Þjóðviljinn - 22.09.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.09.1954, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 22. september 1954 — ÞJÓÐVIUINN — (11 Togarasamnmgarnir nýju Iþróttir Framhald af 8. síðu. um og húrrahrópum og Vals- menn sungu fullum hálsi is- lenzk lög. I lok hófsins var sýnd íslenzk kvikmynd, fræði- mynd um land og þjóð, og var gerður góður rómur að henni. Um morguninn hafði myndin verið sýnd í tveiiri barnaskólum við mikla hrifningu, og skýrði Gísli Sigurbjörnsson hana. Við kvöddum svo Celle, þessa vinalegu borg, glaðir og ánægðir og vonum að þessi fyrstu kynni og menningar- tengsl Celle og Islands lifi lengi. Nú erum við komnir til Barningliausen eins glæsilegsta íþróttaheimilis Þýzkalands sem er eign Niðursaxneska knatt- spyrnusambandsins. ‘Er heimili þetta svo prýðilegt að manni verður orðfall en þegar það lagast reyni ég að lýsa því nánar. Góð líðan, beztu kveðjur. Frímann. Hsimlíisliáttu? Framhald af 10. -siðu. með litlum örnium og því þægi- legri að sitja í en venjulegir boröstofustólar og það er hægt að raða þeim á víð og dreif um stofuna ef vill. I útskotinu er horn húsbóndans — stóllinn hans er með einlitu móbrúnu ákiæði. Hjá stólnum stendur dálítið tóbaksborð og innskots- borð og hann hefur líka bóka- hillu í skotinu hjá sér. Við gluggann hjá sófanurn er enn eitt börð undir síma og lampa. Að öðru leyti er stofan upplýst með færanlegum, rauðum lampa yfir matborðinu og standlömp- um í skotunum. Gluggatjöldin í stofunni eru úr sólgulu bóm- ullarefni. Barnaherbergið er málað •með vatnsblárri plastmálningu.' Á einum yeggnum gr fafaskáp- ur fyrir föt allrar fjölskyld- unnar —- skápnrinn. er éjlítið dekkri en veggirnir. Barnið sefur á dívan, í herberginu er ennfremur leikfangaskápur, borð og stóll. 1 þessu herbergi eru gluggatjöidin líka gul en rúmteppið er fjörlega röndótt. Framhald af 4. síðu. stað, þar sem því er landað metið upp úr skipi, en sé það ekki gert reiknast kr. 40.00 á smá'est af öllu lýsinu. 10. gr. Um kjör lifrar- bræðslumanna Lifrarbræðslumaður skal hafa sömu kjör og háseti að öðru leyti en því sem hér seg- ir: Á fiskveiðum skulu afla- verðlaun af lýsi nema 55 krón- um af hverri ■ smálest, ef 95% lýsismagnsins er 1. og 2. flokks í veiðiferð. Nú er ekki um bræðslu lifr- ar á karfaveiðum að ræða og getur skipstjóri þá kvatt lifr- arbiæðslumann til almennra hásetastarfa. 11. gr. Um fjölda matsveina, aukaþóknun til þeirra o. fl. Á skipi er hefur 20 manna skipshöfn eða þar yfir skulu vera tveir matsveinar. Er yf- irmatsveinn hefur starfað 6 mánuði hjá sarna útgerðarfyr- irtæki skal uppsagnarfrestur hans vera einn mánuður af beggja hálfu. Matsveinar skulu hafa sigl- ingaleyfi til skiptis og skal sá matsveinn, sem siglir í það skiptið hafa aðstoð í eldhúsl. Sömuléiðis skulu matsveinár hafa aðstoðarmann þegar siglt er með alla skipshöfnina til út- landa og á fjarlægari mið ut- an ísiandsmiða. Hætti skin veiðum, er. mat- syeini. ekki skyjf að vinna. á uppsagnarfrestinum önnur störf en þau, er tilheyra starfi' hans, sem matsveins, svo og að þrifa og mála eldhús, mat- sal og matargeymslur. Vinnutími matsveins við þessi störf skal aldrei vera lengri en 6 klst. á dag fyrir mánaðarkaupi og fæðispening- um. Nú liggur skip í erlendri eða innlendri höfn annarri en heimahöfn og skal þá I. mat- sveinn skila 5 klst. vinnu fyrsta daginn fyrir mánaðar- kaupinu en 6 klst. vinnu á dag eftir það. Fyrsta daginn ber útgerðarmanni að greiða I. matsveini aukalega fyrir 5 klst. með kr. 15.90 pr. klst. og 4 klst. á dag eftir það með sama tímakaupi. Á sama hátt ber útgerðar- manni að greiða aukalega til II. matsveins fyrir 4 klst. fyrsta daginn og 3 klst. eftir það með kr. 15.90 pr. klst. Sama gildir þá daga, sem skip er á siglingu milli hafna vegna viðgerðar. í heimahöfn skipsins skulu matsveinar hafa hafnarfrí til jafns við aðra skipverja sbr. 17. gr. 12. g'r. Um ráðningu cg kjör miglinga Heimilt er að ráða í allt að ársvist á skin tvo unglinga innan sextán ára, er taki hálf laun háseta, þ. e. fast kaup og aukaþóknanir og hafi að öðru leyti sömu kjör og hásetar. Unglingum þessum skal veittur kostur á að læra alla venjulega hásetavinnu. Vinnutími þeirra skal yera frá kl. 6- að morgni til kl. 12 á hádegi og frá kl. 6 að kvöldi til kl. 12 á miðnætti. Sé um að ræða atvinnuleysi togarasjómanna að dómi stétt- arfélags þeirra, fellur niður heimild til að ráða unglinga á skip að nýju, meðan jiað á- stand varip, , 13. gr. Um hvíldartíma skipverja Á öllum togveiðum skiptast hásetar,, þar með talinn báts- maður í tvær vinnusveitir. Frá þvi skip lætur úr höfn, þar til það tekur höfn að nýju, skal sólarhringnum skipt í fjórar sex stunda vökur. Hvor vinnusveit háseta skal vinna aðra hvora vöku, þannig að vinnutimi hvers háseta sé tólf stundir á sólarhring, en hinn hluta sólarhringsins notar há- seti til hvíldar og málliða. Á- kvæði þessi taka ekki til lifr- arbræðslumanns, þegar hann einungis gegnir bræðslustörf- um. 14. gr. Um siglingar og siglingaleyfi Nú siglir skip ’með afia til sölu á erlendum markaði, og fer þá um siglingaleyfi sam- kvæmt ákvæðum greinar þess- arar. Ef skip kemur í heimahöfn að veiðum loknum, skal tveim- ur þriðju háseta að bátsmanni og bræðslumanni meðtöldum veitt leyfi frá störfum, þar til skipið kemur aftur frá útlönd- um. Halda skipverjar, er leyf- is njóta, óskertu kaupi sínu og fæðispeningum kr. 18.00 á dag þennan tíma, þó ekki lengur en 18 daga. Nú kemur skip að loknum veiðum í aðra innlenda höfn og skulu siglingaleyfi þá veitt ' með sama hætti. Sér útgerðar- maður þá skipverjum sem leyfi hefur verið veitt, á sinn kostnað fyrir flutningi til heimahafnar skipsins þ. á. m. fa>ði og gistingu. Sama gildir um flutning háseta frá heima- höfn, ef næsta veiðiferð er haf- in í annarri innlendri höfn. Að öðru leyti fer um kjör há- seta samkvæmt 2. mgr. meðan þeir eru í leyfi. Skipstjóri skal gæta þess, að leyfum sé réttilega skipt á skipverja enda sé við það mið- að að hver þeirra háseta, sem á veiðum voru, fái leyfi í tveimur af hverjum þremur söluferðum. Kyndarar fá sigl- ingaleyfi til skiptis svo og matsveinar. Nú er ákveðið að skip skuli að söluferð lokinni, hefja veiðar á erlendum miðum og er þá ekki skylt að veita sigl- ingaleyfi áður en sigling til útlanda hefst. Sé þetta ákveð- ið skal skylt að tilkynna skip- verjum það með hæfilegum fyrirvara áður en farið er úr heimahöfn. 1 millilandasiglingum skal vera þriskipt vaka og 8 stunda vinnudagur þeirra er á þiljum vinna. Sé unnið leng- ur á sólarhring, skal sú vinna reiknuð sem yfirvinna og greiðast með kr. 15.90 á klst. Nú liggur skip í erlendri höfn vegna viðgerðar * og skal þá vinnudagur skipverja vera 6 klst. Sé unnið lengur greið- ast 2 næstu vinnustundirnar með gildandi dagvinnutaxta hafnarverkamanna i heima- höfn skipsins og það sem um- fram kann að vera með 15.90 á klst. Nú njóta skipverjar siglinga- leyfis og er þá heimilt á sigl- ingum milli lanaa að hafa tvi- skiptar vaktir og samtals tólf stunda v.öku á sólarhring við störf er eingöngu iúta að sigl- ingu skipsins. Framangreindar reglur um vinnutíma og eftirvinnu giida bó ekki ef kalla þarf menn á þilfar vegna öryggis skips eða farms. Tímariiið ílytur m.a. bina umtöiuðu ræðu Halldórs K. Laxness, er hann ílutti á íundi í Stndentaíélagi Reykjavíkur s.l. inánudagskvold 2. keffi 3954, ei kemiS út Félagsmenn vitji ntsins í BðMBOÐ m.m m menningie. Skólavörðustíg 21. Lausasöluvero 15 krónur / Ti7 skemmfunar: Col*!ng'búkí^ °-ík Hagnas Bjamason. dægurlagasongur Aage Lorange leikur í neðri salnum — Skemmtiatr iði í báðum sölum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.