Þjóðviljinn - 15.08.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.08.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJOÐVILJINN — Sunnudagur 15. ágúst 1954 INNAN VIÐ MÚRVEGGÍNN EPTIR A. J. CRONIN 75. &■- „Þeir ætla að taka við honum á St. Elísabetar sjúkra- húsinu. Það er við Oakdene götu — þrjár mílur héðan — lítið sjúkrahús, en gott. Þeir senda eftir honum þeg- ar í stað.“ Sjúkrabílinn kom eftir stundarfjórðung. Eftir tíu mínútur var hann farinn aftur. Lena gekk aftur upp stigann, þreytt og úrvinda, ringluð og lömuð eftir geðshræringuna. Það var heitt og loftlaust í íbúðinni. Hún slökkti á gasofninum. Svo gekk hún að glugganum, opnaði hann og dró djúpt að sér rakt næturloftið, gekk síðan aftur inn í herbergið og fór að taka til inni af gömlum vana. Slitnu fötin hans, sem hann hafði verið í allan tím- ann sem hann hafði sofið undir hvelfingunum, lágu samanbrotin á stól við rúmið. Hún tók þau upp í þeim tilgangi að hengja þau á herðatré inni í skáp. Um leið og hún gerði það datt þvælt veskið hans úr einum vas- anum og innihald þess dreifðist um gólfið. Lena beygði sig niður til að taka upp blöðin, upplýs- ingar og athugasemdir sem Páll hafði skrifað hjá sér varðandi málið, og hún lagði þau eitt og eitt í veskið aftur. En inni á milli blaðanna rakst hún á litla ljós- mynd og ósjálfrátt fór hún að horfa á hana. Það var mynd af Ellu Fleming — mjög vel heppnuð — Ella hafði gætt þess — og á hana var skrifuð innileg kveðja. Þetta var mynd sem Ella hafði gefið Páli á nítján ára afmælisdegi hans og hún hafði sjálf sett í veskið hans í þeirri von að hann bæri hana við hjavta sér. Páll var löngu búinn að gleyma að hann ætti þessa mynd. En Lena leit svo á, að þessir fíngerðu andlits- drættir, blíðleg augun, bylgjað hárið og innilega kveðj- an, væri dýrmætasta eign hans. Hún gaf ekki einu sinni frá sér stunu, en hún sat graf- kyrr, svipur hennar varð eins og stirðnaður að undan- teknum viprum við munnvikin og úr augum hennar mátti lesa ólýsanlega angist. Loks reis hún á fætur, stakk myndinni í veskið og veskinu 1 vasann. Hún hengdi fötin á herðatré og hengdi þau síðan inn í skápinn. Síðan fór hún fram í eldhúsið. Þar hallaði hún sér upp að eldhúsborðinu, lokaði augunum til hálfs og sneri sér undan, gagntekin tilfinningum sem hún gat ekki við ráðið. Allan tímann hafði hún óttazt að hún væri að leiða vandræði yfir sig. En aldrei hafði hún gert ráð fyrir þessu — sem var svo eölilegt og þó svo óvænt — og fletti miskunnarlaust ofanaf aðstöðu hennar. Það fór hrollur um hana, þegar hún hugsaði um liina tilgangs- lausu innri baráttu sína og uppgjöfina. í heimsku sinni hafði hún villzt á þakklæti og ást, hún haföi verið að því komin. að skýra frá harmieikiium- i-lífi sínu, leggjg. örlög sín í hans hendur. Nú gæti hún aldrei sagt honum það. Aldrei. ■ Hún lokaöi áugunum, gagntekin sjálfs- fyrirlitningu og smánartilfinningu. Hún bar sjálfa sig, sem ötuð var auri, saman við þessa engilhreinu ásjónu sem hann bar mynd af við hjarta sér; hún óskaði sér dauða á þessari stundu; hún þráði það eitt að þjáningin sem nísti hjarta hennar yröi henni að bana. Hún vissi ekki hversu lengi hún stóð þarna gagn- tekin angist. Loks tókst henni að hrista af sér fargiö, strauk hárið burt frá enninu og settist á lágan stól. Augu hennar voru þurr, varir hennar samanbitnar og svipurinn hörkulegur og hún þvingaði sjálfa sig til að hugsa. Margar mínútur liðu, svo birtist henni lausnin; sem hún leitaði að — henni virtist það eina úrræðiö. Það stóð á sama hversu erfitt henni veittist það, hún yrði að gera það. Hún þráði það eitt að komast burt, týnast, má burt minninguna um þetta heimskulega atferli. Hún hímdi hálfbogin á stólnum og fór að gera áætlanir sínar. I:;' Tólfti kafli. Að morgni mánudagsins tuttugastá og fvrsta febrúar birt»6t á forsíðu Chronicle fyrsta grein Dunns í greina- flokki hans um Mathry málið. Aldrei þessu vant fór Dunn snemma á skrifstofur blaðsins, en hann var annars morgunsvæfur. Á gang- stéttunum stóðu blaöasalarnir og hrópuðu helztu fyrir- sagnir og báru fregnmiða, sem McEvoy hafði prentað. Þegar Dunn heyrði hróp drengjanna og sá nafnið MATHRY blakta til í vindinum fór um hann gleðifiör- ingur. Hann var ekki hégómagjarn og gerði sér engar gyllingar 1 sambandi við starf sitt. En hann trúði í blindni á ritfrelsið og mátt traustra og áreiðanlegra blaða. „Nú er þetta komið af stað,“ hugsaði hann. ,,Þetta kemur þeim úr jafnvægi.“ Þegar hann kom á skrifstofuna var McEvoy mættur — þeir höfðu ákveðið að nota sömu skrifstofuna meöan á greinaflokknum stæði — og hann gat ekki stillt sig um að láta' hugsanir sínar í ljós við ritstjórann. „Mér hefði þótt gaman að sjá framan í Sprott og Dale — þegar þeir sáu hvað var framriett með morgun- verðinum. McEvoy lét enga hrifningu í Ijós. Hann yppti öxlum dálítið þreytulega. „Við erum komnir á kaf í þetta núna. Við skulum vona að allt fari að óskum.“ Þennan dag gerðist ekkert markvert. Allmargir út- sölumenn hringdu eftir viðbótarblaðasendingum. Engu var skilað aftur. Þegar Dunn fór út til hádegisverðar sá hann fólkið á götunum, í sporvagninum og á veit- ingahúsinu vera niðursokkið í greinina. Allt var rólegt, — lognið á undan storminum, sagði hann við sjálfan sig. Klukkan ellefu fyrir hádegi daginn eftir hringdi sím- inn. Önnur greinin sem var enn hvassyxtari en hin fyrsta — sem skýrði aðeins frá aðalmálsatvikum — ásakaði lögregluna um mistök. Þegar McEvoy tók upp tttt: OC GAMÞN Gesturinn: Eru engar villi- andir hér í nágrenninu? Hótelstjórinn: Nei, því, miður, en náttúrlega getum við tekið tamda önd og æst hana dá- lítið upp fyrir yður. • 1 1 Eiginkonan: Láttu mig sjá þetta bréf. Ég sé á rithend- inni að það er frá kvenmanni, og þú fölnaðir upp þegar þú last það. Maðurinn: Gerðu svo vel — það er frá hattadömunni þinni. --------- ' 1 Mér sýnist ykkur manninum þínum koma betur saman en áður. Já já, Jón er svo ágætur síð- an hann kom heim úr sumar- fríinu. Hann sá þar nefnilega konuna sem hann var trú- lofaður fyrir 30 árum. Kurteisasta veit'ngastúlka í heimi er sú sem sagði við gestinn um leið og hann fór út: Viljið þér vera svo vænn að minna mig á það á morgun að þér greidduð ekki reikningina yðar í gær. ^imllisþáítiir L Svampar í stað klúta og bursta Svampar eru mjög auglýstir sem hreingemingatæki. Þeir eru beinlínis í tízku, en auk þess eru efnin sem í þá eru notuí sterk og heppiieg. f stað uppþvottaburstans kemur svampur úr freyðigúmmi eða nælonsvampur sem er ágætur i venjulegan uppþvott. Hann fjarlægir þó ekki eins vel og stinnur bursti matarlevfar sem eru fastar á áhöldunum, svo að það er e'ginlega ekki hægt að komast af án uppþvotta- bursta. Sömuleiðis eru komnir á markaðinn pottahreinsarar úr nælon. Þeir eru að gerð eins og veiiulegir pottahreinsarar, eru aðeins öðru vísi á litinn. Meðan þe'r eru þurrir eru þeir harðir eins og málmur en um le'ð og þeir blotna Verða þeir mjúkir eins og svampúr. Þeir eru því ekki rnjög hentugir til að skrúbba potta með, Því er líka haldið fram að hægt sé að nota þá tH venjulegs upp- þvottar: En beir hafa j>ann aug- ljósa, ga’.'a nð þeir eru. skaft- lausir og maður verður að halda hendinni undir vatni með- og því skyldi maður gera það, an á uppþvottingum stendur þegar það er ekki nauðsynlegt? Önnur gerð af nælonsvampi sem í fljótu bragði virðist hentugri en áðurnefndir svamp- ar, eru Svampar sem ætlaðir eru til að þvo með glugga. Þeir koma í stað vaskaskinns- klúta og það er enn þægilegra mm að vinna með þeim. Hægt er með handfangi og klemmu að breyta svampinum í bursta sem er tilvalinn til að þvo með vaska og baðker. Það er full ástæða til að gefa gaum að mörgum nýjungum í eldhús- áhöldum, en þær eru ekki allar jafn hentugar. ÞAÐ HEFUR víst komið fyrir Okkur allar í bakstri áð rúsín- urnar í jólakökunni hafa sokk- ið niður á botn í forminu og eru allar í einni bendu neðst í kökunni að bakstrinum loknum. Hvað rúsínur snertir er hægt að koma í veg fyrir þetta með þvi að velta þeim upp úr hveiti þegar búið er að hreinsa þær og áður en þær eru settar út í deigið. Handhæg taska Lit’u tautöskurnar eru aftur komnar í tízku. Hér er mynd af franskri tösku sem ætluð er til sumarnota. Taskan er ekki véigameiri en svo- áð hægt er að sauma hana hehna. Hún er hvorki með hanka né lykkju og að framan er hénni aðeins lokað með smellu. Hún er saumuð úr grófum, ólituðum hör og fóðruð marínbláu silki- efni. Bezt er að saumá töskur úr efni sem er dálítið stíft. Ef einhver vill endilegá sauma þær úr þunnu efni er nauðsyn- legt að hafa í þeim millifóður eða pappafóður. Það er hægara að sauma tösku með pappa- fóðri en þær endast ver og þola ekki að lenda í rigningu. Ef einhver á góða handtösku fyrir og vantar aðeins smá- tösku til að nota við ákveðinn kjól eða dragt, þá er ágætt að sauma sér heima dálitla ódýra tautösku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.