Þjóðviljinn - 22.09.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.09.1954, Blaðsíða 4
f , ; ' » 1; ■ r : 4) — ÞJÖBVILJINN — Miðvikudagur 22. septembér pr • ® Þessa dagana eru sjó- ménn að greiða atkvæði uin ;hi:in nýja kjarasaiiining, séni samninganefndir sjó- mannafélaganna og togara- éigenda hafa samþykkt fyr- ir sitt leyti. Þjóðviljinn birtir í dag 1 og á morgun samninginn orðréttan, svo sjómenn þeir sem blaðið sjá geti kynnt sér hann nú þegar. ’ rSamningur milli Sjómannafélags Reykja- víkur, Sjómannafélags Hafnar- fjarðar, Verkalýðsfélags Pat- reksfjarðar, Sjómannafélags ís- firðinga, Sjómannadeildar Verkamanríafél. Þróttur, Siglu- firði, Sjómannafélags Akur- eyrar og Fiskimatsveinadeild- ar Sambands matreiðslu- ’ og frámreiðslumanna annarsveg- ar og Félags íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda hins vegar, um kaup og kjör á botnvörp- ungum. 1. gr. Fastakaup og fæði Mánaðarkaup skal vera: a. Hásetar, lifrarbræðslu- menn, kyndárar, aðstoð- armenn við diesilvél 2. matsveinar, mjölvinnslu- menn og hraðfrystimenn kr. 1.300,00 b. netjarhenn — i.480,00 h c. bátsmaður. og .. 1. matsveinn -7- 1.805,00 Skipverjar, hafa . allir frítt fæði. Á skipi hverju skal .4 mönn,- um, hið fæsta, greitt netja- mannakaup. 2. gr. Um aflahlut á ísíisk- veiðum, til sölu erlendis Þegar veitt er í ís til sölu á erlendum markaði, skal greiða skipverjum 17% af heildarsöluverði fisks og hrogna, að frádregnum 18% af söluverðinu. Aflaverðlaun þessi skiptast jafnt milli allra skipverja, þó aldrei í fleiri en 33 staði. Nú verður fiskur sem aflað hefur verið á ísfiskveiðum eigi fluttur á erlendan markað en er skipað á land í innlendri höfn og greiðast þá sömu afla- verðlaun og með því verði er urn getur í 3. gr. er skiptast þó ekki í meira en 31 stað. Þegar skip tekur afla úr öðru skipi til flutnings á er- lendan markað til viðbótár eigin afla sínum skulu afla- verðlaun af þeim hluta farms- ins skiptast að jöfnu milli skipshafna beggja skipanna. Sé fiski þessum ekki haldið sérgreindum skal miða verð hans við meðalverð alls farms- ins. Nú selur skip eigin ísfisk- afla á erlendum markaði fyrir meir en £ 9000 og skal þá greiða hverjum einstökum skipverja 0,3% aukaaflaverð- laun af þeim hluta andvirðis- ins, sem er umfram £ 9000. 3. gr. Um aflaverðlaun á ísfiskveiðum þegar landað er innanlan^s Þegar skip fiskar í þeim til- gangi að seija- fiskinn nýjan eða ísaðan - innanlands skal greiða skipverjum 17% af heildarsöluverði aflans rniðað við eftirfarandi verð. Neyzluhæfur þorskur og langa slægður með ihaus kr. 1,00 pr., kg. Neyzluhæfur karfi óslægður kr. 1,00 pr. kg. Neyzluhæfur ufsi slægður með haus kr. 0,65 pr. kg. Ann- ar fiskur. samkvæmt almennu gangverði á hverjum tíma. Aflaverðla.un þessi skiptast jafnt milli' allra skipverja, þó aldrei í fleiri en 31 stað. Nú eru skipverjar fleiri á skipi og greiðir útgerðarmað- ur þá þeim sem umfram eru, aflaverðlaun til jafns við hina. Aflaverðlaun skiptast aldrei í fleiri staði en menn eru á skipi. 4. gr. Um aflaverðlaun á saltfiskveiðum Á saltfiskveiðum skal greiða hverjum skipverja aflaverð- laun sem hér segir: Af flöttum söltuðum fiski vegnum upp úr skipi í inn- lendri höfn kr. 10,00 af smá- lest. Aflaverðlaun af ílöttum, ó- söltuðum fiski greiðast á sama hátt og af saltfiski, þó þannig, að hver 1000 kg. af flöttum ó- söltuðum fiski jafngildi 750 kg af saltfiski. Aflaverðlaun af saltfiski, sem veiddur er utan íslands- miða, skulu vera 15% hærri en að framan segir, ef af- ferming aflaps fer ekki fram í því landi er miðin liggja að. Við uppskipun innanlands á söltuðum þorski og löngu skulu tveir löggiltir fiskimats- menn meta þennan fisk þannig að þeir taki til mats minnst 5—10 trog úr hverri veiðiferð, eftir því hvað þeir telja nægi- legt, til þess að geta dæmt um ástand fisksins. í mati sínu skulu matsmenn aðeins taka tillit til þeirra galla á fiskinum, sem orsakast hafa við blóðgun, hausun, flatningu, uppþvott og söltun. Viðkom- andi sjómannafélag eða skips- höfn tilnefnir annan mats- manninn en útgerðarmaður greiðir báðum. Ef fiskurinn upp úr skipi nær því að verða 70% eða yfir í I. flokki að dómi mats- mannanna skal greiða hverjum skipverja kr. 1,50 á hverja smálest af þorski og löngu í gæðaverðlaun auk framan- greindra aflaverðlauna. Af andvirði óflatts fisks skal greiða til skipverja 19% af sama söluverði og um getur í 1. málsgr. 3. gr. er skiptist í 38 staði eða 0,5% á mann. Nú eru skipverjar fleiri á skipi og greiðir útgerðarmaður. þá þeim, sem umfram eru. Afla- verðlaun óflatts fisks skiptast aldrei í fleiri staði en menri eru á skipi. Nú er saltfiski úr veiðiför landað erlendis til sölu þar og skal þá greiða skipyerjum 19% af heildarsöluverði fisks að frádregnum 17% af sölu- verði, ef landað er í Ðan- mörku, en 18% ef landað er annarsstaðar. Aflaverðlaun þessi skiptast jafnt milli allra skipverja, þó aldrei í fleiri staði en 38. Nú eru skipverjar fleiri á skipi og greiðir útgerðarmað- ur þá þeim sem umfram eru aflaverðlaun til jafns við hiqa. Á saltfiskveiðum greiðist skipverjum 19% af verði hrogna. Sé fiski umstaflað á heima- miðum skal sreiða hverjum háseta, þar með talinn báts- maður aukalega án verðlags- uppbótar kr. 1,00 á hverja smálest þess fisks, sem um- staflað er. Ekki skal skipverjum skylt að umstafla á heimleið af heimamiðum. 5. gr. Um hlut í andvirði fiskimjöls Á skipum þar sem unnið er fiskimjöl skal skipverjum greidd aflaverðlaun af hverri smálest af mjöli þannig: a. Á ísfiski- og karfaveið- um til löndunar innanlands kr. 12.00. b. Á saltfiskveiðum kr. 6.00. 6. gr. Afiaverðlaun af hrað- frystum fiski Á skipum þar sem fiskur er hraðfrystur um borð, skal kaup, aflaverðlaun og vinnutími þeirra manna, sem við það vinna, vera sá sami og háseta og skulu þeir lögskráðir sem hraðfrystimenn. Skulu hrað- frystimenn ekki taldir með í fjölda skipverja varðandi hlutafjölda við útreikning afla- verðlauna. ::,:ac uu Hraðfrystimenn skulu einir vinna að flökun, pökkun, frystingu og allri annarri vinnu við hraðfrysta fiskinn. Hafi þeir ekki störf við hrað- frystinguna er heimilt að kalla þá til annarrar vinnu. Hásetum ber að koma þeim fiski sem frystur er, blóðguð- um í fiskikassa á framdekki eða í afturkassa, þar sem frystistöðin er miðskips. Fisk- úrgangi frá hraðfrystingu skulu hraðfrystimenn koma að „matara“ fiskimjölsvéla eða fyrir borð og lifrinni á sinn stað. Afiaverðlaun skipverja skulu vera þessi á hvern kassa, 10x5 og 8x7 Ibs. af eigin afla. Taki skip afla frá öðrum skip-, um til frystingar skiptást áiía- ' verðlaunin jafnt á- milli beggja skipshafna. Á skipverja Af ýsukassa kr. 0.50 Af steinbítskassa — 0.30 Af karfakassa — 0.50 Af þorskkassa — 0.40 Lúða flökuð og pökkuð í ks. — 0.80 Rauðspretta flökuð — 0.60 Rauðspretta heiifryst — 0.35 Lúða heilfr. pr. 100 kg. — 2.00 7. gr. Um hlut í farmgjöldum Taki skipið vörur til flutn- ings, aðrar en nauðsynlegar vörur til útgerðarinnar, skal skipverjum greitt 17% af farmgjöldum ef skipið hefur stundað ísfiskveiðar, en 19% ef skipið hefur stundað salt- fiskveiðar. Þóknun þessi skal greidd án verðlagsuppbótar og skiptast á sama hátt og afla- verðlaun. •8. gr. Um aflaverðlaun á karfaveiðum Þegar veiddur er karfi eða annar fiskur með botnvörpu til vinnslu í mjöl og lýsi, skal greiða hverjum skipverja afla- verðlaun kr. 2.80 af hverri smálest, vegið upp úr skipi. 9. gr. Um aflaverðlaun úr lýsi Á fiskveiðum skal greiða ‘ hvérjum einstökum skipverja, sem samningur þessi tekur til, kr. 40.00 af smálest lýsis nr. 1 og 2 og kr. 20.00 af lakara lýsi og lýsi sem fæst við mjöl- vinnslu. Lýsi skal á hverjum "Frámh. á 11. siðu. cóturtnn Óskiljanleg framkoma við útvarpshlustendur - Hvað veldur? — Birtan að víkja — Glitrandi ljós og óboðnir gestir ÓSKALAGAÞÁTTUR sjúklinga mun hafa fallið niður í út- varpinu síðast iiðinn laugar- dag mörgum til mikillar gremju. Það hefur verið hringt í Bæjarpóstinn að þessu til- efni og hann beðinn að ávíta útvarpið en áður en til þess kæmi barst honum bréf frá ,,Hlustanda“ um sama efni. Gef ég honum hér með orðið. — ,,Hlustandi“ skrifar: „EKKI VEIT ég hvað þeir for- ráðamenn útvarpsins ætlast fyrir með niðurfellingu „Óska- lagaþáttar sjúklinga", en það er staðreynd að hann var eng- inn síðast liðinn laugardag og ekki varð ég þess var að nein- ar skynsamlegar skýringar væru á því gefnar. Nú er þessi ætti ekki að vera til of mikils mælzt að útvarpið sæi hlust- endum fyrir þættinum eftir sem áður, fengi einhvern til afleysinga í forföllum hins venjulega stjórnanda. Ekki er hætt að lesa fréttir þótt fréttamenn fái frí og til- kynningarollan er söm eftir sem áður þótt þuiir fái frí. Það tekur bara einhver annar við. Þess vegna fæ ég ekki séð að nein frambærileg afsökun sé til fyrir því að fella niður þennan þátt, óskirnar eru fyr- ir hendi, plöturnar eru fyrir hendi og væntanlega eru flest- ir starfsmenn útvarpsins læs- ir. Útvarpið verður að sjá sóma sinn í því að halda þess- um vinsæla þætti uppi forfalla laust. — Hlustandi.“ þáttur einn vinsælasti þáttur útvarpsins og áreiðanlega jafn DAGURINN í dag er hinn síð- míkið á hann hlustað af heil- asti um langt skeið sem er brigðum sem sjúkum og er al- menn óánægja með þessa fram- komu útvarpsins. Sumir segja að stúlkan sem um þáttinn sér, sé farin í frí og verði eng- inn þáttur á meðan, en það lengri en nóttin á eftir. Það munar að vísu ekki miklu þó, og á morgun er jafndægri á hausti og úr því fara dag- arnir að styttast óðfluga og sjálft skammdegið tekur við. Það er alltaf eitthvað óaftur- kallanlegt við haustið, maður uppgötvar allt í einu að sum- arbirtan er ekki lengur til og maður fer að íhuga, hvort ekki hefði verið hægt að nota hana betur. En það er of seint að iðrast þess, þegar hér er komið, það verður að minnsta kosti ekki úr því bætt. En kvöldmyrkrið hefur líka sinn þokka. Það er fallegt að ganga með höfninni í rökk- urbyrjun, eða meðfram tjörn- inni og horfa á ljósin spegl- ast í lygnu vatninu — reynd- ar er ekki alltaf logn, en þegar maður hugsár um tjörn- ina heima í stofu er hún alltaf lygn og spegilslétt. Og hand- an við sundin glitra ljósin á Akranesi og í hinni áttinni ljósin á Suðurnesjum. Og eins og oftar þegar maður er að dást að útsýni og um- hverfi og er í fallegu og góðu skapi, detta manni hinir hvim- leiðu gestir á Suðurnesjum í hug og bjarta stemningin er fyrir bí. Og hvernig er það, gengur ykkur ekki vel að safna undirskriftum ? Finnst ykkur ekki eftirtektarvert hvað almenningur er innilega sammála um að vilja herinn burt? Við skulum halda á- fram að vinna að kappi að undirskriftasöfnuninni, ef það mætti verða til þess að innan tíðar geti maður horft á ljós- in glitra á Suðurnesjum og notið kvöldfegurðarinnar án þess að broddur fylgi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.