Þjóðviljinn - 06.02.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.02.1955, Blaðsíða 6
$) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 6. febrúar 1955 ——— ' »ViV .V r' v: *•’ • ' ‘ .' ’ ■ 'v "•"■ ■■ r fUÓOVILIINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurtnn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (4b.) Préttastjórl: Jón Bjamason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benedlktsson, Gu8- mundur Vigfússon, Xvar H. Jónsson, Magnús Torfi ólafsson. Auglýslngastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjóra, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 18. — Sími 7600 (3 linur). Áskrlftarverð kr. 20 & mónuði i Reykjavik og nógrennl; kr. 17 -i: , annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmlðja Þjóðviljans h.f. _____________________________________________________J 1 Ábyrgðarleysi eða skemmdarverk Af algeru ábyrgðarleysi hefur ríkisstjómin látið viðgangazt róðrarbannið í Vestmannaeyjum og heldur ekkert aðhafzt sem verða mætti til að flýta fyrir lausn sjómannaverkfallsins, sem hófst þar um mánaðamótin. Er þó um það verkfall að segja að það getur varla kallazt kaupdeila, heldur miða kröfur sjó- manna að því að þeir fái refjalaust greitt það fiskverð sem þeim ber fyrir hlut sinn. Það hefur reynzt örðugt að koma útgerðar- mönnum og ríkisstjómarflokkunum í skilning um jafneinföld sannindi og þau að sjómenn eigi heimtingu á sannvirði fyrir sinn hlut af aflanum, og hafa sjómenn orðið að leita réttar síns fyrir dómstólunum, og það allt upp í hæstarétt. Og þegar rikis- stjórnarflokkarnir áttu þess kost að greiða flækjuna um hlut- deild sjómanna í bátagjaldeyrinum á þinginu í fyrra, máttu þeir ekki heyra það nefnt, fyrst átti að bíða eftir hæstaréttar- dómi! Þannig þvælast Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn fyrír hverju hagsbótamáli alþýðu manna, og leggja fram þinglið sitt til að hafa af verkamönnum sjálfsagðan rétt. Þannig ber ríkio- stjórnin og flokkar hennar beina ábyrgð á því tjóni, sem alþjóð bíður vegna framleiðslustöðvunarinnar í Vestmannaeyjum. Sama ábyrgðarleysið kemur fram í því að láta forríkum Stórgróðafélögum haldast uppi að stöðva kaupskipaflota lands- manna vegna kröfu nokkurra tuga manna á skipunum um lag- færingu á kaupi sínu. Þegar þess er gætt að það eru gróðaklíkur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, sem ráða skipafélögunum, verður augljóst, að einnig þama gæti ríkisstjómin, ef hún hefði þjóðarhag að markmiði, leyst deiluna tafarlaust. Eða er þetta stefna ríkisstjómarinnar, að draga úr fram- leiðslunni, að skeyta engu um þjóðarhag ef takast mætti að sýna alþýðusamtökunum harðneskju og berjast gegn réttlátum kröfum þeirra um bætt kjör? Ekki er nema eðlllegt að þær spurningar séu fram bornar og líklegt að drög að svari fáist úr atburðum næstu vikna. ! Íhaldið krefst aögerða Ekki verður önnur ályktun dregin af skrifum Alþýðublaðsins 'i gær og fyrradag um kosningarnar í bæjarstjóm Reykjavík- «r en að hægri klíkan í Alþýðuflokknum sé að tygja sig til meiriháttar herferðar á hendur þeim Alþýðuflokksmönnum sem ekki telja skyldu sína að þjóna undir íhaldið. Reynir Alþýðu- blaðið á mjög áberandi hátt að koma sökinni á ófamaði hægri manna i kosningunum á annan bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins, Alfreð Gíslason, þrátt fyrir það þótt hann greiddi Magnúsi 'Ástmarssyni atkvæði sem bæjarráðsmanni eftir að Magnús og klíkubræður hans höfðu hafnað heiidarsamstarfi íhaldsandstæð- inga. Alþýðublaðið ætti að gera sér það ljóst, áður en það gengur lengra á þeirri braut að sakfella þá menn, sem reyndu í lengstu lög að koma viti fyrir Magnús og hægri klíkuna, að orsök ófam- aðarins er að rekja til ofstækis og heimsku hægri mannanna sjálfra. Það vom þeir sem hindmðu það eina samstarf sem gat fært Alþýðuflokknum öruggt sæti í bæjarráði og sæmilega að- stöðu að öðru leyti. Alfreð Gíslason reyndi hinsvegar að bjarga því sem bjargað varð eins og málum var komið og fyrir það ætti hann fremur skilið þakkir og viðurkenningu Alþýðuflokks- fomstunnar en endurteknar ásakanir og dulbúnar hótanir um refsiaðgerðir. Þetta ætti Alþýðublaðið að athuga í tíma, nema beinlínis sé að því stefnt að hrekja hvem heiðarlegan vinstri mann og ein- lægan verkalýðssinna úr röðum Alþýðuflokksins. En þá kröfu virðist nú íhaldið gera af fyllstu aJvöm til bandamanna sinna I Alþýðuflokknum. Morgunblaðið telur frammistöðu hægrí mannanna til mikillar fyrirmyndar en vandar ekki Alfreð Gísla- j syni kveðjurnar. Og heildsalablaðið Vísir ásakar í gær hægri; mennina um „hugleysi“ og segir orðrétt: ,,Enginn getur tekið upp samvinnu við hann, því enginn veit. hversu einhuga hann gengur til samstarfs“. Hvetur Vísir eindregið til aðgerða gegn vinstri mönnum og segir að að það gæti að vísu „kostað hann töluvert atkvæðamagn en það sem eftir yrði, ætti þá að vera heilsteyptari flokkur, þótt hann yrði minni.“ Sér íhaldið greini- íega hilla undir þá von sína að eignast í hægri klíkunni það varalið sem aldrei brygðist á úrslitastund, hafi hún aðeins kjark til að hreinsa ærlega til í flokknum! Undirbúningur Alþýðustéttirnar ætla að rétta hlut sinn. Þær eru þegar farnar að búa sig undir átök við auðmannastéttina og framkvæmdavald hennar, rik- isstjórnina. Og það er ekki í fyrsta sinn að alþýðustéttimar reyna að rétta hlut sinn fyrir auðmannastéttinni. Alþýðustéttirnar búa nú yf- ir meiri þekkingu á lögméium þjóðfélagsins en nokkru sinni áður. Þess vegna ve*.cja góðir verkalýðsleiðtogar meiri aðdá- un meðal fólksins en konung- ar áður fyrr. Lögmál þekkingar- innar og áhrif Til eru þeir blaðamenn, sem telja dr. Róbert Oppenheimer höfund kjamorkusprengjunn- má fjalla um eða. . segja álit sitt á, hvað þá heldur að taka ákveðna afstöðu til, nema þeir hagfræðingar, sem auðmanna- stéttin getur fyllilega treyst. Og það var hin daglega reynsla, sem opnaði augu Opp- enheimers fyrir dýpra eðli og samhengi hlutanna, lögmálum þekkingarinnar. Athugum annan vísindamann gagnstæðan Opþenheimer eins og hann var ‘fyrir 1930. Til dæmis brezka vísindamanninn J. B. S. Haldáne. Haldane seg- ir eitthvað á þessa léið: Eg er lífeðlisfræðingur og ver mestu af lífs- og sálarkröftum mínum við starf mitt, lífeðlisfræðina. JÍins vegar kynni ég mér ýmsar aðrar vísindagreinar, sem geta komið vísindagrein minni að gagni. Eg les m. a. hagfræði og æfi mig í að nota hugtök hag- DAGSBRÚNARVERKAMAÐUR SKRIFAR OPIÐ BREF til dr. Benjamíns Eiríkssonar ar. Hann er sagður vita allt, sem vitað er um kjameðlis- fræði. Þessi heimsfrægi vís- indamaður var sviptur stöðu sinni, sem fremsti kjameðlis- fræðingur Bandaríkjanna. Or- sök sviptingarinnar var bráð- smitandi pólitísk geðveiki, sem enn herjar öll Bandaríki Norð- ur-Ameríku og Vestur-Evrópu- þjóðirnar. Þessi svipting er mjög lærdómsrík m. a. fyrir þá, sem yndi hafa af alhliða þekkingu og vilja gera sér nokkra grein fyrir eðli og lög- málum þekkingarinnar og á- hrifum. Oppenheimer skýrði frá því, að hann hafi alls ekki skilið hvað var að gerast, þegar efni- legir nemendur hans í eðlis- fræði urðu að hætta námi vegna atvinnuleysis, sem gekk yfir Bandaríkin 1929. Og þessi mikli eðlisfræðingur og kenn- ari var eins og ómálga bam í ýmsum hlutum, sem gerðust með þjóð hans utan hans eig- ins verkahrings. En Oppen- heimer er sannur vísindamað- ur. Hann vildi rannsaka þetta undarlega fyrirbrigði, sem kallað var atvinnuleysi og hag- fræðingar kölluðu kreppu- ástand. Og Oppenheimer tók sér fyrir hendur að kynna sér hagfræði og þjóðfélagsfræði. Eftir það vissi hann um orsök og afleiðingar kreppunnar. En þessi hnýsni hans í hagfræðí og þjóðfélagsmál, eftir krepp- una miklu 1929, leiddi til þess, að hann var sviptur stöðu sinni á árinu 1954. Skoðanir, sem svöruðu til staðreynda liðins tíma, skoðanir um hagfræði og þjóðfélagsmál urðu til þess, að svipta einn af mestu snilling- um heimsins í eðlisfræði at- vinnu sinni. Hagfræði og þjóðfélagsfræði eru nefnilega feimnismál auð- mannastéttarinnar, sem enginn fræðinnar á réttan hátt til þess að geta skilið vöxt og við- gang þjóðar minnar og raunar alls mannlegs lífs á jörðinni. Lögmál þekkingar- innar og þér í Morgunbl. 7. og 8. jan. eigið þér greinar, sem þér nefnið Kaupgjaldsmálin og þjóðin. í þessum greinarflokki rökstyðjið þér yðar eigið mat á meginhluta þjóðarinnar, al- þýðustéttunum, en hlífið vissu- lega auðmannastéttinni, sem er Fyrsti hluti sáralítill hluti þjóðarinnar. Þó vitið þér að auðmannastéttin og framkváemdavald hennar, rik- isstjórnin, bera alla ábyrgð á efnahagsmálum þjóðarinnar. Þér álítið þjóðina skorta sið- gæðistilfinningu rétt eins og slíkt sé hægt að mæla og vega líkt og verzlunarvöru. Þér álít- ið einnig að þekking þjóðarinn- ar og vitsmunastig sé mjög lágt og bágborið. Auk þess sé þekking hennar á samhengi hlutanna svo lítil, að varla muni hjá líða, að hinar ýmsu stéttir ráðist hvór á aðra eins og skynlausar skepnur, ef ekk- ert verður að gert. Annan skilning er ekki hægt að leggja í málflutning yðar um alþýðu- stéttirnar. Þér segið að boðorð- ið sé ekki lengur að elska ná- ungann eins og sjálfan sig, því að það þýðr að taka jafn mik- ið tillit til hans og hans hags- muna og eigin; að skoðanir talsmanna verKalýðssamtak- anna svari til staðreynda liðins tíma; að forystumenn verka- lýðssamtakanná séu hættulegir og hafi sennilega ekki meira vit á hagfræði og þjóðfélags- fræði en Oppenþeimer. Þér : gefið í skyn, að Verkamanaa- félagið Dagsbrún sé viðsjár- verður félagsskapur, sem beri fram háar kaupkröfur, en slíkt leiði til þess, að aðrar stéttir þjóðfélagsins fái einnig sitt kaup hækkað, til dæmis starfs- menn ríkis og bæja. Og kaup- gjaldsbaráttan sé ágætt dæmi um það, að dagleg reynsla ein- staklingsins sé oft lélegur leið- arvísir fyrir • hann um - það hverjir séu hagsmunir hans, Nú vil ég spyrja yður: Eftir hvaða leiðarvísi farið þér. í dómum yðar á alþýðustéttun- um? Er sá leiðarvísir vísinda- legur? Hafa visindamenn fram- kvæmt hlutlæga rannsókn á hinum ýmsu vinnandi stéttum þessa lands? Eru til visindaleg- ar niðurstöður um greindar- próf á íslenzkum stéttum? Hve- nær hefur slíkt próf farið fram og hvar er hægt að les“a skýrsl- ur um það? Ef slík próf eru ekki til, hvers vegna eruð þér, sem ,,vísindamaður“ að bera á borð slíkar fullyrðingar um at- vinnustéttir landsins? Það er lítið ‘mannvit i svona fullyrðingum. Til þess að gera sér grein fyrir lögmálum þekk- ingarinnar er ekki nóg að vrera „sérfræðingur“ í hagfræði. Yð- ur virðist til dæmis skorta alla sálfræðilega þekkingu til þess að geta lagt rétt mat á vits- muni og siðferði atvinnustétt- anna. Nú á tímum þekkingar og vitsmuna, erú svona skrif heimskuleg. Dagsbrúnarmenn og lögmál þekkingar- innar Ef fram ætti að fara greind- ar- og þekkingarpróf á hinurn ýmsu stéttum, bæði verkalýðs- félögum og menntamannastétt- unum og prófin væru aðallega fólgin í úrlausnum á hagfræði- legum og þjóðfélagslegum verk- efnum, til dæmis atvinnumál- um, mættu sjálfir hagfræðing- arnir vara sig á félagsbundn- um verkamönnum. Og ósköp er ég hræddur um, að auðmanria- stéttin og heildsalamir fengju lítið hærri greindartölu en þeir fávitar, sem ættu helzt að vera á fávitahælum. Kjarninn af félagsbundnum verkamönnum gerir sér svip- aða grein fyrir lögmálum þekk- ingarinnar og J. B. S. Haldane. Og því má einnig bæta við, að Oppenheimer kynnti|ít verka- lýðshreyfingu Bandaríkjanna vegna áhuga síns á hagfræði og þjóðfélagsfræði. En hann kynntist ekki verkalýðshreyf- ingunni af vorkunnsemi við hina atvinnulausu verkamenn, heldur vegna þess,' að verka- lýðshreyfingin átti beztan bókakost um þessi mál. Verka- lýðsfélögin um allan lieim hafa haft snillinga fyrir kennara. Einn af fyrstu kennurum Dags- brýnar var Þorsteinn ErUngs- son skáld. Hann vildi að verka- menn fræddust um hagfræði °£ þjóðfélagsmál. Þorsteinn hélt fyrirlestra fyrir verkamenn og skrifaði í blöð þeirra. Og þeir eru ekki fáir Dagsbrúnar- verkamenpirnir í dag, sem lesa hagfræði og þjóðfélags- fræði. Eg ætla að vitna héma í for- mála eftir Friedrich Engels að lítlu kveri eftir Karl Marx, Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.