Þjóðviljinn - 15.10.1954, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.10.1954, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 15. október 1954 ,,Hverjir svöruðu fyrir sig, að þeir mundu eigi gera, — að tapa svo frelsi landsins.“ Nú er í annan stað frá Loðni að segja . . . fóru þeir herra Jón lögmaður yfir landið með boðskap Eiríks konungs og Hákonar hertoga og létu sverja þeim !and og þegna, hvar sem þeir fóru . ... Á þessu hausti og um veturinn höfðu menn séð bók þá, sem herra Jón fór með. Fannst mönnum svo, sem margir hlutir væru í henni ffreldr mjög, um óbótamái og aðra hluti, þá sem óhentir voru tandsbýinu. Biskupi þóttu og margir hiutir í henni á móti guðslögum. Var það þá ráðs tekið, er hún var skoðuð, að lögtaka hana eigi alla. Bituðu þá sér hvorir það, sem eigi vildu sæma né játa. Voru í einn stað biskup og klerkar og vinir biskups, í öðr- um stað handgengnir menn, í þriðja stað voru bændur . . . gengu menn til lögréttu, og iét hver upp það, sem ritað liafði. ílerra Loðinn varð við þetta mjög heitur, að búkarlar gerðu sig svo digra, að þeir hugðu að skipta lögurn í landi, þeim sem konungur einn saman átti að ráða. I>ar næst krafði hann aimenning að játa allri bók greinarlaust. Hverjir svöruðu fyrir sig, að þeir mundu eigi gera, — að tapa svo frelsi landsins. Loðinn svarar að móti, að Jieir áttu fyrst að já bókinni og biðja síðan miskunnar um þá hluti, sem nausyn þætti til standa, konunginn og hans ráð. (Úr sögu Árna biskups Þorlákssonar). 1 dag er föstudagurinn 15. október. — 288. dagur árs- Ins. — Gallusir.essa. — Tungl ó. hásuðri kl. 14:59. — Árdegis- háflæði kl. 8:02. — Síðdegis- háflæði kl. 20:26. 75 ára er í dag Elías Líndál kaup- maður, Njálsgötu 23. Kvöld- og næturvörður er í læknavarðstofunni, Austur- bæjarskólanum. — Sími 5030. Frá klukkan 18-8 í fyrramálið. Næturvarzia í Lyfjabúðinni Iðunni. — Sími 7911. Gætið að yður, þér þjáist af alvarlegri minnimáttarkennd. Félagið Berklavörn í Reykjavík byrjar starfsemi sína með fé- lagsvist og dansi í Skátaheimil- inu laugardaginn 16. þm. Veitt verða verðlaun hverju sinni og heildarverðlaun að auki. Millilandaf lug: Hekla, milli- landaflugvél Loftleiða, er væntanlega til Reykjavíkur kl. 19:30 í dag frá Hamborg, Khöfn, Ósló og Staf- angri. Flugvélin fer til New York kl. 21:30. Gullfaxi fer til Kaupmanna- hafnar kl. 9.30 í fyrramálið. — Innanlandsflug: I dag eru áætl- aðar flugferðir til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, Isafj., Kirkjubæj arklausturs og Vestmannaeyja. — Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Blöndu- óss, Egilsstaða, ísafjarðar, Pat- reksfjarðar, Sauðárkróks og Vestmannaeyja. ' ^****mam\ Kl. 8:00 Morg- unútvarp. 10:10 Veðurfr. 12:10 Hádegisútvarp. 16:30 Veðurfr. 19:10 Þingfréttir. 19:25 Veður- fregnir. 19:30 Tónleikar. 19:40 Auglýsingar. 20:00 Fréttir. — 20:20 Útvarpssagan: Gull, eftir Einar H. Kvaran; II. (Helgi Hjörvar). 20:50 Einsöngur: Erna Sack syngur (pl.) 21:10 Úr ýmsum áttum. Ævar Kvar- an leikari velur efnið og flytur. 21:30 Tónleikar (pl.) :■ Sinfón- ískir dansar eftir Gríeg (Ríkis- ópersuhljómsveitin í Berlín leik ur; Dr. Weissman stjórnar.) 21:45 Frá útlöndum (Axel Thorsteinsson). 22:10 „Brúð- kaupslagið“. 22:25 Dægurlög: Gene Autry syngur (pl.). Bridgekeppni kvenna Ásgerður 'Einarsdóttir og Lauf- ey Arnalds sigruðu glæsilega í parakeppni Bridgefélags kvenna með 427.5 stigum. Síðastliðið mánudagskvöld lauk parakeppni Bridgefél. kvenna. Spilaðar voru fimm umferðir í þrem 14. „para“-riðlum. End- anleg röð efstu paranna er þannig: Ásgerður Einarsdóttir — Lauf- ey Arnalds 427.5, Ingibjörg Oddsdóttir — Margrét Jens- dóttir 416, Guðríður Guðjóns- dóttir — Ósk Kristjánsdóttir 407, Eggrún Arnórsdóttir — Kristjana Steingrímsd. 406,5, Soffía Theódórsdóttir — Vikt- oría Jónsdóttir 405, Guðríður Guðmundsdóttir — • Júlíana ísebarn 404, Nanna Ágústsótt- ir — Þórunn Jensdóttir 403.5, Ásta Flygenring — Ásta Ing- varsson 400.5, Margrét Ólafs- son — Sigríður Bjarnadóttir 396.5, Elín Jónsdóttir — Jóna Rútsdóttir 396, Ásta Möller -— Eyþóra Thorarensen 395.5, Hanna Jónsdóttir — Sigríður Jónsdóttir 394.5, Arína Aradótt- ir — Laufey Þorgeirsdóttir 394, Hugborg Hjartardóttir — Vig- dís Guðjónsdóttir 387 stig. Frá Stjörnubíói. Að gefnu tilefni viljum við taka fram að aðgöngumiðar að sýningu myndarinnar „Ég sá dýrð hans“ í Stjörnubíó n.k. sunndag eru uppgengnir. Hins vegar verður sýningin endurtek- in sunnudaginn 24. okt. kl. 14,30 og eru til niiðar að þeirri sýn- ingu. Mlunlngarspjöld Krabbamelna- félags Islands fást í öllum lyfjabúðum i Reykja- rík og Hafnarfirði, Blóðbankan- um við Barónsstíg og Remedíu. Ennfremur í öllum póstafgreiðsl- um á landinu. • ÚTBREIÐIÐ • ÞJÓÐVHJANH Bókmenntagetraun Síðast var birt Maríuvers úr Lilju Eysteins Ásgrímssonar munks, en hana „vildu allir kveðið hafa.“ — Hér kemur annað úr kaþólskri tíð: Xotungar kirkjuna brutu, kvalarar byssum skutu.. . meiddu mennina marga, mun þá fátt til bjarga. 111 eru áhlaup varga. Þeir leiddu hann út um stræti, kvaddi hann fólk með kæti. Hélt á helgum krossi herrann, prýddur hnossi, fór með flýti og greiðslu fagnandi sem til veizlu. Biskup blessaði alla, en bragnar á kné falla. Leit eg hans líkan valla. Námskeið í dönsku. Háskóli Islands mun hafa nám- skeið í dönsku fyrir almenning í vetur. Kennt verður í tveim flokkum tvær stundir á viku hvor flokkur. Kennslan fer fram á þriðjudögum kl. 8—10 e. h. (málfræði) og föstudög- um kl. 8—10 e.h. (bókmennta- saga). Kennslan er ókeypis. Kennari dr. phil. Ole Widding sendikennari. — Væntanlegir nemendur eru beðnir að koma til viðtals föstudag 15. október kl. 8.15 í háskólanum II. kennslustofu. Krossgáta nr. 488 L X 3 V S. f. Lárétt: 1 kjaftur 7 sérhlj. 8 karlnafn 9 draup 11 skst 12 band 14 ákv. greinir 15 hug- myndir 17 fæði 18 nýtni 20 á sjófuglum Lóðrétt: 1 stræti 2 á Akureyri 3 flatmagaði 4 kristni 5 elski 6 þjónustugildi 10 söngflokkur 13 láð 15 fæddu 16 ofanaf ruðn- ingur 17 dúr 19 ending Lausn á nr. 487 Lárétt 1 kasta 4 nú 5 fá 7 Oxo 9 rót 10 REU 11 arf 13 ar 15 EA 16 ærnar Lóðrétt: 1 kú 2 sax 3 af 4 narra 6 átuna 7 ota 8 orf 12 Rín 14 ræ 15 er E I M S K I P : Brúarfoss fór frá Hull 11. þm. til Rvíkur. Dettifoss fór frá R- vík 5. þm. til N.Y. Fjallfoss fór frá Vestmannaeyjum í gærkv. til Siglufjarðar, Ólafs- fjarðar, Dalvíkur, Húsavíkur, Norðfjarðar, Eskifjarðar og Akureyrar. Goðafoss kom til Keflavíkur 13. þm. frá Ham- borg. Gullfoss kom til Rvíkur í gærdag. Lagarfoss kom til Hamina 13. þm. Fer þaðan til Helsingfors. Reykjafoss kom til Hamborgar 12. þm. frá Rotterdam. Selfoss fór frá Leith 10. þm. til Rvíkur. Trölla foss kom til Rvíkur 10. þm. frá N.Y. Tungufoss kom til R- víkur 11. þm. frá Gibraltar. Fer frá Reykjavík kl. 22:00 í kvöld til N.Y. Sambandsskip Hvassafell fer væntanlega frá Stettin í dag áleiðis til Aust- fjarða. Arnarfell fór frá Vest- mannaeyjum 12. þm til ítalíu. Jökulfell fór frá Keflavík 13. þm til Leníngrad. Dísarfell er í Keflavík. Litlafell er í Hval- firði. Helgafell fer frá Keflavík í dag til New York. Baldur fór frá Álabirg 13. þm til Akur- eyrar. Magnhild er í Reykjavík. Sine Boye lestar í Póllandi. Esbert Wagenborg fór frá Amsterdam 13. þm. Bíkisskip Hekla er á Austf jörðum á norð- urleið. Esja fer frá Rvík kl. 20 í kvöld vestur um land í hring- ferð. Herðubreið kom til Rvík- ur í gærkvöld að austan. Skjald breið fer frá Rvík kl. 19 í kvöld vestur um land til Akur- eyrar. Þyrill er í Rvík. Skaft- fellingur fer frá Rvík í kvöld til Vestmannaeyja. Dagskrá Alþingis Sameinað þing Fjárlög 1955, -— 1. umr. (út- varpsumræða). • ÚTBREIÐIÐ • ÞJÓÐVILJANN Ekki eitt orð meira, skepnan þín, hvæsti yfirvaldið Lummi. Farðu bölvaður, sagði Ugluspegill. Hafðu vit á að refsa þeim, sem eitthvað hafa til saka unnið. En nú var Lumma nóg boðið og hann þaut að JJgluspegli með reidda hnefana. — O sláðu bara, sagði Ugluspegill. Ég er reyndar fangi þinn, en ekki vitund hræddur. En nú dróg Lummi fram rýt- inginn og mundi örugglega hafa drepið Ugluspegil, ef Þrílangur aðmíráll hefði ekki stöðvað hann. — Hugsaðu áður en þú framkvæmir, sagði Þrílangur. Hann er ungur og hraustur og hefur reyndar ekkert brot- ið af sér. Lummi gretti sig og svaraði dræmt: Hann skal þó að minnsta kosti biðjast afsökunar. En Ugluspegill stóð teinréttur og svaraði: Það mun ég aldr- ei gera. — Segðu þá að ég hafi haft rétt fyrir mér, þrumaði Lummi. Ég kyssi ekki á vönd kúgarans, svaraði Ugluspegill ró- legur. — Reisið gálgann, hrópaði Lummi, flytjið hann burt og hafið allt tilbúið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.