Þjóðviljinn - 15.08.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.08.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 15. ágúst 1954 ■ MTSTJÓRl FRtMANN HELGASON Þroíter - Vikmger M i. þófkenndujii leik Liðin: Lið Víkings: Ólafur Eiríksson, Guðmundur Samúelsson, Gunnar Aðalsteins- scfn, Konráð Adolfsson, Sveinbj. Kristjánsson, Jens Sumarliðason, Gunnar Símonarson, Gunnlaug- ur Lárusson, .Magnús Guðjóns- son, Garðar Hinriksson og' Björn Kristjánsson. Lið Þróttar: Karl Jóhannsson, Björn Arna- son, Daníel Sigurðsson, Guð- mundur. Guðmundsson, Halldór Backmann, , Gunnar Pétursson, Haraldur Ej'jólfsson, Wiliiam Skriffits, Hörður Guðmundsson, Hilmir Skúlason og Sigurgeir Bjarnason. Dómari: Frímann Helgason. Það mátti sjá á áhorfenda- hópnum að ekki var búizt við mikilli knattspyrnu í leik þess- um og þeir sem heima sátu fóru ekki mikils á mis, því leikurinn var frá upphafi til enda þóf- kenndur og svo að segja laus við allt sem heitir góð knatt- spyrna. Og hverju sætir þetta? Hvað Víking snertir, sem er ný- kominn heim úr vel heppnaðri för til Danmerkur að því er blaðadómar segja og þeir sjálfir, er skýringin að sjálfsögðu sú að þá vantaði Helga Eysteins, sem er í Þýzkalandi, Bjarna Guðnason sem er í Rússlandi og Reyni, sem er því miður svo illa meiddur úr Danmerkurför- inni að hæpið er að hann keppi meira í sumar. Nú, svo voru vitanlega hinir fjórir lánsmenn ekki með og Víkingar hafa ekki nóga menn til að fylla í þessi stóru skörð. Gunnlaugur Lárusson lék nú með og var sá maðurinn í liðinu sem reyndi að byggja upp, og var bezti maður liðsins. Mið- framherjinn, Magnús, var nokk- uð lifandi og gerði margt nokk- uð laglega. Ólafur í markinu var lika öruggur. Annars voru þetta spörk og hlaup sem ekkert hafðist út úr nema erfiði, hvorki fyrir leik- menn eða áhorfendur. Úrslitin úr leiknum eru mjög sanngjörn í fyrri hálfleik lá heldur meira á Víking en þó gerðu þeir sitt mark í þeim hálfleik. í síðari hálfleik sóttu Víkingar aftur á móti meira á en Þróttur skoraði. Skot Víkings voru þó heldur hættulegri og tækifæri liöfðu báðir til að skora. Beztu menn Þróttarliðsins voru William Skriffits og Halldór Backmann. Liðið er markmannslaust í augna- blikinu (báðir lasnir) en Karl Jóhannsson (þekktur úr hand- knattleiksliði Ármanns) gerði þeirri stöðu furðu góð skil, bæði milli stanganna og í úthlaupum. Haraldur Eyjólfsson og Gunnar Pétursson eru efnilegir og einnig þeir Heimir og Guðmundur. En svo að segja allir hafa þeir þann galla að. halda knettinum of lengi, og þegar þeim tekst að gefa knöttinn í tíma óg hinir skilja að beir eru með allan tímann, þótt þeir hafi ekki knöttinn, hækkar gengi Þróttar að miklum mun. Mark Víkings setti Magnús Guðjónsson er 30 mín. voru af fyrri hálfleik en Hörður Guð- mundsson fyrir Þrótt seint í síðari hálfleik. <y---------—-------------- 1 fjarveru miimi gegnir hr. læknir óskar -Mú&mm læknisstörfum mínum Viðtalstími hans er,kl. 1— '2 í PóstJiiisstræti 7. Jón G. Ni.lttUásson læknir nýja algresisiustoo vor vio Reykjanesbratit er tekin til starfa Orugg og lipur afgreiðsla! Stórt þvotíasvæSi! ■ Miinið: Gjörið svo vel að reyna viðskiptin! Beztu og fljótustu afgreiðsluna fáið þér á afgreiðslum vorum H.f. ShelS á íslandi t mts.. H@Mirðfitg(ir9 SySnraesia- menii @g ¥íklngnr hcetfu þéfffökii í II. flokki Vegna þess að þrír aðilar ætla að hlaupa yfir ungu flokk- sem áður höfðu tilkynnt þátt- töku í Islandsmóti II. fl.: Kafn- firðingar, Suðurnesjamenn og Víkingar hættu þátttöku í mót- inu, varð að breyta því þannig að einn keppir við alla og allir við einn. Hefur K.R.R því dregið upp á nýtt þó þannig að leikir Vals og Pram, og KR og Akraness sem lokið var áður eru í fullu gildi. Aðrir leikir eru KR—Þróttur (léku í gær). Þriðjudag 17. ág. :Akra- nes—-Valur, Fram—Þróttur. Föstudag 20. ág.: KR—Valur, Akranes—Þróttur. Sunnudaginn 22. ág.: Valur Þróttur. Þriðju- daginn 24. ág.: KR—Fram og Akranes—Þróttur. íþróttarinnar vegna er það skaði að félög þessi skuli hætta þátttöku. Það gengur illa að þroska þessa íþrótt ef aðilarnir ana og fara ek-ki að hugsa um mótin fyrr en þeir eru komnir á fullorðins aldur. Það er and- stætt öllum venjum og reglum, og eðlilegum gangi. Höfuðástæðan til þessarar deyfðar aðilanna er sú að það vantar áhugamenn til að bera þetta uppi. Þeir telja sig ekki hafa tíma, en í fiestum tilfell- um er þetta áhugaleysi og værð eða vantrú á gott málefni, eða eltingaleikur við fánýti sem er metið meira, en ao vinna að hugsjónum sem getur veitt mikla stundaránasgju og um leið liaft varanlegt gildi fyrir þroska félaganna sem taka þátt í þessu starfi. Þetta er alvar- legt mál sem varðar ekki að- eins þessa aðila sem draga sig til baka, það varðar knatt- spyrnuna í landinu. Landið handan Himalcsia Framhald af 6. siðu. um vaxtalaus lán. Ríkið hefur sett upp innkaupastofnanir sem kaupa afurðir bændanna og gr.eiða þær sanngjörnu verði. Kvikfjárrækt er aðalat- vinnuvegur Tíbeta en það er ekki fyrr en þessi síðustu ár •að npkkuð hefur verið -gert að því að koma upn dýralækninga- stöðyum. i la-ndinu en þær spíélta nú upp um allt land, og hafa stórbætt hag bænda og hirðing'ja. * ★ * Heilbrigðisástand Tíbeta var ákaflega bágborið, enda ríkti miðaldahjátrú um sjúkdóma og heilbrigðismál. Nú hafa sjúkra- hús verið sett á stofn víðsveg- ar um landið er veita ókeyþis læknishjálp. Skipulagt hefur verið símakerfi og póstþjón- usta. Talsímasamband milli Lhasa og Peking hófst í des- ember 1953. Menntamálaráð sem sett var á stofn skömmu eftir lausn landsins hefur þegar unnið mikið starf að samningu kennslubóka á tíbetsku, safna efni til sögu landsins og bók- mennta, gefa út tíbetsk-kin- verska orðabók og annast út- gáfu fréttablaðs á tíbetsku. Frægir tíbetskir fræðimenn og skáld, Tsadru Rinbuchi, Jonglojen og Sonong-Jelbo, eru meðlimir þeirrar nefndar. Stofnun fyrsta menntaskólans í Lhasa er annar merkisat- burður í tíbetskum menningar- málum. Öll kennsla fer þar fram á tíbetsku. Skólastjóri hans er Trijong Rinpochi, kenn- ari þjóðhöfðingjans Dalai Lama í ritningum Búddatrúarmanna. Skólar hafa einnig tekið til starfa í Shigatse, Gyantse og fleiri stöðum. Um tvö þúsund manns sækir skóla þessa. Kínversku alþýðuhermennirn- ir, sem í landinu er, hafa unnið mikið starf þessi þrjú ár að því að brjóta óræktarland og hefja tilraunaræktun á fjölda nýrra nytjajurta, og hafa bændur fylgzt með þeim tilraunum af miklum áhuga og tekið þá sér til fyrirmyndar. Búnáðarskóli er ein þeirra menntastofnana sem sprotti'ð hafa upp í Lhasa á þessum árum. ★ ★ ★ Eitt mesta mein Tíbet hefur verið einangrur; landsins, vegna þess hve ógreiðfært er að því. Nú hafa Tíbetar og alþýðuher- inn í sameiningu lagt fjallaveg- inn mikla sem nefndur er Sikang-Tíbetvegurinn og verð- ur bráðlega fullgerður. Þegar því marki er náð, verða þær auknu samgöngur sem sá veg- ur gerir færar, að ríkum þætti í þróun efnahagsmála og menn- ingarlífs í Tíbet. Hinn 29. anríl gerðu Kína og Indland með sér samning .um verzlun og samgöngur milli Tíbet og Indlands. Var samn- ingurinn gerður á grundvelli gagnkvæmrar viðurkenningar á landsrét-tindum og landamær- um ríkjanna, það var gagn- kvæmur griðasáttmáli ög samn- ingur um að hvorugt ríkið skyldi hlutast til um innanrík- ismál hins. Þannig hverfur fyrir einlægri og góðri vináttu og samvinnu Asíuþjóðanna, Kí-nverja og Indverja, síðasti votturinn af heimsvaldaásælni Breta gagnvart Tíbet. Stjórn- endur Tíbets, Dalai Lama og Panchen Ngoerhtehni, eru að- ilar að samningi þessum og hafa lýst yfir fyllsta vilja, til að framkvæmd hans verði sem fars-ælust. Meðal þjóðafjölskyldu hins víðlenda kínverska alþýðurík- is njóta allLr þjóðir fyllst jafn- réttis. Tíbetska þjóðin neytir nú þessa færis tii að sækja fram úr örbirgð og miðalda- myrkri og tileinkar sér óðum nútímatækni og nrénningu. Tíbetar eru sjálfir sannfærðir um, að leið sú er þeír ganga nú ásamt bræðraþjóðum sínum liggur til menningar, velmeg- linar og bjartrar framtíðar. En þeir gleyma ekki sögu sinni og menningarerfðum fremur en aðrar þær þjóðir sem inn á þá braut leggja hvað sem líður meisturum handan við Hima- laja!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.