Þjóðviljinn - 22.09.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.09.1954, Blaðsíða 10
**WÖH I I > 1' .t Í'I: Ml -.•.inL»c.k.>)i)i}v: 10) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 22. septembér 19o4 — ií' ír*H »w ’v íi Stisfamaðuriim Eftir Giuseppe Berto 5. DAGUR peningarnir sendist út fyrir hringinn. Svo tekur maður kringluna !í lófánn, snýr henni aftur og reynir að hitta aðra mynt, til þess að hún fari út fyrir hringirin. Meðan kringlan dettur ekki má maður halda áfram að leika og eiga myntirnar sern fara út fyrir hringinn. Þegar ég kom, vissu þeii' allt. Pasquale Mennella, sem ætlaði að fara að snúa skopparakringlunni, hætti í miðju kafi og leit á mig. Svo spurði .hann mig hvort ég vildi vera með. Ég sagðist ekki vilja það, ég hefði enga peninga. „Ég skal lána þér, ef þú vilt,“ sagði hann. Ég neitaði aftur, en samt sem áður byrjaði hann ekki að snúa kringlunni. „Einhver sá þig í fylgd með ókunnugum hermanni," sagði Salvatore Troilo. ' ,,Það var sonur Francesco Rende,“ sagði ég. ,,Og hvað sagði hann?“ „Ekki neitt. Hann var að spyrja mig til vegar.“ Ég ætlaði ekki að láta hafa neitt upp úr mér. Pasquale Mennella sneri kringlunni og hún sentist inn í miðja t peningahrúguna. Fimm myntir fóru út fyrir strikið áð- ur en kringlan stöðvaðist. Pasquale var slyngur !f þessum leik og það var ég líka. En þennan dag gat ég ekki leik- ið mér að skopparakringlu. Ég dokaöi þarna við dálitla stund og horfði á. Svo komu krakkarnir úr barnaskólan- um og fylltu torgið með hávaða og ærslum. Það var kominn tími til að fara aftur upp í Grupa. Ég settist í sólskinið fyrir framan húsið. Gluggar og dyr voru lokuö og auövitað hafði ekkjan slökkt eldinn sem tákn sorgarinnar eins og venja var. Enn vantaöi nokkuð á að klukkan væri fimm; en hann hafði sagt „um fimmleytið“ og það var ekki nákvæmlega til orða tekið. Og ég var ekki ráðinn í hvað ég ætti að gera, þeg- ar klukkan slægi fimm, rivort ég ætti að fara og berja að dyrum eða bíða úti. Auðvitað gat verið að hann hefði gleymt þessu. Mér fannst mjög langur tími liðinn siðan við höfðum hitzt á götunni. Og síöan hafði ég verið þess fullviss, að honum væri sama hvorúm rriegin hryggj- ar ég lægi. En klukkan var ekki búin að slá fimm, þegar dyrn- ar opnuðust og hann kom í ljós á þröskuldinum. Hann var klæddur borgaralegum buxum og léttri, grænni prjónapeysu og bar engin sýnileg sorgarmerki. Hann var ekki eins mikill fyrir mann að sjá og hann hafði verið 1 einkennisbúningnum. Hann stóð með hendur í vösum og horfði út á götuna og fas hans virtist kæru- leysilegt, næstum yíirlætislegt. Ég gerði hvorki að rísa á fætur né vekja á mér athygli á annan hátt. Það var hann sem tók eftir mér aö stuttri stundu liöinni, þekkti mig og um andlit hans leið bros sem hvarf samstund- is. Hann gaf mér merki um að ganga á undan sér inn tí' húsið. Herbergið var næstum tómt, ekkert í því nema borð og nokkrir körfustólar. Á veggjunum voru myndir, meðal annars stór mynd af Accursi sálaða, smiðnum, talsvert af upplituðum bréfblómum og lituð mynd af San Francesco da Paola eins og er í flestum húsum hjá okk- ur. Hann hafði lokað dyrunum á eftir sér, og svo var eins og hugsanir hans færu að reika. „Þú ert kominn úr ein- kennisbúningnum þínum,“ sagði ég eftir stundarkorn. „Já. Fannst þér hann fallegur?“ ' „Já“, svaraði ég. „Þú verður ekki eins hrifinn af honum, þegar þú átt sjálfur að fara í hann“. Nú var hann aftur farinn að tala með yfirlætishreimn- um, sem mér gramdist svo mjög. Mig langaði til að koma honum í vandræði. „Hvað hefur þú drepið marga Englendinga?“ spuröi ég hann. í stað þess að svara fór hann að hlæja og mér gramd- ist enn meira. „Ég er viss um að þú hefur ekki drepið einn einasta Englending,“ sagði ég og var eins kæruleysislegur og mér var frekast unnt. Hann líló enn innilegar. „Ja, ég veit svei mér ekki,“ sagði hann. Ef til vill hef ég ekki drepið einn einasta. Stríðið er svo rilikil ringulreið að maður veit alls ;Okki þvað,>^r að gerast.“ „En finnst þér ekki gaman að vera í stríði?“ „Nei, ég er ekki mjög hrifinn af því,“ sagði hann og hló við. „Nú þarftu ekki að vera lengur í hernum, er það?“ „Ég væri þar ekki ef ég gæti ráðið því sjálfur,“ sagði hann. „En þeir gáfu mér aðeins mánaðar leyfi. Einn mánuð, vegna þess að faðir minn er dáinn.“ „Já, ég veit það“, sagði ég. Það eitt aö hann minntist á dauða föður síns og svip- ur hans varð um leið raunalegur, nægði til þess að reka burt andúð mína. En hann var ekki enn tilbúinn aö segja mér, hvers vegna hann hefði gert boö eftir mér. Varla var það til þess að ég ætti að vera honum til skemmtunar. Ég þóttist vita nú þegar að hann hirti lít- ið um félagsskap fólks. En hann sagði ekki neitt. Hann var farinn aö virða mig vandlega fyrir sér, og ég fann þungt augnaráð hans hvíla á mér. Loks spurði hann: „Hvaða vinnu stundar þú?“ „Ég er ekki í neinni vinnu,“ sagði ég. „Nú sem stendur hjálpa ég föður mínum.“ „Og hvaö gerir faðir þinn?“ „Við eigum hús og dálítið land og olívutré.“ „Mikið land?“ Ég vissi ekki hvernig ég átti að svara. Ég kærði mig ekki um að hann héldi að við værum fátæk. Við vorum ekki fátæk. „Við eigum tvær jaröir,“ sagði ég. „Aöra hér í nágrenninu og hina í Lauvara, dálitlu hærra uppi í fjallinu.“ „Já, einmitt,“ sagði hann og það var ekki hægt aö heyra hvað hann var að hugsa. „Og yrkir faðir þiim . jörðina sjálfur?“ Hvernlg er húsgögnum ro@®ió i ibm? Þegar húsgögn eru valin í í- búð nú á dögum er algengt að fólk leiti ráða hjá lærðum mönnum. Þeir sein háfa efni á snúa sér til híbýlafræðings —- aðrir ' fá aðstoð 'fróðra marma í húsgagnaverzluninni þar sem húsgögnin eru keypt. Þetta stafar meðal annars af því að röðun og gerðir hús- gagna hafa breytzt mjög mik- ið á síðari árum. Áður voru heilar samstæður keyptar í stofurnar og röðunin því ekki mjög mikið vandamál. Stofurn- ar voru sjaldnast með persónu- legum svip. Nú er algengt að húsgögnin samanstandi af stökum hlut- um, sem oft eru keyptir í —----- Cooper rakst eitt sinn á gaml- an veiðimann, sem var að veiðum á graslendi ásamt hundi sínum. Hann veitti því athygli, að í hvert sinn, sem hundurinn gelti hleypti veiði- maðurinn af byssunni eitt- hvað út í loftið. Þegar Cooper innti hann eft- ir ástæðunni fyrir þessu, svar- aði sá gamli: — Eg vissi reyndar, að engin- bráð var í nánd og hundurinn er nú mikið farinn að láta sig, en við höfum nú gert svo marga góða hluti saman, að ég kann ekki við að kalla hann lygara. Sjúklingurinn vaknaði á sjúkrahúsi eftir uppslcurð og' sá að gluggatjöldin voru dregin fyrir. Hann sagði: — Hvers vegna eru gluggatjöldin fj-rir lækn-- ir ? Læknirinn: — O, það er- kviknað í hinum megin við götuna og ég kæri mig ekki um, að þú vaknaðir meS það á tilfinningunni, að uppskurð-- itrinn hefði misheppnazt. hverri áttinni og því hægt að raða þeim niður á ótal vegu. Sem dæmi um hlutverk hí— býlafræðinga hefur tímaritið Bygge og Bo birt verkefni, sem lagt var fyrir nemanda á skóla fyrir híbýlafræðinga og’ lausn hans á því. Verkefnið er svohljóðandi: Veljið og raðið húsgögnum í tveggja herbergja íbúð handa fjölskyldu sem eru hjón með eitt barn, og nemandinn Beth Holk lýsir áliti sínu með þess- Urh orðum: Þáð getur verið erfitt að raða húsgögnum í tveggja her- bergja íbúð handa þriggja manna fjölskyldu, og í þessu tilfelli er barninu ætlað minna herbergið. Með því móti fá foreldrarnir herbergi fyrir sig og barnið hefur gott pláss til afnota. Stóra stofan gegnir því miklu hlutyerki, því að í henni er sofið, borðað, unnið o. fl. Húsgögnin sem í stofunni eru þurfa því að vera mjög vönduð. Á öðrum langvegg stofunnar eru tveir svefnsófar -— Hans Wegner hefur teiknað þá og þeir eru bæði fallegir og gott að búa um þá. Sófarnir eru með röndóttu áklæði, mó- brúnu og ólituðu, og veggurinii bakvið er málaður með dökk- grænni plastmálningu. 1 sófan- um eru tveir kirsuberjarauðir púðar og á græna veggnum tvær hvítar gipslágmyndir. Fyrir framan annan sófann er saumaborð teiknað af Hans Wegner. Það er með stækkun- arplötum á hjörum og einnig hægt að nota það sem kaffi- borð. Við saumaborðið er stóll húsmóðurinnar — þar getur hún setið með handavinnu sína og við vegginn bakvið hann, sem málaður er sólgulur, er bókahillan hennar, serfi hún geymir í bækur og uppskriftir. Hinn langveggurinn í stof- unni er daufgrár. tít frá þess- um vegg stendur borðstofu- borðið, sem-er með teakviðar- plötu. Yfir matborðinu er lit- auðug abstraktmynd. Borð- stofustólarnir eru úr eik og Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.