Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 1
- Þriðjudagur 22. febrúar 1955 — 20. árgangur — 43. tölublað jílakkunnns Sósíalistaíél. Reykjavíkur 1. ársfjórðungur féll í gjald- daga 1. janúar. Greiðið flokks- gjöld ykkar skilvíslega í skrif- stofu flokksins. Hægri klíkan að missa tökin á Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur: Nær jafnczr fylkingar á Alþýðu- flokksfundinum sl. sunnudag SkilorSsbundinn brotfrekstur samþykkf- ur með 118 atkvœSum gegn 94 Fundurinn í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur s.l. sunnudag reyndist hægri klíkunni þyngri í skauti en hiín mun hafa búizt við. Þrátt fyrir þrautskipu- lagða smölun liðs sínS á fundinn, sem stóð allan fundartímann, tókst hægri mönnum aðeins með naumindum að merja í gegn skilorðsbundinn brott- rekstur Alfreðs Gíslasonar læknis. Var brottreksturstillagan, en flutningsmaður hennar var Haraldur Guðmunds'son, samþykkt með 118 atkv. gegn 94 eftir að felld hafði verið frá- vísunartillaga frá Gylfa Þ. Gíslasyni. Hlaut frá- vísunartillagan 93 atkv. en mótatkvæði voru 119. Þótt hægri klíkunni tækist að merja þennan nauma meirihluta á fundinum í fyrradag sýna úr- Ælitin eigi að síður hve málstað- •ur hennar er vonlaus. Fram að þessu hafa hægri menn treyst á .-flokksfélagið í Reykjavík sem ó- vinnandi vígi í innanflokksátök- •unum, en fundurinn á sunnudag- :inn sannar að þetta varnarvígi þeirra er nú að bila. Vinstri menn eru í greinilegri sókn, ekki aðeins út um allt land þar sem hægri klíkan á sárafáa formæl- enciur, heldur einnig í sjálfu :flokksfélaginu í Reykjavík. jafnaðarmanna. 3. Sagt af sér störfum ábyrgð- armanns blaðsins Landsýn. Vill líka reka Hannibal Eins og nærri má geta urðu miklar og harðar umræður um Skilorðsbundinn brottrekstur! Eíns og auglýst hafði verið, :fluttu þeir Haraldur Guðmunds- .son og Alfreð Gíslason framsögu- ræður um deilumálin. Töluðu þeir hvor um sig í 20 mínútur. I lok ræðu sinnar lagði Harald- ur fram brottreksturstillögu sína og var hún efnislega á þessa leið: Alfreð Gíslason skal vera brottrækur úr Alþýðuflokksfé- lagi Reykjavikur frá og með 2. marz n. k. hafi liann þá ekki fuilnægt eftirfarandi skilyrðum: 1. Lagt fram yfiriýsingu um að hann víki úr bæjarstjórn Reykjavíkur fram að næsta að- alfundi hennar eða um eins árs skeið. 2. Sagt sig úr Málfundafélagi Fjórar flugvélar farast Um siðustu helgi fórust fjór- ar flugvélar í Bandaríkjunum, þrj^r þeirra herflugvélar. Með farþegaflugvél sem rakst á f jall í New Mexico fórust 19 menn. Níu biðu bana þegar flotaflug- vél flaug á fjall skammt frá Fairbanks í Alaska. Er það fjórða vélin sem rekst á það sama fjall á fáum árum. Loks týndust tvær flugvélar frá flug- vélaskipi undan strönd Flórída. dregið var varað við ofsóknum og brottrekstursæði hægri klík- unnar. Samskonar mótmæli bár- ust og frá stjórn Alþýðuflokks- félags Hafnarfjarðar, Alþýðu- flokksfélagi ísafjarðar og Al- þýðuflokksfélaginu á Selfossi. Áður hafði borizt einróma sam- þykkt Alþýðuflokksfél. Sauðár- króks gegn afstöðu flokksforust- unnar í sambandi við Alþýðu- sambandsþingið, þegar brott- rekstur Hannibals var áformað- FjórÖa forsætisráðherra efniö að gefast.upp? Sijórnaikreppan í Frakklandi hefur jtaðið hálfa þriðju viku Óvænlega þykir nú horfa fyrir Edgar Faure, sem er að reyna að mynda stjórn í Frakklandi. Faure er fjórði stjórnmálamað- urinn sem reynir stjórnarmynd- un á þeirri hálfri þriðju viku Smalað allan fundartimann Haraldur Guðmundsson, flutningsmaður brottreksturs- tillögunnar. tillöguna og var ræðutími þegar takmarkaður við 10 mín. að loknum framsöguræðum. Af hálfu hægri manna töluðu auk Haralds Guðmundssonar, Stefán Jóh. Stefánsson, Guðjón B. Baldvinsson, Magnús Ástmars- son og Ólafur Friðriksson, sem raunar lét sér ekki nægja eigin ræðutíma heldur hélt uppi linnu- lausum hrópum og frammíköll- um um að reka bæri ekki að eins Alfreð heldur einnig Hanni- bal Valdimarsson o. fl.l Af hálfu þeirra sem andvígir voru brottrekstrinum töluðu Gylfi Þ. Gíslason, flutningsmað- ur frávísunartillögunnar, Hanni- bal Valdimarsson, Matthías Guð- mundsson, Arngrímur Kristjáns- son og dr. Gunnlaugur Þórðar- son. Kl. 5.30 var umræðum slitið þótt margir væru enn á msel- endaskrá og þá gengið til at- kvæða. Töldu hægri menn sig þá hafa tryggt sér meirihluta á fundínum með því að hafa Vil- helm Ingimundarson og Óskar Hallgrímsson í stanzlausri bíla- smölun allan fundartímann. Komu þeir með hvern bílfarm- inn eftir annan af háöldruðu fólki, sem styðja varð í fundar- salinn. Þóttu þær aðfarir helzt minna á ófyrirleitnustu bíla- smölun íhaldsins á kjördag þeg- ar kosið er til Alþingis eða bæj- arstjórnar. Uggur í liði hægri manna Hægri klíkan var mjög ugg- andi eftir fundinn og mun mjög óráðin í hvert framhaldið skuli verða. Telja ýmsir í liði hennar óvænlega horfa þegar engu mun- ar að hún missi tökin á Alþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur, þrátt fyrir allar þær varúðarráðstaf- anir sem gerðar voru fyrir fund- inn og meðan hann var yfir- standandi. sem liðin er síðan stjórn Mend- és-France féll. Faure er úr rót- t.æka flokknum eins og Mendés- France og var utanríkisráðherra í stjórn hans. Sósíaldemókratar neita Allan fyrripart dagsins í gær Biður um banda- rískan her Phibun Songgram, einræðis- lierra Thailands, ræddi í gær við blaðamenn. Fagnaði hann ákaflega fundi utanríkisráð- herra Suðaustur-Asíubanda- lagsins sem hefst á morgun í Bangkok, höfuðborg Thailands. Kvaðst hann vona að á fund- inum yrði ákveðið að stofna sameiginlegan herafla banda- lagsríkjanna og fá honum að- setur 1 Thailandi. Yrði það ekki gert mætti búast við að landið kæmist á vald komm- únista, sem þá myndu brátt ráða yfir öllum Austur-Ind- landsskaga. Þeir sem kunnugir eru í Thailandi segja að stjórn Songgram verði sífellt valtari í sessi vegna spillingar hennar og óstjórnar. í dag er von á Eden utan- ríkisráðherra Bretlands og Dulles utanríkisráðherra Banda ríkjanna til Bangkok til að sitja fund Suðaustur-Asíubandalags- ins. sat Faure á fundi með foringj- um sósíaldemókrata. Eftir fund- inn sagði hann blaðamönnum, að möguleikar sínir til stjórnar- myndunar rnyndu mjög fara eftir því, hver svör þingflokks sósíaldemókrata yrðu við liðs- bón hans. Síðdegis kom svo þingflokkur- inn saman og samþykkti að veita Faure ekki stuðning og engu því forsætisráðherraefni sem gengi skemmra í launamál- um og félagsmálum i stjórnar- stefnu sinni en Pineau, forsæt- isráðherraefni sósíaldemókrata, gerði. Þessi afstaða sósíaldemókrata torveldar Faure mjög stjórnar- myndun og ekki batna horfum- ar hjá honum við það að and- stöðu gegn honum gætir í hans eigin flokki og meðal gaullista. Hinsvegar hafa kaþólskir heit- ið forsætisráðherraefninu stuðn- ingi. Búizt er við að Faure gangi í dag fyrir Coty forseta og skýri honum endanlega frá því, hvort- hann færist það í fang að koma saman ráðuneyti og bera stefnu sína undir þingið. Hjón uppgötvuðu ef tir þriggja ára sambúð að þau eru systkin Mótmæli utan af landi Á fundinn barst ályktun frá fulltrúaráði Alþýðuflokksfélag- anna á Akureyri þar sem ein- Heimilið leystist upp þegar þau voru ung 'Stjóm Málarafé- lags Reykjavíkor Ung, brezk hjón, sem hafa búið í þrjú ár í hjónabandi og eiga tvö börn, urðu þess áskynja fyrir nokkrum dög- um að þau eru alsystkin. Jafnskjótt og konan, Mar- jorie Hugues, komst að hinu sanna yfirgaf hún mann sinn og bróður Geoffrey. Hún er tutt- ugu og fjögurra ára en hann tuttugu og sex. Þau systkin misstu móður sína árið 1934. Faðir þeirra gifti sig aftur en sendi þau sitt á hvort barna- heimilið. Marjorie var tveim ár- um síðar tekin af barnaheimil- inu og hjón að nafni Stan- ham gerðu hana að kjördóttur sinni. Árið 1948 hitti Marjorie Stanham Geoffrey Hugues á dansleik og þau felldu hugi saman. Eftir þriggja ára vist í kvennasveitum flughersins gift- ist hún honum. Ári síðar fædd- ist- fyrsta bamið og annað fyr- ir fimm mánuðum. Hjónabandið er löglegt Fyrir skömmu skýrði vinur Marjorie henni frá því í mesta sakleysi að fyrir ættleiðinguna hefði hún borið nafnið Hugues. Framhald á 5. síðu. Kristján Guðlaugsson, Málarafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn sl. suiuiudag og varð stjórnin sjálfkjörin. Stjórn félagsins skipa þessir menn: Kristján Guðlaugsson for- maður, Lárus Bjarnfreðsson varaformaður, Hjálmar Jónsson ritari, Kolbeinn Óskarsson að- stoðarritari og Guðbjörn Ingv- arsson gjaldkeri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.