Þjóðviljinn - 18.11.1954, Page 7

Þjóðviljinn - 18.11.1954, Page 7
Fimmtudagur 18. nóvember 1954 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Þorvaldur Þórarinsson, lögfræðingur: VÆÐING VESTUR Ekki mun ofmælt að Ev- rópumönnum segi hugur um fátt verr en þá ákvörðun auð- valdsríkjanna í Evrópu og Norður-ameríku að hervæða Vestur-Þýzkaland, endurvekja þýzka hernaðarandann, klæða hann holdi og fá honum vopn í hönd að nýju. Þessi tíðindi eru svo mikil og furðuleg, að ég hika ekki við að segja að sá maður sem hefði spáð þeim fyrir tæpum tíu árum, þegar lokasókn bandamanna gegn herjum Hitlers stóð sem hæst, hefði verið talinn algerlega sturlaður ef ekki annað enn- þá verra. Það eru ekki enn liðin full tíu ár síðan hinir þýzku herir héldu næstum allri Evrópu í skelfilegasta þrældómi sem um getur í annálum sögunnar. Meðferð Bandaríkjamanna og Spán- verja á Indíánum Ameríku gæti næstum kallast mannúð- leg á móti þeim ósköpum. Hér verður ekki gerð til- raun til að rekja sögu þýzku hernaðarstefnunnar, né þylja afrek hennar yfirleitt, heldur aðeins minnt á að Þýzkaland hefur hleypt af stað tveimur heimsstyrjöldum í tíð núlif- andi manna.. Um áhrif þessara styrjalda þarf ekki að tala, en í þeirri síðari einni féllu fleiri menn heldur en allir í- búar Englands, Frakklands, og allra Norðurlanda saman- lagt. Mönnum hlýtur að þykja undarlegt að stjórnmálamenn þessara landa skuli ekki leggja slíkt á minnið. Við íslendingar fórum ekki var- hluta af seinni heimsstyrjöld- inni. Við misstum af völdum Þjóðverja álíka marga menn hlutfallslega og Bandaríki Norður-ameríku misstu á öll- um vígvöllum styrjaldaririnar, í Evrópu, Asíu, Ástralíu og Afriku, á láði, legi og í lofti. Við kynntumst einnig mark- aðshruni því sem hið tryllta vígbúnaðarkapphlaup Þjóð- verja skapaði fyrir stríð. Kaupgeta almennings var pínd niður úr öllu valdi með hin- um taumlausu vígbúnaðar- sköttum; það var þá sem stríðsglæpamaðurinn Hermann Göring lamdi inn í landa sína þá illræmdu kenningu, að fall- byssur væru betri en smjör. Þjóðir annarra lánda fengu að reyna hana í framkvæmd- inni nokkru seinna, og nú er þeim boðið upp á hana aftur. Það mun engum detta í hug að amast við því í sjálfu sér að sameinað Þýzkaland fái að hafa landvarnir við sitt hæfi, en allmargir munu vera hræddir við að innlima Vest- ur-Þýzkaland inn í það árás- arkerfi sem Bandaríki Norð- ur-ameríku hafa verið að koma sér upp hér í Evrópu undanfarið og stundum kall- ast Atlantshafsbandalag, — stundum Evrópuher, Varnar- samtök Vestur-evrópu, o. s. frv. Þetta er auðvitað rétt að því leyti, að með þessu móti fengju Bandaríkin enn fjöl- mennara málalið í hinni fyrir- huguðu krossferð sinni gegn kommúnismanum, en Banda- ríkjamenn eru eins og kunn- ugt er með því marki brennd- ir að þeir vilja alltaf láta aðra berjast og falla fyrir sig, og eru bara kokhraustir á meðan þeir eru óhultir heima, en ganga þó stundum djarf- lega fram gegn vopnlausum fátæklingum erlendis, þá sjald- an þeir lenda sjálfir í bar- daga, en eru mestu flótta- menn sem sögur fara af sé þeim veitt mótspyrna. T. d. urðu þeir að flýja undan fimmtán sinnum fámennari þjóð Norður-Kóreu, og neydd- ust til að semja þar vopna- hlé, þó að þeir væru búnir að fá í bandalag við sig til vopnaðrar þátttöku flest meiri háttar auðvaldsríki heims- ins. Hættan liggur fyrst og fremst í þvi að fá Þjóðverj- um vopn í hönd, því að reynsl- an hefur sýnt að þeir virða aldrei neina samninga, en líta svo á að styrjöld á hend- ur öðrum þjóðum sé þeirra aðalköllun í lífinu og helzta útflutningsvara. í síðasta mánuði var svo um samið í London og París, að Vestur-Þjóðverjar mættu stofna 500.000 manna herlið, þar af 40 hershöfðingja, 22.000 yfirforingja og 3.000 foringjaráðsmenn, í þessari tölu eru tólf ýmislega vélbún- ar herdeildir, áhöfn hins nýja flota og 1.500 véla flughers. Þetta á svo sem ekki að vera neinn árásarher, heldur kall- ast þetta að vera kjarninn í „varnarsamtökum Vestur-evr- ópu“. I samningana eru sett- ar hátíðlegar klausur til að tryggja, að Þjóðverjar rjúfi þá ekki. Adenauer hefur sjálf- ur lofað að halda öllu innan þessara takmarka, og sett þar við nafn sitt. En eru þá takmörkin þröng? Nei. Þjóð- verjar mega framleiða allar tegundir vopna, flugvéla og stór herskip, fjarstýrðar sprengjur o. s. frv. En í orði kveðnu mega þeir ekki fram- leiða ennþá kjarnorkuvopn, sýklavopn, né eiturgas. Að vísu mun vera erfitt að greina í sundur hvenær úraníum er friðsamlegt og hvenær ófrið- legt, eins og bandarískur vís- indamaður komst nýlega að orði. Trygging hefur engin fengizt fyrir því að Þjóðverj- ar standi við samningana. Skuldbinding Adenauers er sjálfsagt álíka haldgóð eins og úrræði hins íslenzka gerfi- lögfræðings sem átti að tryggja efndir á samningi, og stakk upp á því að í stað veð- tryggingar yrði bætt við samninginn nýrri grein svo hljóðandi: „Þennan samning má ekki rjúfa.“ Vist fjögurra brezkra her- deilda á meginlandinu til næstu aldamóta sem trygging gegn hugsanlegri þýzkri árás á Frakkland er beinlínis hlægi- leg, jafnvel þótt hugmynd Breta sé að standa við þetta loforð. Og hvar er tryggingin gegn nýrri Guernica, Lidice, Coventry, Stalíngrad ? Ekki þarf annað en minna á hið fræga undanhald við Dunkirk í þessu sambandi. Hitt er réttara að undirstrika að friðartímaher Vilhjálms 2., Nazistar taka af lífi varnarlausa fanga. Myndin fannst á pýzkum hermanni. Danskir foreldrar standa við aftökustað sona sinna í Kaupmannahöfn 5. maí 1945. sem hleypti af stað fyrri heimsstyrjöldinni, var eltki nema 530.000 alls. En Hitler og fyrirrennarar hans höfðu þó enn minna liði á að skipa. Samkvæmt friðarsamningun- um í Versölum máttu Þjóð- verjar ekki hafa nema 100.000 herlið alls, engan flugher, að- eins lítil herskip, og enga kafbáta. Herinn var aukinn og æfður (leynilega í orði kveðnu), og komið var upp sterkasta kafbátaflota heims- ins og stærsta flota árásar- flugvéla, þrátt fyrir margfalt sr.:nningslegt bann, hátíðlegar skuldbindingar, og marghátt- að eftirlit hernámsliða Vest- urveldanna, ýmiskonar nefnda, og sjálfs Þjóðabandalagsins. Enginn veit nákvæmlega hversu fjölmennur þýzki her- inn var orðinn 1939, þegar Þjóðverjar hleyptu af stað seinni heimsstyrjöldinni, en hitt er víst að árið 1938 töldu þeir hann orðinn nógu sterkan til þess að ráðast inn í Austurríki og leggja það undir sig, og í ársbyrjun 1939 hernámu þeir Tékkó- slóvakíu. Við þessu gerðu Vesturveldin ekki neitt, frem- ur en þegar Þjóðverjar her- námu og víggirtu Rinarhéruð- in árið 1936, þrátt fyrir hin ströngu hlutleysisákvæði Ver- salasamninganna. og hinar há- tíðlegu viðbótarskuldbinding- ar Locarnosáttmálans. Og all- ir muna hina stórkostlegu í- hlutun Þjóðverja í Spánar- styrjöldinni árin 1936-1939. En síðari hluta sumars árið 1939 réðust þeir inn í Pól- land, og með því var seinni heimsstyrjöldin formlega haf- in. Við vitum öll til hvers og gegn hverjum Þjóðverjar háðu hana. Þetta var land- vinningastyrjöld sem beindist engu siður gegn núverandi bandamönnum þeirra, heldur en hinum svokölluðu óvinum. Þýzka hernaðarstefnan þekk- ir ekki svo nákvæmlega skil- greiningu, fremur en núvei'- andi árásarstefna Bandaríkj- anna. Óvinirnir eru gerðir að bandamönnum gegn baráttu- félögum og vopnabræðrum. Það er til dæmis ekki nokkur vafi á því að yfir íslandi vof- ir ekki síður hætta á þýzku hernámi þó að við göngum með þeim í hernaðarbandalag. Menn ættu að muna hvernig fór fyrir Italíu, Ungverja- landi, Vichy-Frakklandi, Nor- egi Quislings, Finnlandi Tann- ers o. s. frv. o. s. frv. Það er að vísu rétt að Vest- ur-Þýzkaland er um þessar mundir óskabarn bandaríska afturhaldsins og auðvaldsins, sem gengur með þá tyllivon í brjósti, að unnt sé með samningum og stuðningi að beina hinum þýzku árásarher j- um í austurveg. Ekki er fyrir að synja að þetta geti enn tekizt, en hitt er víst að þeir munu bíða þar herfilegan ó- sigur eins og jafnan áður. En þar með væri bál styrjaldar- innar í Evrópu kveikt að nýju, og í þeim sérstaka tilgangi leggja Bandaríkin nú mikla áherzlu á að endurvekja þýzka hernaðarandann. Og vegna þess hvað Evrópumenn kunna að reynast minnisbetri en hinir bandarísku stjórn- málagarpar á að reýna að þvinga þjóðþing „Atlantshafs- ríkjanna" til að veita hinu endurvígbúna Vestur-Þýzka- landi upptöku í bandalagið áður en almenningur hefur fengið tækifæri til að átta sig. Orð og eiðar hinna þýzku hernaðarsinna eru einskis virði. Það nægir að nefna af samningum sem þeir rufu Ver- salasamning 1919, Locarno- sáttmála 1925, Kellogg (eða Parísar)-sáttmála 1928, og meira að segja sjálfan Mún- chensamninginn og fjöldann allan af griðasáttmálum sem þeir gerðu við nágranna sína, enda lýstu þeir árið 1935 beinlínis einhliða úr gildi fall- in afvopnunarákvæði Ver- salasamningsins, og fóru árið 1936 með her inn í Rínar- löndin án þess hinir aðilar að Locarno-sáttmálanum hreyfðu hönd eða fót, og það var sann- arleg kaldhæðni örlaganna, að Þjóðverjar skyldu gera þetta tæpum áratug eftir að sátt- máli sá var gerður, en hann átti einmitt, alveg eins og hin- ir nýgerðu Parísarsamningar, að skapa friðar og málamiðl- unarkerfi og tryggingu fyrir friði í Vestur-evrópu innan vébanda Þjóðabandalagsins. Aðilar að Locarnosáttmálan- um voru Þýzkaland. Stóra- bretland, Frakkland, Italía ,og Belgía. Og þetta var svo sem ekki neitt hernaðarbanda- lag, heldur var þarna í fyrsta sinn lagt bann við því að samningsríkin gripu til stvrj- aldar í deilum sínum innbyrð- is eða út á við. Þýzkaland hét þvi hátíðlega að leggja í gerð allar deilur sínar við Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.