Þjóðviljinn - 15.09.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 15. september 1954 -------
lilÓOyiUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavik og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
-<S>
■ Fordæimð frá Akureyri
'Þeir sem fylgzt hafa með þróun og hræringum innan verka-
lýðshreyfmgarinnar upp á síðkastið hafa ekki komizt hjá að
Véita þvi atliygli hve skilningurinn hefur farið vaxandi á nauð-
syn þess að setja niður þær skaðlegu deilur og þau inn-
þyrðisátök, sem dregið hafa mátt úr samtökunum og torveld-
að stórlega möguleika þeirra til að gæta svo sem skyldi hags-
muna verkalýðsins gagnvart stéttarandstæðingnum og því rík-
isvaldi sem hann hefur tekið í þjónustu sína. En í skjóli deiln-
anna og sundurlyndisins hefur atvinnurekendavaldið, stjórn-
xnálasamtök þess og ríkisvaldið gengið sífellt lengra í árás-
unum á lífskjör verkalýðsstéttarinnar, vitandi um að verka-
lýðinn skorti það hitra og aflmikla vopn sem einingin ein legg-
ur honum í hendur.
’ Sósíalistaflokkurinn, og þeir meðlimir alþýðusamtakanna sem
honum fylgja að málum, hafa verið óþreytandi að bendá á
háska sundrungarinnar og berjast fyrir sem nánustu samstarfi
og víðtækastri einingu innan verkalýðshreyfingarinnar. Eink-
um og sér í lagi hefur verið á það bent, að ekkert væri eðli-
legra og æskilegra en að sósíalistar og alþýðuflokksmenn í
verkalýðsstétt tækju höndum saman, strikuðu yfir gamlar og
skaðlegar væringar og ættu sameiginlega hlut að því að leysa
heildarsamtök alþýðunnar undan fargi atvinnurekendavalds og
íhalds, með myndun nýrrar sambandsforustu sem verkalýður-
inn gæti treyst til þess að standa á verði um hagsmuni hans,
efla samtökin tii nýrrar sóknar og hefja þau til þess vegs og
virðingar sem þeim ber í þjóðfélaginu.
Með vaxandi ágengni afturhaldsins og purrkunarlausri notk-
un þess á ríkisvaidinu og ítökunum í forustu heildarsamtak-
anna hefur stefnu einingarinnar aukizt fylgi meðal alþýðu-
flokksfólks í verkalýðssamtökunum. Er óhætt að fullyrða að
um allt land eykst nú þeirri skoðun óðfluga fylgi að það sé lífs-
nauðsyn íslenzkrar verkalýðsstéttar að efla samtök sín sem mest
og losa þau að fullu og öllu undan áhrifum og valdi atvinnu-
l’ekenda og umboðsmanna þeirra. Og jafn ljóst er hitt ,að þetta
verður ekki gert nema með samstilltu átaki verkalýðsflokk-
anna beggja.
1 höfuðstað Norðurlands, þar sem löngum hafa átt sér stað
harðvítug átök milli verkalýðsflokkanna um fulltrúakjör á Al-
þýðusambandsþing, hafa nú gerzt þau ánægjulegu tíðindi að
sósíalistar og alþýðuflokksmenn hafa bundizt samtökum um að
standa saman í komandi kosningum á sambandsþing. Nær sam-
komulag þeirra, sem birt var orðrétt í blaðinu í gær, til allra
verkalýðsfélaga á Akureyri. Jafnframt hafa akureyrskir sós-
íalistar og alþýðuflokksmenn markað skýra stefnu í hinum
ýmsu og nærtækustu hagsmunamálum verkalýðsstéttarinnar,
svo sem atvinnumálunum, húsnæðismálunum og síðast en ekki
sízt varðandi afstöðu sína til bandaríska hernámsins. Mun
þessi málefnayfirlýsing og ákvörðunin um samstarfið vekja
mikla athygli, verða fagnað af verkalýð og alþýðu um allt land
en þykja hin mestu ótíðindi í herbúðum auðstéttarinnar og
þjóna hennar.
Þetta glæsilega fordæmi, sem verkalýðurinn á Akureyri hefur
gefið með því að ríða á vaðið í skipulagningu náins samstarfs
sósíalista og alþýðuflokksmanna í verkalýðshreyfingunni þar.
mun verða verkafólki annars staðar á landinu öflug hvatning
til þess að láta ekki sinn hiut eftir liggja. Skaði sundrungar
og innbyrðis deilna er þegar orðinn verkalýðnum það dýrkeypt-
ur, að allir sem vilja veg verkalýðshreyfingarinnar sem mestan
hljóta að fagna þessum tíðindum. En það er ekki nóg að fagna
og gleðjast yfir giftudrjúgum sporum í rétta átt. Starf og aft-
ur starf fyrir einingu og samheldni alþýðunnar, fyrir nánu
samstarfi sósíalista og alþýðuflokksmanna í verkalýðsfélög-
unum er boðorðið sem allir þurfa að tileinka sér, á hvaða
vettvangi sem þeir standa.
Uip, alit land þarf verkalýðurinn að vinna að því að það sam-
starf takizt á næsta Alþýðusambandsþingi, sem getur orðið upp-
haf að nýrri alþýðusókn í landinu og gjörbreyttum kraftahlut-
föllum milli verkalýðsins óg auðstéttaxinnar.
Ágjöf og barningur tilheyrði
Sveinn fæddist á Skarði í
Ytri-Neshrepp, og var faðir
hans, Jón Magnússon, ættaður
undan Jökli, bjuggu foreldrar
hans á Rifi. Móðir hans, Ingi-
björg Sveinsdóttir var hins
vegar úr Flatey á Breiðafirði,
dóttir Sveina í Vesturbúðum.
Sveinn Jónsson fluttist með '
foreldrum sínum til Flateyjar 1
á Breiðafirði þegar hann var
átta ára gamall, en þegar hann
var tólf ára missti hann föð-
ur sinn og dreifðust þá syst-
kinin, sem voru fimm, og var
Sveinn tekinn til uppfósturs í
Skáleyjum. I Skáleyjum hefur
Sveinn átt heima síðan þar til
fyrir átta árum.
Byrjaði á sjónum sem krakki.
— Eg hef ekki frá neinu
sérstöku að segja, svaraði
Sveinn þegar ég bað hann að
segja mér eitthvað af endur-
minningum sínum um 80 ár í
Breiðafirði. Sjósókn hefur ver-
ið mitt lífsstarf. Eg byrjaði á
sjónum sem krakki og hef
stundað hann síðan.
— Hvernig var í Skáleyjum
í þínu ungdæmi?
— Það voru 4 býli og um
50 manns þegar flest var.
áttræSi? hreiðiszzknr
sjémaðsir ræðir nn
gamla daga
Tuttugu á landi — tuttugu
í sjó.
-—- Stunduðuð þið róðra frá
Skáleyjum ?
— Fólk fór í Bjarneyjar til
róðra bæði haust og vor. Sum-
ir áttu búðir er þeir bjuggu
í þar, en flestir munu hafa
komið sér fyrir hjá heima-
mönnum. I Bjarneyjum voru
þá 8 búendur og fjöldi þurra-
búðarmanna þeir fluttu þang-
að, því þeir gátu komizt bet-
ur af þar en annarstaðar. Nú
eru Bjarneyjar í eyði.
— Hvað olli?
— Fiskileysið olli því að þær
fóru í eyði. Þær voru á sínum
tíma taldar 40 hundraða jörð.
Þar af voru 20 hundruð á landi
og 20 hundruð í sjó, þt. e.
landið var metið 20 hundruð,
en útræði á önnur 20. Eyja-
hreppur keypti helming Bjarn-
eyja, en annars eru það mest
Reykvíkingar sem eiga eyjarn-
ar á Breiðafirði sem komnar
eru í eyði.
Það hefði einhverntíma þótt
tíðindum sæta að t. d. Herg-
ilsey færi í eyði, en svo er nú
komið nú, þótt hún sé nytjuð
að einhverju leyti. Dúntekjan
þar er á annað hundrað pund
á ári — og tekjur af selveiði
þó meiri. Það voru mörg hlunn-
indin í Breiðafjarðareyjum.
Róið í flestum verstöðvum
vestanlands.
— Hvað um uppvaxtarárin ?
— Eg hef stundað sjóinn
síðan ég var krakki. Raun-
verulega sjómennsku byrjaði
ég sem hálfdrættingur vestur
í Látrum. Eg var nú ekki meiri
sjómaður þá en það, að ég
gubbaði þegar ég fór í skinn-
klæðin. Brátt varð ég fullgild-
ur háseti og síðar formaður.
(Gömlum Breiðfirðingum þarf
víst ekki að segja að Sveinn í
Skáleyjum var formaður lengst
an hluta sjómennsku sinnar).
— Stundaðirðu alltaf sjófrá
Breiðafirði ?
— Nei, ég hef verið á skút-
um og skipum frá Isafirði,
Dýrafirði, Bíldudal, Patreks-
FYRR Á TtMUM var maiin-
margt á Breiðaf jarðareyjum.
Sjórinn var gjöfull, þótt oft
væri harðsótt á miðin, og;
menn leituðu þangað þeg;ar
björg; þraut annarstaðar. Nú
er þar um skipt, hinir gömiu
búskaparliættir niður iagðir,
fólkið 'flutt burt og þar sem
fyrrum hlógu börn urra nú
minlcar. En þótt byggð sé
niður iögð í miklum hluta
Breiðafjarðareyja eru þó enn
á meðal okkar nokkrir gömlu
breiðfirzku sjómennirnir. Einn
þeirra, Sveinn Jónsson frá
Flatey, er áttræðnr í dag.
firði, Stykkishólmi og Sandi og
róið frá flestum verstöðvum
á Vestfjörðum og við Breiða-
fjörð. Úr vestureyjum á Breiða
firði fórum við oft út undir
Jökul og rérum þaðan, frá
Keflavík og Sandi.
— Rérir þú lengi undan
Jökli ?
— Eg var formaður undir
Jökli 8 vertíðir og auk þess
margar sem háseti.
— Hvenær fóruð þdð í verið?
— Við fórum strax og tíð
leyfði eftir hátíðir. Stundum
vorum við allt upp í viku á
leiðinni. Það þætti löng leið
á árabátum nú frá vestureyj-
um á Breiðafirði út undir Jök-
ul.
Kröpp kjör undir Jökli.
— Hvernig bjugguð þið í
verinu ?
— Það var búið í búðum og
hjá heimafólki. Fátæktin var
svo mikil þá að flestir þrengdu
að sér eins og þeir gátu til
að fá sem flesta vermenn, því
þeir greiddu fyrir vistina.
— Húsakynnin?
— Torfveggir og torfgólf, en
loftið úr timbri, því bæirnir
voru tveggja hæða, .portbyggð-
ir‘ sem kallað var. Það var oft
þröngt. Oft urðum við að
beita þannig að skera beituna
á fjöl á hnjánum inni hjá okk-
ur og hafa lóðin til hliðar við
okkur. Það vildi til að lóð-
irnar voru stuttar þá, eða
þrjú til fjögur hundruð (krók-
ar). Var það gert til þess að
geta náð kastinu fyrr ef veð-
ur versnaði.
Sem birta og veður lofuðu.
— Segðu mér frá venjuleg-
um róðri.
— Venjulega var róður haf-
inn við dægramót svo skíma
væri að sjá til miða þegar
komið var út. Það var ekki
i sætt sjávarföllum, heldur var
birtan og útlitið sem réði því
hvenær var róið. Vanalegast
var að leggja 2-3 köst (lagnir)
í róðri. Lá línan aldrei nema
klukkustund og var þá byrjað
að draga. Síðan var lóðin
beitt og lögð aftur. Þegar dag
tók að lengja komust köstin
stundum upp í 5-6 á dag.
Bátar og kjör.
— Hvernig voru bátarnir og
kjörin ?
—- Venjulega stórir sexær-
ingar og áttæringar. Það voru
venjulega 12 staða skipti ef
12 voru á og þar af 3 hlutir
aauðir, þ. e. bátshlutur og 2
veiðarfærahlutir. Þannig höfðu
þeir dálítið sem áttu bátinn
og veiðarfæri. Stundum gat
verið góð þénusta af róðrunum,
en stundum aðeins rétt fyrir
kostnaði. Fiskurinn var í lágu
verði hjá þeim sem keyptu.
Ef vel fiskaðist voru vænstu
fiskarnir stundum teknir sem
gjafafiskar, einn fiskur á
mann. Kom það sér einkum
vel fyrir þá sem ekki voru
sjálfra sín, því þessi fiskur
var það eina sem þeir áttu
af afianum og gátu notað fyr-
ir sjálfa sig. Stundum var að-
eins gefið á annað borðið í .
einu og hitt borðið næst. Fór
það eftir afla. Þeir sem beittu
fengu einn fisk fyrir hverja
lóð.
Það var hart líf, — en.
— Voru ekki erfið kjör í
þá daga?
— Ef maður gat ekki fengið
neitt úr sjónum var ekki um
aðra björg að ræða fyrir
þurrabúðarfólk. En' þá var
alltaf fast verð á hlutunum,
landauraverð. Riklingsfjórð- -
ungurinn (10 pund) kostaði þá
t. d. eina krónu og fimmtíu
aura. Það var mikið um vöru-
skiptaverzlun við bændurna
innan úr sveitum, Dölum og
víðar, þeir fengu fisk í skipt-
um fyrir tólg, vaðmál, smjör
og fleira.
— Hvort telur þú að hafi
verið betra að lifa þá eða nú?
—■ Það er margt gott nú og
margt slæmt, alveg eins og þá.
En þó margt sé betra nú en
þá er fólk ekki rólegra með ■
kjör sín nú en fátæklingarnir
voru þá. Það var hart líf, og
eins og aðeins það hraustasta
lifði, — það var ekki verið að
halda lífi í öllum smákrökk-
um eins og nú er farið að
verða.
Ágjöf og barningur til-
heyrði starfinu.
-— Oft hlýtur þú að hafa
kornizt í hann krappann á nær
70 ára sjómennskuferli?
— Það var ekki neitt til að
tala um. Ágjöf og barningur
tilheyrði starfinu. Og það voru
ekki vitarnir þá eins og nú.
Eina sem hægt var að fara
eftir var áttaviti. En það voru
margir veðurglöggir í þá daga,
sumir svo að það var næstum
trúað á þá og farið eftir þeim.
Ekki fæ ég neitt upp úr
Sveini um svaðilfarir, en þó
vísar hann mér í bókina Breið-
firzkir sjómenn, eftir Jens
Hermannsson. Þar er m. a.
sagt frá einni ferð Sveins í
verið. Urðu tveir bátar sam-
Framhald á 8. síðu.