Þjóðviljinn - 15.09.1954, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.09.1954, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. september 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Fréffabréf úr Mýrasýslu um: heyshop, ræktun, nýjan skóía, hermannaheimsóknir og lax- veiði undir ilugvélavernd 't Morgunblaðið þorir ekki að birta ávarpið gegn hernámi Loksins í gœr fær Morgunblaðiö málið um und- irskriftasöfnunina gegn hernámi landsins og er mjög fúkyrt og taugaóstyrkt. En ótti Morgun- blaðsins hefur einnig birzt í annarri og athyglis- verðri staöreynd: S.l. föstudag boðuðu forstöðumenn söfnunar- innar blaðamenn á sinn fund, afhentu peim á- var-pið sem birt var hér í blaöinu á laugardag og gerðu grein fyrir pví mikla starfi sem nú er hafið. Morgunblaðið var að sjálfsögðu boöað á fundinn — en pað porði ekki að senda pangaö nokkurn fréttamann. Morgunblaðið hefur ekki heldur por- að að birta ávarp pað til íslendinga sem pjóð- kunnir menn úr öllum stjórnmálaflokkum og ut- an flokka hafa sent frá sér. Og Mcrgunblaðið hefur ekki heldur porað að birta pá stuttorðu yfirlýsingu sem íslendingum er boðið að skrifa undir. Þessi ótti Morgunblaðsins er ofur skiljanlegur. Þœr röksemdir sem raktar eru í ávarpinu eru svo sjálfsagðar og óvefengjanlegar aö peim verður með engu móti hnekkt. Aðstandendur Morgun- blaðsins sjá að ef peir birtu ávarpið í blaði sínu, myndu margfaldar mótmœlagreinar verða hald- lausar. Þess vegna er gripið til pess ráðs að reyna að fela ávarpið fyrir lesendum Morgunblaðs- ins en fóðra pá á fúkyrðum í staðinn! é- Lax- og silimgsveiðm i sumar: ■ «•& m.wr iSnio ufr;: -<a Veiðin undir meðaliagi en verðið hœrra en nokkru sinni í dag lýkur lax- og göngusilungsveiöi á þessu ári og veiöi í stööuvötnum lýkur 27. þ. m. Láxveiöin í sumar á stöng hefur verið töluvert innan við meöallág síöustu sex ára, en liún er svipuö og hún var í fyrra, samkvæmt þeim skýrslum, sem fyrir liggja nú. rme-fr- 13. september 1954 Hagstætt tíðarfar og góð heyöflun Heyskap er yfirleitt lokið hér 1 Mýrasýslu. Eru sumir bænd- ur hættir fyrir alllöngu, en ein- staka að ljúka háarhirðingu. Tíðarfar hefur verið frekar hagstætt í sumar. Júlí var að vísu óvenjulega kaldur ,en ágúst góður, þótt þurrkar væru stuttir. Spretta á túnum var allstaðar mjög góð. Hinsvegar var útjörð mun misjafnari en í fyrra, einkum var votlendi fremur illa sprottið. Heyöflun mun vera svipuð og í fyri'a og sumstaðar meiri og stafar það af sérstaklega hag- stæðri tíð í heyskaparlokin. En menn muna vart jafn góða tíð og vérið hefur það sem af er september. Bændur hér eru því mjög vel undir veturinn búnir, þar sem fyrningar voru víðast miklar og hafa menn því almennt mikinn hug á að fjölga enn búpeningi, ekki sízt sauðfé, þar sem ótti við mæðiveikina er nú líka hjá Iiðinn. Miklar ræktunarframkvæmdir en óhagstætt áburðarvcrð Ræktunarframkvæmdir eru yfirléitt miklar í héraðiiiu. Ey nú orfásláttur og aðrar frum- stæðar heyskaparaðferðir mjög að hverfa úr sögúnni. Miðá síu fellt fleiri bændur því fyril’ætl- anir sínar í búskapnum við ræktaða jörð eingöngu. Af því leiðir að áburðarkaup fara mjög vaxandi og eru orðin einn stærsti útgjaldaliður margra bænda. Talsverðrar óánægju gætir hjá bændum með Gufu- nesáburðinn, þykir hann of fín- gerður og erfitt að dreifa hon- um. Er þó talið að það standi til bóta og að auðvelt sé að breyta framleiðslu hans í liag- kvæmara horf. En bændur eru einnig óá- nægðir með verðið á áburðin- um. Er íslenzki áburðurinn dýrari en sambærilegur innflutt ur áburður. Talið er að vérð- mismunurinn sé um 15 krónur á 100 kílóa poka. Vélar eru nú komnar á flesta bæi. í sumum sveitum vantar lítið á að dráttarvél sé komin á livert býli. Nú sést varla leng- ur heylest og gömlu heyskapar- vinnubrögði að víkja fyrir nýrri tækni og fullkomnari aðferð- um. Nýr heiinavistarskóli að Varmalandi Heimavistarskólinn að Varma- landi tekur til starfa í haust, en hann er ætlaður börnum úr allri sýslunni utan Borgarnesþ, sem Jielurijsjnu eigi-n, barnaskóla eins og kunnugt er.; Skólahúsið að Varmalandi or. hið myndar,- legasta og tekur; um: 40 .börn. Ert tvísett verðui', j skólann þeg- ar í vetur og verður því kennt þar 80 börnum. Sigvaldi Thord- arson arkitekt teiknaði skólann og hafði eftirlit með byggingu hans. Aðalsmiðir við bygging- una voru þeir feðgar, Kristján Björnsson, frá Steinum og Björn Kristjánsson. Skólinn er hitaður upp með heitu vatni. Einlienr.isbúnir liermenn á skemmtunum héraðsbúa Veiði hefur verið léleg í sum- ar hér sem annarsstaðar. Ilefur bæði stangaveiði og netaveiði verið með minna móti: Ferða- mannastraumur hefur verið mikill um héraðið, eins og að venju. Allmikið hefur verið um skemmtanalíf um helgar í sum- ar. Það sem sett hefur vaxandi svip á skemmtanir héraðsbúa í sumar er mjög aukin aðsókn amerískra herrnanna. Er út af því vaxandi og megn óánægja meðal almennings. Sem dæmi upp á yfirgang hernámsmanna má benda á, að s.l. laugardags- kvöld var haldin skemmtun að félagsheimilinu Brautartungu í Lundareykjadal. Mætti þar hóp- ur hermanna í einkennisbúning- um. Var það látið óátaliö af forstöðumönnum samkomunnar, sem voru utanhéraðsmenn, en vakti slíka reiði meðal heima- fólks að minnstu munaði, að sjálfkrafa. s.amtök mynduðust um að varpa hermönnuhum á dyr. Er talið af kunnugum, að ef svo haldi áfram muni til tíð- inda draga, því héraðsmenn vilja ógjarna una því að ame- rískur hermannaskríll setji ó- menningar- og siðleysissvip sinn á skemmtanalíf héraðsins. I samræmi við „reglur“ dr. Kristins? í þessu sambandi hefur mörg- um orðið hugsað til þeirra samninga, sem utanríkisráð- lierra Framsóknar hefur gert við hernámsliðið, og er sú spurning eðlilega á margra vör- um, hvort þessar heimsóknir amerískra hermanna á skemmt- anir í héraðinu séu í samræmi við hinar dularfullu „reglur“ dr. Kristins Guðmundssonar, því á þessu hefur orðið mikil breyting til hins verra upp á síðkastið. Vaða hermennirnir þarna uppi fram á nótt í ein- kennisbúningum sínum og er það hin óheyrilegasta móðgun við samkomugesti. Sýnist vera hér ærið verkefni fyrir ung- mennafélögin og önnur samtök æskunnar í héraðinu, að reka Iþennan ófögnuð af höndum sér og mun verða vel fylgst með at- höfnum þeirra og afstöðu til þessa óhugnanlega fyrirbæris í skemmtanalífi héraðsins. Sérkennileg laxveiði að Straumum í sumar höfðu amerískir yfir- menn úr hernámsliðinu veiði- staðinn Strauma, þar sem Hvítá og Norðurá mætast. Hafa þeir verið þarna á veiðum oftsinnis á sumrinu, komið í helikoptei'vél og ætíð fylgt þeim önnur flug- vél sem fylgzt hefur með þeim Veiðin í nokkrum ám hefur verið með alminnsta móti eins og t. d. í Þverá í Borgarfirði, en í öðrum ám yfir meðallagi eins og í Elliðaánum, Haukadalsá í Dölum og víðar. Laxveiði í net í Árnessýslu hefur verið með lakara móti og í Borgarfirði hef- ur hún verið undir meðallagi. Útsöluverð á nýjum og reykt- um laxi liefur verið nokkru hærra i sumar heldur en í fyrra og það lang hæsta, sem það hefur verið til þessa. Búð- arverð á silungi hefur einnig verið hærra, en árið aour. Um göngusilungsveiði hafa enn ekki borizt skýrslur og sama er að segja um veiði vatnasilungs. Þó er vitað, að silungsveiðin í Mývatni hefur verið góð á þessu ári og einnig í Þingvallavatni. Að undanförnu hafa nylon- net verið tekin í notkun við veiði lax- og silungs í ám og vötnum og hafa þau reynzt ör- ugglega veiðnari á silung held- ur en eldri gerðir af netum. meðan þeir voru að setjast. Hef- ur fylgdarvélin síðan sveimað yfir meðan þeir hafa verið við veiðina og síðan fylgt þeim til baka. Er fólki hér spurn hvort þessar stríðshetjur hins „vest- ræna lýðræðis“ óttist að bænd- ur og búalið veiti þeim aðför með heykvíslum sínum og öðr- um amboðum! Er þetta a. m. k. í fyrsta skipti sem vitað er til að menn stundi laxveiði í Borg- arfirði undir flugvélavernd og þykir það að vonum nokkrum tíðindum sæta. Á yfirstandandi sumri hefur verið lokið við að gera tvo laxastiga í fossa neðan til í Laxá Ytri hjá Höskuldsstöðum í Húnavatnssýslu. Samanlagt eru fossarnir 13 m á hæð og er lengd laxastiganna beggja um 70 m, breidd þeirra við botn er 1,8 m og eru laxastigar þessir mestu mannvirki af sínu tagi, sem gerð hafa verið í eina á hér á landi. Var sprengt fyrir stigunum 1952 og 1953, og þeir steyptir upp í sumar. Með til- komu laxastiganna opnast ný “ ársvæði fyrir laxagöngum nál. 25 km að lengd. Þá er hafin endurbygging á laxastiga í Laxfossi í Norðurá í Borgarfirði og er ætlunin að ljúka því verki í þessum mán- uði. I Laxá í Dölum var sprengd 100 m löng og 1,5 m breið rás í klappir ofan við ós árinnar til að auðvelda laxi göngu upp Framhald a 8. síðu. SIGFÚSARSJÓÐUB Þeir sem greiða íramlög sín til sjóðsins smám saman eru minntir á að skrifstofan á Þórsgötu 1 er opin kl. 10-12 og 2-7 alla virka daga nema laug- ardaga kl. 10-12. Samband ísl. láðrasveita stefnað SSofneiiduí 8—9 lúðrssveifir víðsvegar Samband ísl. lúðrasveita var stofnaö 21. júní s.l. Eru stofnendur sambandsins 8 lúðrasveitir, 5 utan af landi og 3 úr Reykjavík. 9. sveitin, Lúðrasveit Neskaupstaðar, hefur einnig gerzt aöili að sambandinu. Stofnfund sátu eftirtaldir fulltrúar: Finnbogi Jónsson frá Lúðrasveit Akureyrar, Guð- varður Jónsson frá Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Gunnar Hall- grímsson frá Lúðrasveit ísa- fjarðar, Víkingur Jóhannsson frá Lúðrasveit Stykkishólms, Sigurður Jónsson frá Lúðrasveit Vest,mannae\'ja, Magnús Sigur- jónsson frá Lúðrasveit Reykja- víkur, Jón Sigurðsson frá Lúðrasveitinni Svanur, Harald- ur Guðmundsson frá Lúðrasveit verkalýðsins, Reykjavík og Karl O. Runólfsson, tónskáld. hr llSBkMyrintif lósíalistar og aðrir andstæðing- r liernámsins. Skrifstofa Sós- ilistafélag Reykjavíkur Þórs- ;ötu 1 sími 7511, er opin alla irka daga frá kl. 10-12,1-7 ig 8.30-10 e.h. fyrst um sinn. íafið samband við hana, tak- 3 að ykkur lista til undir- kriftar út af brottför hersins ig skilið strax útfylltum list- im. Allir til starfa fyrir heill slands. T I Stjórnin. Tilgangur sambandsins er m. a., að lialda sameiginlega hljóm- leika árlega, ef hægt er, fjölrita og gefa út hentugar útsetningar á ísl. alþýðulögum fyrir lúðra- sveitir, koma á fót umferða- kennslu í hljóðfæraleik fyrir meðlimi sambandsins og vinna að sameiginlegum hagsmunum lúðrasveitanna, t. d. í sambandi við hljóðfæra- og nótnakaup. Samþykkt voru bráðabirgða- lög fyrir sambandið og stjórn kosin fyrir fyrsta starfsár og skipa hana: Karl O. Runólfsson, formaður; Bjarni Þóroddsson, gjaldkeri, og Jón Sigurðsson, ritari. Varastjórn skipa, Magnús Sigurjónsson, Halldór Einars- son, og Guðvarður Jónsson. Endurskoðendur: Finnbogi Jóns son og Haraldur Guðmundsson, til vara Sigurður Jónsson. Samþykkt var einróma að beina því til löggjafarvaldsins, að felldir verði niður tollar og bátagjaldeyrir á hljóðfærum fyrir lúðrasveitir, þar sem tekjumöguleikar þeirra eru mjög litlir og allir meðlimir á- hugamenn, sem starfa kaup- laust og eiga þessvegna erfitt með að afla sér dýrra hljóð- færa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.