Þjóðviljinn - 15.10.1954, Side 3
Föstudagur 15. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (S
Það var kona sem gaf okk-
ur hann. Hún kvað búa suður
á Vatnsleysuströnd. I dag
gengur hann hér um meðal
okkar meistarinn, einn af fá-
um sem þrátt fyrir allar deil-
ur og sundurlyndi er viður-
kenndur, einn þeirra sem er og
verður. Kjarval.
Fyrir hálfri öld var enginn
Handíða- og myndlistarskóli til
á Islandi. Heldur enginn Mynd-
listarskóli. Guð má vita hve
margir af þúsundi Islendinga
hafa þá nokkru sinni heyrt
orðið ismi. En Austfirðir voru
þá sem nú ekki aðeins tröll-
auknir og hrikalegir í hömrum
sínum og fjöllum heldur og
auðugir af mjúkri fegurð,
tærri birtu, Ijósri dýrð bjartra
daga, milli þess sem ömurleiki
þokunnar ríkti. I einum þessara
fjarða er smaladrengur, hald-
inn þeirri ónáttúru að reyna að
festa dýrð þessa lands í mynd-
um á pappír. Svo hundheiðinn
Kiarvalshús eða ,.messa”?
venjulegt viðtal. Það var kjar-
valskt. Nei, þið eigið ekkert að
skrifa, sagði hann. Nú eigið
þið ekkert að skrifa. Eg banna
ykkur að skrifa orð. Mega
blaðamenn aldrei láta sér líða
vel, hvíla sig eins og annað
fólk? Nú eigið þið að drekka
kaffi, hvíla ykkur, rabba, ekki
skrifa. Eg banna ykkur að
skrifa, sagði Kjarval. Það var
skipun. Nú eru íslenzkir blaða-
menn yfirleitt ekki þœr skepn-
ur sem sumt fólk vill gjarna
að þeir séu. Þá setti hljóða. Að
skrifa ekki var að svíkja les-
endurna. Að skrifa var að
svíkja Kjarval. Eg ætla að
svíkja báða. — Það þarf því
ekki að taka fram að allt sem
hér er sagt er skrifað í full-
komnu forboði Kjarvals.
að tjá álfahallir og tröllaborg-
ir í þessu landi forneskjunnar, ^vað er huldutólk'.
þar sem mvndlist hafði þó allt
til þessa einkum birzt í áminn-
ingu um Jesú Krist óg hans
pínu á húsgafli einn dag í viku.
Og í þessum firði, sem á ís-
lenzkan mælikvarða er þó raun-
ar vart annað en vík móti
opnu hafi, var til bændakona
sem skildi að fleira er ein-
hvers virði í lífinu en blessuð
sauðkindin og hennar göfugu
afurðir (þá var naumast enn
farið að hugsa í „slægðum fiski
með haus“). Ást og skiln-
ingur íyrrnefndrar konu á
drengnum hrifu hann frá því
hlutskipti að rölta á eftir roll-
um og komu því til leiðar að
hann var sendur út í hinn stóra
heim til þeirrar óráðsíu að
föndra með blýant og liti. Hví-
líkt uppátæki! Þvílíkt fáheyrt
háttalag. Skyldi ekki hafa ver-
ið talið nær að venja drenginn
við „öll algeng sveitastörf"
svo hann gæti með tímanum
komizt upp í það að verða
„nýtur“ bóndi? En smala-
drengurinn af Austfjörðum
kom aftur heim er hann hafði
lært að beita blýanti og pensli,
— og íslendingar fóru brátt að
kynnast myndlist í öðru formi
en sem kvöldmáltíð og kross-
festingu á bak við prestinn á
sunnudögum. Þannig var upp-
haf ævintýrsins. Kraftaverkið
hafði gerzt: íslendingar höfðu
eignazt nýjan heim. Heim
myndlistarinnar. — Og konan
sem losaði Kjarval frá smala-
mennskunni og kom honum í
Listaskólann lifir enn suður á
Vatnsleysuströnd. Svo ung er
íslenzk myndlist.
Nú eigið þið ekkert að skrifa.
Kjarval hélt fyrstu sýningu
sína árið 1907. Það var áður
en ,,elzta“ núlifandi dagblað á
íslandi varð til. En samt var
til maður sem skrifaði um
myndir Kjarvals. Það var
Guðbrandur Magnússon. Hann
skrifaði í „útkjálkablaðið"
Austra. Síðan hafa margir
blaðadálkar verið skrifaðir um
Kjarval og list hans. Sjálfur
hefur hann þó ekki plagað
blöðin með óskum eftir skrif-
um. En um daginn gaf hann
blaðamönnum kaffi. Gamall
blaðamaður mun hafa átt sinn
góða þátt í því. Almenn blaða-
viðtöl Kjarvals hafa ekki
mörg verið. Það kom líka í
ljós þegar við vorum seztir hjá
honum að þetta var ekkert
Kjai’val segir að það sé
huldufólksisti mikill mættur
frá Tímanum og einhver notar
tækifærið og spyr meistarann
hvort hann hafi orðið var við
huldufólk. —
— Eg hef oft orðið var við
ýmislegt, var við mjög mikið.
En hvort það hefur verið huldu
fólk, ja, — huldufólk eða
huldufólk ekki, hvað er hqldu-
fólk og hvað er huldufólk
ekki; hvað er draugur og hvað
er draugur ekki; drap ég hann
eða drap ég hann ekki; það
er mikil spurning. Meistarinn
er ekki spurður meira um
huldufólk, en hann heldur á-
fram. — Hvað er þetta sem
maður verður var við? Mann-
eskjan geislar út frá sér, út-
varpar frá sér.
Þið vitið ekki hvað það er
voðalegt að vera einn úti i
hrauni, hvað það er óttalegt. —
IV
músik. Maður er svo móttæki-
legur fyrir músik úti í hrauni.
Okkar land.
Okkar land er merkilegt.
Okkar land er miklu merkilegra
en við höfum hugmynd um.
Þögnin sem ríkti í þessu landi
fyrir stríð var stórkostleg.
Haldið þið að það hafi verið
huggulegt þegar stæðin manns
voru gerð að skotskífum? Eg
hef aldrei skilið til hvers þetta
stríð er hér heima nema ef
það væri til þess að hrekja mig
burt úr stæðunum mínum. Láta
mig hætta þessu, að mála.
Náttúran er voldug. En ég
skil ekki hvað menn eiga við
þegar þeir segja að ég sé að
skreyta hana. Skreyta jörðina!
Það er ekki rétt. Eg er1 aðdá-
andi hennar — Lesið Undur
veraldar, lesið hana vel, þá
skiljið þið betur hvað náttúr-
an er voldug en við óhugsan-
lega lítil, bókstaflega ekki
neitt.
„Ef maður málar verulega
góða mynd“.
Rabbið skiptir aftur um tón.
Kemur víða við. Það er varp-
að að Kjarval ýmsum heimsku-
legum spurningum. Einhver
sem ætlar að vera djúpvitur
spyr hvað hann segi um ungu
málarana.
— Eg hef ekkert nema gott
um ungu málarana að segja,
svarar Kjarval.
Og enn er talað um mynd-
list.
— Ef maður málar verulega
góða mynd hefur maður hvorki
ráð á því að eiga hana eða
selja hana. En maður verður
þó að viima fyrir s5nu lifibrauði
,Ég banna ykkur að skrifa nokkuð“
Þegar ég er búinn að vinna
mig inn í þögn mótívsins — þá
kemur hið óþægilega í gegnum
athafnir fólksins. Þetta er það
voðalega. Þegar náttúran, sem
hefur spilað upp fólkið, búið
til einstaklinginn, fer að end-
urvarpa áhrifum þess.
Hugsið ykkur hraungíg sem
straumurinn rennur frá í
margar áttir. Hann er fyrst
og fremst útvarpsstöð. Hraun-
straumamir storkna, og taka
á móti áhrifum allstaðar að í
þúsundir ára. Svo endurvarpa
þeir. Eg hef heyrt margskonar
hljóð úti í hrauni. öll náttúr-
an er eitt spilverk, alltsaman
því það er ekki hægt að gera
kröfu til þess að fólki sé borg-
að fyrir að gera ekki neitt, —
þó það væri æskilegt, segir
Kjarval. Maður á eliki að lifa
til þess eins að láta sér líða
vel, en maður á heldur ekki að
fyrirbyggja að manni geti liðið
vel. Það er óumflýjanlegt að
manni líði einstöku sinnum vel
— af því maður lifir.
Sinnuleysið fyrir fegurðinni.
Og skyndilega fer Kjarval
að tala í hita um ýmislegt sem
særir fegurðarsmekk hans í út-
liti bæjarins. — Fegurðin er
sameign okkar allra, segir
hann. Það sem er fagurt hlýt-
ur að gleðja okkur alla Það
sem er ljótt snertir okkur alla,
segir hann.
Sinnuleysið um sameign feg-
urðarinnar, og óþægindin .sem
allir verða fyrir af því Ijóta,
virðist brenna hann:
Það er margt einstakt fagurt,
en það er ekkert sem gleður
mann þjóðfélagslega, segir
hann.
Kjarvalsliús eða —
Og nú svík ég ekki Kjarval
meir, heldur lesendurna. Þeir
hafa ekki lesið nema vesalt
bergmál af því sem meistarinn
sagði. Hann hefur nú í hálfa
öld málað af kappi; verið mik-
ilvirkastur allra íslenzkra mál-
ara. Hann nýtur þess í orði að
vera stolt þjóðarinnar. Þegar
Guðbrandur Magnússon skrif-
aði um hann fyrstur manna í
Austra fórust honum þannig
orð að þjóð sem ætti slík efni,
slíka hæfileikamenn ætti rétt á
því að vera frjáls og sjálfstæð
þjóð. Þau orð voru sögð á því
hlýviðrisskeiði þjóðfélagsins
þegar vonglaður vorþytur ung-
mennafélagsskapar lék um
vallgróin bæjaþök í skóglausu
bithagalandi bændaþjóðar,
löngu áður en nokkurn óraði
fyrir heimilisdráttarvél og
landsölu. Nú hefur Kjarval
málað í hálfa öld, og fáir munu
vera svo gersneyddir áhuga
fyrir myndlist að þeir hafi ekki
einhverntíma skoðað myndir
eftir Kjarval, — og viður-
kennt sannleiksgildi orða Guð-
brands. Jafnframt liafa þeir
vafalaust séð að það þarf ís-
lending til að mála slíkar
myndir sem Kjarval. Enginn
nema sá sem er upprunninn
með íslenzkri þjóð, samgróinn
landi og þjóðlífi gæti gert slílt-
ar myndir. Jafnvel hinar marg-
umræddu fantásíúr hans eru af
íslenzkum rótum runnar.
Þegar Guðbrandur Magnús-
son skrifaði fyrst í Austra var
þjóðin fátæk og vanmáttug, en
það var vaknandi þjóð er fagn-
andi skynjaði komandi frelsi.
Og þegar þjóðin öðlaðist. frels-
ið hófst aftur bjartur söngur
stórhuga (þótt vorsöngvar
hinna gömlu samherja Guð-
brandar væru þá orðnir að
rámu dreifbýlisrauli). Og þjóð-
in fann sig þess umkomna að
gjalda meistara sínum og
stolti, Kjarval, einhverja við-
urkenningu fyrir myndirnar
sem hann hafði gefið henni.
Það var ákveðið að byggja
Kjarvalshús_ Þar skyldu hon-
um búin beztu vinnuskilyrði,
þar skyldi vera heimili hans.
Þar skyldi þjóðin fá að njóta
verka hans. Áform samboðið
fagnandi frjálsri þjóð. Alþingi
hét 300 þús. kr„ Reykjavíkur-
bær hét lóð (sem annað hús
stendur raunar á enn í dag).
Síðan eru 9 myrk ár liðin. Og
stjórnarvöldin hafa gleymt með
öllu Kjarvalshúsi. Þau hafa
ekki mátt vera að hugsa um
það fyrir landsölu.. I stað þess
að byggja yfir íslenzkt lista-
safn, í stað þess að byggja
Kjarvalshús senda þau íslend-
inga til að byggja „messa“ yfir
Bandaríkjamenn á Keflavíkur-
flugvelli. Svallhús fyrir bingó-
Með langferðabíl til móís
við verkefnin
spil, drykkju og breim banda-
rískra. Slíkar eru menningar-
hallir stjórnarvaldanna í dag.
Er ekki kominn tími til &ð
þjóðin taki sínar ákvarðanlr
um byggingu Kjarvalshúss.
Það var íslenzk bændakona se:n
fékk því ráðið að Kjarval ger;-
ist málari. Vilja íslenzkar ko
ur máske taka að sér að sjá
um að byggt verði Kjarvals-
hús — áður en þáð er orðið
um seinan.
J.B_
Kosningar á þing
A. S. I.
Félag sýningarmanna í k\ik-
myndahúsum kaus fullarúa sinn
á Alþýðusambandsþing. K o=n-
ingu hlaut fulltrúaefni afturhaltis-
ins, Óskar Steindórsson með 10,
atkv. gegn 7.
Verkalýðsfélag Egilsstaða-
lirepps hefur kosið Sigurð Ein-
arsson fulltrúa sinn á 24. þing
Alþýðusambands Islands. pjk
hefur Verzlunarmannafélag
Siglufjarðar kosið Erlend Páls;on
sem fulltrúa sinn á þingið.
SorgSegt slys
Það sorglega slys gerðist aust-
ur við Tungufljót í Biskupstung-
um s.l. mánudag að sjö ára
drengur varð undir jappakerru
og beið bana.
Slys þetta gerðist við beitar-
húsin frá Vatnsleysu er standa'
skammt frá Tungufljóti. Erlendur
Björnsson hreppstjóri á Vatns-
leysu var þar ásamt Gísla sonar-
syni sínum sjö ára á ferð í jéppa
og með kerru aftan í honum.
Jeppinn rann í brekkunni,- sam
er mjög brött, og hvolfdi honu'm.
en drengurinn var þá kominn
út úr jeppanum og varð undir
kerrunni. Hann var þegar fluít-
ur áleiðis til Reykjavikur, en lézj
á leiðinni.