Þjóðviljinn - 24.11.1954, Side 10
10) __ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 24. nóvember 1654
Stigamaðuriim
■N
Eftlr
Giuseppe Berto
60. dagur
• ■ -
f Hún var síhlæjandi. Hún gerði allt sem hún gat til
þess að vera vingjarnleg við mig, en mér leið ekki vel
í návist hennar. Einu sinni teygði hún úr fótunum svo
að ég sæi þá vel og án þess að taka tillit til Giacomo
De Luca spurði hún mig: „Finnst þér ég hafa fallega
fætur?“
„Ég játaði því, en ég eldroðnaði. Hún var skelfing
kjánaleg. Hún hélt áfram að blaðra og ég neyddist til
' að svara henni.
„Finnst þér þetta skemmtilegt hús? Segðu mér það?“
„Já, mér finnst það“.
„Ekki mér. Það er of afskekkt. Mér finnst ekki gaman
að eiga heima hér. Ég verð að strita allan daginn og á
veturna snjóar og það er ekki hægt að fara út fyrir
hússins dyr. Mér þætti gaman að eiga heima í borg.
HefurÖu nokkurn tíma komið til borgarinnar?“
„Já, einstöku sinnum“.
1 „Ég á við til reglulegrar stórborgar, þar sem allt er
til milli himins og jarðar?“
,,Nei“.
\ „Ekki ég heldur. En ég veit hvernig það er. Stúlka
: sem var í vist hjá hefðarfölki sagði mér það. í stór-
‘ borgunum eru konur sem mála sig allar í framan. Þær
' gera ekkert allan daginn og eiga falleg föt og mála
sig í framan .Við ætlum að setjast að í stórborg, þegar
við erum gift, er það ekki Giacomo?“
„Jú“, svaraði Giacomo De Luca án þess að veita henni
' neina athygli.
Ég hafði grun um að hann mundi aldrei kvænast
þessari stúlku. Hún var of heimsk og hún var ekki lag-
leg og hún var með einhvern græðgissvip í augnaráð-
’ inu. Og samt var eitthvað sem tengdi þau saman, ég^
gat ekki almennilega skilið hvað það var. Enda stóð
mér alveg á sama. Hið eina sem ég hafði áhuga á, var
að Michele Rende kæmi snemma. Mig var farið að syfja
1 og mér var of heitt eftir útiloftið og áreynsluna við
1 gönguna. Og stúlkan malaöi og malaði og ég tók varla
eftir hvað hún var að segja. Ég svaraði já og nei út í
1 hött þegar mér fannst ég þurfa að segja eitthvaö. En
‘ allt í einu þaggaði Giacomo De Luca niður í henni.
Ég hafði ekki heyrt neitt hljóö. En nú heyrði ég endur-
tekin högg á hlerana, tvö 1 einu, sex alls — allt ööru
vísi högg en Giacomo De Luca hafði barið.
1 „Það eru þau“, sagði stúlkan og reis samstundis upp
úr stólnum.
Miliella kom fyrst inn. „Þú ert þá kominn“, sagði
‘ hún þegar hún sá mig. Hún var brosandi og hún var
glöð yfir því að sjá mig, en hún virtist jafnvel eiga
erfitt meö að brosa, svo þreytt var hún.
Michele Rende tók í höndina á mér. „Þú sérð að ég
stóð við loforð mitt“, sagði hann.
Maturinn handa þeim var tilbúinn og þau fóru að
borða. Ég settist líka. Miliella var dauðþreytt, það sást
‘ jafnvel af því hvernig hún tók til matar síns. Og hún
átti von á barni. „Mamma sendi þér tvær skyrtur“, sagði
ég. „Hún vildi að ég færi með öll hin fötin þín líka, en
ég gat það ekki. Ég var hræddur um að til mín sæist“.
1 „Veslings mamma“, sagði hún og brosti.
Michele Rende sýndi henni mikla umhyggju, var
' hjálpsamur og jafnvel glaður í bragði. En undir niðri
var hann áhyggjufullur og ef til vill var hann líka
þreyttur. Þau sögðu fátt meðan þau borðuðu. Og ég
gat ekki varizt því að hugsa um, hvað allt hefði getað
verið öðru vísi ef hamingjan hefði verið okkur hliðholl.
Við hefðum getað setið svona kringum borðiö heima og
foreldrar mínir hjá okkur, öll í sátt og samlyndi. Það
hefði verið sönn hamingja. En þess í stað mataðist Mili-
' ella þreytuleg og lystarlaus. „Þú ert of þreytt, er það
ekki?“
„Já, ég, er dálítið þreytt“, svaraði hún; og hún bað
stúlkuna að undirbúa handa þeim næturstað.
! „Og hann, hvar á hann að sofa?“ spurði stúlkan og
benti á mig.
„Hann getur sofið hjá okkur“, sagði Miliella.
' Stúlkan fór og sótti tvær hálmdýnur og lagði þær á
j gólfið, hvora við hliðina á ahnarri. Húh var liðlegri og
betur vaxin en ætla mátti af því að sjá haná sitja.
Á meðan luku þau viö kvöldverðinn. Michele Rende |
tók upp vélbyssuna sína. „Komdu með mér út aö [
ganga“, sagði hann.
Tunglið var í þann veginn að koma upp, himininn var :
ljósleitur við fjallsbrúnina. Það var mjög friðsælt útt j
Það hafði lyngt, aðeins örlítið næturkul og öðru hverju j
skrjáfaði í laufum. Þaö var kaldara í veðri — eða mér j
fannst það þegar ég kom út úr heitu eldhúsinu.
Við gengum af stað yfir auða svæðið án þess að taka j
neina sérstaka stefnu. Grasið var hávaxið og döggvott. j
„Nino“, sagði Michele Rende við mig. „Þú véizf að j
Miliella á von á barni?“
„Já, ég veit það“, svaraði ég.
„Vita foreldrar þínir það líka?“
„Nei, þau vita það ekki. Miliella vildi ekki að ég segði j
þeim það“.
■
Hann þagði andartak. „Þú mátt ekki álasa mér of j
mikið fyrir þetta barn“, sagði hann. „Ég veit ekki hvort j
þú skilur þessa hluti, en þetta gerðist fyrir þremur i
mánuðum, þegar ég gat ekki gert mér í hugarlund að j
ég neyddist til að lifa sem stigamaður. En það er til- j
gangslaust að hugsa um þaö núna; það verður ekki j
aftur tekið. Við verðum að sætta okkur viö orðinn hlut j
og reyna að gera hið bezta úr öllu. Þú veizt að kona j
sem á von á bami þarf umhyggju, bæði vegna sjálfrar |
sin og ófædda bamsins. Miliella fær ekki þá umhyggju j
sem hún þarf undir þessum kringumstæðum. Áður en j
langt líður fer að verða kalt héma uppi í fjöllunum. j
Ef ekki finnast önnur úrræði, verður hún að fara aftur :
heim til sin“.
„Hvenær kemur hún heim?“
„Ég veit það ekki. Hún er svo þolinmóð og hugrökk :
að hún má ekki heyra það nefnt að skiljast frá mér j
En strax og fer að kólna fer ég með hana niður í byggð, j
hvort sem hún vill það eða ekki. Ég vildi bara að ég {
gæti verið viss um að faðir ykkar tæki vel á móti henni“. j
.» .• ■
„Hann verður himinlifandi", sagði ég með ákefð. „Þér j
er óhætt að treysta því. Það var leiöinlegt aö hann j
skyldi ekki koma í kirkju, en nú er hann oröinn breytt- j
ur“. j
Hann sagði ekki neitt. Við gengum áfram þegjandi 1
nokkra stund og tunglið var alveg að koma í Ijós; það ‘
IJðijr eða
slétt hár?
Já, maður getur vissulega
ráðið yfir því sjálfur, tízkan
leyfir því nær allar tegundir
af hárgreiðslum. Allt ber þess
vitni að verið er að reyna að
breyta stuttu hárgreiðslunni í
eitthvað annað, en menn virð-
ast ekki alveg sammála um I
hvað það á að vera. Þessvegna
sést stutt hár, sítt hár, liðað
hár og slétt hár í sátt og sam-
lyndi í nýju hárgreiðslunum.
Það hefur þær þægilegu afleið-
ingar, að maður getur valið
næstum það sem manni sjálfum
sýnist.
Hér eru myndir af tveim
mjög mismunandi hárgreiðslum.
Önnur er á liðuðu hári, sem
nær dálítið niður í hnakkann
og virðist að öllu leyti mjög
kvenleg. Allir geta notað þessa
hárgreiðslu, einnig þær sem
komnar eru af æskuskeiði. -
Slétta passíuhárið fer mörgum
vel og það er þægileg og fljót-
leg hárgreiðsla. Hárið er næst-
um slétt og lokkurinn við eyr-
að rýfur einn þessa stillilegu
heild.
OC CAMN^t
Leikstjóri og gamall leikarl
ræddust við. Leikstjórinn var
að útvega leikendur í nýtt
leikrit, sem hann átti að setja
á svið. Hann bauð þeim.
gamla hlutverk, sem aðeins
nam þrem línum.
En þegar leikarinn vissi hve
lítilfjörlegt hlutverk honum:
var ætlað, aftók hann með
öllu að taka það að sér og
mælti:
Svo ómerkilegt hlutverk sem
það, er þú biður mig að taka
að mér mundi gersamlega
eyðileggja álit mitt sem leik-
ara.
En hinn miskunnarlausi leik*
stjóri svaraði:
Það var nú líka einmitt það,
sem vakti fyrir mér, því að-
slíkt mundi vissulega vera þér
sjálfum fyrir beztu.
★
Maður einn, sem þekktur var
fyrir að skipta aldrei skapi á
hverju sem gekk, lenti eitt
sinn í deilu við annan ná-
unga.
Er þeir höfðu rætt málin all
lengi var andstæðingur hins
rólega orðinn svo reíður að
hann þreif vínglas og skvetti
innihaldi þess í andlit hans.
Sá rólegi tók upp vásaklút
sinn, þurrkaði sér um andlitið
og sagði:
Þetta var nú útúrdúr, en nú
skulum við halda áfram um-
ræðunum þar sem fyrr var frá
horfið.
Um rennilása
Það er ekki gott að komast
af án rennilása, þótt þeir séu
stundum stríðnir við okkur. Ef
rennilás er stirður getur það
bætt úr skák að taka blýant
og núa blýinu við takkana. Það
er grafítið sem hefur góð á-
hrif á rennilásinn og gerir hann
liðugri. Ef rennilásinn er far-
inn að slitna er hægt að bera
örlítið á hann og þá er einna
hægast að nota til þess feitt
andlitskrem eða vasilín og bera
það á hann.
En við sumu er ekkert að
gera. Rennilás getur slitnað og
eyðilagzt, hann þolir yfirleitt
þvott, en þess þarf að gæta.
að strjúka hann ekki með heitu
járni. Það hefur eyðilagt marg-
an rennilás.
Hreinsun og rennilásar eru
ekki góðir vinir, og ef föt hafa
verið send í hreinsun má gera
ráð fyrir því að nýjan rennilás
þurfi á eftir. Mörgum finnst
sjálfsagt að hægt sé að sþretta
rennilásnum úr áður en flíkin
er hreinsuð og sauma hann í á
eftir, en það er undir því kom-
ið hvar hann er í flíkinni og ef
það leiðir til þess að fötin af-
lagast vegna þess að þau hafa.
verið hreinsuð renniláslaus,
borgar sig ekki að bjarga renni-
lásnum á kostnað fatanna.
Og að lokum eitt heilræði,
ef föt festast í rennilás: Still-
ið ykkur og missið ekki þolin-*
mæðina. Ef togað er ofsalegai
í lásinn er hætt við að hanrt
festist fyrir alvöru. Bezt er að
fara sér að engu óðslega og
venjulega er hægt að kippa
þessu í lag.