Þjóðviljinn - 06.02.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.02.1955, Blaðsíða 7
Bjöm Sigurðsson læknir, forstöðumaður Tilrauna- stöðvar Háskólans að Keld- um, ferðaðist i fyTrasumar um Ráðstjórnarrikin með ís- Ienzku menntamannanefnd- inni er þangað var boðin. Björn lýsir í þessari grein nokkru af því er fyrir augu bar i þessari ferð. Síðastliðið sumar f erðaðist ég til Ráðstjórnarríkjanna í boði MÍR. Eg fór fyrst og fremst til að svala forvitni minni um það, sem þar er að gerast, og var mér þó ljóst, að henni mundi ekki fullsval- að á 2—3 vikum. Ónnur ástæða til að ég tók þessu góða boði var sú, að mér hefur virzt vera gerðar tilraun- ir til að hræða forvitna menn frá því áð ferðast til Ráð- stjórnarríkjanna, og ég held að sem flestir eigi að sýna í verki andúð sína á þeirri við- leitni. Eg mun ekki rekja ferðasögu mína mér. Eins og aðrir gæti ég sagt yður frá miklum fram- kvæmdum í atvinnu- og menn- ingarmálum; ég gæti sagt frá uppbyggingu borga, sem ég sá, bæði Stalíngrad, sem Þjóðverj- ar gjöreyddu, en er nú á leið- inni að verða stórborg að nýju, og Moskvu þar sem margar stórbyggingar eru að rísa og gefa borginni nýjan svip. Þér hafið heyrt um allt þetta áður og ég gæti litlu bætt við. Eg gæti einnig sagt yður frá öðru sem ég ýmist ekki skildi eða ekki féll í smekk minn — byggingastílnum, sem mér þótti ofskreyttur, nýju málaralist- inni, sem mér þótti ólistræn. Annars er dómur ferðamanns um það sem hann sér í Ráð- stjórnarríkjunum venjulega fremur talinn vitnisburður um hann sjálfan, en miklu síður vitnisburður um það sem hann sá og heyrði og frásögnin nær þannig ekki eiginlegum til- gangi sínum. Bæði vinum og fjendum Ráðstjórnarríkjanna hættir reyndar til þessa. Án þess að fara út í einstök atriði virðist þó augljóst að þjóðfélagsleg þróun í Ráð- stjómarríkjunum er hröð og að lífi almennings miðar til aukinnar velmegunar og sið- menningar. Þetta má álykta af mörgu, sem ferðamaður sér og heyrir, en eðlilegt er að staðnæmast við það, sem mest er áberandi: Hópurinn, sem ég ferðaðist i, skoðaði m. a. nýja háskóla- hveríið í Moskvu. Moskvuháskóli var stofnað- ur árið 1755 og verður því 200 ára á þessu ári. Háskóladeild- ir eru 15. Þar af eru sex í náttúruvísindum: Eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarð- vegsvísindum, stærðfræði, jarð- fræði og landafræði. Læknis- fræði og verkfræði eru ekki þarna með taldar, þar eð fyrir þær greinar eru sérstakir skól- ar og hefur svo verið frá gam- alli tíð. Á árunum 1949 til 1953 var byggt háskólahverfi fyrir þær sex greinar náttúruvísinda, sem ég nefndi, á hæðum sunn- an Moskvu og fyrsta sept. 1953 var skólinn opnaður í sínu nýja heimkynni. Húmanistísku fögin urðu eftir í gömlu há- Sunnúclagur 6. íebrúar 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (7 skólabyggingunum inni í borg- inni. Nýja háskólahverfið hefur til umráða 317 hektara lands, að þvi er okkur var tjáð. Til samanburðar má geta þess, að innan Hringbrautar og Snorra- brautar í Reykjavik munu vera rúmir 200 ha. Á umræddu 4 ára tímabili voru byggðar 37 byggingar, alls 2:000.000 rúmmetrar. Það er mikið húsrými. Þar eru 158 kennslustofur með 50 til 600 sætum hver, og 1700 rannsókn- arstofur. Hinar nýju bygging- ar eru í ljósum lit og mjög til- komumiklar. Umhverfis er mikið landrými; það sem næst liggur eru vel hirtir garðar. í byggíngunum eru nú um 8500 stúdentar við nám, þar af 1600 við framhaldsnám, sem tekur 3 ár að loknu embætt- isprófi, eða aspirantar sem þar er kallað. Eg minni á að náms- greinar þama eru aðeins eðlis- fræði, efnafræði, líffræði og jarðvegsfræði, stærðfræði, jarð- fræði og landafræði. Fastir kennarar eru 2300. Flestir búa á staðnum, bæði kennarar og nemendur. íbúðir nemenda sýndust mér vistlegar — eink- um ibúðir aspiranta. Tveir nemendur eru um hverja íbúð. lega og tæknilega mehningu, ef viturlega v’erður á málum haldið. Eg held að það mundi flýta fyrir þróuninni, ef auk- in samskipti tækjust við starfsbræður í öðrum löndum og ef enn betur slaknaði á þeirri tortryggni og úlfúð, sem enn stendur í vegi. Eg held sannarlega að bæði skilning á þjóðlöndum þessum, vegna þess að það sem þar ber fyrir augu sé yfirleitt blekking og villa. Svona kenningar hljóma kannski eins og öfug- mæli en þær eiga sér náttúr- lega skýringu eins og annað. Vestan tjalds hefur orðið til kennisetriing um „Rússland" sem er trúarleg í eðli sínu. Lómónossoff-háskólinn í Moskvu Maður að ves’tan staddur fyrir austan: ÞAÐ ER HÆGT AÐ BRÚA DIÚPIR Okkur var sagt, að stúdentar hefðu góða námsstyrki, svo að þeir duglegri kæmust vel af með þá. Mánaðarlaun prófes- sora eru 5000—6000 rúblur eft- ir embættisaldri en dósentar og aðstoðarkennarar hafa 2000 til 3500 rúblur. Ýmsir hafa verulegar aukatekjur jafnvel svo nemur meiru en föstum launum. Þetta munu vera til- tölulega mjög há laun eftir því sem tíðkast þar í landi. Þessi nýi háskóli er hald- góður vitnisburður um það kapp, sem lagt er á að auka vísindalega menntun í land- inu. Samkvæmt góðum heim- ildum er fjöldi stúdenta í há- skólum Sovétríkjanna nú orð- inn svo mikill að samsvarar a. m. k. því sem bezt gerist annars staðar. Hitt er ekki síð- ur athyglisvert, að síðustu ár- in fjölgar þeim ört, sem út- skrifast úr menntaskólum svo að hóskólamir geta komið við talsverðu vali og fengið þann- ig betri nemendur. Ætla má að í þessu efni, eins og fleirum, sé því örð- ugasti hjallinn að baki og að innan tíðar muni Sovétríkin taka sess méð forustuþjóðum heims hvað snertir vísinda- ,,austur“ og „vestur“ hefðu gagn af því að byrja að um- gangast eins og menn. Eg held meira að segja, að það sé eitt brýnasta verkefni í alþjóða- málum nú til að ná því lág- marki af gagnkvæmu trausti án hvers allar vonir um frið og öryggi hanga í lausu lofti. Það er útbreidd skoðun, að Bjöm Sigurðsson dagblöðin í Reykjavík séu betri heimildir um Ráðstjómarríkin en Ráðstjórnarríkin sjálf, Margir telja, að för til Ráð- stjómarríkjanna rugli réttan Samkvæmt doktrínunni um illsku Rússa' iðka þeir alla höfuðlesti trúarbragðanna af af sömu ákefð og skrattinn áður fyrr. Tilgangur þeirra með athæfi sínu er sá einn að láta sem mest illt af sér leiða fyrir sem flesta. Á þessari kennisetningu er nú á dögum reist áhættusöm stjómarstefna í ýmsum lönd- um og stofnaður margskonar skuggalegur félagsskapur. Óháð kennisetningunni er svo stórt ríki með sama naíni, þar sem verið er að gera til- raun til að skapa nýtt þjoðfé- lagsform og nýjan sið. Stund- um veldur það ruglingi, að Sovétríkjum veruíeikans cg Rússlandi doktrínunnar ber ekki saman, en það er teynd- ar gamla sagan um árekstur milli kennisetningar og veru- leika. Sem vonlegt er telja for- mælendur kennisetningarinnar lítinn fróðleik að fá um hana af ferðalagi til Ráðstjórnarfíkj- anna og stundum virðast þeir jafnvel óttast, að doktrínan kunni að bíða hnekki af upp- lýslngum um Ráðstjórnarriki veruleikans. Að leiðrétta trúar- legu kennisetninguna með staðreyndum um Ráðstjómar- ríkin er hinsvegar samskonsr ókurteisi og fjarstæða og að véfengja meyfæðinguna með náttúrufræðilegum rökum. Nú v’æri ekki ástæða til að gera sér rellu út af því, þótt helvítiskenning miðaldakirkj- unnar hafi birzt endurborin, ef ekki stæði svo á, að nú veltur bókstaflega allt á því, að dragi úr tortryggni milli ríkja og þjóða og að friður haldist. Það er allt i húfi. Mistök eða ófor- sjálni geta valdið óskaplegri tortímingu, sem seinlegt yrði að bæta. Ef vel tekst til, get- ur framtíð mannkynsins orðið bjartari en nokkru sinni. Flestir íslendingar reyna að mynda sér skoðun á alþjóða- málum m. a. til að átta sig á hvernig frelsi og öryggi þjóð- ar vorrar verði bezt borgið. Staðreyndir í alþjóðamálum eru sá grundvöllur sem skoðun vor og athöfn verða að byggjast á, og þótt einkennilegt megi virðast skipta staðreyndir um Ráðstjórnarríkin einmitt sér- lega miklu máli. Þegar Galileo var búinn að gera sér sjónauka uppgötvaðí hann nýstárlega hluti m. a. tungl Júpíters. Viðurkenndar kennisetningar þeirra tima gerðu ekki ráð fyrir tunglum þessum og menn voru þess vegna vantrúaðir á fullyrðing- ar hans. Galileo bauð mörin- um að líta á, en þeir lærðu prófessorar í Padúa neituðu að líta í sjónaukann; þeir hafa kannski verið hræddir um að þeir mundu sannfærast; að kennisetningin kynni að bregð- ast. Eru ekki ýmsir svipuðu marki brenndir enn í dag? Fáir íslendingar hafa haft bein kynni af Ráðstjórnarríkj- unum fyrr en síðustu árin, að allmargir hafa ferðazt þangað og nokkrir sovétborgarar hafa komið til íslands. Þetta eru spor í rétta átt og ég skorá á landa mína að sleppa ekki tækifæri til að fara til Sovét- ríkjanna. Þingmönnum og öðrum stjórnmálamönnum af vesturlöndum hefur orðið tíð- förult þangað á undanförnum mánuðum. Hvenær fréttum við, að alþingismenn og aðrir, sem bera ábyrgð á málum vorum, reyni að kynnast þessu um- deilda ríki af eigin raun? Um það sem fyrir augu ber austur þar mun hver hugsa sitt. Margt, sem ferðamaður sér er mjög glæsilegt, ber vott um stórhug, kjark og getu. Þjóðin er önnum kafin við ný- sköpun, þar sem flest varð að byggja frá grunni án hjálpar og oft með fjandskap alls um- heimsins yfirvofandi. Mikið hefur áunnizt, þótt margt sé enn ógert eða í miðjum klíð- um. Ferðamaður af vesturlönd- um mun sjá ýmislegt, sem hann ekki áttar sig á, sem ekki fellur í smekk hans eða sem hann beinlínis fordæmir. Eg hygg þó að fyrst og fremst muni hann styrkjast í þeirri trú, að á milli austurs og vest- urs þurfi ekki að vera óbrú- andi djúp. Aukin samskiptí verða traustari hornsteinn undir þeim friði sem allir góð- ir menn reyna nú að treysta, og að þeim þurfa báðir aðilar að vinna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.