Þjóðviljinn - 15.09.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.09.1954, Blaðsíða 12
Jóismið, ný og auðug Siskinxið lundin við S.usl m*-Grænlcmd Á rúmum þrem vikum hafa islenzkir fog- arar veitf þar um 20 farma af karfa Hinn 21. ágúst s.l. fór einn af togurum Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur, Jón Þorláksson, til veið'a viö Austur- Grænland. Fann togarinn þar ný miö, sem síöan eru viö hann kennd og nefnd Jónsmiö, og kom í höfn hinn 1. september með farm, er nam um 285 tonnum og var mest megnis karfi. í gær landaöi Jón Þorláksson öörum farmi sínum af þessum miðum, og hafa þá 18—20 tog- arar veitt þar meö góöum árangri og fiskaö á sjöunda þúsund smálestir af krafa. Framkvæmdastjórar bæjarút- væri við Austur-Grænland ákvað gerðarinnar, Hafsteinn Bergþórs- son og Jón Axel Pétursson, og Hermann Einarsson fiskifræðing- ur ræddu við fréttamenn í gær og skýrðu þeim frá fundi Jóns- miða og fiskileit við Austur- Grænland. Bæjarútgerðin fær ís- fregnir lijá Veðurstofunni. Framkvæmdastjórarnir :kváð- ust oftlega hafa átt tal um það við skipstjóra Bæjarútgerðarinn- ar og ýmsa aðra, þegar karfamið fóru að þverra hér við land og togarar tóku að sækja í vaxandi mæli á miðin við Vestur-Græn- land, að öll rök mæltu með því að fiskur, og þá sérstaklega karfi, myndi vera- á grunnmið- um við Austur-Grænland, út af, suður og norður af Angmagsalik. Voru flestir sammála um að svo myndi vera, en ýmsir töldu ís vera á þessu svæði mestan hluta árs, mismuandi mikinn eftir árs- tíðum og árum. stjórn Bæjarútgerðarinnar að fela skipstjóranum á Ingólfi Arnarsyni, Sigurjóni Stefánssyni, að gjöra tilraun til fiskveiða á þessum slóðum, en togarinn var ferðbúinn til saltfiskveiða við Vestur-Grænland. Hinn 22. júní reyndi Ingólfur á svipaðri breidd- ar- og lengdargráðu og nú er verið að afla á, og fékk um 5 j tonn af karfa í hali eftir 45 j mínútna tog. Karfi þessi var j smár, aðeins % hlutar hirðandi. j Hinn 28. júní s.l. fór Hallveig | Fróðadóttir á svipaðar slóðir og Ingólfur hafði veitt á. Reynt var til og frá en aflinn var lítill og því minni sem nær dró landi. Eyddi skipið í leit þessa fjórum dögum með mjög litlum árangri. Fundin Jónsmið í júlí s.l. lét Veðurstofan Bæj- arútgerðinni í té yfirlit yfir ís við Austur-Grænland. Sýndi það sig, að tiltölulega lítill ís var [ meðfram allri ströndinni frá Á árinu 1952 lét Veðurstofa Angmagsalik og suður úr, eftir íslands Bæjarútgerðinni í té ís- j því sem unnt var að gjöra sér fregnir á þessum slóðum og grein fyrir nema borgarís er iá sýndi það sig, að tiltölulega lítill , tiltölulega nærri landi. ís var á þessu svæði í júlí, J í nema stærri borgarísjakar nærri landi. Veiðítilraunir í júní 1953 lét Veðurstofan at- huga svæðin á ný og er fregnir bárust um það að mjög lítill ís >yra hvorki ié sjá Mikið fum liefur gripið í- haldsblöðin vegna undirskrifta- söfnunar þeirrar sem nú er hafin gegn hernáminu. Morgun- blaðið birtir mjög fúkyrtan leiðara og hamast sérstaklega út af því að Gunnar M. Magn- úss hafi forustu fyrir þessu verki. Vísir kom svo út síð- degis í gær og er nákvæmlega jafncðúr út af því að Gunnar M. Magnúss „hafi ekki fengið að vera meðal þeirra útvöldu er undirrituðu ávarpið!“ Ef til vill er ástæðulaust að blanda sér í þessa sérkennilegu deilu st'jórnarblaðanna, en þó virðast MÍorgunblaðsmenn heldur skár læsir. Og Vísismenn eru ekki aðeins slegnir blindu, heldur og heyrnarleysi, því í blaða- mannaviðtalinu, þar sem á- varpið var afhent, mætti full- trúi frá Vísi — ung og lagleg stúlka — og ræddi sérstakl'ega við Gunnar M. Magnúss. Bless- uð stúlkan hefur þannig hvorki heyrt né séð, og fór hún þó furðu dult með það. ágúst var leitað eftir því við stjórn Fiskimálastjóðs, að látinn væri í té fjárhagslegur stuðningur við áframhaldandi leit við A-Grænland. Að fengnu leyfi sjávarútvegsmálaráðherra veitti stjórn Fiskimálasjóðs lof- orð um fjárhagslegan stuðning ef afli yrði ekki svo mikill í fiskileitinni, að ferð togárans svaraði ekki kostnaði, enda yrði fiskifræðingur með skipinu og aðstoðaði við mælingar á sjávar- hita við botninn og fleiri nauð- synlegar athuganir. Fyrir ein- dregin tilmæli gaf dr. Hermann Einarsson kost á sér til fararinn- ar, þrátt fyrir að hann teldi sig vanbúinn að áhöldum til slikrar farar. B.v. Jón Þorláksson fór síð- an á veiðar hinn 21. ágúst og kom í höfn 1. sept. með farm er nam 284.780 kg. alls, þar af 283.780 kg. af karfa, 110 kg. lúðu og 890 kg. af öðrum fiski. Sam- kvæmt umsögn fiskimatsmanns er það sá bezti karfi, sem landað hefur verið frá því á vertíð. Skipstjóri á Jóni Þorlákssyni er Ólafur Kristjánsson. Framkvæmdastjórar Bæjarút- gerðarinnar gátu þess í gær að vegalengdin frá íslandi á Jóns- mið væri nm 340 sjómílur en þangað sem lengst væri sótt á karfamið við Vestur-Grænland, á Fyllubanka, væru 1000 sjó- mílur, eða nær % lengri leið. Saml sjór — sömu fisktegundir Hermann Einarsson kvaðst vilja færa Bæjarútgerðinni þakkir fyrir að hafa haft for- göngu um nánari könnun á landgrunnskantinum við Austur- Grænland. Sjórinn þar sé í rauninni sá .sami og íslenzki haf- sjórinn, hitastigið sé mjög svipað og sömu fisktegundir að finna þar og hér. í veiðiför Jóns Þor- lákssonar fékkst, ef karfinn er undan skilinn, mest af kol- munna, sem er lítill þorskfiskur, en auk þess urðu skipverjar varir við þorsk, ufsa, hlýra, steinbít, blágómu, keilu, gull- lax og flyðru. Eru þetta sömu fisktegundir og lifa á landgrunns- kantinum hér við land. Miðvikudagur 15. september 1954 — 19. árg. — 208. tölublað Er síldarsöliimin að siöðvasi? FéSag sildarútvegsmanita á Suí-Vest- urlaads stofnað í Reykjavik í gær Félagið iehit útSlutningsverð síldariimar ©í lágt iii að standa imdir síMarsöltim í gesr komu saman til fundar í Reykjavík margir síld- arútvegsmenn af Suðvesturlandi, þ. e. af svæöinu frá Breiðafiröi til Vestmannaeyja. Fundurinn samþykkti að stofna félag til að fjalla um málefni sín í sambandi við síldarsöltun og síldveiðar á fyrrnefndu svæði. Óheíllaboði fyrir flokk Eisenhowers Frambjóðandi demókrata, bandaríska stjórnarandstöðu- flokksins, liefur náð kosningu í embætti fylkisstjóra í Maine í norðausturhorni Bandaríkjanna. Kosningar í Maine fara fram hálfum öðrum mánuði fyrr en í öðrum fylkjum. Mainp hefur alltaf verið eitt öruggasta vígi republikana og eru liðin 20 ár síðan demókrati var þar síðast kjörinn fylkis- stjóri. Þessi kosningaúrslit þykja ekki spá góðu fyrir republikana í kosningunum til þingsins í öndverðum nóvember. herra týndnr Blöð í London héldu því fram í gær, að aðstoðarviðskiptamála- ráðherra Sovétríkjanna hefði komið þangað til borgarinnar í fyrradag og týnzt um leið og hann sté út úr flugvélinni. Blöðin skýra svo'Yrá að ráð- herrann hafi fengið farangur sinn tollafgreiddan ásamt öðrum farþegum en síðan viti enginn hvað af honum hafi orðið. Mót- tökunefnd hafi beðið hans árang- urslaust. Brezka útvarpið minnt- ist ekki á þetta mannshvarf í fréttum í gærkvöldi. Á fundinum voru sett lög fyr- ir félagið og kosin stjórn, en hana skipa: Jón Árnason útgerð- armaður Akranesi formaður, Ingimar Einarsson forstjóri Sand- gerði varaformaður, Björn Pét- ursson óitgerðarmaður Keflavík, Beinteinn Bjarnason útgerðar- maður Hafnarfirði og Guðsteinn Einarsson framkvæmdastjóri Grindavík. í varastjórn: Sigurð- ur Ágústsson alþm. Stykkis- hólmi, Ólafur Jónsson framkv.- stj. Sandgerði, Huxley Ólafsson forstj. Keflavík, Jón Jónsson út- gerðarm. Hafnarfirði og Ellert Ásmundsson útgerðarm. Akra- Útflutningsverð of lágt? Á fundinum var rætt um vandamál þau sem saltendur eiga við að etja um þessar mundir. Ber í því sambandi fyrst og fremst að geta þess að útflutn- ingsverð á saltsíld töldu fundar- menn og lágt til þess að um starfsgrundvöll fyrir síldarsöltun gæti verið að ræða. Fundarmenn töldu að þær fréttir sem birzt hafa af síldveið- um og söltun hafi gefið villandi hugmyndir um heildarástandið, þar sem oftar sé getið góðra daga, sem því miður hafa verið frekar fáir, en hinna slæmu, sem eru margfalt fleiri. Of afkastalitlar stöðvar í þessu sambandi má benda á, að þótt nú séu aðeins 80 vél- VesturÞýzkur embættismaður, Rolf Midelmdor/, var handtekinn á föstudaginn í síðustu viku, grunaður um samvinnu við aust- urþýzk þjórnarvöld. Hann framdi sjálfsmorð í fangaklefánum, Mi- delmdorf starfaði í vesturþýzka ráðuneytinu fyrir alþýzk málefni. Iðnframleiðsla Ksna |ékst ism þriðjnng á íyssta ári Sv?:síu iimm ára áæílunaiinnar Birt hefur verið í Peking skýrsla um iðnframleiðslu Kína á síðastliðnu ári. Þetta var fyrsta ár fyrstu fimm ára áætlunar kínversku alþýðustjórnarinnar. Áætlunin miðar að því að hraða iðnvæð- ingu Kína svo sem mest má verða. Fram úr áætlun. í skýrslunni segir, að iðn- framleiðslan hafi farið fram úr áætlun á þessu fyrsta ári áætlunarinnar. Framleiðslan varð þriðjungi meiri árið 1953 en 1952. Einnig hefur verið birt skýrsla um utanríkisverzlun Kína. Hún jókst um 36% á ár- inu. Þrír fjórðu utanríkisverzl- unarinnar eru við önnur sósí- alistísk ríki. Viðskiptin við önn- ur lönd hefur einnig aukizt verulega. bátar við reknetaveiðar á öllu veiðisvæðinu, en það er miklu færra en undanfarin ár, þá geta þeir oft ekki losnað við nema nokkurn hluta af afla sínum þá daga sem þeir fá góða veiði. Stafar það af því hve fáar og afkastalitlar söltunarstöðvar eru, en það orsakast aftur fyrst og fremst af fyrrnefndum örðug- leikum við síldarsöltun. í slíkum tilfellum verða bátarnir að leggja hluta af afla sínum í bræðslu fj'rir lágt verð, en þeir mega illa við slíku, þar sem fersksíldarverðið er lágt, mið- að við kostnað, og veiðarfæra- tjón allmikið af völdum háhyrn- ings. Fundurinn fól hinni nýkjörnu stjórn að ræða við ríkisstjórnina og bankana um skjótar ráðstáf- anir til að forða stöðvun síldar* söltunar hér á næstunni. hrósar sigri yfir forsætisráðherra Yfirliershöfðingi hers innbor- inna manna í suðurhluta Viet Nam í Indó Kína, Ngyen Ván Hinh, kvaddi blaðarnenn á fund sinn í gær og skýrði þeim frá því að hann hefði unnið frægan sigur á forsætisráðherranum, Ngo Dinh Diem. Kvaðst hann að beiðni liðsforingja sinna liafa neitað skipun forsætisráð- herrans að fara af landi brott. staða hersins hefði hindrað for- sætisráðherrann í að fremja valdarán. i d e n gefur Á morgun verður haldinn aukafundur í ráði A-bandalags- ins (NATO) í París og mun Eden, utanríkisráðherra Bret- lands, flytja fundinum skýrslu um viðræður sínar við ríkis- stjórnir á meginlandi Vestur- Evrópu. Eden kemur til Parísar í dag til viðræðna við Mendés- France forsætisráðherra. Eftir viðræður Edens við ráð- herra í Róm í gær var tilkynnt að algert samkomulag hefði ver- ið um að nauðsyn beri til að koma á samtökum Vestur-Ev- rópuríkja með aðild Vestur- Þýzkalands og fullri þátttöku Bretlands. Talið er í París að franska stjórnin muni taka þunglega öllum tillögum um upptöku Vestur-Þýzkalands í A-banda- lagið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.