Þjóðviljinn - 15.10.1954, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 15. október 1954
Stigamaðurinn
Eftlr
Giuseppe Berto
25. dagnr
ÞaS hafði þá verið hún. Hún hafði beðið hann að
skjóta ekki Giulíu Ricadi, og hann hafði afsalað sér
hefnd sinni. Hún hafði látið hann hætta viö hana, með
því einu að biðja hann um það. Ég gekk af stað frá
henni.
,,Nino“, kallaði hún á eftir mér.
Ég svaraði engu, en ég beið þangað til hún var komin
að hliðinni á mér.
,,Ég fór inn í gripahúsið til að færa honum teppi“,
sagði hún. „Og ef til vill rennir mamma grun í að ég
hafi farið niður. En ef hana grunar það ekki, ættirðu
ekki að segja henni frá því. Það er betra að þau viti
ekki um það, án þess þó að ég hafi gert neitt rangt“.
Aftur lagði ég af stað.
„Ætlarðu að lofa því?“ spurði hún.
„Af hverju fórst þú að skipta þér af Michele Rende?“
„Ég hef ekki gert neitt rangt“, endurtók hún.“ Ég
ætlaði aðeins að hjálpa honum“.
,,Og hvert er hann farinn?“
„Hann er farinn burt. Ég veit ekki hvert. Hann sagð-
ist þurfa að fara langt til að losna við hatrið. Enda
gæti hann með engu móti verið hér í nágrenninu eins
og þú veizt“.
Hún horfði á mig og hún var ekki lengur óttalaus á
svip eins og áður; það var eins og hún væri að sárbæna
mig að vera hjá sér. Og ég sagði ekki neitt.
„Vertu ekki reiöur við mig“, sagði hún. „Ég hefði
gert hið sama fyrir hvern sem þurfti þéss með“.
„Ég er ekki reiður við þig“, sagði ég.
En það var ekki satt. Ég var gagntekinn beizkju og
gremju og mig langaði mest til að gefa því útrás í tár-
um og formælingum. Hann hafði hrundið mér frá sér
en ekki henni — það var ein ástæðan. En þaö voru fleiri
ástæður, sem voru ekki eins skýrar en saerðu mig þó
enn dýpra. Það var eins og eitthvað af Miliellu hefði
verið tekið frá mér, eitthvað sem ég hafði átt áður og^
annar hefði nú fengið og ég gæti aldrei öðlazt aftur.
Margir dagar liðu og minningin um Michele Rende
þurfti að mást áöur en ég gat litið Miliellu sömu aug-
um og áður. Ekkert hafði komið fyi’ir; þetta hafði að-
' eins verið snöggur skuggi. Við gátum aftur lifað saman
í sátt. og eindrægni eins og systkini sem þykir vænt
hvoru um annað.
En á meðan hafði stríðið farið framhjá okkur. Nýju
hermennirnir höfðu komið og farið aftur innan nokk-
urra daga. Þeim lá á að elta þá sem voru að flýja. Til
allrar hamingju komu þeir ekki heldur fram sem óvin-
ir. Þeir komu úr fjarlægum löndum, sem voru eftir öllu
að dæma mjög frábrugðin landi okkar, því að þeir
furðuðu sig á öllu. Þeir undruðust það að við skyldum
halda áfram aö hugsa um landið og uppskeruna innan
um byssur þeirra og hergögn. Hvað annað hefðum við
1 átt að gera? Ef við hefðum ekki hugsað um aö ná
saman uppskerunni og undirbúa moldina undir næstu
' sáningu, hver hefði þá séð okkur fyrir fæðu? En þeir
virtust ekki skilja það. Þeir horfðu á húsin okkar, fötin
og matinn sem við átum og aðferðir okkar við störf
okkar. Studum hlógu þeir að venjum okkar, vegna
þess að þær voru svo frábrugðnar venjum þeirra. En
þeir gerðu okkur ekkert mein. Ef til vill hafa þeir skilið
að við vorum afkvæmi menningar sem var of gömul
til þess að við gætum skilið tilgang styrjalda. Ef til
vill höfðu þeir enga þörf fyrir hveitisekk okkar og
olíukrús. Og þeir fóru burt án þess að hegða sér eins
og óvinir. Aðeins örfáir þeirra urðu eftir í þeim tilgangi
að stjórna landinu. En það hafði alltaf einhver stjórn-
að okkur, og það skipti okkur ekki miklu máli að þess-
' ir menn töluðu framandi tungumál, fyrst þeir voru
réttlátir og rændu okkur ekki matvælum og kvenfólki.
Og þá var stríðið farið framhjá og við gátum aftur
litið í kringum okkur eins og eftir þrumuveður. Við
þökkuðum guði fyrir að húsin okkar stóöu enn ó-
skemmd og fjölskyldurnar gátu safnazt kringum eldinn,
1 og matvælin sem við höfðum viöað að okkur með svo
1 mikilli fyrirhöfn voru enn ósnert, þar sem við höfðum
falið þau. Við höfðum fulla ástæöu til að færa guði
þakkir. Vín, fíkjur, kastaníur, korn — öllu var borgið.
Og olívurnar voru líka að verða þroskaðar. Nú þegar
mátti heyra um allan dalinn að lurkum var slegið í trjá-
greinarnar og frá morgni til kvölds bogruðu konm’nar
við að tína upp ávextina. í skógunum og sögunar- |
myllunum var næg atvinna, vegna þess aö nýju her-
irnir þurftu á timbri að halda og gömlu lögin um
verndun skóga voru ekki lengur í gildi.
Þaö tók okkur alllangan tíma að átta okkur á því að
jafnvel þetta stríð hafði skilið eftir sig fátækt sem var
enn illbærilegri. Að vísu þurfti maður sem átti sitt
eigið land ekki að hafa miklar áhyggjur. Hann hafði
ekki aflögu peninga til að kaupa skó eða föt, en hann
þurfti þó ekki að kvíða hungri, og jafnvel leigulið-
arnir, sem höfðu jarðir á leigu, voru ekki mjög illa
settir. Afurðirnar seldust vel og leigan hafði ekki hækk-
að enn. En hve margir smájarðeigendur og leiguliðar
voru í þorpinu okkar? Flestir voru verkamenn eða
skógarhöggsmenn sem fengu daglaun. Og þegar þeir
fóru meö laun sín til að kaupa matvæli, komust þeir að
raun um að peningarnir hrukku ekki til. Með hverri
viku sem leið var minna hægt að fá fyrir peningana
og launin hækkuðu ekki. Og svo voru fátæklingarnir,
sem höfðu alltaf dregið fram lífið á smádútli og gjöf-
um; en því meir sem fátæktin jókst, því minna varð
um gjafir og smádútl til að firra þá hungri. Og svo
var heimilislausa fólkið, sem komið hafði úr borgun-
um eftir loftárásirnar og var um kyrrt í þorpinu okkar
af því að það hafði ekkert annað að fara. Það var fá-
tækara en fátæka fólkið okkar, en hjá því bjó það,
þjappað saman í litlum kofum, innan um svín og
hænsni í þröngum, óhreinum ranghölum. Og jafn-
vel þetta stríð sem farið hafði framhjá okkur án eyði-
legginga og blóðsúthellinga, skildi eftir eymd. Og eng-
um datt í hug að reyna að bæta ástandið. Stóru land-
eigendurnir voru langt í burtu í fjarlægum borgum og
þeir gátu ekki komið vegna þess að stríðið hindraði
það. Og þeir höfðu aldrei haft mikinn áiiuga á okkur
og ekki við að búast að þeir hefðu það núna heldur.
Yfirstéttin sem bjó í nágrenninu, í hinum fáu stór-
hýsum viö aðalgöturnar í hinum ýmsu hverfum þorps-
ins, var eigingjörn og duglaus og hún þurfti jafrível
líka að heyja leynda baráttu gegn skorti. Hinir áttu
ekki annars úrkosta en gefast upp. Fátækt fólk á
okkar slóðum hefur aldrei getaö flúið á náðir annars
en uppgjafarinnar.
Sjálf vorum við ekki fátæk, til allrar hamingju
Landið okkar var ekki stórt, en við áttum það sjálf; við
?TTT
Persianskinn
EFTIR hina langvarandi tízku
í leóparðaskinnum lítur út fyrir
að persíanskinn sé að ryðja
sér til rúms. Það er notað til
að brydda allt mögulegt, allt
frá höttum til hanzka. Á kápur
og draktarjakka virðist eðli-
legt að nota persíanskinn, þótt
það geti litið dálítið skringilega
út .á tweeddragt.
I kjólabryddingar er það mik-
ið notað og aðalástæðan fyrir
vinsældunum er sú, að nú er
farið að búa til gervipersían-
skinn, sem er mjög ódýrt en
er svo líkt ósviknu persían-
skinni að ekki geta nema fag-
menn séð muninn. Gerviskinnið
er auk þess léttara og því enn
hentugra í bryddingar á kjóla
og liatta, þegar skinnið má
ekki vera mjög þungt. Gervi-
skinnið er þó ekki nærri eins
sterkt og ósvikna skinnið en
það skiptir ekki svo miklu máli
í svona bryddingar, sem ekki
mæðir mjög mikið á.
Era henduraar snefrar?
ÞAÐ er ágætt ef hendurnar eru
rauðar að nudda þær upp úr
handáburði eða mögru kremi
og halda olnboganum niðri í
köldu vatni nokkrar mínútur,
stendur í Femínu. Þegar búið
er að þurrka olnbogann er
höndunum lyft upp fyrir höf-
uðið andartak — t.d. eina mín-
útu. Reynið þetta eitthvert
kvöldið, ef þið ætlið út. . . . og
forðizt iíka heita rétti og
sterka drykki.
Nudd er mjög gagnlegt fyrir
hendurnar. Núið báðar hendur
vel með kremi, grípið síðan
höndunum saman — hafið þum-
alfingurinn ofan á handarbak-
inu en fingurna í lófanum. —
Nuddið hvern fingur neðan frá
og fram á góm með þumal-
fingrinum og síðan handarbakið
niður að úlnlið.
OC CAM^N
A: Þarna fer herra Sharp, oft
hef ég undrazt hvernig hann
hefur komizt yfir alla sína
peninga.
B: Ja, það veit guð.
A: Nú, það er líklega þess
vegna, sem hann er alltaf
svona áhyggjufullur .
M. Kendell, sem var á æsku-
árum sínum einkaritari Theo-
dors Roosevelts Bandaríkja-
forseta, segir frá því í sjálfs-
ævisögu sinni, að forsetinn
hafi ávallt leiðrétt öll bréf
með eigin hendi eftir að einka
ritarinn hafði skrifað þau.
Kendell furðaði sig á þessu
og spurði forsetann loks um
ástæðuna, hvort heldur væri
að hann skrifaði bréfin allt-
af vitlaust eða forsetinn vildi
leiðrétta það, sem hann hefði
sjálfur lesið fyrir.
Roosevelt svaraði, að hvorugt
þessa væri ástæðan, heldur-
hitt, að fólk geymdi bréf frá
forsetanum sem dýrgrip, ef
hann hefði skrifað eitthvað í-
þau með eigin hendi.
Jæja, drengur minn, sagði
móðirin alvarlega við son
sinn, það voru tvær kökur í
þessari skál í morgun en nú
er hér aðeins ein, hvernig get-
ur staðið á því?
Sonurinn svaraði iðrunarfull-
ur: Það veit ég ekki mamma,
en það var svo dimmt, að ég
hef sjálfsagt ekki séð hina
kökuna.
Ull ssm ekki kzypplast
Fyrir nokkru var í London
sýnd aðferð til að gera ullarefni
þannig úr garði að þau kryppl-
ist ekki. Þessi nýja aðferð sem
gengur undir nafninu ,,Dylan“
er fólgin í því að ullin er með-
höndluð með ýmiss konar efn-
um. Hægt er að nota þessa að-
ferð við hráull, ullarefni og ull-
arflíkur. Þegar þessi aðferð er
notuð við prjónavörur áður en
þær eru litaðar er minni hætta
á að þær hnökri við litun. En
aðferð þessi dugar einungis við
ull. Og ullarfatnað, sem með-
höndlaður hefur verið á þennan
hátt, má þvo í venjulegum
þvottavélum.
UUarþráðu? og benzín-
þvottur
ÞAÐ er ekki óvenjulegt að
prjónapeysur og treyjur séu
þvegnar úr hreinsuðu benzíni,
ekki sízt nú orðið, þegar prjóna
jakkar, peysur og húfur hafa
verið mjög í tízku. En þessa
aðferð ber að nota í hófi. £
nokkur skipti er óhætt að þvo
ullarprjónaföt úr benzíni, eti
ef það er gert að staðaldri er
hætt við því að þráðurinn í húf-
unni eða peysunni verði stökk-
ur. Benzínið eyðir smátt og
smátt fitunni úr ullinni og
þræðimir verða stökkir og ó-
nýtir.