Þjóðviljinn - 21.08.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.08.1954, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. ágúst 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erlend tíðindi Framhald af 6. síðu. Og án þessara breytinga er fullgilding útilokuð. En enda þótt svo ólíklega takist til, að breytingartillögurnar nói fram að ganga, er engin trygging fyr- ir því að meirihluti franska þingsins samþykki fullgilding- una. Eftir fréttum af afstöðu þingflokkanna til tillagna frönsku stjórnarinnar, virðist sem þær hafi haft lítil áhrif, og andstæðingum fullgildingar- innar hafi ekki fækkað neitt að ráði. Allir þingflokkarnir eru enn þverklofnir í þessu máli,- nema 100 þingmenn kommúnista, sem allir eru and- vígir gamningunum. Sagt er að meirihluti þingflokks sósíaldemó krata sé enn andvígur samn- ingunum þrátt fyrir breyting- aftillögurnar, en mikið veltur á afstöðu hans, þegar til at- kvæðagreiðslu kemur. And- stæðingum samninganna þykir breytingarnar of smávægileg- ar, en fylgjendum þeirra þyk- ir Mendés-France hafa gengið of langt. Þannig sagði einn að- alhöfundur samninganna, Schu- man, fyrrv. utanríkisráðherra, í grein í Figaro í fyrradag, að Evrópulierinn yrði ekki nema nafnið tómt, ef breytingartil- lögurnar næðu fram að ganga. Það eru því harla litlar líkur á því, að samkomulag geti orðið um þessar breytingar og endanlega fullgildingu samn- inganna, hvorki á franska þing- inu né milli aðildarríkjanna, og þó sízt af öllu Frakklands og Vestur-Þýzkalands. Og það er margt sem bendir til þess, að Mendés-France sé í raun- inni ekkert áhugamál að korna samningunum í höfn. Allar stjórnarathafnir hans hingað til hafa verið i fullkomnu ó- samræmi við þá stefnu, sem fyrirrennarar hans í embætt- inu síðustu árin hafa fylgt, en grundvallaratriði hennar hefur einmitt veríð það, að engir samningar séu hugsanlegir við Sovétríkin um lausn deilumála. Mendés-France hefur hiris veg- ar sannað, að slíkir samning- ar geta tekizt, ef deiluaðilar eru fúsir að mætast á miðri leið. Allt bendir til þess að hann vilji freista þess fyrir hvern mun að komast að sams- konar samningum um Þýzka- . land og tókust um Indó Kína. Hann hefur hingað til komið í veg fyrir, að Vesturveldin höfnuðu nýjasta boði Sovétrikj- anna um fjórveldafund til að ræða Þýzkaland og það ætti ekki að koma neinum á óvart, að hann reyndi slíka samninga sjálfur, þótt bæði Bretland og Bandaríkin skærust úr leik. Slíkt myndi óhjákvæmilega hafa i för með sér, að upp úr s a m v i n n u Vesturveldanna slitni og Atlanzbandalagið liði undir lok. Á því getur enn orðið nokkur bið, þó hún kunni að verða styttri en flesta grun- ar. ás. 1‘í hefuff umboSsmsnn á þessum siöðum: Á Vestuiiandi: >' .-FlateyrU^riðrii.Jaibercf-,: Þingeyri: Davíð Kristjánsson ísafiréi: Guðmundur. Árnason, kennari. Skagastrcmd: Margrét Guðbrandsdóttir Sauðárkróki: Skafti Magnússon Siglufirði: Öskar Garibaldason Ólafsfirði; Ólafur Sæmundsson Dalvík: Kristinn Jónsson Akureyri: Björn Jónsson, formaður Verka- mannaíélags Akureyrar Húsavík: Guðrún Pétursdóttir Raufarhöfn: Lárus Guðmundsson. Á Austurlandi: XTfífí:: rrtSP- Evrópuherinn Framhald af 1. síðu. ríkjanna þurfi til að þau öðl- ist gildi. Adenauer seíur skilyrði Adenauer og utanríkisráðherr- ar Ilollands, Ítalíu og Luxem- borgar lýstu yfir fylgi sínu. við þessa tillögu Spaaks, en Aden- áuer sagðist mundu gera það að skilyrði fyrir samþykki sínu, að Frakkar féllu frá öllum tillögum, sem hafa í för með sér breytingu. á yfirþjóðlegu eðli bandalagsins. Mendés-France var hins vegar ó- fús að fallas't á tihögu Spaaks, og mun enn hafa ítrekað,' að .engin von sé til þess, að meiri- hluti fáist á franska þinginu til að fullgilda samningana ó- breytta. En haldið var áfram fram eftir kvöldi að reyna að komast.að samkomulagi og sagt var, að Piccioni, utanrikisráð- herra Ítalíu, hefði lagt fram aðra málamiðlunartillögu. Talið var líklegt, að fundur yrði einnig í dag. Skógræktin Framhald af 3. síðu. Gróðursetning Á vegum Skógræktar ríkisins var þetta gróðursett helzt: í landi Stálpastaða voru gróðursettar 27350 plöntur, í Skagafirði og Húnavatnssýslum 26254, í Vagla- skógi 25800, í Ásbyrgi 7000 skóg- arfurur og 1000 rauðgreni, í Hallormsstaðaskógi 22700 plönt- ur, mest lerki, í Lambhagann í Skarfanesi voru gróðursettar 17000 skógarfurur, 1100 rauð- greni og ofurlítið af lerki og fjallaþöll til reynzlu. Þess má geta að 25 þús. plönt- ur voru afhentar eiganda Haga- víkur við Þingvallavatn til gróð- ursetningar, sem viðurkenning fyrir ötult og gott skógræktar- starf hans á undanförnum ár- um. \ Öspin alinnlend planta í lok skýrslu sinnar segir skóg- ræktarstjóri m. a.: ,,Til stórtíð- inda má telja, að blæösp fannst á tveim stöðum í Egilsstaðaskógi,. En síðan fannst hún í landi Jór- víkur í Breiðdal á nokkru svæði. Þá er ösp fundin á 4 stöðum á landi hér, og þótt asparfundur- inn á Egilsstöðum sé talinn sem einn fundur, þá er snertispölur á milli fundarstaða, svo að ýmsir mundu vilja' telja 5 fundarstáði. Með ýtarlegri leit um Austur- land virðist ekki vafi é, að finna mætti blæösp miklu víðar. Héð- an af verður ekki talinn .vaf-i-S- að öspin sé alinnlend planta, en ekki slæðingur, eins og ýms- ir héldu áður, meðan öspin þekktist aðeins á einum stað. En hitt mun ráðgáta fyrst um sinn, á hvaða tíma öspin hafi numið hér land, eða hvort hún muni hafa lifað ísöldiria af“. ’ Reyðaríirði: Sigfús-Jóelsson Fáskrúðsfirði: Jón Erlendsson Norðfirði: Jón Guðmundsson Hornafirði: Benedikt Þorsteinsson. ÁSuðurlandi: Selfossi: Frímann Einarsson Hveragerði: Sigurður Árnason Hafnarfirði: Bókaverzlun Þorvaldar Bjarna- sonar Akranesi: Hálfdán Sveinsson Borgarnesi: Jónas Kristjánsson Stykkishólmi: Jóhann Rafnsson Búðardal: Ragnar Þorsteinsson Vestmannaeyjum: Oddgeir Kristjánsson Reykjavík: Bókabúð Kron og Bókabúð Máls og menningar. Sösgféiag verkaiýðssamfakanna telui það hlutverk sitft að auðgamenn- ingu verkalýðssamtakanna með siarfi sínu.— Nú er tækifæri til aS vcita því stuðning meS því aS kaupa miða í happdrætti þess Flugmiðar og lögregluvövður Lögregluvörour var aukinn við byggingu utanríkisráðuneytisins í Bruxelles, þar sem ráðstefnan var haldin. Dreif-t hafði verið flugmiðum um alla borgina, þar sem mótmælt var stofnun Ev- rópuhersins og hervæðingu Vest- ur-Þýzkalands. Lögreglan vísaði úr landi sex ungum Frökkum, sem komið höfðu yfir landamær- in í bíl og var því borið við, að líkur væru á að þeir ætluðu að hafa í frammi áróður gegn Evrópuhernum. fþréttir Framhald af 8. síðu. sinni, hlaut 59V2 stig en Í.M. kom næst með 53 stig. Jón Pétursson Stykkishólmi vann silfurbikar fyrir þrjú beztu samanlögð afrekin, en Kristófer Jónasson Trausta var stighæsti maður mótsins með 24 stig. Að lokum þessa: 96% skráðra keppenda komu til leiks og það var stærsti sigur- inn á þessu móti. Hvenær skyldu Reykvízkir frjálsíþrótta- menn slá það met? ---------------------------—« NVJAR VÖRUR MikíÖ af nyjum.gjafavörum tekið upp í dag, svo sem: Vínsett, líkjörsett, ölsett, blómsturvasar, skálar, öskubakkar o. m. fl. BLÓM & GSÆNMETI H.F. Skólavörðustíg 10 — sími 5474. -<S> emnusssiis starfar næsta vetur frá 1. okt. til 15. maí. Um- sóknir sendist þjóöleikhúsfet’jóra fyrir 1. september n.k. Umsókn fylgi fæðin^arvottorö, afrit prófckír- teina og meömæli kennara í framsögn. Inntoku- próf fer fram 28. og 29. september. Þjóðleikhússtjóri. v I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.