Þjóðviljinn - 15.10.1954, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 15.10.1954, Qupperneq 8
/S> — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 15. október 1954 Sovétríkin og England keppa í knattspyrnu í október 1955 Ritari enska knattspyrnusam- bandsins, Stanley Rous, hefur skýrt frá því að samkomulag hafi orðið milli fulltrúa beggja landanna, Englands og Ráð- stjórnarríkjanna, um það að löndin keppi landsleik í knatt- spyrnu. Er ákveðið að leik- urinn fari fram í London í október næsta ár. Það sem eft- ir er að gera er að finna dag sem hentar. Rous upplýsir enn fremur að áætlanir liggi fyrir um leik í Moskva 1956. Þá segir frá því að Tom Whittak- er hafi frá því skýrt að samn- ingar standi yfir um það að Arsenal og Dynamo keppi ár- lega; það sem á stendur er það að brezka knattspyrnusamband- ið samþykki að fresta einum deildarleik svo að Arsenal fái meiri tíma til ferðarinnar til Moskvu. Hann sagði að liðið þarfnaðist lengri tíma, þannig að það þyrfti ekki, eins og nú var, að leika daginn eftir að komið var til Moskvu. Þess má líka geta, að Spart- ak kemur til Lundúna í nóvem- ber nk. og hafa forráðamenn Arsenal óskað eftir að gjalda gestrisni þá er þeir nutu í Sov- étríkjunum, er Spartak kem- ur. Bandarískir þjálfarar kenndu á námskeiði fyrir íþróttakennara Þann 8. sept. sl. komu hing- að til Reykjavíkur frá Banda- ríkjunum Róbert J. H. Kiphuth forstöðumaður allra íþrótta við Yale-háskóla og Philip E. Mori- arty aðstoðarmaður hans. R. Kiphuth hefur meðal annars verið landssundþjálfari banda- rískra sundmanna fyrir fimm olympíuleika, en P. Moriarty er kunnur fyrir kennslu í dýfing- um. Dagana 9. til 11. sept. ferð- uðust þeir um landið til þess m.a. að kynnast sundaðstöðu hér á landi. Þann 12. sept. hófu þeir að leiðbeina sund- fólki úr Reykjavík og nágrenni, en þann 16. sept hófst nám- skeið fyrir íþróttakennara. Kennarar á námskeiðinu voru Sigríður Þ. Valgeirsdóttir og Karl Guðmundsson, auk þeirra Kiuhuth og Moriarty. í sambandi við námskeiðið héldu kveníþróttakennarar fund og nemendasamband íþrótta- kennaraskóla Islands aðalfund sinn. Námskeiðið sóttu alls 70 kennarar víða að af landinu. Að meðaltali mættu 43 kenn- arar til starfa á hinum 5 starfs- tímabilum hvers dags. Námskeiðinu lauk 24. sept. Skilnaðarhóf fyrir leiðbeinend- ur og kynningarkvöld fyrir íþróttakennara fór fram við lok námskeiðsins að Hlégarði í Mosfellssveit. Hinir erlendu kennarar létu í Ijós aðdáun sína á því hve sund mennt stæði hér á háu stigi og hve byrjunarsundkennsla væri framkvæmd hér af mikilli nákvæmni. íslenzku íþróttalífi og þá sérstaklega sundíþrótt- inni verður áreiðanlega mikill fengur að komu þessara önd- vegis sundkennara. Jónas Halldórsson sundkenn- ari var aðstoðarmaður hinna erlendu kennara hér, en túlkun önnuðust Sigríður Þ. Valgeirs- dóttir og Inga Rúna Ingólfs- dóttir. (Frá færðslumálaskrifst.) % ÍÞRÖTTIR RÍTSTJÓRl. FRtMANN HELGASON Svíar urðu Norðurlanda- meistarar í knattspyrnu Þó eftir sé einn leikur í keppni Norðurlandanna fjögurra um tit- ilinn Norðurlandameistari 1954, varð séð eftir leik Svia og Dana á Rásunda á sunnudaginn, að Svíþjóð hlýtur þann titil. Sá leikur fór þannig að Svíar unnu með 5 mörkum gegn 2 (4:2) í viðurvist 36.700 áhorfenda. Svíar léku mjög vel, voru í betri þjálf- un en Danir og skutu betur. Svíarnir beinlínis léku sér að Dönum tímum saman. Vörn Dana virtist ruglingsleg og svip- að var um framherjana að segja og þeir gátu auk þess ekki skotið. Danir settu þó fyrsta markið á 6. mín. Svíar jöfnuðu eftir 3 mín. Á 12. mín. skorar Sandell fyrir Svíþjóð en B. Sörensen jafnar fyrir Dani á 17. mín. Svíar taka forustuna á 36. mín. Sandell skallar í mark og tveimur mín. síðar gera Svíar fjórða mark sitt. Síðasta mark sitt gera Sviar (Sandell) á 59. mín. leiksins, og var það eina mark sett í öllum síðari hálf- Er sú forusta... Framhald af 6. síðu. Með þetta að leiðarljósi verða Alþýðusambandskosningarnar háðar til enda og með þessum hug munu fulltrúar alþýðunnar mæta til Alþýðusambandsþings í næsta mánuði, ráðnir í að binda endi á valdatíma íhalds og atvinnurekenda og hefja samtökin að nýju til þess vegs og virðingar sem þeim ber og hagsmunir verkalýðsins krefj- ast. leiknum. Sandell miðherji, Thill- berg hægri innherji og hægri útherjinn Hamrin, voru beztu menn vallarins. Noregur og Danmörk eiga eft- ir að keppa en það breytir engu því að þótt Norðmenn vinni eru þeir jafnir Svíum að stigum því Svíar og Norðmenn gerðu jafn- tefli, en mörkin standa 16:4 fyrir Svía en 4:2 fyrir Norðmenn í dag. B-landsleikur Dana og Svía fór fram sama dag í Esbjerg og unnu Svíar þar líka 2:1 (0:0). Unglingalandslið Dana tapaði líka 3:1 en sá leikur fór fram í Randers í Danmörku. Sluppu Danir vel að fá ekki fleiri mörk á sig í báðum þessum leikjum. Neitar fundi Framhald af 4. síðu. sífellt vaxandi á vinnustöðun- um. Við teljum tilgang félagsins að standa í hvívetna á verði um hagsmuni okkar og réttindi. Núverandi stjórn hefur brugðist þessari skyldu enda studd til valda af svörtustu afturhaldsöfl- unum. Ég held að þessi óánægja fari ekki fram hjá „forustunni“ og henni sé ljóst að halla tek- ur undan fæti á valdaferlinum. Sú mun ástæðan til þess að félagsfundur fæst ekki haldinn, þrátt fyrir lögmæta kröfu fé- lagskvenna og að ekki er enn farið að kjósa fulltrúa á sam- bandsþing þótt auglýstur kjör- tími sé að verða útrunninn. Stjórninni er sjálfri Ijóst að hún hefur brugðist þeim trún- aði sem henni var sýndur og að hún er búin að glata öllu trausti í félaginu.“ Rudolf Harbig- mót i Dresden Um síðastliðna helgi fór fram í Dresden í Austur-Þýzkalandi mót til minningar um hinn glæsilega hlaupara Þjóðverja, Rudolf Harbig, en hann féll í síðasta stríði. — Voru margir snjallir íþróttamenn þátttak- endur í móti þessu og náðust margir góðir árangrar. 800m vann Gunnar Nielsen Danm. á 1;50.2, næstur varð Stracke, V-Þýzkal. á 1;50.5, og þriðji St. Jungwirth, frá Tékkó- slóvakíu, á 1;50.8. SVERRE STRANDLI Sverre Strandli, Nor., kast- aði sleggju 60,15m og næstur honum varð Dale frá Tékkósl. Austurþýzka konali Gisela Koehler vann 80m grind. á 11.0 sek., önnur varð Fanny Blank- ers Koen, Hollandi á 11.1. Peukert frá A-Þýzkal. setti austurþýzkt met í stangar- stökki, 4,20m. • /■ /fv* /N* /^v* / *«/*v»/Jv* 1V0TIÐ V E R Ð 69 krónur dósin Áfylling 49 krónur lilk minute make up MARKADURI Bankastræti 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.