Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 3
Þriðjudagnr 22. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Orlof býður skemmtiflugferð til Miðj cu’ðarhafslandcmna FeröaskrifstDfan Orlof hefur skipulagt skemmtiferö til Miöjaröarhafslandanna. Hefst hún um miöjan næsta mánuö og lýkur 5. apríl. FerÖast verður með Gullfaxa og þar sem stuttur tími fer í ferðimar milli staöanna gefst þeim mun meiri tími til að skoða lönd og borgir sem kemið veröur til. Farið verður frá Reykjavík 16. marz og flogið til Parísar. Verða skoðaðir þar ýmsir kunnir og merkir staðir, svo og heimsóttir næturskemmtistaðir. . dagnr í Róm Frá París verður flogið 18. marz og komið á hádegi til Róm- ar. Verða flestir merkustu stað- ir hinnar fornu borgar skoðaðir. Á kvöldin mega menn fara ferða sinna að vild. Þeim er þess óska verða útvegaðir aðgöngumiðar að .óperu. Auk fornra rústa og bygginga verður Vatíkanið heim- sótt. — „Borgin eilifa“ hefur löngum haft mikið aðdráttaraf 1 fyrir íslendinga. r ',- - • N Reið á úlföldum Kaíró — Pýramídar — Frá Róm verður flogið 22. marz og komið til Kaíró kl. 5 e. h. eftir þarlandstíma. Um kvöldið verður bátsferð á Nílar- fljóti. Daginn eftir verður farið út í eyðimörkina og gist við pýramídana. Eftir að hafa horft á sólsetrið í eyðimörkinni fá menn úlfalda fyrir reiðskjóta í tunglskininu, Ráðgert er að rísa snemma úr rekkju næsta morg- un til að sjá sólaruppkomuna í eyðimörkinni. Síðan verður hald- ið aftur til Kaíró og horft á hið austræna skemmtanalíf borgar- búa um kvöldið. Rústir Karþagóborgar — Arabiskar dansmeyjar Hinn 25. marz verður enn dvalið í Kaíró, skoðaðir götu- bazarar og bænhús múhameðs- trúarmanna. Morguninn eftir verður flogið til Túnis, skoðuð arabahverfi og rómverskar rúst- \ SATT birtir í febrúarhefti útdrátt 5 úr bókinni eftir Stetson: ■ Kennedy um Ku Klux Klan sem vakið hefur svo mikla \ athygli um allan heim. Ýmis | atriði í kvikmyndinni Ógnir | næturinnar, sem nú er sýnd { í Austurbæjarbíói, eru byggð { á frásögnum úr þeirri bók. : 8 Hið fífldjarfa uppátæki { Kennedys að gerast félagi í: Ku Klux Klan í njósnaskyni : er einstakt í sinni röð. Upp- • ljóstranir hans liryllilegri • en menn óraði fyrri. — Um • tima beindist öll starfsemi • félagsmanna Ku KIux Klan { að því að hafa uppi á „svik- { aranum“ á meðal þeirra, og { Kennedy er í stöðugri lífs- { hættu. Frásögnin heldur því { athygli Iesandans óskertri { frá byrjun til enda. SATT fæst í öllum bóka- og : ir. Ekið til Arabaþorpsins „Sidi- Ben Said“. Þaðan verður farið til „marsa“ og „Gammarth" og þaðan til rústa Karþagóborgar. Að lokinni fornminjaskoðun verður haldið til Túnis og snætt á arabisku veitingahúsi. Á með- an mun flokkur arabiskra dans- meyja og hljóðfæraleikara skemmta gestum að sið austur- landabúa. Algeirsborg Morguninn eftir. hinn 28. marz verður flogið til Algeirsborgar. Þar verður m. a. skoðaður -hinn frægi jurta- og trjágarður, sem sagt er að geymi plöntur og tré frá öllum löndum veraldar. Enn- fremur verður komið við í Ar- abahverfum og litið á höll sold- ánsins. Nótt í Bou Saada — borg hamingjunnar Hinn 29. marz verður ekið framhjá ýmsum stöðum út að hinum gömlu mörkum Sahara, þar sem getur að líta úlfaldalest- ir og sauðfjárhópa og loks kom- ið til Bou Saada og snæddur austrænn kvöldverður, en áður eiga menn kost á að vera við guðsþjónustu múhameðstrúar- manna, — arabisk danssýning að loknun. kvöldverði. Snúið heimleiðis Morguninn eftir verður ýmis- legt austrænt skoðað, en eftir hádegi ekið aftur til Algeirs- borgar og síðan ekið til ýmissa staða í nágrenninu. Gist í Al- geirsborg. Morguninn eftir flog- ið áleiðis heim. Nautaat í Madrid Til Madrid verður komið að afliðnu hádegi 1. apríl. Geta menn skoðað borgina að eigin vild, eða ef þeir óska heldur fengið aðgöngumiða að nauta- ati. Daginn eftir verður Madrid skoðuð í fylgd leiðsögumanns. Um Toledo og London heim Daginn eftir verður farið til Toledo, en gist í Madrid og hald- ið að morgni til London hinn 4. apríl. Daginn eftir geta menn blaðasölustöðum 10 krónur. og kostar Sveitarráðsmaður í Borgarnesi Borgamesi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Hreppsnefnd Borgarness hefur ráðið hingað sveitarráðsmaim, Halldór Sigurðsson frá Staðar- felli í Dalasýslu. Tekur hann við starfinu um næstu mánaðamót. Ráðning þessi er gerð sam- kvæmt nýlegri lagasetningu um sveitastjórnir og er þetta í fyrsta sinni að Borgarneshreppur hefur ráðið sér ráðsmann. Flokkuriim Flokksgjöld. 1. ársfj. féll i gjalddaga 1. janúar s.L Greiðið flokksgjöld ykkar skilvíslega í skrifstofu té- lagsins Þórsg. 1. notað að vild í London, — fram til kl. 6, en þá verður lagt af stað út á flugvöll og flogið beina leið heim til íslands. Ásbjörn Magnússon, forstjóri ferðaskrifstofunnar Orlofs, skýrði blaðamönnum frá þessu í gær. Hér er aðeins stiklað á stærstu atriðunum. Þeir sem áhuga hafa á ferðinni geta fengið nákvæm- ar upplýsingar í Orlofi. Verði 45 þátttakendur í ferð- inni mun fargjald verða um 14000 kr. og er þar allur nauð- synlegur ferðakostnaður innifal- inn, en vitanlega ekki einkainn- kaup þátttakenda. Gullfaxi 'mun hinsvegar geta flutt 55 farþega í þessari ferð og lækkar far- gjaldið eftir því sem þátttak- endur verða fleiri jrfir 45. Ferð þessi er ágætlega skipu- lögð og hin ákjósanlegasta fyrir alla þá sem efni hafa á að taka þátt í henni. Bárður 09 Alfreð flytja tillögu um Harpað efnf í malargötur Götumar í flestum hverfum Reykjavíkur hafa löngum verið mönnum armæðuefni því sé rigning myndast í þeim forarpollar, en sé þurrt rýkur af þeim rykið, fyllir vit veg- farenda og smýgur inn í íbúöirnar. Á síðasta bæjarstjórnarfundi slíka tillögu óþarfa. Vísaði í- fluttu þeir Bárður Daníelsson og Alfreð Gíslason eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórnin samþykkir að fela bæjarráði og bæjarverk- fræðingi að hefja þegar í stað undirbúning að því að sett verði upp stöð er harpi og blandi efni í slitlög í malargöt- ur í Reykjavík. Skal bæjarverkfræðingi og gatnanefnd falið að skila áliti um þetta mál til bæjarráðs fyr- ir lok marzmánaðar nk. Jafn- framt verði leitað eftir því við vegagerð ríkisins, hvort hún hafi áhuga á að gerast þátt- grenni Bordeaux eru um 20 takandi i slíkri stöð, með það fyrir augum að tryggja sér vandað efni í slitlög á þjóðvegi í nágrenni Reykjavíkur'*. Að venju kvað borgarstjóri VaÉn sótt á bílum og ralmagn skammtaö sökum vatnsleysis Borgarnesi í gær. Frá fréttaritara. Vegna langvarandi frosta og úrkomuleysis er hér vatnsskortur og skammtað rafmagn. Vatn er sótt langa leið í tank- bíl og ekið um bæinn, því frost- ið er í vatnsleiðslunni. Auk þess er vatn tekið úr brunnum sem haldið hefur verið við hér og er furðanlegt hve mikið vatn er hér í brunnum bæjarins. Vegna úrkomuleysis og frosta undanfarið hefur vatnið í Anda- kílsánni minnkað stöðugt og er því rafmagn skammtað hér þannig að ljós eru tekin af frá kl. 12 að kvöldi til kl. 6 að morgni. " -\ Söngur Morgunblaðsins í 42 ár Blaðið hefur verið á móti hverri einustu hröfu verklýðsfélaganna í hverri einustu kjaradeilu Þaö er 42. árgangur Morguriblaðsins sem nú er að koma út. Paö er eitt sem einkennt hefur alla árgafnga blaðsins frá upphafi og raunar hvert einasta tölublað pess. Blaðið hefur alltaf verið á móti verklýðssamtökunum í hverri einustu kjara- deilu sem háð hefur verið allt petta tímábil. Það hefur barizt gegn hverri einustu kröfu alpýðu- samtákanna, smárri sem stórri. Það verður ekki fundið eitt einasta dœmi um að blaðið hafi nokk- urn tima lagt verklýðsfélagi lið. Allt sem áunnizt hefur á pessu tímabili er fengið í haröri andstöðu við petta blað og flokkinn sem að pví stendur. Og alltáf hafa „röksemdimar“ verið pœr sömu: Atvinnulifið ber paö ekki að alpýðan búi við betri kjör; kauphœkkanir eru tilgangslaiLsar, pœr skerða aðeins verðgildi krónunnar; verkföll eru aðeins pólitísk béllibrögð kommúnista sem vilja leggjai atvinnulífið í rúst. Þessi söngur sem nú er kyrjaður í Morguriblaðinu hefur hljómað á sömu nótum i 42 ár. Og hvað segir svo reynslan? Morguriblaðið hefur beðið ósigur í hverri deilu, stóran eða smáan, og hrakspár pess hafa aldrei rœtzt. Atvinnulífið hefur sannarlega ekki farið í rúst á pessu tímabili, held- ur blómgazt og pjóðartekjurnar margfaldazt. Kauphíœkkanirnar hafa fœrt stórfelldar kjarabœt- ur, eins og hver einasti alpýðumaður getur vottað af reynslu sinni. Og reynslan er ólygnust. Það vœri skynsamlegast fyrir Morguriblaðið að steinhœtta nú pessum 42 ára garriLa söng sínum. Það trúir honum ekki lengur einn einasti maður. Það vita allir að ekki verður undan pví komizt að tryggja verkalýðnum verulegar kjarabœtur. Og pað er ékki til vitglóra í öðru en að fallast á pessar kjarabœtwr án pess að tiL stöðvunar komi. haldið henni til gatnanefndar með sínum 8 atkvæðum gegn 5 atkvæðum minnihlutaflokk- anna, en atkvæði voru greidd meðan annar flutningsmanna var fjarverandi, að tala í síma. Renaultbílar lækka um 8—19 þúsund Samkeppni bifreiðaframleið- enda hefur undafarið stöðugt harðnað og mun sjaldan eða aldrei hafa verið harðari en nú. Fyrir síðustu áramót lækkuðu Renault-verksmiðjurnar tvær mest scldu gerðir fólksbíla sinna um nær 20%. Þar sem innflutningsgjöld af bílum eru há, nemur þessi lækk- un miklu. Hér á landi nemur lækkun þessi 19 þús. kr. á 6 manna bílnum, sem áður kost- aði 83-84 þús. kr. en kostar nu 64.500 kr. Fjögurra manna bíll- inn sem áður kostaði 45 þús. kr. kostar nú ekki nema 36.50Ö kr. og er lækkunin 8.500 kr. Báðar þessar gerðir Renaulí: bifreiða hafa náð vinsældum i flestum löndum heims. Renault- bifreiðaverksmiðjurnar frönsku' eru meðal elztu og stærstu bif- reiðaframleiðenda í Evrópu. Þær hafa nú tekið nýtt verk- smiðjuhverfi í notkun og mua verðlækkunin stafa af aukinni framleiðslu, endurbættri tækni og hagkvæmni í fjöldafram- leiðslu. Talið er að báðar fyrrnefnd- ar bifreiðategundir muni verða á boðstólum hérlendis innan skamms, því mikið hefur verið rætt um að slaka eigi að veru- legu leyti á höftum þeim sera verið hafa á innflutningi þeirra. Bútar úr prjónasilki úr nælonpopplin úr rayongaberdine o.fl. mjög ódýrt. H. Toft Skólavörðustíg 8 Sími 1035. Ódýrt! Ódýru buxurnar komnar aftur; síðar karlmannabuxur á 16 kr., kvenbuxur á 10 krónur. Verzluitin Garðastræti 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.