Þjóðviljinn - 15.08.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.08.1954, Blaðsíða 5
Sunnudagur 15. ágúst 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Frostþolnir ávextir ræktaðir í iiorðurhéruðmn Sovétríkjanua Bændur í norðlægum héru'ðum Sovétríkjanna rækta þar nú, ávexti og aðrar jurtir sem hingað til hafa aðeins þrifizt á suölægari breiddargráðum. Jurtir þessar eru. kynbættar tegundir sem landbúnaöarvísindamenn Sov- étríkjanna hafa framleitt. Hér sjást nokkrir bændur í framléiðslusamviimufélági í héraðinu Fúkíen í Kína lesa sundur sáð- lcornið fyrir vorsáninguna. lomiegri aður en nokkurn ffma áður í Kfna Árangursrikar framkvœmdir fyrstu fimm ára áœtlunarinnar Er Kína varð frjálst og fullvalda ríki árið 1949, sköp- uðust í fyrsta sinn í sögu þess skilyrði fyrir frjálsri og óhindraöri þróun efnahagslífs og menningar í landinu. Framkvæmd fyrstu fimm ára áætlunar landsins hófst ár- ið 1952, en hún á að marka upphaf framkvæmdar sósíal- istískra þjóðfélagshátta 1 landinu. Fyrir byltinguna var Kína frumstætt landbúnaðarland og hálfnýlenda stórveldanna. Þjóð- skipulagið var eldfornt léns- veldi sem hafði haldist þvínær í sömu skorðum öldum saraan. Alþýða bjó við kröpp kjör og arður af atvinnuvegum „landsins rann á síðustu áratugum mest- ailur til erlendra auðfélaga. ■ Hinar löngu styrjaldir sem háðar voru í landinu í meira en áratug áður en alþýðan sigr- aði lörhuðu mjög efnahagslíf landsins. Fyrsta og brýnasta verkefni alþýðustjórnarinnar eft- ir að hún tók við völdum var að völdum í Kina hafa látið þau ánotuð og alþýðustjórnin er sú fyrsta sem beitir sér fyrir hag- nýtingu náttúruauðlinda lands- ins. Áætlað er að um 400 milljarð- ar tonna af kolum séu fólgnir þar í jörðu, aðalléga í Norður-Kína. Þar eru kolin víða í yfirborði jarðar, Af námum sem nema þau kol eru frægastar námurnar í Fúshun, og Fúsín. Þær hafa á seinni árum fengið til umráða stórvirkar tæknivélar. Olía er víða í jörð. í Kína, aðallega í norðvesturhluta lands- ins. Við suðurmörk Góbí-eyði- reisa við atvinnuvegina, og auka , merkurinnar hefur alþýðustjórn- framleiðsluna. En skilyrði þess jn sett upp fjölmargar olíu- að bað tækist var vélvæðing vinnslustöðvar, hinar fyrstu í landbúnaðarins og stofnun stór- iðju í landinu. Fyrsta fimm ára áæth-nin Árið 1952 hafði viðreisninni fleygt það fram að framleiðslu- geta atvinnuveganna hafði náð sama marki og var fyrir styrj- öldina og bó farið fram úr bvi í ýmsum greinum. Með því voru sköpuð skílyrði til framkvæmdar fyrstu efnáhagsáætlunar Kína, en framkvæmd hennar á að standa í fimm ár og miðar að þvi fyrst og fremst að iðnvæða landið og koma á sósíalistískum þjóðarbúskap. Mikil náttúruauðæfi. Allt fram á þennan dag hefur Kina verið landbúnaðarland. Mikil hráefni til iðnaðar eru þó fólgin þar í jörðu. Allar stjórn- Ir sem hingað til hafa setið að landinu. Olíubirgðir Kína eru á- ætlaðar tveir milljarðar tonna og mun það vera nokkru meira en talið er að fólgið sé í jörðu í íran. í suðvesturhluta landsins er mikil vatnsorka óbeisluð og er áætlað að það megi virkja mun meiri orku en í öllum Bandaríkj- unum. Hvarvetna um landið er jáfngrýti í jörðu, áætlað um 10 milljarðar tonna. Tfmaðurinn efldur Þungaiðnaður hefur að heita •má veriá þvúnær enginn í Kína hingað til. Það er því eitt höf- uðverkefni fimm ára áætlunar- innar að stofna og efla alhliða nýtízku þungaiðnað. f Norð- ustur-Kina, aðaliðnaðarhéraðinu, var hafin bygging 130 iðnfyrir- tækja árið 1953. Stærst þeirra er málmsteypuverksmiðjan í An- sjan, sem var endurbyggð og stækkuð að miklum mun. Hún hefur nú hafið framleiðslu járn- brautateina og samskeytalausra stálröra. í hinu víðlenda kínverska ríki eru samgöngur mikið vandamál. Fyrsta bifreiðaverksmiðja Kína er nú í smiðum og önnur í undirbúningi, og ennfremur fyrsta dráttarvélaverksmiðjan. Árið 1953 var gerður samning- ur milli Kína og Sovétríkjanna um aðstoð við iðnvæðinguna. Samkvæmt samningnum fær Kína hjá Sovétríkjunum marg- víslegar vélar og útbúnað. Einn- ig er þar samið um aðstoð so- vézkra sérfræðinga og sjá þeir einnig um sérmenntun kinverskra í jöllum greinum iðnaðar og tæknifræða. Þó að alþýðustjórnin kínverska efli mjög þungaiðnaðinn leggur hún sízt minni áherzlu á léttan iðnað. Tíu vefnaðarverksmiðjur voru byggðar á síðasta ári. Fjöldi bómullar-, pappír^ og sykur- verksmiðja er og í smíðum víðs- vegar um landið. Sjanghæ er miðstöð léttaiðnaðarins. Brúttó- verðmæti framleiðslu verksmiðj- anna þar tvöfaldaðist árið 1953. Sósíalistísk þjóðnýting Iðnaður Kína þróast æ meir í átt til sósíalistískra fram,- leiðsluhátta. Árið 1949 var hluti nútíma vélaiðnaðar í heildar- framleiðslu landsins 17 af hundr- aði, en 1952 28 af hundraði. Ár- ið 1953 var áætlað að hlutur hans hækkaði um 21%, og mun nú hafa hækkað um 30%. Hlutdeild ríkisfyrirtækja í framleiðslunni eykst og stöðugt. Árið 1949 framleiddu ríkisfyrir- tæki 33,9% iðnaðarframleiðsl- unnar, en 1952 60%. Samvirkir framleiðsluhættir landbúnaðarins Kína hefur frá upphafi vega Framhald á 11. glðu. Frá því byltingin var gerð í Sovétríkjunum hefur land- búnaður þeirra tekið hraðfleyg- um framförum. Meðal annars hefur verið lögð áherzla á að gera kleift að rækta suðræna ávexti í norð-lægum héruðum Sovétríkjanna. Frostþolnar jurtir með víxlfrjóvgun Forystumaður á þessu sviði var líffræðingurinn I. Mitsjúr- ín, en hann gerði tilraunir með framleiðslu nýrra harðgerra ávaxta og berjategunda, sem þyldu frost. Mitsjúrín tókst að rækta þessar kynbættu ávaxta- tegundir sínar, epli, perur og vínþrúgur 700—800 km norðar en áður var hægt. Þessum ár- angri náði hann með víxlfrjóvg- un úrvalsplantna, jafnframt því sem hann vandi þær við hið nýja umhverfi. Þannig framleiddi hann t. d. nýja perutegund með því að víxlfrjóvga austursíbíriska teg und með ítalskri, og fékk með því nýja tegund sem erfði hörku síbiríska perutrésins og hina bragðgóðu ávexti þess í- talska. Uppeldið mikilvægfc Mitsjúrín hélt því fram að ekki væri nóg að framkvæma velheppnaða víxlfrjóvgún, held- ur yrðu jurtirnar jafnframt að alast upp í umhverfi sem hæfðu þeim eiginleikum sem ætlunin væri að gera arfgenga hjá tegundinni. Hann lrélt því fram að með umhyggjusömu uppeldi væri hægt að framkalla djúptækar breytingar hjá'-hinni nýju plöntu, sem sköpuðu nýja eiginleika sem yrðu síðan arf- gengir. Með því að beita þessum grundvallarkenningum Mitsjúr- íns hefur lærisveinum hans tekizt að endurbæta liarðgerð- ár ávaxtategundir og rækta þær á víðlendum svæðum í norðurhluta Úrals, Síbiríu og Austur-Asíu. Það eru bæði epli, perur, plómur og kirsuber á- samt ýmsum tegundum barr- trjáa. I Arkangelsk-héraði við strönd Norður-dshafsins voru fyrstu tilraunaræktunargarðar stofnaðir fyrir hálfum öðrum áratug síðan. Ávaxtarækt er mikill þáttur í framleiðslu samyrkjubændanna á þeim slóðum. Þeir fá 40 kg. af epl- um úr hverjum garði og 1.400 kg. af hindberjum af hektara. Vito Marcantonio iótlnn Mánudaginn 9. þ. m. lézt Vito Marcantonio, fyrrv. þingmaður í Bandaríkjaþingi, 51 árs að aldri. Um mörg ár barðist hann ótrauðri baráttu fyrir hag hinna fátæku skjólstæðinga sinna í New York en bar var hann fæddur og uppalinn. Um fjöl- mörg ár var hann þingm. fyr- ir East Harlem kjördæmi í New York, og 14 síðustu ár þing- mennskuferils síns eini frjáls- lyndi þingmaðurinn á Banda- ríkjaþingi. Við kosmngarnar 1950 'bund- ust Repúblikanar, Demókratar og „óháðir“ samtökum til að koma í veg fyrir að hann næði kosn- ingu. Öll meðul voru þar notuð ailt frá mútum til beins valdboðs. Þrátt fyrir þetta fékk hann við þessar kosningar hæsta at- kvæðafylgi sem hann hlaut á öllum stjórnmálaferli sínum, 35.000 atkvæði. Marcantonio var orðlagður ræðumaður og frægur fyrir skörulega framkomu á þingi, þó að samstaða hans með hinum fátæku og kúguðu kæmi hon- um út úr húsi hjá auðstéttnmi bandarísku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.