Þjóðviljinn - 21.08.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.08.1954, Blaðsíða 8
8) r~ — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 21. ágúst 1954 % ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI. FRtMANN HELGASON Meistaramót Noregs í frjálsmn íþróttum Um síðustu' helgi fór aðal- hluti meistaramóts Noregs í frjálsum íþróttum fram, og náðist í mörgum greinum góð- ur árangur. 1 10 greinum náð- ist betri árangur en nokkru sinni áður, og þrjú norsk met voru sett: Erik Björseth hljóp 400 m. á 48.3 sek. Jorun Tang- en hljóp 80 m. grindarhlaup á 11.9 sek. og Hallfrid Öster- bö kastaði „Stengball“ 46,83 m Norðmenn hafa eignazt nýja ágæta íþróttamenn, sem hafa komið ört fram og er mikill gróandi í frjálsum íþróttum í Noregi. Frjálsíþróttir eru líka mikið iðkaðar af konum og náðu þær góðum árangri. Það vakti nokkra athygli að Sverre Strandli varð Noregsmeistari í kúluvarpi, kastaði 14.28 m. Hér fara á eftir úrslit í hin- um ýmsu greinum: 100 m. Birger Marsteen 10.7. 200 m. Birger Marsteen 21.6 400 m. Erik Bjolseth 48.3 800 m. Audun Boysen 1.52.8 ] 500 m. Audun Boysen 3.46.0 5000 m. Oistein Saksvik 14.24.2 10.000 m. O. Saksvik 29.50.6 3000 m hindrunarhlaup Hall- geir Brenden 9.16.0 400 m. grindarhlaup Jan Borg- ersen 55.8 sek. Kringlulíast: R. Hagen 49.90 Kúluvarp: S. Strandli 14.28 Sjótkast: E. Danielson 68.40 Sleggjukast: S. Strandli 59.86 Hástökk: B. Gundersen 1.93 Langstökk; R. Berthelsen 6.99 Stangarstökk: H. Högheim 4.10 1000 m. boðhlaup: Tjalve 1.57.0 og Tjalve átti líka sveit nr. 2 1.58.1. Kvennakeppnin 100 m. hlaup: Anna Lise Thore- senl2.0 sek. 200 m. hlaup: Anna Lise Thore- sen 24.9 sek. 4x100 m. Tyrving 51.3 sek. 80 m. grindarhlaup: Jorun Tangen 11.9 sek. Spjótkast; A. Herland 34.13. Kúluvarp: E Tordnem 11.08 Ivringlukast: Kristi Jordet 38.05 Langstöldi: Jorun Tangen 5.17. Hástökk: J. Greibræk 1.45. Héraðsmót H.S.H. 1 fjögur ár í röð hafa Snæ- fellingar orðið að halda hér- aðsmót sitt í ausandi rigningu. Árangur hefur því aldrei orðið góður, þrátt fyrir það að á Snæfellsnesi eru margir af- burða frjálsíþróttamenn. Að þessu sinni fór mótið fram að Hofgörðum 15. þ.m. Þátt- taka var góð, til dæmis voru 14 keppendur í Stangarstökki og mættu þeir allir til leiks! Hefði mót þetta án efa orðið mjög ánægjulegt ef rigningin hefði ekki gcrt völlinn svo þungan að íþróttafólkið gat ekki notið sín. Jafn góður spretthlaupari og Hallcþór Ásgrímsson varð að liljép me<? skisrð í íæti Frá Vancouver kemur sú frétt, að John Landy hafi skýrt frá því nokkru eftir hlaup þeirra Bannisters og hans, að hann hafi haft skurð á fæti er þeir hlupu. Fjórum dögum áður hafði Landy alltaf bprið á móti orðrómi um þetta, 6n svo lét hann sig þegar Það skal hafa5 sem réttara reynist j læknir hans'skýrði frá þessu. | Landy hélt því fram að þetta j hefði hvorki gert til eða frá , og sá betri hefði unnið. „Mað- láta sér nægja 12,2 sek. í 100 m hlaupi. í 1500 m.hlaupi sigr- aði kornungur piltur Magnús Hallsson frá U.M.F. Eldborg á 4.59.2 mín. 4x100 m. boðhlaupi sigraði sveit frá Snæfelli Stykkish. á 51.66 sek. Hástökkið vann hinn nýbakaði Islandsmeistari Jón Pétursson Snæfelli með l. 70 m. Langstökkið va.nn Kristófer Jónasson frá U.M.F. Trausta með 006 m. Hann sigr- aði einnig í þrístökki með yfir- burðum, stökk 13.13 metra. Kristófer er afar snjall þrí- stökkvari og stekkur. hiklaust. yfir 14 metra við sæmilegar aðstæður. Stangarstökk vq.im, Erling Jóhannsson frá I.M., stökk 2,95 metra. Kúluvarpið sigraði Ágúst Ásgrímsson I.M. varp^ði 13.61 m. sem er glæsilegt afrek við svona aðstæður, með 16 punda kúlu og af manni, sem vinnur daglega 14 stunda erfiðisvinnu, sunnudaga líka. Árangur tve^gja næstu manna var líka prýðilegur, Halldór Ásgrímsson 12,56 og Sigurður Helgason Snæfelli 12.55 m. Margir söknuðu Jónatans Sveinssonar frá Ólafsvík, sem varpað hefur í sumar 13,59 m„ en gat af óviðráðanlegum á- stæðum ekki mætt nógu snemma til leiks. I frásögn af leik Vals og KR var að því vikið, að ef knattspyrnunefnd Vals hefði íalið það styrk fyrir liðið að velja Hermann Hermannsson til að keppa mætti álíta að gömlu knattspyrnumennirnir hefðu verið betri en þeir, sem nú eru tiltækir. Nú hefur I- þróttasíðan fengið upplýsingar um það að ekkert slíkt hefur vakað fyrir nefndinni eða Her- manni. Þátttaka Hermanns var aðeins afleiðing af því að engir varamenn komu til leiks- ins. Þátttaka Hermanns var því aðeins fórnarstarf til þess að bjarga því sem bjargað varð, þar sem ekki var á því augnabliki hægt að ná til ann- arra leikmanna. Það, að varamenn komi ekki til alvarlegra leikja, er svo œál, sem ekki þolir gagnrýni, og ber vott um lélegan félags- þroska. — Það er rétt að þetta komi fram til að fyrir- kyggja allan misskilning. John Landy ur sem hleypur 1 enska mílu á 3,59,6 líður ekki mikið í hlaupinu", sagði hann. Hinsvegar segir læknirinn svo frá, að Ástralíumaðurinn hafi verið þó nokkuð meiddur. Kvöldið fyrir hlaupið hljóp Landy um berfættur en steig þá á brot úr peru, sem notuð var við myndatöku, og skarst svo, að læknirinn varð að sauma skurðinn. Kringlukast sigraði Sigurður Helgason með 34.97 metra og spjótkast Einar Kristjánsson kastaði 44.71 metra. 13 ára stúlka frá Stykkis- hólmi Guðbjörg Lárenzíusdótt- ir sigraði 80 m hlaup kvenna á prýðilegum tíma 12,0 sek. Hástökk Lovísa Sigurðardóttir Snf. 1.20 m og langstökk Guð- rún Hallsdóttir Eldbórg 3.80 metra. Loks sigruðu stúlkurnar frá Snæfelli Stykkish. 4x100 m boð- hlaup á 64.0 sek. Einnig var keppt í Isl. glímu. Keppendur voru 8 þar af 7 frá íþróttafé- lagi Miklaholtshrepps, en það félag hefúr með mikilli prýði haldið þessari fögru þjóðar- íþrótt lifandi á Snæfellsnesi. Fyrstu þrjú sætin í glímunni skipuðu bræðurnir frá Borg; Halldór 7 vinninga, Ágúst 6 og Karl Ásgrímsson 5 vinninga. U.M.F. Snæfell í Stykkis- hólmi sigraði mótið að þessu Framhald á 11. síðu. Þakkir fyrir tónlistarhátíð Frá ýmsum hlutaðeigendum á Norðurlöndum og annarsstað- ar hafa borizt hingað miklar þakkir fyrir norræna tónlistar- mótið og alþjóðaþing tón- skálda hér í Reykjavík í júní- mánuði síðastliðnum. Fyrstur skrifaði formaður norska tón- skáldafélagsins hr. Klaus Egge formanni Tónskáldafélags ís- lands, og segir: „Kæri Jón Leifs, — má ég þakka fyrir hina frábæru gest- risni og fyrir að öllu leyti vel heppnaða framkvæmd norrænu tónlistardaganna á íslandi. Eg hef flutt stéttarbræðrum í norska tónskáldafélaginu rækilega skýrslu, og eru allir sammála um að Tónskáldafélag Islands hafi á virðulegan hátt skipað sér í röð með hinum venjulegu norrænu hátíðahöld- um. Vér vonum að norræna „Stefjasambandið“ haldi nú einnig fund á íslandi, svo að ríki og þjóð megi fá betri skiln- ing á starfsemi STEFs. Eitt hið ánægjulegasta við dvölina á íslandi var að tón- leikarnir tókust svo vel og að hljómsveitin hefur náð svo miklum þroska og að ágæt samvinna virðist ríkja með tónlistarmönnum á fslandi. Það sem enn virðist vanta er að fá íslenzka ríkisútvarpið til að styðja belur íslenzka tón- list. Auðvitað verð ég líka að þakka fyrir þínar glæsilegu aðferðir við að sýna þitt eigið MmL.pg. fyrir hin skemmtilegu saipkv'æmi. ý Þu 6g 'félág'þitf' á’ því' s6 taka við hjartanlegu þakklæti norska tónskáldafélagsins' fyrir allt, sem þið hafið afrekað, og vér óskum ykkur allra heilla í þeirri vinnu, sem framundan er. Það er ómögulegt að koma þökkum til hvers einstaks vin- ar okkar þarna í fjarlægðinni, og ég bið þig að flytja þeim kveðju frá okkur öllum og mér persónulega. Með hjartanlegri kveðju ,— Klaus Egge“. Mjög svipuð þakkarbréf bár- ust hingað frá öðrum aðiljum, og . formaður Tónskáldafélags Bók um hryðju- verk nazista Framhald af 5. síðu. og hrifsa til sín æ meiri völd í hinu vesturþýzka ríki.. Frið- arsinnar eru ofsóttir og dæmd- ir fyrir andstöðu gegn hervæð- ingunni, sem Vesturveldin, og þá einkum Bandaríkin, standa fyrir í Vestur-Þýzkalandi. Dr. Otto John, fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar þar í landi, hefur leitt hug manna um all- an heim að þeim óhugnanlegu þróun sem nú á sér stað í Vest- ur-Þýzkalandi, er nazistum ein- um eru veitt opinber embætti en andnazistar sviptir öllum á- hrifum á opinber mál. Banda- ríkin stuðla nú að því að þetta ríki vígbúist á nýjan leik. En þó þeir rejmi að dylja þá her- væðingu undir hulu Evrópu- hers, þá er þó augljóst að sú hervæðing stefnir óðfluga að einu marki: endurtekningu skelfinganna úr síðustu styrj- öld. íslands hefur sent menntamála- ráðherra, borgarstjóra, út- varpsstjóra og þjóðleikhús- stjóra þakkarbréf, en þar segir m. a.: „Samkvæmt viðtali leyfum vér oss hér rneð virðingarfyllst að láta í té eftirfarandi skýrslu varðandi norræna tónlistarmót- ið hér í Reykjavík í mánuðin- um sem leið: Á fundi Norræna tónskálda- ráðsins var um það leyti er mótinu lauk samþykkt svo- hljóðandi ályktun: „Samkvæmt tillögu frá Klaus Egge var samþykkt að Nor- ræna tónskáldaráðið láti í ljósi aðdáun sína á framtaki íslands, er gerir hina norrænu tónlist- ardaga hér að svo hátíðlegri og glæsilegri athöfn og að láta í ljósi viðurkenningu sína á Veiga- mikilli samvinnu milli útvarps- stöðva hinna norrænu ríkja og í því sambandi að láta í ljósi von sina um að Ríkisútvárp ís- lands taki þátt í þessari sam- vinnu á þann hátt að íslenzk tónlist nái útbreiðslu á Norð- urlöndum“ “. í bréfinu frá formanni Tón- skáldafélags íslands segir síðar: „Hlutaðeigendur eru allir sammála um að flutningur tón- verka á þessari hátíð hafi tek- izt með ágætum og miklu bet- ur en margir gerðu sér í hugar- lund. Til samanburðar má geta þess að alþjóðatónlistarhátiðin í ísrael um sama leyti með nýjum tónverkum eingöngu stóðst ekki eldraun hinna list- rænu framkvæmda, svo að hætta varð við flutning ýmissa 'verka, en flutningur annarra reyndist svo ófullnægjandi að viðstödd tónskáld bönnuðu flutninginn eftir áheyrn æf- inga. Það -varð íslenzku hátíðinni til gæfu að henni var sniðinn stakkur eftir vexti íslenzkra ftutningsmöguleika og öllum flutningi íslenzkra tónverka fórnað til að verða við- kröf- um og reglum Norræna tón- skáldaráðsins, en það tókst líka fyllilega. Þeir fjórir menn, sem fengnir voru frá útlöndum til viðbótar í hljómsveitina, urðu henni til miklu meiri framgangs en vonir stóðu til, og er nú æskilegt að hljóm- sveitinni bætist við jafnmargir og jafngóðir hljóðfæraleikarar til frambúðar, en að ófullkomn- ari leikarar síist úr henni smámsaman. Augljóst var einn- ig að túlkendur allir, bæði hljómsveitarmenn og einleik- arar, höfðu tekið á öllu sínu til að standast eldraun hins örð- uga flutnings nýju verkanna og samanburðinn við ástæður á Norðurlöndum. Vér leyfum oss hérmeð að þakka yður fyrir ágætan skiln- ing og stuðning í málum þess- um. Er þess að vænta að nor- ræna tónlistarhátíðin hér megi vera upphaf að árlegum svip- uðum íslenzkum hátíðum, í líkingu við hátíðirnar i Edin- burgh og Bergen, íslandi til á- litsauka og fjárafla með aukn- um straumi erlendra ferða- manna. — í þetta sinn hófust aðgerðir því miður svo seint, og það hik varð á framkvæmd- um, að ekki náðist fullur fjár- hagsárangur“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.