmas atvinnUmálaráðherra. Þrír aðrir ráðherrar gaullista munu sitja áfram í stjórninni, þ. á. m. Fouchet, ráðherra í mál- um Túnis og Marokkó. Ekki mun skipað í hin lausu embætti fyrr en efUr fyrstu umræðu um Ev- í gær haíði enn engin opinber tilkynning verið gefin út um til- lögur stjórnarinnar um viðauka við hervæðingarsamningana, en þær hafa nú verið sendar stjórn- um hinna aðildarríkja E-hersins, V-Þýzkalands, Ítalíu op Bene- luxlandanna. Bretar lara frá Súez Bretar eru byrjaðir a.ð flytja burt herlið sitt frá Súeseiði. £ þessari viku verða 2000 her- menn fluttir þaðan, ýmist heim til Bretlands eða til Mölíu. Samkvæmt nýgerðum samningi Breta og Egypta á allt brezka herliðið að vera farið frá Súes- eiði innan 20 mánaða. Ófriðarlokunum í Indó Kína var eins og vænta mátti mjög fagn- að í Frakklandi. Þegar fréttist um undirritun vopnahléssamn- inganna safnaðist múgur og margmenni saman i öilum borgun Frakklands og lét fögnuð sinn í ljós m.a. með flugeldum. Á myndinni sjást eldkúiur mynda orðið PAIX (friður). Verkföllin i V-Þýzkalandi Samningaumleitanir fúlltrúa vinnuveitenda og verkamanna í málmiðnaði Bæjaralands hefj- ast á morgun og verður "rætt um sáttatiliögu verkamálaráð> herra fylkisins. Allt bendir til þess, að næstu daga skelli á verkfall 75Ú.00Ö starfsmanna við opinber f j rir- tæki. Ríkisstjórnin hefur rns- að a’geriega á bug kröfúm þeirra um kauphækkun. I fyrrinótt var tekinn af Ilfi í Grilcklandi Nicholas Ploumid- es, sem fyrir ári var dæmdur til dauða fyrir „njósnir og und- irróðursstarfsemi". Ploumides átti áður sæti í miðstjörn gríska kommúnistaflokksins. 10 aðrir menn voru dæmdir til dauða ásamt honum, en beir hafa ekki verið handsamaðir. Evrópuherlnn verður hættulegt vopn í íurrr Dr. John skýrir frá fyrirœtlunum jbe/Vro Nánari fréttir hafa nú borizt af yfirlýsingu dr. Johns á blaðamannafundinum 1 Austur-Beriín í síðustu viku, þar sem hann gerði gi’ein fyrir því, hvers vegna hann tók þann kost að flýja Vestur-Þýzkaland. Hann sagðist hafa tekið þá ákvörðun „eftir aö hafa grandskoöað hug minn af því að hér mun ég fá bezt tækifæri til aö vinna aö sameiningu Þýzkalands og gegn nýrri styrjöld. Ég mun verða um kyrrt í Austur-Þýzkalandi, af því aö hvergi annars staöar í heiminum — áreiðanlega ekki í Vestur- Þýzkalandi — get ég fengið önnur eins tækifæri til þess“. Fréttaritari Reuters í Berlín segir svo frá blaðamannafund- inum: Dr. John sagðh Eg álít það skyldu mína að vara þýzku þjóðina við þeirri hættu, sem vofir nú yfir faenni. Eg vil ekki standa í sömu sporum og þeir, sem síðan 1945 hafa sagt, að þeim hafi ekki þegar eftir 1933 orðið ljóst. hvílíkar hættur naz- isminn boðaði. Von sem brást Þegar dr. John tók við emb- ætti yfirmanns vesturþýzku njósnaþjónustunnar, áleit hann, að hann hefði gengið í þjónustu nýs Þýzkalands, sem hefði lósað sig við áhrif nazismans og stefndi í átt til lýðræðis. En í þess stað hefði Þýzkalapd orðið að líkleg- um vígvelli í stríði milli austurs qg ve.sturs og ..æstustu nazist- arnir“ væru nú að fá þar undir- tökin með stúðningi Bandaríkja- manna. Við minningarathöfnina í Berlín 20. júlí um þá, sem teknir voru af lifi eftir banatilræðið við Hitler, hafði hann hugsað um þetta allt ög siðan tekið þá á- kvörðun að fara til Austur-Ber- línár. Hiýddi rödd samvizkunnar Dr. John, sem svaraði öllum spurningum, sem á honum dundu í heila klukkustund, sagði að hann væri ekki og hefði aldrei verið kommúnisti og flótti hans til austurs hefði á engan hátt skert frelsi hans til að mynda sér i þekktur eigin skoðanir. Dr. John sagði: Eg er og mun verða jafn ó- háður og ég hef ætíð verið. Þegar ég fluttist yfir til Aust- ur-Þjóðverja, sem lúta komm- únískri stjóm, fylgdi ég áð- eins rödd samvizku minnar, þeirri sömu sem sagði méf 1933 að taka upp baráttu gegn nazistunum. Hann gerði grein fyrir því sent tekur hug hans allan: Hlutleysi Þýzkalands á grundvelli skiln- ings milli austurs og vesturs, og sagði hann væri frjálslynd- ur í stjórnmálaskoðunum og fylgjandi þeim skoðunum um hlutleysi Þýzkalands, sem vesturþýzkur kenni- Framhald á 12. síðu. Engin ástæða að efast mm einlægni dr. Johns — segir mestmetna borgarablað Frakklands, Le Morr.de Áhrifamesta borgarablaö Frakklands, Le Monde, ságöi í ritstjórnargrein í fyrradag, aö engin ástæða væri tii aö efast um einlægni dr. Johns. Le Monde segir að yfirfýsing dr. Johns hafi komið vestur- þýzku stjórninni í slæma klípu. Dr. John hafi nú-gert fulla grein fyrir því, hvers vegna hann kaus að flýja Vestur-Þýzkaland og hann geti því með góðum rétti gert kröfu til þeirra 500.000 marka, sem vesturþýzka innan- þeim, sem gæti varpað b.irtjj á öll atvik að brotthlaupi hans. Le Monde bætir við, að engin ástæða sé til að efast um ein- lægni dr. Johns, þegar harm segi, að hann hafi kosið að flýja til austurs vegna uþpivÖðslu nazista í Vestur-Þýzkalandi. Hann só ckki einn um a'ð óttast ríkisráðuneytið bauð hverjum nýnazismann þýzka. t'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.