Þjóðviljinn - 24.11.1954, Síða 5

Þjóðviljinn - 24.11.1954, Síða 5
Miðvikudagur 24. nóvember '1954 — ÞJÓÐVILJINN — X5 Stórveldin koma sér saman um stofnun kjarnorkubanka St]órnmálanefndl SÞ samþykkti í einu hljóSi tillögu vesturveldanna Stjórnmálanefnd allsherjarþings SÞ samþykkti í gær í einu hljóöi tillögu vesturveldanna um að setja á lagg- irnar alþjóöastofnun, sem aöstoði öll aðildarríki sem þess æskja viö að hagnýta kjarnorku til friðarþarfa. Tillagan var borin fram af Bretlandi, Frakklandi, Kanada og Bandaríkjunum í samein- ingu. Þegar hún var fyrst lögð fram hreyfðu nokkrir nefndar- manna, aðallega fulltrúar Sov- étríkjanna og Indlands, mót- mælum gegn ýmsum atriðum hennar, og féllust vesturveldin á að breyta henni nokkuð til samræmis við þær mótbárur. Þannig breytt var tillagan samþykkt í einu hljóði. Tvær sovézkar breytingartil- lögur felldar. Fulltrúi Sovétríkjanna í nefndinni, Soboléff, lagði fram tvær breytingartillögur. Hann lagði til, að kjarnorkustofnunin skyldi þegar frá upphafi heyra undir allsherjarþing SÞ, en síðar undir öryggisráðið. Þá lagði hann til, að öllum ríkj- um, undantekningarlaust yrði héimil aðild að stofnuninni. Báðar þessar tillögur voru felldar, en sovézki fulltrúinn greiddi aðaltillögunni engu að síður atkvæði. 1 tillögunni er ákveðið að sjö ríki: Bandaríkin, Bretland, Frakkland, .Sovétrikin, Kanada, Brasilía og Indland skuli sjá um að koma stofnuninni á laggirnar, en öllum aðildarríkj- um SÞ og sérstofnanna þeirra vferði heimilt að taka þátt. Þessi sjö ríki eiga einnig að boða til alþjóðaráðstefnu vís- indamanna á næsta sumri um hagnýtingu kjarnorkunnar til friðarþarfa. Endurvopnun Þýzkalands undirbuin þegar 1945 Chnzchill viðurkennir að vesturveldin hafi setið á svikráðum við Sovétríkin 1 þegar meðan strlðið stóð yfir Sir Winston Churchill glopraöi því út úr sér á fundi í kjördæmi sínu í gær að undirbúningur að endurvopnun Þýzkalands heföi hafizt þegar árið 1945, áöur en styrjöld- inni var lokiö. Bonnstjórnin ætlar að banna Komniúnistaflokk Þýzkalands Málsóknin á hendur honum hófst fyrir stjómlagadómstólnum í Karlsruhe í gær Réttarhöld hófust í gær fyrir vesturþýzka stjórnlaga- dómstólnum í Karlsruhe í máli því, sem Bonnstjórnin hefur höföað gegn Kommúnistaflokki Þýzkalands. Sir Winston ræddi um endur- hervæðingu Vestur-Þýzkalands og hældi sér af því að hafa ver- ið fyrstur allra stjórnmálamanna vesturveldanna til að kveða upp Norræn samvinna byggð á grísku Norræn samvinna er á ýmsum sviöum og meö ýmsu nióti og hafa efnafræðingar á Norðurlöndum fundið nýstárlega leiö til aö auka skilning sín á milli. Frumkvæðið kom frá Svenska Kemistforbundet-, sem fyrir nokkrum dögum gaf út orða- bók, sem á að koma í veg fyr- ir, að norrænir efnafræðingar misskilji hverir aðra. Nöfn hinna ýmsu efna og efnasam- banda eru nefnilega næsta ólík 1U tekur við Jakob Malik, sendiherra Sovétríkjanna í London, lagði í gærkvöld af stað til New York, þar sem hann mun taka við forustu sov- ézku nefndar- innar í stað Visjinskís. Malik mun gegna þessu starfi a.m.k. þar til alls- herjarþing- inu er slitið. Hann hefur áður verið aðalfull- trúi Sovétríkjanna hjá SÞ. Svarað í vikulok Skýrt var frá því í London í gær, að svar stjórna' Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna við boði sovétstjórnarinnar um ör- yggismálaráðstefnu myndi senni- lega sent í lok þessarar viku. Svarið verður neikvætt. t.-' Malik í þeim löndum, þar sem nor- ræn tunga er töluð. Þannig heitir súrefni eða ildi t. d. ilt á dönsku, syre á sænsku, sur- stoff á norsku bókmáli en nöre á nýnorsku. Og á finnsku heitir það happi. Vetni heitir brint á dönsku, váte á sænsku, vann- stoff eða brenne á norsku, en á finnsku heitir það vety. Köfn- unarefni eða hyldi heitir kvæl- stoff á dönsku, en kváve á sænsku o. s. frv. Nú gera sænsku efnafræðing- arnir að tillögu sinni, að í framtíðinni verði notuð grísku heitin á efnum og efna- samböndum til samræmingar. Tillagan hefur verið samþykkt af Kemisk Forening í Dan- mörku og af norsku tækniyrða- nefndinni. Súrefni heitir þá oxygen, vetni hydrogen og hyldi nitrogen. Hiill tekur i taumaua Herstjórn Suður-Kóreu hefur fyrirskipað fulltrúum Póllands og Tékkóslóvakíu í vopnahlés- nefndinni að halda þegar úr landi og ^ 'sakar ,hún þá um njósnir. Hull, yfirhershöfðingi Banda- ríkjanna í Kóreu.'hefur tilkynnt, að bandaríski herinn muni sjá um að fulltrúunum verði leyft að gegn skyldustörfum sínum áfram. úr með það, að óhjákvæmilegt væri að hafa þýzkar hersveitir með í landvörnum Vestur-Ev- rópu. Þegar áður en stríði lauk. Og síðan bætti hann því við að hann hefði sjálfur í lok heims- styrjaldarinnar, þegar tugir eða hundruð þús- unda þýzkra hermanna voru að leggja nið- ur vopn sín, gefið Montgom ery marskálki fyrirskipun um að safna vopn- unum og sjá um að þeirra væri vel gætt, .svo að gefa mætti þau aft- ur þýzkum hermönnum í hendur, ef í ljós kæmi, að Sovétríkin hefðu árásarstríð í hyggju. Churchill Mál þetta var höfðað fyrir þremur árum og er málshöfð- unin byggð á 21. gr. vestur- þýzku stjórnarskrárinnar, sem kveður svo á, að þeir stjórn- málaflokkar brjóti í bága við stjórnar- skrána, sem berjist gegn lýðræðisstjórn arfari lýðveld- isins og ógni Max Reimann öryggi þess. Krefst Bonn- stjórnin að dómstóllinn lýsi Kommúnistaflokk Þýzkalands ólöglegan og veiti henni þann- ig heimild til að banna starf- semi hans. Max Reimann, formanni p „ * /, f f flokksins, hefur verið stefut S0f OflC0#l fyrir dómstólinn. Löng réttarhöld. Búizt er við að réttarhöld í máli þessu muni standa í marga mánuði. Fjöldi erlendra blaðamanna er viðstaddur þau, enda geta þau valdið þáttaskil- um í þýzkri stjórnmálasögu. Bonnstjórnin hefur lagt fram ógrynni af skjölum, sem eiga að rökstyðja ákæruna. Með þeim verður sýnt fram á, að kommúnistaflokkurinn hafi háð og heyi enn baráttu gegn her- væðingarfyrirætlunum og stríðs undirbúningi stjórnar Adenau- ers og fyrir friðsamlegri sam- búð og sameiningu þýzku lands- hlutanna. Fara að dæmi Hitlers. Málshöfðun þessi hefur vakið mikinn ugg meðal allra frjáls- lyndra og róttækra manna í Vestur-Þýzkalandi. Þeir minn- ast þess, að nazistar fóru ein3 að, þegar þeir voru að brjóta hlla andstöðu á bak aftur: fyrst var kommúnistaflokkur- inn bannaður, síðan kom röðin að verkalýðshreyfingunni og sósíaldemókrötum, og enn síðar að borgaralegum lýðræðis- flokkum. Nú telja jbeir Njósnarar dæmd- ir í Kína Pekingútvarpið tilkynnti í gær að 13 bandarískir borgarar hefðu verið dæmdir í 4 ára til ævi- langs fangelsi fyrir njósnir. 11 þessara manna voru í banda- rískri herflugvél, sem skotin var niður yfir Mansjúríu í janúar í fyrra. Þrír af ráðherrunum í lepp- stjórn nazista í Vichy á stríðs- árunum hafa gefið sig fram við frönsku lögregluna, sem hefur leitað þeirra árangurslaust í tíu ár. Einn þeirra hafði dval- izt í Sviss, annar á Spáni, en sá þriðji í afskekktu frönsku sveitaþorpi. Þeir búast nú við því að fá væga dóma, þegar húsbændur þeirra eru komnir í bandalag við frönsku stjórn- ina. Friðarþingið Framhald af 1. síðu. háskólans í OPraha og einn af framkvæmdaráðsmönnum Heimskirkjuráðsins, minnti á reynslu Tékkóslóvakíu af her- væðingu Þýzkalands á fjórða tug aldarinnar og sýndi fram á að í Vestur-Þýzkalandi vaða nú uppi sömu öflin og studdu Hitler til árása og yfirgangs, hershöfðingjar og auðjöfrar Ruhr. Þessi ummæli staðfesti pró- fessor Heinz Kamnitzer morgunfundinum í dag. Hann er forseti Þýzkalandssögudeild- ar Humboltháskólans í Berlín, snjall ræðumaður. Prófessor Kamnitzer benti á, að hervæðing Vestur-Þýzka- lands er óframkvæmanleg nema með aðstoð og undir stjórn þeirra manna, sem studdu Hitler til valda og fylgdu hon- um fagnandi út í stríðsbrjál- æðið. Herinn sem Vesturveldin og stjórn Vestur-Þýzkalands hafa samið um að koma upp er fimm sinnum fjölmennari en sá, sem Hitler tók við af Weim- arlýðveldinu. Svo fjölmennttm her er ekki hægt að koma á fót án þess að fá þar foringja- stöður óforbetranlegum nazist- um og hernaðarsinnum. „Það að auki“, sagði Kamn- itzer, „verður það jafn ómögu- legt hér eftir eins og hingað a til að ákveða, í hvaða átt þýzk- ir hernaðai’sinnar snúa vopn- unum, sem þeim eru fengin í hendur'1. Fyrir tveim áratugum héldu stjórnendur Vesturveld- anna að þeir gætu verið örugg- ir um að Hitler myndi beina geiri sínum gegn Sovétríkjun- um, en raunin varð sú að hann réðist fyrst á Vesturveldin og bandamenn þeirra. M.T.Ó. USA-stjérn sak- sækir Onassis Bandarikjastjórn hefur höfðað mál gegn gríska skipaeigandan- um Onassis og krefst 320 millj. króna skaðabóta. I stríðslok keypti Onassis mik- inn fjölda skipa, sem Bandaríkja- stjórn hafði látið byggja á stríðs- árunum, en þóttist ekki þurfa á þeim að hálda er stríði lauk og seldi þau því á vægu verði, Onassis er nú orðinn hættulegur keppinautur bandarískum skipa- félögum —: bandarísku olíuhring- arnir óttast sérstaklega sam- keppni hans um olíuflutninga —> og því er málið nú höfðað. On- assis er sakaður um að hafa fengið skipin á röngum forsend- um, þar sem hann hafi farið f kringum það ákvæði, að aðeina bandarískir borgarar mættu eign- ast þau. Reknir úr þing- flokki Sjö af þingmönnum brezka. Verkamannaflokksins var í gær vikið úr þingflokknurp fyrir að hafa óhlýðnazt fyrirskipunum flokksstjórnarinnar um að allir þingmenn flokksins skyldu sitja- hjá við atkv'æðagreiðsluna um> Parísarsamningana á brezka þinginu í vikunni sem feið. Sex þeirra greiddu atkvæði gégn- samningunum, en einn með þeim. Stjórn Verkamannaflokksins: mun í dag ákveða, hvort þessum mönnum skuli einnig vikið úr flokknum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.