Þjóðviljinn - 18.11.1954, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 18.11.1954, Qupperneq 11
Fimmtudagur 18. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Hervæðlng Vestur-Þýzkalands Framhald af 7. síðu. Frakkland, Belgíu, Pólland og Tékkóslóvakíu, enda voru Þjóðverjar teknir í Þjóða- bandalagið árið eftir þessi fyrirheit í viðurkenningar- skyni. Allir muna hvernig veru þeirra þar lyktaði. Eftir að þeir höfðu brotið leynt og ljóst flest ákvæði sáttmálans sagði Hitler þá úr því haust- ið 1933 til þess að geta haft óbundnar hendur um undir- búning árásarstríðsins; að vísu með friðarorð á vörum alveg eins og Adenauer nú. Það vita allir hver er hinn raunverulegi tilgangur með endurhervæðingu V-Þýzka- lands nú. Hinum formlegu yfirlýsingum tekst ekki að dylja það. En um hitt má endalaust deila, hvorir eru raunverulega verkfæri í hins hendi, þýzku hernaðarsinn- arnir eða bandarísku árásar- postularnir. Svo mikið er víst að leikmanni eins og mér virðist hinir þýzku hern- aðarseggir stundum hafa allt frumkvæðið. En hvernig sem því kann að vera farið, þá er víst að hin friðsama alþýða Evrópu mun verða að súpa seyðið af stríðinu með öllum þess hörmungum og eyðilegg- ingu. Og fyrst og fremst yrði stríðinu beint gegn hinum friðsömu alþýðu- lýðveldum Austur-evrópu og Ráðstjórnarríkjunum, því að auðvaldslöndin geta ekki fyr- irgefið þeim þann „höfuð- glæp“ að hafa útrýmt arð- ránsskipulaginu, að nota auð- lindir landanna, uppgötvanir vísindanna, og snilli þjóðanna til þess að bæta kjör almenn- ings og fegra líf hans, að sanna í verki að auðmanna- stéttinni er ofaukið í samfé- laginu og að lönd og þjóðir sem lágu í deilum og styrj- öldum sin á milli geta lifað í sátt og samlyndi. Tilgangur Bandaríkjanna og vestur- þýzku hernaðarseggjanna fer þarna alveg í sama farveg. Brölt þessara hernaðarseggja hefur stundum verið grát- broslegt, eins og þegar þeir breyttu á dögunum Brússel- bandalaginu, sem var stofn- að á móti Þýzkalandi og til að kveða niður þýzku hern-1 aðarstefnuna, í hernaðar- bandalag með þátttögu Vest- ur-Þjóðverja, og kölluðu þeir þetta aðeins „orðalagsbreyt- ingu“ á. samningnum. Þetta var úrræðið sem þeir gripu til nú síðast eftir að ævintýrið um Evrópuherinn fór út um þúfur. En nú er eftir að fullgilda hinn nýja Parísarsamning. Og þá kemur ma.rgt. til greina. Fyrst og fremst hinar stór- merku tillögur Sovétstjórnar- innar um öryggisbandalag allra Evrópuríkjanna og sam- einingu Þýzkalands. Þessar tillögur hefur Sovétstjórnin sett fram hvað eftir annað, í lítið breyttri mynd hvað höf- uðtilganginn snertir, allt síð- an á Fjórveldafundir.um í Berlín í vetur sem leið. En síðustu beinu tillögur sínar í þessu efni gerði hún með orðsendingu sinni 24. októ- ber s.l., og var þar lagt til að haldinn yrði fjórveldafundur í. þessum mánuði, skipaður utanríkisráðherrum sömu landa, til þess að ræða eftir- talin þrjú aðalmál; 1. samein- ingu Þýzkalands á friðsam- legum og lýðræðislegum grundvelli og frjálsar kosn- ingar í landinu öllu; 2. brott- flutning hernámsliðs fjór- veldanna úr báðum landshlut- um; 3. ráðstefnu allra Evrópu landa um sameiginlegt ör- yggi 1 álfunni. Hernaðarsinnar í Atlants- hafsbandalaginu sinntu ekki þessari orðsendingu, en skrifuðu undir samninginn í París eins og ekkert hefði í skorizt og buðu umboðs- mönnum Krupps og annarra stríðsglæpamanna heiðurssess í Atlantshafsbandalaginu, og þann sess eiga þeir vissulega 'skilið ef það bandalag breytir ekki um tilgang og stefnu. En Ráðstjórnarríkin hafa fyrr fengið daufar undirtekt- ir hernaðarseggja undir frið- arstefnu sina, og láta slíkt ekki hindra frekari viðleitni. 1 gær sendi ráðstjórnin öllum Evrópulöndum, nema Vestur- Þýzkalandi, boð um þátttöku í ráðstefnu fyrir lok þessa mánaðar um öryggi álfunnar. Tímann miðar hún við, að unnt sé að ræða málin áður en Parísarsamningarnir verða fullgiltir, þ.e.a.s. hún telur að erfiðara mundi að koma á friðarsamtökum þessum eftir að búið væri að vopna Vest- ur-Þýzkaland og kljúfa þjóð- ir álfunnar í tvær fjandsam- legar fylkingar. Bandaríkjun- um var boðin þátttaka i þess- ari ráðstefnu sem fullgildum aðila, en kínverska alþýðu- lýðveldinu boðið að senda á- heyrnarfulltrúa. Okkur Islendingum var auðvitað boðið til þessarar ráðstefnu sem öðrum þjóðum. Tel ég alveg einsætt að við tökum boðinu, þvi að ekki mun nokkur þjóð eiga annað eins undir friði í Evrópu eins og við. Hagur okkar og gengi er undir því komið að liag- sæld viðskiptaþjóða okkar og kaupgeta fari vaxandi, að neyzla þeirra aukist að því skapi sem okkar eigin fram- leiðsla þarf og hlýtur að efl- ast. Þótt ekki kæmu til nein mannúðarsjónarmið hlytum við að óska öllum Evrópu- þjóðum friðar og farsældar, þegar af þeirri ástæðu. En okkur er ljóst að endurfæðing þýzku hernaðarstefnunnar er þar hin mesti þrándur götu. Við vitum af reynslunm að loforðum þýzkra hernað- arsinna verður ekki treyst. Þessvegna er líka skylda okk- ar að leggja okkar skerf fram í baráttu þjóðanna. fyrir friði. En hin alþjóðlegu frið- arsamtök, hin alþjóðlega verkalýðshreyfing, og hinn al- þjóðlegi sósíalismi eru og eiga að vera hinir ósigrandi banda- menn Ráðstjórnarrikjanna og annarra alþýðuríkja sem nú berjast fyrir sameiginlegu ör- yggi hér i álfu og friði um all- an heim. Hervæðing Vestur- Þýzkalands undir forystu gamalla nazistahershöfðingja, vopnaframleiðenda og ann- arra stríðsglæpamanna er bein ógnun við friðinn í Evrópu og heimsfriðinn, og jafnvel vopnaður friður hlýt- ur að binda endi á friðsam- lega uppbyggingu flestra landa heimsins, þar á meðal okkar íslendinga. Einnig við yrðum fórnardýr vígbúnað- arkapplilaupsins. Og slíkt á- stand myndi torvelda alla baráttu fyrir afnámi her- námsins og fjarlægja sigur- inn. Þessvegna er nauðsyn- legt að við íslenzkir sósíalist- ar gerum okkur ljóst hver hætta er á ferðum. Látum engar blekkingar villa okkur sýn, en göngum til liðs við hina alþjóðlegu friðarhreyf- ingu gegn endurhervæðingu Vestur-Þýzkalands, og höfum einnig frumkvæði um þá. bar- áttu sem þarf að heyja i sama anda hér innan lands. Reykjavík 14. nóv. 1954 Þorvaldur Þórarinsson Bilar til sölu Ford og Chevrolet vörubílar ’42—’47. Jeppi í 1. flokks standi. Ódýr Austin og Renault fjögra manna. Margar gerðir af 6-manna bílum. Hef kaupendur að sendiferðabílum. Bifreiðasala Hreiðars lónssonar, Miðstræti 3 A. — Síini 5187. Tómstundakvöld kvenna verður í Breiöfirðingabúö í kvöld kl. 8.30. Kvikmyndasýning o. fl. Allar konur velkomnar. Samtök kvenna. lætur þvo sængur- og koddaver vikulega. Þetta þykir sjálfsagt, en hafið þér athugað hvort í sængurfatnaði yðar sé hreint fiður og dúnn? Sennilega ekki. Innan í hinum hreinu sængurverum getur falizt aragrúi sýkla, ásamt ýmiskonar öðrum óþrifnaði. Látið okkur því hreinsa fiðrið og dúninn í sængurfötum yðar — nú er rétti tíminn til þess Seljum einnig tilbúnar dúnsœngur: Æðardúnn og gœsadúnn. FLJÖT OG GÖÐ AFGREIÐSLA. FiSurhreinsun Hverfisgöfu 52 NoUkur eintök a£ eldri árgöngum ritsins fást cnn á afgreiðshinni. Timarilið VINNAN OG VERKA. LÝÐURINN Skólavörðustig 19 Simi 7590

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.