Þjóðviljinn - 06.02.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.02.1955, Blaðsíða 11
Suimudagur 6. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria REMARQUE: Að elsha ... &ey§a 48. dagur Ég ætla að ná í flöskuna. Ég verð fljótur". Gráber gekk yfir skálagarðinn og upp tröppurnar að herbergi fjörutíu og eitt. Stofan bergmálaði af hrotum helmings íbúanna. Yfir borðinu logaði á daufu ljósi. Spilamennirnir voru enn á fótum. Reuter sat hjá þeim og las.- ..Hvar er Böttcher?" spurði Gráber. Reuter skellti aftur bókinni. „Hann bað mig að skila að hami hefði einskis orðið vísari. Hann hjólaði á vegg og eyðilagði hjólið. Það er gamla sagan — sjaldan er ein báran stök. Á morgun verður hann að plámpa aftur * af stað fótgangandi. Og í kvöld situr hann á bjórknæpu til að drekkja sorgum 'sínum. Hvað hefur komið fyrir þig? Þú ert dálítið fölur“. ,.Ekki neitt. Ég ei‘ að fara út aftur. Ég þurfti bara að sækja dálítiö“. Gráber þreifaði niður í bakpokann sinn. Hann. hafði komið meö flösku af Genever og flösku af vodka frá Rússlandi. Auk þess átti hann armagnacið frá Binding. ,Taktu konjakið eða armagnacið“, sagði Reuter „Vodkað er ekki þarna lengur“. .,Hvernig stendur á því?“ „Við drukkum það. Þú hefðir átt að gefa okkur óbeðinn. Menn sem koma frá Rússlandi eiga ekkert með aö haga sér eins og kapitalistar. Þeir eiga að félögum sínum hugulsemi. Þetta var ágætt vodka“. Gráber tók flöskurnar tvær sem enn voru eftir. Hann stakk armagnacinu 1 vasa sinn og rétti Reuter Genev- erinn. „Þetta er rétt hjá þér. Hana, taktu við þessu gigtarlyfi. Og hagaðu þér ekki sjálfur eins og kapital- isti. Gefðu hinum með þér“. „Merci!1^ Réuter hoppaði að skáp sínum og fann tappatogara. „Ég geri ráð fyrir að þú sért búinn að skipuleggja flekun af frumstæðasta tagi. Meö aðstoð á- fengra drykkja. Undir slíkum kringumstæðum gleym- ist oft að taka tappann úr fyrirfrám. Og með háls- brotinni flösku er hægt að saxa sundur á sér varirnar. Gerðu svo veþ sýndu forsjálni“. „Farðu til fjandans. Flaskan er opin“. <• Reuter opnaði Genever-flöskuna. „Hvernig náðirðu í hollenzkt gin í Rússlandi?“ „Ég keypti það. Viltu vita fleira?“ Reuter brosti. „Nei. Hlauptu svo burt með armagnacið þitt, þú frumstæði Casanova. Og vertu ekki að skamm- ast þín. Þú hefur mikið þér til málsbóta. Tímahrak. Leyfið stutt og stríðið langt“. Feldmann settist upp í rúminu. „Vantar þig fekki verju, Gráber? Ég hef eitthvaö í pokanum mínum. Ég þarf ekki á þeim að halda. Sá sem sefur syndgár ekki“. „Ekki er þaö nú alveg víst“, sagði Reuter. „Það er sagt að smitun geti verið syndlaus. En hann Gráber okkar er fullkominn. Arískur kynbótapiltur með tólf hreínræktaða forfeður. Undir slíkum kringumstæðum eru verjur glæpur gegn fööurlandinu”. Gráber opnaði armagnaciflöskuna, saup á henni og stakk henni aftur í vasann. „Skelfing eruð þið róman- tískir“, sagði hann. „Hafiö þið ekki nóg með ykkar eigin áhyggjur?“ Reuter kvaddi hann með handsveiflu. „Farðu í friði, sonur minn. Gleymdu valdi vopnanna og reyndu að vera mannleg vera! Þaö er auöveldara að deyja en lifa. Eink- um fyrir ykkur — hctjurnar ungu, blóm þjóðarinnar". ' Gráber stakk sígarettupakka og glasi í vasa sinn. Á leiöinni út sá hann að Rummel var enn að vinna við spilaborðið. Hrúga af peningum lá fyrir framan hann. Andlit hans var sviplaust; en nú rann svitinn af honum í stríðum stráumum. Gangarnir voru auðir og tómir. Fótatak Grábers var hátt og glymjandi. Hann gekk yfir skálagarðinn. Elísabet stóð ekki lengur. við h-liðið. Hún er farin-, hugs- aði hann. Hann hafði næsturn búizt við því. Því skyldi hún bíða eftir honum? „Kvenmaðurinn stendur þama fyrir handan“,. sagði vöröurinn. „Hvernig stendur á því að óbreyttur dáti eins og þú nærð í svona stúlku? Hún væri matur fyrir liðs- foringja“. Nú sá Gráber Elísabetu. Hún hallaði sér upp að veggnum. Hann klappaði á öxlina á verðinum. „Það er ný reglugerð, drengur minn. Þú færö þær í staðinn fyrir heiðursmerki þegar þú hefur verið fjögur ár á vígvell- inum. Eintómar hershöfðingjadætur. Þú ættir að flýta þér og láta skrá þig í virka herþjónustu, blábjáninn þinn. Veiztu ekki aö bú mátt ekki tala á veröinum?“ . Hann gekk yfir til Elísabetar. „Blábjáni sjálfur”, sagði vörðurinn lágri röddu fyrir aftan hann. Þau fundu bekk á hæð fyrir aftan herskálana. Hann var á milli kastaníutrjáa og þaðan var hægt aö horfa yfir alla borgina. Hvergi sást ljós. Það glitti aðeins í ána í tunglsljósinu. Gráber opnaði flöskuna og hálffyllti glasið. Armagn- acið glóði í því eins og fljótandi raf. Hann rétti Elísa- betu glasið. „Drekktu í botn“, sagöi hann. Hún drakk gúlsopa og rétti honum glasið. „Drekktu út“, sagði hann. „Þetta er kvöld til þess. Drekktu til hverju því sem þú vilt, — Þessu bölvaða lífi okkar, því að við skulum enn vei’a lifandi — bara ef þú drekkur. Við þurfum á því að halda eftir dauöu borgina. í dag höfum við mikla þörf fyrir það“. „Jæja þá. Skál fyrir öllu þessu til samans“. Snofiur hattur eg hanzkar sem hægt ei að búa til sjálfur Með litlum tilkostnaði, dálítilli fingrafimi og polinmœði getur maður búið til hatt eins og pann sem sýndur er á myndinni. Hann er með hnepptri fellingu að aftan og er gerður úr pykku, grófgerðu efni með rauðum og bláum teinum. Og ekki vœri amalegt að sauma sér hanzka úr sarms konar efni. eimilisþáttur Glens og gaman Hafið þið heyrt söguna af manninum sem heyrði svo undurfallegt lag í útvarpinu og hnýtti hnút á vasaklútinn sinn til að muna það. Hann átti að verða húsgagna- smiður, og fyrsta daginn hjá meistaranum var hann látinn stytta nokkur borð sem voru of löng. Þegar hann hafði lok- ið því og að var gáð, kom í ljós að hann hafði gert þau einum þumlungi of stutt. — Meistarinn krossbölvaði og spurði hverskonar eiginlega fífl hann væri. Ef það má ekki muna einum þumlungi til eða frá, sagði lærlingurinn, þá held ég að ég nenni ekki að fást við þetta. Eldastúlkan á greifasetri einu skammt frá Kaupmanhahöfn hafði verið lasin um skeið, og nú k'-'-"' læknir til að skoða ham aðal annars tók hann blóðpror. Þér hafið blóðflokk A, sagði læknirinn er hann hafði rann- sakað blóðið. I sama bili bar greifaynjuna að, og hún sagði heldur snúð- ug: Það getur ekki vei’ið, það er sami blóðflokkur og ég er í. Eiginmaðurinn: Hefurðu tek- ið eftir því, Söffía, að heimsk- ustu mennirnir eiga alltaf fal- legustu konurnar? Soffía: Nú slærðu mér gull- hamra sem ég á ekki skilið. Leikritasafn Menningars j óðs 9. og 10. hefti eru komin út: „Æcin- týri á gönguför" eftir J. Ch. Hostrup og „Æðikollurinn“ eftir L. Holberg. Askriftarverð beggja leikritanna er kr. 40,00 heft. — Áður útkomin leik- rit í safninu: „Hrólfur" og „Narfi”, „Landafræði og ást“, „Maður og kona“, „ímyndunarveikin", „Piltur og stúlka", „Skugga-Sveinn", „Valtýr á grænni treyju" og „Tengdapabbi". Áskriftarverð þessara 8 bóka er sam- tals kr. 138,00. Aukagjald fyrir band. — Gerizt áskrifendur. Bókaútgáfa Menníngarsjóðs gang undir sérstökum kringum- stæðum, en þó þ-ví aðeins að það sé í fylgd með börnum. Ástæðan til þess að þessar verzlanir hafa verið settar á stofn er, að í stóru verslun- unum er réttur smáfólksins oft fyrir borð borinn þegar mikið er að gera. Oft verða bornin að víkja fyrir hinum fullorðnu, þegar mikið er að gera er stundum erfitt fyrir afgreiðslu- stúlkuna að gefa sér tima til að fylgjast með barninu í bolla- Fulloiðnir aðeins aðgang í fylgd með börnum leggingum þess, meðan Pað er - að ákveða hvort það á að , 1 Austur-Berlín hafa verið kemur þliki í barnsaugu og kaupa strípaling, hænsnahringi Utbúnar sérstakar barnaverzl- þar fá 'börn aðeins aðgang. eða eitthvað þvíumlíkt fyfir anir, sem selja allt það sem Fullorðið fólk getur fengið að- smámyntina sína.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.