Þjóðviljinn - 15.09.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.09.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. september 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Lík lornmanns varðveitt Okkur íslendingum þykir að vonum merkilegt að hér hefur fundizt steinþró, beinagrind og bagall Páls biskups Jónssonar, en hann lézt árið 1211. Af því tilefni er fróð- legt að rifja upp að árið 1950 fannst í danskri mómýri 2000 ára gamalt lík, furðulega óskemmt. Frá þeim fundi er sagt í þessari grein, en hún er skrifuð af P.V. Glob, sem er prófessor í fornleifafræði við háskólann í Árósum. 1 flestum löndum heims má víðasthvar finna leifar bú- staða og grafa manna frá forsögulegum tíma. En af þeim líkamsleifum forsögu- legra manna, sem hingað til hafa fundizt hefur verið erf- iðleikum bundið og þvínær ó- kleift að mynda nokkra heil- lega hugmynd um líkamöbygg- ingu og útlit þessara löngu liðnu forfeðra vorra. En nú hafa nýlega fundizt í Danmörku líkamir manna frá bronsöld (fyrir um 3000 ár- um) og járnöld (frá h.u.b. 2000 árum), svo vel varð- veittir að greinilega mátti sjá allt svipmót þeirra og var engu líkara en þeir hefðu sofnað um stund. |T ollund-maðurinn Sá þeirra sem bezt hefur varðveitzt og nákvæmlegast hefur verið rannsakaður fannst í svokallaðri Tollund mýri í mið-Jótlandi í maímán- uði 1950, er verið var að skera þar mó. Ég var einmitt að halda fyrirlestur í Árósaháskóla þegar ég var kallaður í sím- ann og lögreglumaður til- kynnti mér líkfund þennan. Móskurðarmennirnir höfðu kallað á lögregluna er þeir fundu líkið og héldu að þetta væri nýlegt morð. Ég hélt þegar af stað til Tollund mýrar, sem er vot- lendi umkringt bröttum hæð- um í óbyggðu héraði um mið- bik Jótlands. I mólaginu undir rúmlega tveggja metra fargi lá saman- hnipraður mannslíkami og hafði enn ekki verið grafinn allur upp. Við hófum að fjar- lægja móinn utan af honum og smám saman kom í ljós fyrir augum okkar mynd hans, þar sem hann lá í hnipri með lokuð augu, rétt eins og hann væri nýlagstur til svefns. Hinn dökki mólitur holds hans og hið tveggja metra mólag sem hlaðizt hafði ofan á hann í aldanna rás sýndi okkur þó að sú gæti tæplega verið raunin, enda munu nú um 2000 ár síðan maður þessi hvarf úr tölu lif- enda. Við flýttum okkur að hylja líkama hans með mó á ný, til að varna hinum eyðandi áhrif- um loftsins að komast að honum, losuðum hann úr mó- laginu í stóru móstykki og þannig var hann fluttur í tré- kassa á Þjóðminjasafnið í Kaupmannahöfn. Hönd líksins sem fannst i Gravballe. Á henni eru elztu fingraför sem lög- reglan hefur komizt yfir og pau eru eins skýr og af lifandi manni. Hengdur Maður þessi hafði auðsjá- anlega ekki dáið eðlilegum dauðdaga. Hann hafði verið hengdur. Um háls hans lá haglega fléttuð snara, og lágu endar hennar niður með baki hans. Hann var klæðlaus, nema hvað hann hafði húfu á höfði og belti um sig miðj- an. Húfan var topphúfa, saumuð saman úr átta leður- pjötlum, og sneri loðnan inn. Band lá úr henni niður fyrir hökuna. Beltið var hnýtt í hnút að framanverðu. Auðséð var að honum- hafði verið fenginn hvílustaður þarna í mýrinni þegar eftir að heng ingin hafði farið fram. Rannsókn á dánarorsökum Tollund-mannsins hófst þegar eftir að hann kom til Kaup- mannahafar. Leitað var í sögubókum, og frásagnir af svipuðum fundum sem þess- um rannsakaðar. Á síðastliðn- um tveim öldum hafa fundizt um 100 lík svipuð þessu í norðvestur-Evrópu, þ.e. Dan- mörku, norðvestur-Þýzkalandi og Niðurlöndum. Flest eru frá því í upphafi járnaldar, eða frá því um Kristsburð. Sumir þessara manna hafa án efa verið glæpamenn, sem teknir hafa verið af og kast- að síðan í vötn eða fen, enda er þessi siður nefndur á nafn í söguritun frá þessum tíma. — Rómverjinn Tasítus segir t.d. um þýzka þjóð- flokka á fyrstu öld e. K.: „Svikarar og liðhlaupar eru hengdir í trjám, raggeitum, fúlmennum og þeim sem svíkj- ast um er drekkt í fúafenum sveipaðir fléttuðum mottum. Þessi mismunur á refsingum bendir til þess að ósvífnisaf- brotum sé hegnt opinberlega, en skammarlegum afbrotum í kyrrþey“. Þessi ummæli Tasítusar koma að vísu ekki heim við það, sem lík þau er fundizt hafa í mómýrunum gefa til kynna, annað en það að glæpamönnum sem teknir voru af lífi var valinn hvíld- arstaður í mómýrum. En mikill meirihluti þeirra líka sem fundizt hafa eru án efa af mönnum sem guðunum hefur verið fórnað, og virðist Tollund-maðurinn var með snöru um hálsinn pegar hann fannst Danskir verkamenn fundu líkið, pegar peir voru að grafa mó. Það var svo óskemmt að peir héldu að parna hefði verið framinn nýlegur glœpur og sóttu lögregl- una í snatri. það líklegasta skýringin á dauða Tollund-mannsins. Er fyrirbrigðið var athugað nán- ar kom í ljós, að öll lík sem fundizt hafa í mómýrum sem þessum hafa haft það sam- eiginlegt að hjá þeim hefur ekki fundizt neinn grafarút- búnaður, né skraut, né neitt þvíumlíkt. Þetta er í beinni mótsetningu við það sem vanalega á sér stað við hinn ríkulega umbúnað annarra grafa frá bronsöld. Líkin í mómýrunum voru einungis búin hversdagsklæðum, eða alls engum, og setur það þau í sérflokk. Það hefur gert visinda- mönnum erfitt fyrir um að á- kveða aldur þessara öldnu for- feðra okkar, að hjá þeim hef- ur ekki fundizt neinn hlutur er tímasetja mætti. En með nýjustu aðferðum vísindanna, bæði svonefndri frjógrein- ingu, og rannsóknum á geisla- verkun kolefnis, er hægt að ákveða aldur efnanna all ná- kvæmlega. Fleiri líkfundir Ein fyrsta skráða heimild um líkfund í mómýri í Dan- mörku er frá árinu 1797. Þá fannst nálægt Undelev í suð- ur-Jótlandi mannslík, varð- veitt svo vel að hár og negl- ur voru órotin, klætt í leð- urstakk og skó. Finnendurnir urðu ofsahræddir og huldu það í moldu á ný. Hið sama gerðist er könu- lík fannst árið 1843 í ná- munda við Korselitse á Falst- ri, en Friðrik krónprins síð- ar Friðrik VII., lét grafa það upp á ný, enda var hann áhugasamur um fornleifa- fræði. Árið 1946 fannst í Borre- mose í Himmerland mannslík er var eins og önnur er áður höfðu fundizt, klæðlaust, með snöru um hálsinn og tréstaf grafinn við hlið sér. Það var heillegt og jafnvel vöðvar og húð höfðu varðveitzt. Snöru- endarnir höfðu verið skornir þvert yfir og hnúti hnýtt á endana. Höfuðkúpan var brot- in í hnakkanum og hægri fót- urinn brotinn fyrir ofan hné. Virtist svo sem hann hefði skaddazt þannig meðan verið var að koma honum fyrir í mýrinni. 1948 fannst í sömu mýrinni lík feitlaginnar konu, og telja menn að þau hafi búið í litlu virki sem grafið hefur verið upp þar í nánd og . mun hafa verið stofnað hér , um bil tveim öldum fyrir Krist. Þar mun hafa verið sveitaþorp með 28 býlum og steinlagðri götu. Húsin munu hafa verið aflöng, í öðrum enda hefur mannfólkið búið, en húsdýr í hinum. Fórnað Óðni Það að bæði Tollund og Borremose-maðurinn voru hengdir þarf ekki að benda tií þess að þeir hafi verið af- brotamenn. í fornum sögum er þess einmitt getið að heng- ing hafi verið tengd fórnum til goðanna. Óðni voru helg- ; aðir allir vopnbitnir menn, og tíðkaðist það að færa honum reglulegar mannfórnir. Þeir er fórna átti voru hengdir í tré og stungnir spjóti. Þannig segir í sögu af fórn Víkars konungs, a5 þegnar hans urðú gripnir mikilli sorg er ákveðið var að fórna honum og ráð- gjafar hans áltváðu að gera „nokkra minning blótsins".. Var hann hengdur í snöru úr . kálfsþörmum og stimginn. reyrsprota. En er sögð voru . orðin „Nú gef ek þik Óðni“, þá brá svo við að kálfsþarm- arnir urðu að kaðli, og reyr- sprotinn að spjóti, og lét Vík- ar konungur þar líf sitt. Þarna er frásögn af því hvernig mönnum var fórriað Óðni goðföður, hinum æðsta'1- guði. Hún kemur vel heim við si Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.