Þjóðviljinn - 11.02.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN •— (9
A ÍÞRÖTTIR
RITSTJÓRl FRlMANN HELGASON
Japanskir sundmenn æf ðir
þannig að þeirverða nijúk-
ir eins og fiskar í vatni
Á s.l. sumri ferðuðust þeir
Knud Gleie sundkappi og Jac-
ob Gjerding báðir frá Dan-
mörku til Japans eða 40000 km
leið. Gjerding skrifar í jóla-
blað íþróttablaðsins danska um
þessa „ævintýraferð" sem þeir
svo kalla og segir nokkuð frá
,,sonum sólarinnar“ sem eru
heimsþekktir sundmenn. Er
grein Gjerdings á þessa . leið:
— Leiðin lá yfir hálfan
hnöttinn og við tókum þátt' í
sundmótum í Japan (Tökió og
Osaka) Þýzkalandi (Augs-
burg) og Italíu (Torino)
Á þessari 40.000 km löngu
leið sáum við næstum alla þá
sundmenn sem sett hafa heims
met á s.l. eins árs tímabili,
Ameríkana, Japana og Evrópu-
menn.
Af öllum þessum eru Japan-
ir sterkastir, því að þeir eiga
að mínu áliti flesta úrvalssund-
menn, og mesta „breidd“. Með
eftirfarandi dæmum sérstak-
lega frá Tokíó og Osaka, vil
ég reyna að sanna lesendum,
að skoðun mín er rétt,
Auk okkar tóku þessir banda
rísku meistarar þátt í mótun-
um í Japan:
Ford Konno, bandarískur
meistari í 1500 m og 200 m
sundi, Bill Woolsey, bandarísk-
ur meistari í 400 m suudi, Dick
Cleveland, bandarískur meist-
ari í 100 m sundi og Dick Fad-
gen, bandarískur meistari í
200 m flugsundi.
Tapaði fyrir 4 Japönum.
Um vorið 1954 setti Dick
Cleveland nýtt heimsmet á 100
m á hinum frábæra tíma 54,8
sek. I byrjun ágúst varð hann
bandariskur meistari á sömu
vegalengd, og fékk fyrir það
boð til Japans, (eins og Knud
Gleie okkar) um.þátttöku í jap-
anska meistaramótinu.
Dick tók boðinu, en yarð að
láta sér lynda 5. sæti á eftir
4 Japönum.
í keppni þessari var þátttak-
an mikil (56) — og afrek
manna svo góð að til þess að
komast í úrslit urðu menn að
synda á 59 sek sléttum, eða
þar undir. Þannig komust þrír
sundmenn sem syntu á 59,1
ekki í úrslit!
Til samanburðar má geta
þess að danska metið hans Lars
Larsen er 59,3 og sett í 25
m laug. Áhuginn fyrir sundi
þar austurfrá er ákaflega mik-
ill, sem m.a. má sjá af fjölda
útisundlauga í Tokíó. Rétt er
það að borgin hefur 8 millj.
íbúa en þar eru 55 útisundstað-
ir og þar af 8 með 50 metra
laugum. Sjáum Kaupmanna
höfn sem með sína milljón í-
búa á ennþá ekki almennilegan
stað þar sem sundmenn geta
æft og keppt á sumrum. Stærsta
sundmannvirkið í Tokíó rúmar
15.000 áhorfendur og er í full-
komnum nútímastíl. Þó er
glæsilegasti sundleikvangurinn
í Osaka sem byggður var vegna
OL sem halda átti í Japan
1944 og rúmar 35.000 áhorf-
endur eða sama fjölda og
„Idrættsparken"! Þarna eru
fullsetnir nallar oft á ári og
það gefur peninga sem
sambandið getur svo ráðstafað.
Þessi mörgu og stóru mót hafa
gefið leikni og stundvísi svo
allt stenzt uppá mínútu. Og
bak við ráspallana er óviðkom-
andi mönnum bannaður að-
gangur.
1 200 m skriðsundi vann
bandaríski meistarinn Bill
Woolsey í bæði skiptin sem
hann keppti. Þessi tvö sund
eru það æðisgengnasta sem ég
hef séð í keppni, og eru þar
allar íþróttir meðtaldar.
Japanir lögðu hart að sér og
sá bezti þeirra var á 59 sek
100 m, og var Bill þá 5-6 m á
eftir
En hann synti rólega og
virtist óþreyttur. Þessi hraði
var auðvitað of mikill og það
jafnvel fyrir hina þrautþjálf-
uðu Japana, og við snúningimi
eftir 150 ,m var Bill enn 4 m á
eftir, en þá átti hami gnægð
krafta eftir og nú óð hann á
eftir þeim og saman dró sentí-
metra fyrir sentímetra. 10 m
frá marki en hann kominn á
hlið við þá fremstu og þeir
neyta allrar orku en árangurs-
laust. Ómótstæðilega rennur
þessi bandaríski meistari fram-
úr þeim og kemur í mark 1 m
á undan á hinum frábæra tíma
2,08.
Konno undirbýr sig vel-undir
1500 m.
Skemmtilegasti viðburðurinn
og það sem Japönum finnst
eftirsóknarverðast er meistara-
titill á 1500 m, enda eru þeir
taldir þeirra sérgrein.
I ár vann hinn japansk-fæddi
Bandaríkjamaður Konno banda
ríska meistaratitilinn. Hann var
nú hér þirðja árið í röð.
Frá mótum þessum þekkti
hann ágætlega getu Japana á
1500 m qg íagði þessvegna sér-
lega mikið að sér við undirbún-
ing undir úrslitin, hvíldi sig
vel og gætti þess sem sagt að
koma til leiks með þá krafta
sem hægt var. Þegar eftir und-
anúrslitip varð honum ljóst að
baráttan yrði hörð, 3 sund-
menn undir 19 mín og margir á
20 mín.
Bezta tíma náði Shoji sem
var á nokkurum tíundu hlutum
úr sek betri tíma en landi hans
eða 18,50. Maður skilur því vel
að Konno var ákafur í að
safna kröftum fyrir úrslitin þar
sem hugsanlegt var að hann
gæti skreytt sig með titlinum
„japanskur" meistari. (Framh).
Myndin er af Þjóðverjanum Heinz Giinter Lehmann, en hann er talinn vera einn af beztu
skriðsundsmönnum álfunnar í dag.
Gunnar M. Magnúss:
Bömin frá Víðigerði
Kristján leit allt í einu glottandi upp frá skyr-
diskinum.
,,Á allur þessi.fans heima hérna?“ spurði hann.
Og krakkarnir í Efri-bænum fundu nú, að þau
þurftu að útskýra þetta fyrir Kristjáni, svo að
þau fengu málið mörg í einu og byrjuðu að
benda á krakkana úr Neðri-bænum:
„Ekki þessi, ekki þess, ekki þessi og ekki
þessi —.“
En krakkarnir úr Neðri-bænum höfðu ekkert
við þessu að segja. Þeir fóru að tínast út, einn
eftir annan þangað til eftir voru sex heimakrakk-
ar. Og Efri-bæjar-krakkarnir voru búnir að fá
málið. Smátt og smátt lifnaði betur yfir hópn-
um, og eftir nokkrar hnippingar, smáglettur og
hvískur fóru þau að smáskella upp ún og létu
eins og þau væru líka nokkur fyrir sér.
Einn drengurinn hrinti öðrum minni dreng
fram á gólfið og sagði:
„Þennan langar í skyrið af diskinum þínum“.
Sá litii, sem kominn var fram á gólfið, brá .við,
snöggur og snar, og réðst á bróður sinn, tók undir
fætur hans og kútvelti honum upp í rúmið.
Hinir. krakkarnir flissuðu og hlupu til strák-
anna, klipu í þá og hjálpuðust við að velta þeirn
fram á gólfið. Brátt var allt komið í eina þvögu
á gólfinu með háváða og látum.
Loks, þegar pabbi þeirra skipaði þeim að
hætta þessum ólátum, greiddist úr bendunni og
börnin tylltu sér aftur á rúmstokkinn, þrútin af
hlátrinum og ólátunum.
Þau litu til Kristjáns.
Hann hallaði undir flatt, gaut hornauga til
krakkanna, glotti háðslega út í annað munnvik-
ið og rak út úr sér skyruga tunguna,
Tillaga Karls Guðjónssonar
Framhald a£ 7. síðu.
ins séu beittir klækjum fyrir
tilstuðlan ríkisvaldsins, þá gefst
í þessu máli gott tækifæri til
að sanna góðan vilja og raun-
hæft mat á gildi sjómannastétt-
arinnar. Það tækifæri ætti
ekki hvað sízt að vera kær-
komið þeim alþingismönnum og
ráðherrum, sem jafnan liggja
undir nokkrum grun um að
tala fagurlegar á tyllidögum
um sjómannastéttina en svar-
að geti til þess, sem þeir unna
henni að njóta í lífskjörum.“
Tillagan fékk enga endanlega
afgreiðslu á siðasta þingi. Fjár-
veitinganefnd, sem hafði hana
til meðferðar, skilaði tveim á-
litum um hana. Minni hlutinn
(HV og LJós) lagði til, að til-
lagan yrði samþykkt. En meiri-
hlutinn, þ, e. allir stuðnings-
menn rikisstjórnarinnar í
nefndinni, vildi víkja henni frá
afgreiðslu með svofelldri dag-
skrártillögu:
„Með því að ágreiningi þeim
um bátagjaldeyriságóða, sem
hér um ræðir, hefur verið skot-
ið til úrskurðar dómstólanna,
en endanlegur dómur í málinu
hefur enn ekki verið kveðinn
þtW HTeitiwi* GrcUiijetv 3.iiw 60360.
——---------------
upp, telur Alþingi ekki tíma-
bært að taka mál þetta til með-
ferðar og tekur því fyrir næsta
mál á dagskrá."
Hæstiréttur hefur nú kveðið
upp dóm í þessu máli og sta£-
fest í einu og öllu dóm þann, er
upp var kveðinn í héraði. Er
þess því að vænta, að Alþingi1
telji nú tíma til þess kominn
að láta málið til sin taka, og
því flyt ég það hér að nýju.
„Amerískt tákn“
Framhald af 6. síðu.
önnur viðhorf hans gegn
mönnum. Og þess vegna get-
ur hvorki hún, né nokkur
annar bjargað Nelson Dyar,
því að honum er ekki bjarg-
andi.
Ekki af því, að hann sé
svo gegnum spilltur maður,
heldur af því að hann er
ekki'í neinum skilningi mað-
ur. Hann er handan við
markalínur ills og góðs, blátt.
áfram af því, að þó hanái
borði, hreyfi sig, tali og haf-
izt að, er hann ekki lifandi í
neinum mennskum skilning!.
Hvað er hann þá? Hann er
hið fullkomna lokastig í þeirri
vestrænu afmönnunarþróun,
sem orðið hefur fylgifiskur og
afleiðing þess lífsforms og
þeirra lífsmiða, sem gerðu
brjálað kapphlaup um pen-
inga, þægindi og vald að
þungamiðju og inntaki lífa-
ins. Otkoman, kristölluð í
hinni voðalegu deiglu, er Nel-
son Dyar.“
Svipall.