Þjóðviljinn - 22.09.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.09.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. september 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Einn af fornleifafræðingum Calypso skrásetur lýsingar á nokkrum þeim disluim og könnum, er geymst höfðu á liafsbotni við Grand Cougloué í því nær tuttugu og tvær aldir. tw*------------------------------- Einn helzti kafari Marseille- borgar í Frakklandi heitir Christianini. Hann er mikill á- hugamaður um köfun og hef- ur tileinkað ,sér þá köfunarað- ferð sem nefnd hefur verið á íslenzku „húðköfun“, þ. e. menn kafa án búnings, með hjálm og hafa birgðir súrefnis í geymi á bakinu. Dag einn fyrir nokkrum ' árum kafaði hann djúpt út af ströndinni austur af Marseille, en gáði ekki að því að loftbirgðirnar eyddust og var allt of lengi í kafi. Honum var bjargað nær dauða en lífi og komið á sjúkrahús í Marseille, þar sem hann varð að liggja í sex mánuði áður en hann náði heilsu á ný. Meðan hann lá á sjúkrahús- inu heimsótti hann í hverri viku vinur hans, kafarinn Dumas. Eitt sinn sagði Christi- anini honum frá geysilegri mergð humra sem hefðust við á hundrað feta dýpi út af vest- urhöfða eyjarinnar Grand Congloué, sem liggur h. u. b. 15 kílómetra austur af hafnar- mynni Marseille. ,,Það er ör- uggt mark um staðinn, að þú finnur humrana þar sem leir- kerin eru.“ Dumas spurði hann nánar um ker þessi en Christ- ianini hafði engan áhuga fyrir þeim, hann hafði séð svo mikið af leirkerum að hann var orð- inn hundleiður á þeim. Hann vildi fyrst og fremst vekja at- hygli manna á humrunum. Sumarið 1952 var Dumas ráðinn kafari á hafrannsókna- skip franska flotans, Calypso. Það hafði veturinn 1951—2 starfað á Rauða hafi, en átti um sumarið að rannsaka leif- ar forns skips sem Dumas hafði fundið hjá Maire-eyju, skammt frá Marseille. í leiðinni var ætlunin að lita á þessar krukkur á humra- miðunum hjá Grand Congloué. Eftir nokkrar árangurslausar leitartilraunir kafaði forystu- maður leiðangursins, Cousteau, og fann eitt fornt leirker. Fornleifafræðingur nokkur sem var um borð, Fernand Be- noit, staðfesti að það væri af grískri gerð, sömu tegundar og ker sem fundizt hefðu frá 4. til 2. öld fyrir Krist. Það kom brátt í ljós að þarna undir þverhnýptri strönd Congloué- eyjar lá eldfornt skip, sem einhvern tíma hafði farizt þar, hlaðið leirkerum. Er sú uppgötvun hafði verið gerð, var hætt við allar rannsóknir hjá Maire-eyju. Kafararnir hófu að flytja farm skipsins upp á yfirborðið, um borð í skipið Calypso. En brátt kom í Ijós, að leirkerin höfðu grafizt undir botnleirn- um svo erfitt var að ná þeim. Þá var útbúin sterk dæla, sem dældi upp botnleirnum með öllu er í honum var, og með henni náðist fjöldi smáhluta sem köfurunum hefði verið ó- kleift að ná heilum með hönd- unum. Nokkrar heilar og innsiglað- ar vínkrukkur komu upp, og eina þeirra opnuðu þeir og fundu fljótandi vín í henni, ó- salt! En bragðið var ekki bein- línis sætt, líklega voru helzt til margar aldir liðnar frá bruggun þess. Mörg kerin komu upp á yf- irborðið fyllt leirbrotum og diskum, skeljum og smástein- um. En jafnframt gægðist dýr nokkuð, heldur ófrýnilegt út úr opi þeirra, kolkrabbinn. Dælan flutti og með sér fjölda smáhlutá, brot úr skál með upphleyptu skrauti, kop- arnagla, bronskróka, fingurgull úr bronsi og hnífa úr sama málmi. Sumir þessara hluta reyndust vera frá miðöldum, enda hafa örlög margra sjó- manna ráðizt við Grand Con- gloué. Að boði franska hershöfð- ingjans Eugéne Aime Molle, sem mikinn áhuga hafði á leiðangri þessum, byggði franski herinn dælustöð á eynni sjálfri, rétt við sjávar- borð. Hann kom sjálfur um borð í Calypso, kafaði í frosk- búningi, og sá hversu ill að- staða var að nota dæluna um borð í skipinu, þegar veður tóku að versna er leið á haust- ið. Rannsóknum á hinu forna skipi var haldið áfram fram eftir vetri, og létu kafararnir ekki á sig fá þótt kaldur væri sjórinn og úfinn á köflum. Eitt hörmulegt slys skeði þó á þessum tíma og lá við borð að hætt yrði frekari rannsókn- um af þeim sökum. í nóvember höfðu tveir stæðilegir piltar komið til skipstjórans og beðið um vinnu við köfun. Þeir höfðu nýlega verið leystir frá her- þjónustu í flotanum og höfðu barizt í Indó Kína. Þeir hétu Pierre Servanti og Raymond Kientzy, báðir æfðir kafarar. Skipstjórinn sagði þeim að hvert rúm vær skipað, en þeir báðu þá um að fá að starfa sem sjálfboðaliðar í mánuð, og var því tekið með þökkum. Þeir hófu störf þegar í stað og reyndust ötulir og færir. M'erkur forn- leifafundur nálægt Marseille í Frakklandi ...—.--------------------- Einn dag slitnaði Calypso upp af legufærum sinum og tók Servanti að sér að kafa niður og leita akkerisins. Hann hafði með sér dufl til að merkja staðinn þar sem hann hætti leitinni, því að svo var djúpt þarna að ekki var talið að akkerið fyndist í fyrstu at- rennu. Eftir 10 mínútur hættu loft- bólur frá útöndun kafarans að koma upp á yfirborðið, og þegar í stað fór annar kafari niðUr. Hánn fann Servanti meðvitundarlausan þar sem hann var að koma duflinu fyrir á 210 feta dýpi. Ser- vanti var í skyndi fluttur upp á yfirborðið og gefin gerfi- öndun í öndunartækjum skips- ins. Síðan var farið með hann til Marseille, þar sem sjúkra- bíll beið á bryggjunni að beiðni skipstjóra. í sjúkrahúsi var Servanti hafður í stál- lunga í fimm tíma, en án ár- angurs. Hann var látinn. Köfun lá niðri um nokkurn tíma eftir þetta, en var þó hafin á ný og kom þá Kientzy í stað Servantis sem fastráðinn kafari á Calypso. Leiðangur þessi var mjög kostnaðarsamur og um tíma varð erfitt að útvega allt nauð- synlegt fjármagn til að standa straum af kostnaðinum. í upp- hafi hafði menntamálaráðu- neyti Frakklands og flotinn lagt honum til fé, en er það hrökk tæplega fyrir kostnaði hlupu undir bagga hr. Cou- taud, hafnarstjóri Marseille, Frangois Juniet, vitamála- stjóri, sem lánaði smáskip til sendiferða, borgarstjórn Mar- seille og Landfræðifélag Bandaríkjanna, ásamt fleirum. í maí 1953 hafði verið lokið við að grafa allan leir úr framhluta skipsins, allt niður að kili. í ljós kom að það hafði verið byggt úr eikar- borðum sem voru 50 sentí- metrar á breidd og 75 sentí- metrar á hæð. Bolur og þilfar voru slegin blýplötum, og var áætlað að um 20 tonn af blýi væru í skipinu. Kop- arnaglarnir sem blýplöturnar voru festar með, voru einnig þaktir blýi til að varna tær- ingu. í botni skipsins fannst blý- pípa, all löng. Ekki er vitað með vissu til hvers hún muni hafa verið notuð, en finnist á- framhald hemjar í afturhlutan- um bendir allt til að þarna sé um leifar af dælu að ræða. Einnig' fundust þar leifar af brenndum og reykþöktum eld- húsáhöldum, sennilega úr eld- húsi skipsins, en það mun hafa verið opinn eldur á afturþilfar- inu. Læknir skipsins, Jean—Loup Nivelleau de la Bruniére, var dag einn að kafa niður með hinum bratta marbakka eyjar- innar. Kom hann þar þá auga á akkeri skipsins, á sextíu og fimm feta dýpi. Krókur þess mun hafa verið úr harðviði, og er hann auðvitað horfinn. En við efri enda akkerisins mun hafa verið þung þver- stöng úr blýi til að sökkva því, enda mun ekki hafa veitt af henni, því að akkerisfestin mun hafa verið léttur kaðall. Akkerið hefur ekki verið hreyft enn, en mun verða rannsakað nánar síðar. Allmiklar leifar timburs fundust úr byrðingi og þilfari, skipsins, en fúnar mjög, og þoldu ekki að koma í snert- ingu við loft en nokkrir bút- ar verða þó varðveittir í sér- stökum legi. Málmar þeir sem fundizt hafa eru af fjölmörgum teg- undum: blý, járn, bronsnaglar, sumir allt að 40 sm. langir, þúsundir smárra koparnagla, en engir dýrmætir málmar. Farmur skipsins hefur að mestu verið leirker, sem fyllt hafa verið víni. Tvær tegundir hafa fundizt af þeim. Önnur er ítölsk, þau ker eru aflöng, með löngum stút og handföng út frá stútnum, er bogna í rétt horn, en enda í bolnum. Hin gerðin er grísk, og eru ker af henni sverari og egglaga. Tóku þau fyrrnefndu um 20 lítra. en þau síðarnefndu um 25 lítra. Vínið mun hafa verið flutt í þeim seigfljótandi, en kaupandi síðan þynnt út með vatni. í skipinu fannst og mikill fjöldi diska, kanna, potta óg annarra leirmuna, alls um 40 tegundir. Þeir voru auðsjáan- lega ekki handverk, heldur fjöldaframleiðsla, þar sem á mörgum þeirra sást sömu mót- unarförin. Þeir munu hafa ver- ið steyptir í tréformi, og leið- ir það þar með í ljós að fjölda- framleiðsla hefur þekkzt þegar tveim öldum fyrir Krist, Þeim hafði verið staflað vandlega í trékassa, og mátti enn greina handaverk hins vandvirka umbúðamanns, þótt trékassarnir væru horfnir. Neðansjávarsjónvarp Fornleifafræðingarnir serra störfuðu á skipinu töldu það miklu varða að geta fylgzt með uppgrefti hinna dýr-í mætu muna og kom sjónvarp- ið þá í góðar þarfir. Félagið British Thomson-Houston lán- aði allan útbúnað, myndatöku- vél, viðtæki og sérfræðinga, Fornleifafræðingarnir gátu síð- an fylgzt með störfum kafar- anna uppi á skipinu. Til lýs- ingar voru notaðar 6000 volta Ijósaperur, sem myndu springa á 30 sekúndum væri kveikt á þeim ofansjávar. En neðan- sjávar duga þær í eina klukku- stund. Hver pera kostar 90 dollara. Auk þess var komið fyrir hátalaraútbúnaði á mynda- tökutækinu, þannig að fora- leifafræðingarnir gátu gefið skipanir sínar og leiðbeint köfurunum. Hver var eigandi hins forna skips sem fórst við Grand Congloué fyrir 22 öldum? Ætla mætti að erfitt væri að grafa það upp, en Benoit forn- fræðingur leiðangursins, telur sig samt hafa leitt það í ljós svo því nær óyggjandi sé. Að vísu fundust í skipinu eng- ar leifar manna, né kenni- merki sem átta mætti sig ,á, Að einu undanskildu. Á stút sumra leirkeranna fannst fangamark grafið, stafirnir SES ásamt mynd af þríálma forki, en á sumum var akkeri. Hvað táknaði þetta SES? Benoit fornleifafræðingur taldi það vera fangamark skipseig- andans. Hann fór til Ítalíu„ Framhald á 8. síðu. 2200 Áni gomnlt grískt skip rnnnsnknð n bnfsbotni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.