Þjóðviljinn - 04.12.1954, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. desember 1954 — ÞJÖÐVILJINN — (51
Gróður í Japan er geislavirkur
Hœtfa á ferSum fyrir merin og skepnur
Geislaverkun frá kjarnorkusprengingum hefur nú
mengað svo jaröveginn sumstaöar 1 Japan aö gróöur
sem vex í honum veröur einnig geislavirkur.
Skýrslur um þetta efni komu
frá tveim aðilum í Japan um
síðustu helgi.
i
Geislavirkir silkiormar.
Talsmaður landbúnaðarráðu-
neytisins í Tokío skýrði frá því,
að vísindamenn ráðuneytisins
hefðu rannsakað mórberjarunna
víðsvegar um landið og silkiorm-
ana, sem lifa á mórberjalaufinu.
Það koma á daginn, að á
stórum svæðum eru mórberja-
runnarnir orðnir geislavirkir
og sama máii gegnir um silki-
ormana og silkið sem þeir
spinna utan um sig.
Þetta getur haft alvarlegar af-
leiðingar fyrir útflutningsverzlun
Japana, sem enn flytja út mikið
af silki þótt nælon hafi á síðari
árum mjög dregið úr notkun
þess.
Geislavirkur laukur
Vísindamenn landbúnaðarráðu-
neytisins telja að geislaverkunin
hafi komizt í jarðveginn úr
geislavirkri rigningu, sem fallið
hefur víða í Japan.
Sömu skoðunar er dr. Tasushi
Nishiwaki, prófessor i lífefna-
fræði við háskólann í Osaka.
Hann segist hafa komizt að
raun um að matjurtir, einkum
laukur, séu geislavirkar sumstað-
ar í Japan.
„Við vitum að líkaminn safn-
ar í sig geislavirkum efnum á
sama hátt og blýeitrun“, sagði
prófessorinn. „Ef geislavirkar
matjurtir eða ávextir eru etin að
staðaidri safnast áhrifin fyrir.
Sum jarðefni verða geislavirk ár-
um saman og einstöku efni öld-
um saman".
Kamillute
eyðir pem-
ingalykt
Hér í blaðinu var skýrt frá
því fyrir nokkru, að Esbjerg-
búar í Danmörku hefðu látið
í ljós svo megna óánægja yfir
ódauni frá fiskimjölsverk-
smiðjum að verksmiðjueig-
endunum var skipað að gera
ráðstafanir til að eyða fýl-
unni.
Þetta tókst með því að
blanda kamillutekjarna í guf-
una sem leggur úr þurrkurum
verksmiðjanna. Árangurinn er
svo góður að fiskimjölsverk-
smiðjur annarsstaðar í Dan-
mörku hafa tekið þennan hátt
upp.
Yfirvöld Reykjavíkur eru
víst ekki svo röggsöm að þau
skipi eigendum verksmiðjunn-
ar á Kletti að hætta fýlufram-
leiðslu sinni.
Fimmtán ára áætlun um að
hreinsa andrúmsloft Breta
Hægt að útrýma hinni banvænu sótþoku
eí vilji er fyrir hendi.
Hin lífshættulega sótþoka, sem oft legst yfir iönaöar-
borgir Bretlands, er alls ekki óhjákvæmilegt böl. Hægt
er aö útrýma henni ef sú þekking sem fyrir hendi er
veröur hagnýtt.
Pólltiskur fangi myrtur í
bandarísku fangelsi
Bandarískur hagfræðingur, sem sat í fangelsi fyrir
pólitískar sakir, var myrtur þar 1 síðustu viku.
Nafn mannsins var William
Remington og hann var embætt-
ismaður í bandaríska viðskipta-
rálaráðuneytinu á stjornarárum
Roosevelts og Trumans.
Árið 1948 vék Truiuan honum
úr embætti og eftir fjögurra ára
málaferli var hann dæmdur í
fangelsi árið 1952.
Hlægilegar sakir
Remington var dæmdur fyrir
tvær sakir. Önnur var að hafa
neitað að deild úr sambandi ungra
kommúnista hefði starfað við
menntaskólann sem hann gekk í
20 árum áður. Hin sakargiftin
var að hann neitaði að hafa gefið
blaðamanni upplýsingar um störf
viðskiptamálaráðuneytisins sem
áttu að fara leynt.
Rotaður í rúmi sínu
Mánudagsmorguninn í síðustu
viku fannst Remington liggjandi
í blóði sínu í rúmi sínu í ríkis-
fangelsinu í Lewisbury í Penn-
sylvania. Þrír samfangar hans
voru handteímir og hafa þeir
játað að hafa barið hann í höf-
uðið með múrsteini í sokk.
Pólitiskt morð
Embættismönnum í fangelsis-
stjórninni ber ekki saman urrí
morðástæðuna. Sumir segja að
morðingjamir, sem allir eru bíl-
þjófar, hafi talið að þeim myndu
verða gefnar upp sakir ef þeir
dræpu ' „kommúnistann". Aðrir
halda því fram að um ránmorð
sé að ræða.
Þetta er ekki í fyrsta skipti;
sem pólitískir fangar í bandarísk-
um fangelsum verða fyrir árás-
um. Síðasta ár var Robert
Thompson, framkvæmdastjórj
kommúnistaflokksins í NeW
York, höfuðkúpubrotinn þegar
annar fangi réðst á hann með
vatnsleiðslubút.
Morðnefndír
í Viet Nam
Fyrrverandi yfirhershöfðingi
stjórnarinnar á yfirráðasvæðí
Frakka í Viet Nam, Nguyen Van
Hinh, er nú staddur í París. Hef-
ur hann sakað keppinaut sinn
um völdin, Ngo Dinh Diem for-
sætisráðherra, um að setja á
laggirnar „morðnefndir“ til þes3
að ryðja úr vegi liðsforingjum
og öðrum, sem styðja Van Hinh.
Framhald á 11. síðu.
<-
•b
Þetta eru niðurstöður stjórn-
skipaðrar, brezkrar sérfræðinga-
nefndar, sem í síðustu viku skil-
aði áliti um.óhreinkun andrúms-
lofts.
Varð 4000 að bana
Nefndin var skipuð eftir þoku-
vikuna miklu í London í desem-
ber 1952. Þá hækkaði dánartal-
an í borginni skyndilega. Læknar
komust að þeirri niðurstöðu, að
þokan hefði orðið að bana 4000
manns, sem létust umfram eðli-
lega dánartölu. Banamein þessa
fólks voru lungnasjúkdómar.
Lofthreinsunarráð
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu, að á 15 árum væri hægt að
minnka óhreinkun andrúmslofts-
ins í Bretlandi um 80% „og
tryggja með því milljónum
manna hamingjuríkari og heilsu-
samlegri lífsskilyrði".
Til að koma þessu í verk vill
hún að löggjöf verði sett og loft-
hreinsunarráð stofnað til að
framfylgja lögunum.
„Óhreinkun andrúmsloftsins í
þeim mæli, sem viðgengizt hefur
hér á landi, er félagslegt böl
sem ekki ætti að þola lengur“,
segir nefndin.
Kostar þjóðina 11.250
milij. kr. á ári
Þótt ekki sé tekið tillit til
mannsláta og vanheilsu af völd-
um óhreinkunar andrúmsloftsins,
nemur annað tjón sem hún veld-
ur Bretum hvorki meira né
minna en 11.250 milljónum krónaj
á ári hverju. Kostnaður við'
hreinsunarráðstafanir yrði aðeins
brot af þessari upphæð.
Bandankin undir-
búa árás á Kína
— segir einn ai ráðherrum Sjangs Kajséks
Einn af raöherrunum í stjórn Sjangs Kajséks á For-
mósu sagði í gær, aö haldiö yrði áfram undh*búningi
árásar á meginland Kína.
í fyrradag var undirritaður
samningur milli Bandaríkja-
stjórnar og Sjang Kajséks um
hernaðarbandalag. Hefur verið
látið í veðri vaka, að með þess-
um samningum hefði Banda-
ríkjastjórn neytt Sjang til að
hætta við árásarfyrirætlanir
sínar á hendur Alþýðu-Kína.
Utanríkisráðherra Sjangs
lýsti því yfir í gær, að ekkert
slíkt hefði komið til tals, það
væri enn sem áður fyrirætlun
Formósustjómarinnar að ráð-
ast á meginland Kína strax og
færi gæfist og berjast aftur tilj
valda í Kína.
Hann sagði, að hemaðar-!
bandalagið við Bandaríkin hefði,
engin áhrif á þessar fyrirætl-j
anir og undirbúningi stríðsins
yrði haldið áfram af sama
kappi og áður.
Samkvæmt þessari j*firlýs-}
jngu hefur Bandaríkjastjórn!
með samningi sínum við Sjangl
Kajsék gerzt aðili að fyrir-!
hugaðri árásarstyrjöld. i
„Lifandi Búddar66 í Peking
Á fyrsta þjóðkjömu þingi Kina í haust voru auðo-
vitað fulltrúar íyrlr þjóðemlsminnihlutana á úto-
jöörum ríkisins, þar á meöal Tíbetbúa. Meðal þine«-
manna frá Tíbet voru æðstu menn landsins í and-
legiun og veraldlegum máliun, þeir Pantsén Lama
og Dalai Lama. Tíbetbúar trúa því að þessir ungw
menn séu endurholdgaöir Búddar, sömu sálimae
hafi búið í líkömum ailra þeirra, sem gegnt hafa>
þessum stöðum um aldaraðir. — Á myndinni hér
við hliðina sjást höfðiugjar Tíbets á gangi á götift
í Peking. Sá til hægri er Pantsén Lama. Að ofant
er mynd af því, er Dalai Lama afhenti Maó Tse-
túng, forseta Kina svonefndan „hata“, tibetskaat
viðhafnartrefil, sem Tíbetbúar gefa þegar þeir < ilj%
sýna einhverjum sérstakan heiður.