Þjóðviljinn - 15.09.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.09.1954, Blaðsíða 10
.10) >JÖÐVILJINN — Miðvikudagur 15. september 1954 INNAN VÍÐ MÚEVEGGINN EFHR A. J. CRONIN hefði d.ottiö eitthvað í hug, Jeit upp og. starði út í blá- inn. Rödd hans breyttist mjög — varð fjaiTæn, mann- leg og viðkvæmnisleg. „Manstu .... Páll .... á Jesmond Dene .... þegar við sigldum bréfbátunum?“ Hann leit skömmustulegur á son sinn, strauk hend- inni yfir þrútin og rök augun og fór út úr herberginu. 101. Páli til angurs og leiða stundi Mathry þungan og það fóru ömurlegar viprur um stirðnað andlit. hans. ,.AUt snýst öfugt fyrir mér. Allt. Jafnvel réttarhöld- ■ in. Að sjá þessa samkundu í dag. Ég hafði enga ánægju af henni. Allir þessir uppstríluðu lögfræðingar sem töl- uðu eins og bækur. Hvers vegna gera þeir ekki eitthvað til tilbreytingar. Hvers vegna leyfðu þeir mér ekki að tala? Þeir hlógu að mér í laumi. Ég er umskiptingur ... és' á hvergi heima. Ég verð aldrei neinum að gagni. Ég er búinn að vera. Ég myrti engan. Það eru þeir sem myrtu mig“. ’ Það var dautt í pípunni hans, andlit hans var grá- fölt, líkami hans titraði allur af angist. Það var eins og“ hjarta Páls þiðnaði. En þessi' veik- leiki hjá föður hans, þessi óvænti vonarneisti, var of dýrmætur til þess að eyða á hann samsvarandi veik- leika og tilfinningasemi. Hann titraði af geðshræringu, en hann neyddi sig til aö svara kuldalega. , „Þú ert alls ekki búinn að vera“. Hann þagði all- lengi meðan þetta var að síast inn. „Það sem þú hefur ’ orðið að þola hefur breytt þér. En að árum ertu ekki gamall maður. Þú ættir að geta endurskapað hug- myndir þínar og lagt stund á það sem hentar þér bezt.“ „Ekkert hentar mér“, taut^öi Mathry. „Mér hefur dottið í hug að bezt væri aö binda endi á þetta allt. Ég gekk eftir brúnni á skipaskurðinum í kvöld .... og ég var að því kominn að varpa mér út af henni“. „Þaö væri mjög góð aðferð til að þakka mér fyrir það sem ég hef fyrir þig gert“. Mathry lyfti úlfgráu höfðinu og leit útundan sér á son sinn. .. • „Já“, tautaði hann. „Þú hefur verið góður við mig, það hefurðu verið“. „Drekktu þér bara, ef þér sýnist“, hélt Páll áfram nístandi röddu. „Losnaðu úr vandræðunum á þann hátt sem auöveldastur er. En mér finnst önnur hugmynd ör- lítið skynsamlegri. Bráðum færöu allmikla fjárupphæð. Já, víst færðu hana. Hvers vegna kaupir þú þér ekki smábúgarð uppi í sveit ... . þá kemstu út í hreina loftiö, hefur samastað fyrir þig, eignast hænsni og egg .... gleymir aö hata fólk .... Þú færð heilsuna aftur uppi 1 sveit .... yngist upp á sál og líkama“. Páll hækkaði röddina skyndilega. „Ég kom þér út, var það ekki? Reyndu að nota sem bezt þessi ár sem ég hef gefiö þér“. „Ég gæti það aldrei“, sagði Mathry hásri röddu. „Víst gæturðu það“, hrópaði Páll. „Og ég get hjálpað þér. Ég reyni að fá kennslustarf í nágrenninu. Þá verð ég til taks ef þú þarft á mér aö halda“. „Nei .... það gerirðu ekki. Eða hvað?“ „Jú“, Mathry gaut augunum enn á Pál. Sprungnar varir hans skulfu. „Ég er svo þreyttur”, tautaði hann. „Ég held ég fari í rúmið“. Hjarta Páls tók viðbragö af gleöi eins og stórsigur væri unninn. Hann vissi ekki hvað hafði valdið þessum umskiptum hjá Mathry — hann hafði ekki þorað að vona þetta. En í leiftursýn sá hann fyrir sér framtíð þeirra beggja upp úr þessum molum, réttlætingu á stundu ósigursins. Hann gladdist yfir því aö hann hafði ákveðiö að vera kyrr. Hann leit beint á föður sinn og rödd hans var stillileg. „Þár líður betur eftir góðan nætursvefn“. Mathry reis á fætur. „Uppi í sveit .... “ tautaði hann. „Meö hænsni og ku .... það væri ágætt .... en gæti ég .... ?.“ „ Já“, sagði Pálí aftur með festu í rómnum. Það varð andartaks þögn . „Gott og vel“, sagði Mathry kynlegri, hásri röddu. Hsnn opnaði munninn og lokaöi honum aftur. „Nú fer ég í rúmið“. Allt í einu nam hann staðar eins og honum Tuttugasti kafli Langa hríð sat Páll kyrr í setustofunni. Nú gæti hann framkvæmt áætlun sína. Það var að vísu ekki draum- sýnin um lítið hús í rósagarði utaní hlíð og grænir akrar framundan. Hann hafði þroskazt svo við reynslu sína, að hann var orðinn raunsær, hafði taumhald á geðhrifum sínum. Hann yrði að ljúka kennaranámi, ekki í Belfast — nú var það óhugsandi — heldur í ein- hverjum af smærri sveitaháskólum Bretlands, ef til vill í Durham, þar sem skólagjöld voru lág og kennslan góð. í þessari gömlu kirkjuborg gæti hann eflaust feng ið einhvers konar vistarveru, það stóð á sama hve frumstæð hún var, til að hýsa þá báða, með tilheyrandi garði þar sem Mathry gæti öðlazt sálarheill aftur. Var þetta framkvæmanlegt? Páll vissi það ekki. Hann hafði heyrt frásagnir af því, að menn sem látnir voru lausir eftir langa fangelsisvist, fimmtán, tuttugu, jafnvel þrjá- tíu ár, gátu á ný tekið upp eðlilegt líferni, horfið í fjöld- ann, notið rólegrar og hversdagslegrar elli. En þeir höfðu að vísu ekki veriö dæmdir ranglega. Páll flýtti sér að rísa á fætur áður en harmurinn yfir óréttlætinu kæmi honum úr jafnvægi. Hann vildi ekki að neitt eyðilegði þessa tilfinningu um frið og ró, sem hafði tekið við af ofsareiðinni í garð dómsvaldsins. Klukkan var ekki mjög margt, og hann ákvað að fara út að ganga áður en hann færi að hátta. Hann slökkti ljósið, gekk hægt eftir ganginum svo að hann truflaði ekki Mathry og fór niður. Kvöldin voru orðin löng, og enn vottaöi fyrir dags- birtu 1 lofti, eins og hún væri treg til þess að hverfa alveg. Loftið var hlýtt, mjúkt og kyrrt. Hami gekk frá gistihúsinu, heillaður af yndisleik kvöldhúmsins. Hann hafði ætlað sér aö ganga éitthyað út í bláinn, CjUMS OC CAMM Benjamín var viðurkenndur, sem bezti leigubílstjórinn i bænum, og hefðarfrú ein leit- aði því ávallt til hans þegar hún þurfti á leigubifreið að halda. Að einu leyti geðjaðist henni þó ekki að Benjamín, því að henni þótti hann vera alltof kærulaus um útlit sitt. Dag einn þótti henni tími til kom- inn að færa þetta í tal við Benjamín, og hóf máls á þessa leið: — Hvað telur þú hæfilegt, að raka sig oft í viku, Benjamín. Benjamín, leit á hana og svaraði síðan kurteislega: — Tvisvar með yðar skeggvöxt frú. Tveir læknar ræðast við. A: Þú hefur læknað sjúkling— inn og er þá nokkuð að frekar? B: Jú nú er eftir að vita hvaða meðalið læknaði hann. Maður nokkur var að ferðast um Gyðingaland ásamt konu sinni. Þau fengu heimamann til þess að fara með þau á litlum bát og sýna þeim hvar Messías hafði gengið á vatninu. Þegar þau voru komin miðja leið sneri ferðamaðurinn sér að stjórnanda bátsins og spurði: — Hve mikið eigum við svo að borga fyrir flutninginn? — Tíu dollara hvort, var svar- ið. — Eg er þá ekki hissa, þó að Messías hafi frekar kosið að ganga, sagði ferðamaðurinn. Maður tekur þvetta- snúru . . . Maður tekur venjulega þvotta- snúru, leggur hana saman nokkrum sinnum og bindur hana um mittiö. Svo saumar maður nokkur hylki úr taui til að halda dýrðinni á sínum stað og kaupir sér spennu, og þarna er komið nýtízku belti. Snæri er ekki dýrt og á þennan hátt er því hægt að koma sér upp ódýru belti, aldrei slíku vant. Hægt er að nota snæri í ýmis- legt fleira en belti, t.d. hanka á stórar tautöskur og ilskó, sem ekki eru annað en sóli og snærisreimar. Hægt er að búa til ljómandi skemmtilega ilskó á þennan hátt, en það er ekki beinlínis þægilegt að ganga í þeim. Snæri er dálítið hart og getur sært fótinn, en fyrir þá sem vilja leggja það á sig er þetta ódýr fótabúnaður. Oaíðsvuíita Það er gott að eiga svuntu til að nota í garðinum. Hún þarf að vera sterk og rúma mikið og svuntan á myndinni hefur einmitt þessa eiginleika. Hún er gerð úr bláu og hvít- röndóttu kadettutaui og vas- arnir eru fóðraðir með dökk- bláu alpakka, svo að þessi svunta ætti að geta enzt von úr viti. Svuntan er hnýtt sam- an að aftan og vasarnir sem eru á hliðunum ná næstum sam- an að aftan. GaS á vatnskönnunni? Ef gat kemur á vatnskönnuna. sem stofublómin eru vökvuð með, er ekki nauðsynlegt að fleygja henni strax. Hægt er að þétta ga£íð með ögn af nagla- lakki. Látið lakkið þorna vel áður en farið er að nota könn- una aftur. Líka er skynsamlegt að þétta gatið aukalega að inn- anverðu. Ekta Harris-Tvveed er aðeins búið til á Hebrides-eyjum, sem eru fyrir norðan Skotland. 1953 voru framleiddar 5 milljónir yarda en það er nýtt met ’og ekki svo lítill árangur, þegar tillit er tekið til þess að Harris- tweedið er liandofið og fram- leitt í húsum fiskimanna á eyj- unum. Börn eru mjög hrifin af sog- rörum og þau athuga það ekki að rörin eru yfirleitt of stutt til þess að þjóna tilgangi sín- um, sem sé að hægt sé að drekka úr flösku gegnum þau. Fyrr eða síðar dettur rörið nið- ur í flöskuna og þá þarf að veiða það upp. úr með barns- fingri sem sjaldnast er of hreinn. Það er hvorki hreinlegt né hentugt. Ef rennilásinn er hlaupinn í baklás og ekki hægt að hreyfa hann úr stað, bætir það oft úr skák að núa hami með kert- isbút.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.